Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Qupperneq 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018
R
íkisútvarpið gerði furðumikla frétt úr
því að forseti Bandaríkjanna ætlaði
ekki að sitja út leiðtogafundinn í
Quebec í Kanada.
Gott að „RÚV“ sé ekki
eitt um að segja fréttir
Gefið var til kynna að mikið mætti lesa úr því að sein-
asti hluti fundarins fjalli um loftslagsmál og Trump
væri því að koma sér undan umræðu um þau. Hvergi
var minnst á hina raunverulegu ástæðu þess að forset-
inn þyrfti að stytta viðveru sína. Hún er sú, að forseti
Bandaríkjanna ætlar sér á fund í Singapúr strax eftir
helgina og um hálfan hnöttinn að fara. Fundurinn sá
er einstæður í sögunni og veltur á miklu hver útkoma
hans verður. Fundir eins og sá í Quebec, sem kallaður
er G7 eftir að Rússar voru útilokaðir eftir atburðina í
Úkraínu, og aðrir sams konar og fjölmennari fundir,
þar sem Rússar eru ekki útilokaðir, eru reglubundnir
fundir. Oftast er látið nægja á slíkum fundum að sam-
þykkja texta sem diplómatar hafa legið yfir mánuðum
saman eftir mikinn þvæling höfuðborga á milli. Það
helsta hefur jafnan lekið út mörgum vikum fyrir fund-
ina og helstu atriði frétta snúast því um „fjölskyldu-
myndir“ og temaklæðnað, þegar það á við. Það er ekki
gefið að slíkir fundar séu gagnslausir. Víst er, að
óþægilega mikið er til í því að yfirlýsingar sem dipló-
matar koma sér saman um snúast mest um að tryggja
það sem ekki megi segja, nema þá með svo miklum
krúsindúllum að hver leiðtogi geti málað sína eigin
mynd af niðurstöðunni. Samt er gagnlegt fyrir leið-
toga að eiga þetta návígi í þröngum hóp og skynja
persónur hver annars, veikleika og styrkleika. Og
einnig er hjálplegt að fara í gegnum álitaefni svo ljóst
sé hvar helstu línur skerast.
Óvenjulega mörg
raunveruleg fundarefni
En á þessum fundi vill svo til að full efni eru til að fara
yfir það hvernig hin ríkin ætla sér að höndla að
Bandaríkin hafa ógilt aðild sína að kjarnorkusamningi
við Íran. Þann samning hefur Trump kallað versta
samning sem Bandaríkin hafa staðið að. Og víst er að
Obama treysti sér ekki til að leggja samninginn undir
Bandaríkjaþing, enda andstaða við hann í báðum
flokkum þess.
Leiðtogar ESB-ríkjanna komu saman stuttu eftir að
ákvörðun forsetans var tilkynnt og samþykktu að þau
ríki álfunnar sem áttu aðild að samningnum myndu
áfram ganga út frá gildi hans. En það varð þó ljóst
daginn eftir að forystumenn fyrirtækja þeirra landa
sem tóku upp viðskipti við Íran á ný á grundvelli þess
viðskiptaöryggis sem sagt var að samningurinn
tryggði, gera ekkert með yfirlýsingu leiðtoga sinna.
Þeir þora ekki að koma viðskiptum við Bandaríkin eða
banka þess lands í uppnám vegna miklu minni við-
skiptahagsmuna við Íran. Í annan stað ættu leiðtog-
arnir í Quebec að eiga þarft umræðuefni um stöðu al-
þjóðlegra viðskipta og þá stefnu Bandaríkjanna að
láta ekki hlunnfara sig lengur, eins og leiðtogi þeirra
orðar það nú tæpitungulaust, eins og sumt annað.
