Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.06.2018, Síða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.6. 2018
LESBÓK
SJÓNVARP Þeim þykir ekki trúlegt að sonur þeirra sé í
raun og veru samkynhneigður. Hann sýndi þess engin
merki í bernsku og í dag er hann stór og sterkur, vinnur
í byggingariðnaði, heilsar með þéttu handabandi og
gengur „eins og karlmaður“. Hann hlýtur að vera
„streit“. Í nýjum heimildarþáttum, Bride and Prejudice,
sem sjónvarpsstöðin Channel 4 hefur látið gera, reynir
Rob að sannfæra foreldra sína í eitt skipti fyrir öll um að
hann sé samkynhneigður áður en hann gengur að eiga
ástina í lífi sínu, Simon. Shaaba frá Maritíus á líka í basli
með foreldra sína, en móðir hennar er í öngum sínum
yfir því að hún vilji ganga að eiga Jamie. „Ég meina,
hann er hvítur! Það er ekki það sem mig dreymdi um
fyrir hönd dætra minna,“ segir móðirin.
Sonur minn er ekki hommi
Turtildúf-
urnar Jamie
og Shaaba.
Channel 4
MÁLMUR Líkurnar á því að söngvarinn Seb-
astian Bach gangi aftur til liðs við Íslandsvin-
ina í Skid Row virðast hverfandi ef marka má
viðtal við Dave „Snake“ Sabo gítarleikara í
Loud TV fyrir skemmstu. „Þetta er ekki
vinnan okkar heldur lífið sjálft og ég nenni
ekki að ferðast um heiminn í rútu með fólki
sem ég þoli ekki. Hver er tilgangurinn með
því?“ spyr Snake, sem upprunalega kallaði
sig Worm. Eftir ábendingu frá sjálfum Jon
Bon Jovi breytti hann nafninu í Snake enda
geta flestir verið sammála um að það er harð-
ara og hljómar betur. Bach hét upprunalega
Sebastian Bierk, svo því sé til haga haldið.
Nennir ekki að hanga í rútu með Bach
Sebastian Bach á hátindi frægðar sinnar.
Harry Styles er poppari af Guðs náð.
Popp með stæl
RÚV Tónleikamynd frá BBC þar
sem Harry Styles, fyrrverandi liðs-
maður hljómsveitarinnar One Dir-
ection, stígur á svið í Manchester
og tekur nokkur af þekktustu lög-
um sínum, er á dagskrá á laugar-
dagskvöldið kl. 19.45. Styles hefur
notið mikilla vinsælda undanfarin
ár og misseri og sent frá sér hvern
smellinn á fætur öðrum, auk þess
að bræða hjörtu ófárra ungmeyja
með tilvist sinni og heillandi fram-
komu.
STÖÐ 2 C.B.
Strike er nýir
glæpaþættir úr
smiðju HBO, sem
byggðir eru á
þremur metsölu-
bókum J.K. Rowl-
ing, og sýndir eru á
sunnudags-
kvöldum. Cormoran Strike er þraut-
reyndur fyrrverandi herlög-
reglumaður sem gerist einkaspæjari
í London. Lífið hefur ekki farið
mjúkum höndum um okkar mann en
starfsreynsla hans og afburða
skarpskyggni hjálpar honum við að
leysa sérlega snúin sakamál sem lög-
reglan hefur átt í basli með. Honum
til halds og trausts er hin dygga og
úrræðagóða Robin Ellacott.
Af glæpum
J.K. Rowling
SJÓNVARP SÍMANS Madam Sec-
retary nefnist bandarísk þáttaröð
sem sýnd er á sunnudagskvöldum.
Hún fjallar um Elizabeth McCord,
fyrrverandi starfsmann bandarísku
leynilögreglunnar CIA, sem var
óvænt skipuð utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Hún er ákveðin,
einbeitt og vill hafa áhrif á heims-
málin en oft eru alþjóðleg stjórnmál
snúin og spillt.
Téa Leoni leikur ráðherrann.
Vill hafa áhrif
Væri nafnið Málmey ekki frá-tekið væri við hæfi að notaþað um gömlu góðu Ísafold í
sumar. Hingað streyma málmsögu-
legir risar og íslenskir hrímþursar
láta að vonum ekki sitt eftir liggja.
Sjaldgæft er að jörð hvítni á þessum
tíma árs en Har-
aldur „slagveður“
Ólafsson, Einar
„roðbrók“ Svein-
björnsson og fé-
lagar á Veðurstof-
unni geta búið sig
undir slíka spá á
næstu vikum;
nema hvað ekki
verður um snjó að ræða, heldur
hreina og ómengaða flösu. Þar sem
tveir flösufeykjar koma saman þar
hvítnar jörð, eins og bóndinn sagði.
