Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
SLÖKKTU Á SLENINU
INUÁ SPORT
Mitsubishi ASX er fjórhjóladrifinn rúmgóður sportjeppi sem skilar þér miklu afli á mjúkan og
sparneytinn hátt. Þú situr hærra, hefur meira rými og nýtur aksturseiginleikanna. Nú fylgir 350.000 kr.
sumarauki með öllum nýjum Mitsubishi bílum keyptum hjá HEKLU. Slökktu á sleninu og kveiktu á
sportinu í sumar með nýjum Mitsubishi ASX 4x4. Hlökkum til að sjá þig!
Mitsubishi ASX Intense
4x4, sjálfskiptur, dísil:
3.990.000 kr.
5 ára ábyrgð fylgir fólksbílum HEKLU að uppfylltum ákvæðum ábyrgðarskilmála. Þá er að finna á www.hekla.is/abyrgd
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is
Umboðsmenn um land allt: Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · BVA Egilsstöðum
FYRIR HUGSANDI FÓLK
Sumarauki að verðmæti350.000 kr. fylgir!
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Framsókn situr í meirihluta í sjö bæj-
arstjórnum í 12 stærstu sveitar-
félögum landsins. Ýmist undir merkj-
um Framsóknar eða Framsóknar,
óháðra og frjálsra.
„Það er ekkert nýtt sem stendur
upp úr í nýliðnum sveitarstjórnar-
kosningum en ef hægt er að tala um
einhverja sigurvegara þá virðist
Framsókn halda merkilega vel velli
og vera sterk í meirihlutum í stærstu
sveitarfélögunum að Reykjavík und-
anskilininni. Þetta gerist þrátt fyrir
að Framsókn sé að glíma við Mið-
flokkinn sem má vel við una eftir
kosningar. Auk þess náði Viðreisn að
koma sér á blað í sveitarstjórnar-
pólitíkinni,“ segir Grétar Eyþórsson
stjórnmálaprófessor. Hann segir að
það hljóti að hafa verið vonbrigði fyrir
Sjálfstæðisflokkinn að bæta við sig
fylgi í Reykjavík en ná ekki að komast
í meirihluta þar auk áframhaldandi
fylgistaps í Reykjanesbæ og klofn-
ings í Vestmannaeyjum.
Framsókn í sjö meirihlutum
Framsókn situr í tveggja flokka
meirihluta í Kópavogi og Hafnarfirði
og á sameiginlegum lista með frjáls-
um eða óháðum á Akranesi og í
Fjarðabyggð. Framsókn situr í
þriggja flokka meirihluta í Reykja-
nesbæ, á Akureyri og í fjögurra
flokka meirihluta í Árborg.
Samfylkingin situr í fimm meiri-
hlutum þar af fjórum með Framsókn-
arflokki og situr með honum í tveggja
flokka meirihluta á Akranesi.
Samfylkingin situr í þriggja flokka
meirihluta á Akureyri og í Reykja-
nesbæ sem Samfylking og óháðir og
fjögurra flokka meirihluta í Reykjavík
og Árborg.
Vinstri græn mynda tveggja flokka
meirihluta í Mosfellsbæ og fjögurra
flokka meirihluta í Reykjavík.
Píratar, Viðreisn og Miðflokkurinn
sitja öll í meirihluta í einni sveitar-
stjórn, Píratar og Viðreisn í fjögurra
flokka meirihluta í Reykjavík og Mið-
flokkurinn í fjögurra flokka meiri-
hlutasamstarfi í Árborg.
Hreinir meirihlutar hjá D-lista
Sjálfstæðismenn sitja í fimm meiri-
hlutum. Í Garðabæ og á Seltjarnar-
nesi eru þeir í hreinum meirihluta.
Þeir mynda einnig meirihluta tveggja
flokka í Hafnarfirði, Kópavogi og
Mosfellsbæ.
Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn
myndar meirihluta sem skipaðir eru
tveimur flokkum eða færri er það
hlutskipti Samfylkingarinnar að sitja í
meirihlutasamstarfi tveggja flokka
eða fleiri.
Blandaðir listar mynda meirihluta í
sex sveitarfélögum sem öll eru á
landsbyggðinni. Í Vestmannaeyjum
er meirihlutinn eingöngu skipaður
fulltrúum frá blönduðum listum E-
lista og H-lista.
Grétar Eyþórsson segir að bland-
aðir listar séu algengari á landsbyggð-
inni. Hann segir að í sveitarstjórnum
geti flokkar hæglega unnið saman
sem eiga erfitt með að vinna saman
þegar kemur að landsmálunum.
„Sveitarstjórnarmálin snúast um
nærþjónustu og skipulagsmál. Mál
sem sveitarstjórnarmenn hvar í
flokki sem þeir standa geta sameinast
um á meðan landsmálapólitíkin snýst
um önnur mál eins og til dæmis af-
stöðu til Evrópusambandsins,“ segir
Grétar.
Framsókn í flestum meirihlutum
Samfylking og Framsókn vinna
saman í fjórum meirihlutum af tólf
Samsetning meirihluta í 12 stærstu sveitarfélögunum
Bæjarstjórar Skipting meirihluta milli flokka
Akureyri, Árborg og Fjarðabyggð auglýstu eftir
bæjarstjóra og eiga enn eftir að ráða.
Reykjavík
Meirihluti: Píratar, Samfylking,
Viðreisn og Vinstri græn
Borgarstjóri: Dagur B. Eggertsson
Akranes
Meirihluti: Framsókn og frjálsir
og Samfylking
Bæjarstjóri: Sævar Freyr Þráinsson
Reykjanesbær
Meirihluti: Bein leið, Framsókn
og Samfylking
Bæjarstjóri: Kjartan Már Kjartansson
Garðabær
Meirihluti: Sjálfstæðisflokkur í
hreinum meirihluta
Bæjarstjóri: Gunnar Einarsson
Fjarðabyggð
Meirihluti: Fjarðalistinn og
Framsókn og óháðir
Bæjarstjóri: Staða auglýst
Kópavogur
Meirihluti: Framsókn og Sjálfstæð-
isflokkurinn
Bæjarstjóri: Ármann Kr. Ólafsson
Akureyri
Meirihluti: L-listinn, Framsókn
og Samfylking
Bæjarstjóri: Staða auglýst
Árborg
Meirihluti: Áfram Árborg,
Framsókn og óháðir, Miðflokk-
ur og Samfylking
Bæjarstjóri: Staða auglýst
Vestmannaeyjar
Meirihluti: Fyrir Heimaey og
Eyjalistinn
Bæjarstjóri: Íris Róbertsdóttir
Seltjarnarnes
Meirihluti: Hreinn meirihluti
Sjálfstæðisflokks
Bæjarstjóri: Ásgerður Halldórsdóttir
Hafnarfjörður
Meirihluti: Framsókn og óháðir og
Sjálfstæðisflokkur
Bæjarstjóri: Rósa Guðbjartsdóttir
Mosfellsbær
Meirihluti: Sjálfstæðismenn og
Vinstri græn
Bæjarstjóri: Haraldur Sverrisson
6
Karlar
3
Konur
3
Óljóst
7 Framsókn 2 Vinstri grænir
1 Viðreisn
5 Samfylkingin 1 Píratar
1 Miðflokkurinn
6 Blönduð framboð
(Bein leið, Fjarðalistinn, L-listinn,
Heimaey, Áfram Árborg og Eyjalistinn)
5 Sjálfstæðisflokkurinn