Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 4
Bjór verður til sölu í Hljómskála-
garðinum þegar leikir íslenska
karlalandsliðsins verða sýndir þar.
Búið er að veita leyfi fyrir sölunni en
bjórinn verður seldur í sérstöku
tjaldi á hinu svokallaða HM-torgi
sem verður í Hljómskálagarðinum.
Prikið mun sjá um sölu bjórsins en
Gísli Freyr Björgvinsson, fram-
kvæmdastjóri rekstraraðila Priks-
ins, segir ekki komið á hreint hvern-
ig staðið verði að sölunni enda hafi
leyfið fyrst verið veitt klukkan fjög-
ur í gær.
Allir leikir Íslands verða sýndir á
risaskjá í Hljómskálagarðinum. Þar
verða einnig fótboltavellir, hoppu-
kastalar og leiktæki ásamt veit-
ingasölu og skemmtiatriðum.
Bjór í Hljómskálagarði
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
„Það er alveg greinilegt að fólk hér
í Argentínu er mjög hrætt við ís-
lenska liðið,“ segir Kristján Krist-
jánsson, doktor
við Háskólann í
Birmingham,
sem dvalið hefur
við ráðstefnuhöld
í höfuðborg Arg-
entínu, Buenos
Aires. Hann seg-
ir að borgin beri
þess merki að
heimsmeistara-
mót sé á næsta
leiti enda komist
fátt annað að hjá heimamönnum.
Þá sé gríðarleg spenna fyrir fyrsta
leik gegn Íslandi, en til marks um
það reyndist Kristjáni ómögulegt
að panta leigubíl upp á flugvöll
meðan á leik liðanna stendur.
„Ég á flug heim á laugardaginn
stuttu eftir að leikurinn fer fram.
Mér var hins vegar tjáð að ekki
væri hægt að panta leigubíl á þess-
um tíma sökum þess að allir yrðu
uppteknir við að horfa á leikinn. Þá
skilst mér að verslunum og skrif-
stofum verði lokað meðan á leik
stendur og skjáir yrðu settir upp
víðs vegar um borgina,“ segir
Kristján og bætir við að í Argent-
ínu snúist allt um knattspyrnu.
Hvert sem litið sé megi sjá knatt-
spyrnu, hvort heldur sem er í sjón-
varpi eða á götum úti. „Þeir eru al-
veg knattspyrnuóðir og það er
sama hvar maður kemur, alltaf eru
þeir tilbúnir að ræða fótbolta. Þá
eru þeir mjög spenntir fyrir leikn-
um gegn Íslandi og spyrja mann
spjörunum úr um íslensku leik-
mennina,“ segir Kristján, en
heimamenn eru vel að sér þegar
kemur að leikmannahópi íslenska
liðsins.
Hitti gamla landsliðshetju
Meðal spurninga sem heima-
menn báru upp voru um föður og
afa Alberts Guðmundssonar, eins
íslensku leikmannanna.
„Þeir þekktu hópinn okkar mjög
vel og hluti þeirra var farinn að
spyrja um ættingja leikmanna,“
segir Kristján.
Ýmislegt hefur drifið á daga
Kristjáns frá komu hans til Argent-
ínu, en meðal manna sem hann hef-
ur hitt er argentínska kempan
Claudio Caniggia, sem spilaði á sín-
um tíma 50 landsleiki og var meðal
leikmanna í argentínska landsliðinu
þegar Diego Maradona var upp á
sitt besta. „Við hittum á hann en
hann vildi lítið tala um HM í ár.
Hann hafði hins vegar mikinn
áhuga á að spjalla um eigin feril og
kvartaði sáran undan því að hafa
ekki spilað fleiri landsleiki,“ segir
Kristján. aronthordur@mbl.is
Allt lokað í Argentínu
meðan á leiknum stendur
Ómögulegt reyndist að panta leigubíl á flugvöllinn
AFP
Stuðningsmenn Mikil spenna er fyrir leiknum meðal íbúa Argentínu.
Kristján
Kristjánsson
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Búast má við því að einkaneysla
landsmanna aukist umtalsvert
næstu vikurnar í tengslum við HM
í Rússlandi. Sú varð raunin fyrir
tveimur árum þegar Ísland var
meðal þátttökuþjóða á EM í Frakk-
landi og ekkert bendir til annars en
að hið sama verði upp á teningnum
nú. Gengi Ís-
lands og veðrið
ræður því svo
væntanlega
hversu mikil
aukningin verð-
ur.
Björn Berg
Gunnarsson,
fræðslustjóri Ís-
landsbanka, segir
að viðburðir á
borð við Euro-
vision og stórmót í fótbolta hvetji
gjarnan til aukinnar neyslu. HM
komi á góðum tíma fyrir marga.
„Þetta mót kemur ofan í þann tíma
sem einkaneysla hefur aukist tölu-
vert. Hún er helsti drifkraftur hag-
vaxtar á Íslandi. Við höfum meira á
milli handanna nú en áður og lík-
legt er að margir nýti þetta svig-
rúm í kringum HM,“ segir hann.
