Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Side 28
Andstæðurnar voru sterkarþegar við stigum upp úrbrúnu febrúarslabbinu á Ís- landi og niður á hvítan sandinn á eyj- unni Boracay sem tilheyrir Filipps- eyjum. Vinafólk mitt hafði boðið til brúðkaups og við gátum ekki látið hálfan hnöttinn standa í vegi fyrir okkur þegar við sóttum verðandi brúðina heim. Eftir langt ferðalag og nokkrar misskemmtilegar millilend- ingar var loksins komið í höfn, en eina leiðin til að ferðast til agnar- smárrar eyjunnar er með ferju. Boracay er einn helsti áfanga- staður ferðamanna til Filippseyja, en þangað hafa undanfarið komið hátt í tvær milljónir ferðamanna ár- lega. Eyjan er ílöng og einungis um tíu ferkílómetrar að flatarmáli, en hún er einna þekktust fyrir skjanna- hvíta standlengjuna og kröftugt næturlíf. Ódýrt fjör Eitt það fyrsta sem maður rekur augun í er að það eru nánast engir bílar á eyjunni, en flestir gestir nýta sér bifhjól með rúmgóðum hliðar- vagni til að komast á milli staða, á meðan margir heimamenn láta hjólið nægja. Verðlagið á Boracay er lágt líkt og á öðrum eyjum í klasanum og er til að mynda hægt að nýta sér styrk íslensku krónunnar til að kaupa flösku af rommi á lægra verði en litla kókómjólkurfernu heima fyrir. Ferðamennska er langstærsta atvinnugrein eyjunnar og enn er verið að reisa stór hótel. Íbúar eyjunnar eru vinalegir og Brúðkaup á Boracay Boracay er sólrík eyja sem tilheyrir Filippseyjum. Þar er gott að slaka á á hvítum ströndum og njóta lífsins, en áhugasamir þurfa þó að bíða þar til eyjan verður aftur opnuð ferðamönnum. Arnar Tómas Valgeirsson arnart@mbl.is AFP Nýbökuð hjónin leiða gestaskarann að herlegheitum kvöldsins. FERÐALÖG Filippseyjar eru fjöldamargar, eða um 7641 talsins.Aðeins um tvöþúsund eyjur eru byggðar og fleiri en fimmþúsund þeirra eru nafnlausar. Aragrúi eyja 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018 laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is Rösle þeytari Verð 3.250 kr. Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Hágæða sláttutraktorar frá 40 ár á Íslandi Sterkir og notendavænir

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.