Parísarsamkomulagið
hvergi til umræðu
Staðreyndin er hins vegar sú að eftir að Trump dró
Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu með einni
pennastroku hefur sáralítið gerst með það. Það er satt
best að segja sáralítið rætt nema meðal atvinnumanna
og hugsjónafólks. Það er margt líkt um framhaldið
þar eins og um Íranssamninginn. Stór orð voru uppi
um að láta ekki ákvörðun Trumps trufla hið göfuga
ferli. En engum dettur í hug að í þennan samning
hefði verið farið án þess að Bandaríkin væru með, eins
og gildir í raun um Kína og Indland, Afríku og Suður-
Ameríku. Enda væri þá enn hlægilegra að tala um
merkan alþjóðasamning en ella. Obama skrifaði undir
þann samning eins og væri hann bréf til mömmu. Rétt
eins og Bill Clinton skrifaði undir Kyoto-samninginn
þótt aðeins einn öldungadeildarþingmaður af 100
hefði lýst yfir stuðningi við hann. Allir meiriháttar al-
þjóðasamningar verða að fá staðfestingu öldunga-
deildarinnar til að öðlast gildi. En vegna stöðunnar í
þinginu var látið eins og um lítinn prívatsamning for-
setans væri að ræða. Þess vegna stóð umræðan í
Bandaríkjunum um ógildingu Trumps í aðeins fáeina
klukkutíma, svona 5% af tímanum sem íslenska þingið
eyddi í veiðileyfagjöld, sem ríkisstjórnin heyktist á að
afgreiða, en það var veikleikamerki.
Sýndarskapur
Nú er komið á daginn að ýmis „aðildarríki“ voru fjarri
því að taka samkomulagið alvarlega og standa við
skuldbindingar þess og loforð um fjárveitingar. Þar
með talin eru burðarríki Evrópusambandsins. Kína,
sem tók þátt í að fordæma ákvörðun Trumps um að
setja plaggið í körfuna við hliðina á skrifborðinu, lof-
aði að taka fullan þátt í samkomulaginu fyrir sitt leyti
eftir árið 2030. Það voru gríðarleg fagnaðarlæti á ráð-
stefnunni í París við þessa „stefnmörkun“.
Það vill þannig til að bréfritari hafði nokkru áður en
þetta gerðist í París tilkynnt konu sinni, að tilefnis-
lausu, að einmitt 5 árum síðar, eða árið 2035, hefði
hann niðurnjörfuð áform um að hefja undirbúning að
aukinni þátttöku í almenningsíþróttum með því að
klífa Öskjuhlíðina í fyrsta sinn, án aðstoðar fjalla-
sérfræðinga úr röðum Sérpa og án alls aukasúrefnis,
nema þá því aðeins að hann verði þá farinn að nota
slíkt hjálparloft á jafnsléttu daglega. Og það sýnir
glöggt hversu menn eru misörlátir á hrós og fagn-
aðarlæti að það mátti ekki merkja hvort konunni
líkaði betur eða verr. Kannski var það vegna þess að
tekið var fram að einungis 5 árum síðar eða árið 2040
ætlaði sami að gera samræmda atlögu að tiltekt í
vinnuherbergi sínu og fallast þar með á tilmæli sem
bárust fyrst að haustlagi 1970. Var engu líkara en að
valdamesta manni þessa tiltekna heimilis þætti ódýrt
að jafna niðurnjörfuðum og í stein höggnum fyrir-
heitum við það sem þegar er framkvæmt á þeim stað
ekki sjaldnar en daglega af öðrum.
En það gætu fleiri fundið að slíku alvöruleysi í tali
um stórmál en menn með krónískt ofnæmi fyrir létt-
leika tilverunnar, sem orða aldrei neitt án magaverkja
og mæðu.
Rúmlega 40 þúsund fulltrúar „störfuðu“ í heila viku
að Parísarályktuninni, sem truflaði verulega veislu-
höld og viðburði, og samþykktu hana loks samhljóða.
Nýjar fréttir um loftslag kvenna
Í þessu sambandi er fróðlegt að skoða nýlegan pistil
Páls Vilhjálmssonar: „Til að hemja hnattrænar lofts-
lagsbreytingar þarf að valdefla konur, jafna efnahags-
legt kynslóðabil og berjast fyrir ,,loftslagsréttlæti“,
Kim í síðustu viku
og Kim í þeirri næstu
en hvað svo?
’Þeir sem fengu boðskort voru áminntirum að nota „almenningssamgöngur“ tilað komast á sýninguna. Það eru um 95 pró-sent borgarbúa, sem nota bílinn sinn að jafn-
aði, þótt margskattaðir séu fyrir vikið af yfir-
völdum og fyrirlitnir af þeim sem stjórna
borginni.
Ef eitthvað mætti kalla almenningssam-
göngur þá er það fyrirbærið sem 95%
almennings nota en ekki 5%.
Reykjavíkurbréf08.06.18