Aukin sala á mat og drykk
Fram kom í ViðskiptaMogganum
í gær að sekúnduverð í auglýsinga-
tímum RÚV í kringum leik Íslands
og Argentínu á morgun væri það
hæsta frá upphafi hér á landi. Sek-
únduverðið er 18 þúsund krónur,
sem þýðir að ein birting á umtal-
aðri auglýsingu Coca-Cola kostar
1,8 milljónir króna.
„Þetta er áhugavert. Áhorfið á
leiki Íslands á EM fyrir tveimur ár-
um var í kringum 70 prósent og
nánast allir sem voru á annað borð
að horfa á sjónvarpið horfðu á þá.
Auglýsingatíminn er dýr en það
hefur auðvitað mikið að segja að
hafa allt landið fyrir framan sig.
Þeir sem horfa svo á annað borð á
leikina eru líklegir til að borða og
drekka meðfram því. Það var tölu-
verður munur á sölu hjá fyr-
irtækjum í mat og drykk milli sum-
arsins 2016 og 2017, neyslan var
svo mikil 2016. Þetta hafði eitthvað
með metfjölda ferðamanna að gera
en líka að við vorum að drekka
ofsalega mikið áfengi og gos og
kaupa mikið gotterí í kringum HM.
Það sást í tölum fyrirtækja. Neysl-
an jókst mikið í kringum mótið og
mér finnst mjög líklegt að það
sama gerist núna.“
Eyða vel á annan milljarð
Björn kveðst hafa skoðað tölur
um neyslu í kringum Ofurskálina,
Super Bowl, í Bandaríkjunum og
heimfært þær upp á Ísland til gam-
ans. „Þar hefur neysla fólks aukist
mikið fyrir leikinn, sérstaklega hjá
yngra fólki. Yngri hóparnir halda
sérstök partí fyrir leiki. Samkvæmt
könnunum þar eyðir fólk á aldr-
inum 25-34 ára um það bil tólf þús-
und krónum á mann. Þeir eru
kannski að eyða óhóflega miklu en
þetta er samt akkúrat það sem
landsliðstreyjan kostar,“ segir
Björn Berg, sem kveðst ekki telja
galið að bera saman þessa eyðslu
fyrir einn leik við þrjá leiki Íslands
í riðlakeppni HM. Þó ekki nema til
gamans sé gert.
„Ef við heimfærum þessar tölur
á Ísland værum við að eyða ríflega
einum og hálfum milljarði króna,
bara í partí í kringum leikina.“
Fyrir höndum er því stórt sölu-
tímabil á grillkjöti, sjónvörpum,
áfengi, snakki og gosi svo eitthvað
sé nefnt. Og því betur sem okkur
gengur, þeim mun meira mun að
líkindum seljast.
„Já, ef okkur gengur vel er öllum
sama hvort það er leiðinlegt veður.
Andlegu áhrifin eru mikilvæg. Við
munum sennilega sjá stökk í neyslu
en svo eru þeir sem eru á ferðalög-
um líka að eyða heilmiklu. Þetta er
dýr tími.“
Búast má við „stökki í neyslu“
HM í knattspyrnu hófst í gær Landsmenn gera vel við sig í mat og drykk meðan á mótinu stend-
ur Áætla má að eyðslan nemi á annan milljarð króna „Þetta er dýr tími,“ segir sérfræðingur
Morgunblaðið/Eggert
Veislan hafin Fjöldi Íslendinga er nú kominn til Moskvu þar sem Ísland leikur fyrsta leik sinn á HM á morgun.
Háar fjárhæðir
» Miklir peningar eru í spil-
unum á HM í Rússlandi. Áætl-
að hefur verið að Alþjóðaknatt-
spyrnusambandið FIFA þéni
um 539 milljarða króna vegna
mótsins. Þar vegur sala sjón-
varpsréttar þyngst, ríflega
helmingur.
» Tekjur FIFA eru 6% hærri en
á HM í Brasilíu fyrir fjórum
árum.
» Knattspyrnusamband Ís-
lands fær um 1,3 milljarða
króna frá FIFA fyrir að komast
á HM og spila leikina þrjá í
riðlakeppninni. Komist ís-
lenska liðið lengra hækka
greiðslurnar.
» KSÍ fékk um 1,9 milljarða
króna frá UEFA fyrir þátttöku
og árangur sinn á EM í Frakk-
landi. Fleiri lönd keppa á HM
og skýrir það lægri upphæð að
einhverju leyti.
» Íslensku landsliðsmennirnir
fengu minnst 18 milljónir
króna hver fyrir þátttöku sína á
EM fyrir tveimur árum og leik-
ina í undankeppninni. Sumir
fengu hærri upphæð. Sam-
komulag liggur fyrir um bónus-
greiðslur leik-
manna á HM nú
en ekki verður
upplýst um þær
fyrr en í árs-
uppgjöri
KSÍ.
Björn Berg
Gunnarsson
Jóhann Berg
Guðmundsson