Að ekki sé talað um tuttugu þúsund,
eins og stefnt er að á Laugardals-
vellinum. Hvað sagði Bruce „Ís-
landsvinur“ Dickinson aftur um
árið? „Guð, miskunnaðu oss!“
Veislan byrjar í Laugardalnum
eftir þrettán daga og sextán klukku-
stundir (að því gefnu að þú sért að
lesa þetta blað klukkan sex árdegis
á laugardegi, eins og ég). Ekki svo
að skilja að nokkur maður sé að
telja. Þá stíga á svið á Secret Sol-
stice-hátíðinni í Laugardalnum ekki
minni menn en Tom Araya, Kerry
King og félagar í hinu goðsögulega
kaliforníska bandi Slayer. Ganga má
út frá því að fjöldi túrista heimti þá
endurgreiðslu frá ferðaskrifstofum
sínum enda mun í fyrsta skipti verða
almyrkvað á sumarsólstöðum hér í
fásinninu. En eins og menn vita þá
varð Slayer til þegar sjálfur frum-
krafturinn sængaði hjá hinu illa. Úr
brotnum himninum og biksvörtum
skýjunum mun rigna tæru blóði.
Enginn sem sækja mun þennan við-
burð verður samur á eftir. Því er
óhætt að lofa. Gleymum því heldur
ekki að yfirstandandi túr er svana-
söngur Slayer.
Eistun fara á flug
Dagana 11. til 14. júlí berst leikurinn
austur á firði, þar sem nýir hús-
bændur hrinda sinni fyrstu Eistna-
flugshátíð af stokkunum. Þar ber
hæst tónleika annarra frumherja
þrassbylgjunnar, sem eirir engu.
Kreator frá Þýskalandi. Mille Pet-
rozza og félagar eru enn að eftir 36
ár og komu síðast með plötu í fyrra
sem heitir því alúðlega nafni Gods of
Violence. Væntanlega bíða þó fleiri
eftir efni af plötum á borð við End-
less Pain og Pleasure to Kill. Já,
krakkar mínir, þetta eru engar
vögguvísur. Rétt eins og Slayer hef-
ur Kreator haft gríðarleg áhrif á
senuna alla; ekki aðeins þrassið,
heldur ekki síður dauða- og drunga-
rokkið. Réttnefndir guðfeður.
Á Eistnaflugi í ár verða einnig
spennandi íslenskar sveitir á borð
við Auðn, Kontinuum, The Vintage
Caravan og Legend, að ekki sé
minnst á gömlu góðu Sólstafi.
Myndrænasta band í heimi. Þarna
verður líka Hatari með fyrrverandi
umsjónarmann Barnablaðs Morgun-
blaðsins í broddi fylkingar. Sá mun
aldeilis skyrpa svívirðingum yfir
mannskapinn; dagfarsprúður sem
hann er.
Eftir þá dembu mýkja menn sig
aðeins upp á Laugardalsvellinum
hinn 24. júlí þegar frægasta málm-
band mannkynssögunnar, fyrir utan
Metallica, kemur í heimsókn. Já, við
erum að tala um Guns N’ Roses. Axl,
Slash og Duff sameinaðir á ný. Úr
því Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri-
græn gátu unnið saman hlutu þessir
gömlu fjandvinir að slíðra sverðin.
Nú, eða byssurnar. Hver veit svo
sem með þessi annálaðu ólíkindatól?
Þeir gætu hæglega verið hættir
saman fyrir 24. júlí – og byrjaðir
saman aftur. Nei, nei. Smá djók.
Slash þótti svo gaman á Íslandi fyrst
þegar hann kom hingað með Velvet
Revolver (sem gerðist raunar aldrei,
stóð bara til) að hann kom aftur með
sólóbandi sínu. Og nú loksins með
GNR. Inga Rún Sigurðardóttir, vin-
kona mín hér á blaðinu, ræddi
þessa fyrstu „heimsókn“ við
Slash í síma og kunni ekki
við að hryggja hann með
þeim hroðalegu tíðindum
að hann hefði í raun og
veru aldrei komið. Tónleik-
unum var aflýst.
Það mun ekki gerast nú.
Málmsagan endar alltaf
vel. Eins og önnur æv-
intýri.
Slayer á leið í Dalinn 2018.
Paul Bostaph, Kerry King,
Tom Araya og Gary Holt.
Ljósmynd/Bad Feeling Magazine
Ekki dugar minna en syst-
kinaböndin Skálmöld og
Sinfóníuhljómsveit Íslands
til að loka málmsumrinu
mikla í Eldborgarsal Hörpu
dagana 24. og 25. ágúst.
Sænga þessi flaggskip í ís-
lensku tónlistarlífi nú sam-
an öðru sinni, en minnstu
munaði að þak Hörpu fyki á
haf út þegar það gerðist í
fyrsta sinn fyrir tæpum
fimm árum. Hefði ef til vill
betur gert það; lækka ekki
fasteignagjöldin sjálfkrafa
verði hús þaklaust? En það
er önnur saga.
Síðan hefur Skálmöld
sent frá sér tvær breið-
skífur og illa verð ég
svikinn ef flunkunýtt
efni læðir sér ekki inn
á prógrammið. 2018
er nú einu sinni Skálm-
aldar(f)ár.
Úr skálma-
bókinni
Björgvin Sigurðsson,
söngvari Skálmaldar.
Mér er mál, mey
Málmur mun flæða um djöflaeyjuna í sumar í boði ekki minni banda en Slayer, Guns N’ Roses , Kreator,
Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Málmhausar munu verða nokkurri flösu fátækari.
Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is
Slash