Morgunblaðið - 15.06.2018, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
LágMúLA 8 · sÍMI 530 2800
PIX-EM26-B
Verð áður: 25.900,-
19.900,-Verð nú:
BlueTooth-hátalari
Verð áður: 29.900,-
23.900,-
Verð nú:
PIX-W-BTSP70-S
25% afsláttur af PIONEER heyrnartólum
Fjölnota leikjatölvan
49.900,-Verð:
Gerðu góð kaup!
græjaðu þig inn í sumarið :)
Þjóðhátíðardagskráin á Hrafnseyri
verður flutt fram um einn dag, verð-
ur að þessu sinni haldin laugardag-
inn 16. júní. For-
seti Íslands,
Guðni Th. Jó-
hannesson, verð-
ur heiðursgestur
og flytur hátíðar-
ræðuna. Gert
verður hlé á dag-
skránni á meðan
landslið Íslands
leikur við Argent-
ínumenn á HM í
Moskvu og munu
forsetinn og aðrir gestir fylgjast
með á stórum skjá.
Haldið hefur verið upp á þjóð-
hátíðardaginn, 17. júní, á Hrafns-
eyri, fæðingarstað Jóns Sigurðs-
sonar, í mjög mörg ár. „Núna
stendur sérstaklega á, mikið er um
að vera vegna 100 ára afmælis full-
veldisins. Forsvarsmenn Hrafns-
eyrar vildu ekki láta sitt eftir liggja.
Til þess að gera það með glæsilegum
hætti var ákveðið að færa hátíð-
ardagskrána til um einn dag, eink-
anlega til að gera forseta Íslands
kleift að koma vestur,“ segir Einar
K. Guðfinnsson, formaður afmæl-
isnefndar aldarafmælis sjálfstæðis
og fullveldis Íslands, en hann verður
kynnir á hátíðinni. Fullveldisnefndin
veitti styrk til hátíðarhaldanna. For-
setinn og fylgdarlið hans fara vestur
með varðskipinu Þór.
Útskrift og frumflutningur
Dagskráin hefst klukkan 11 með
hátíðarguðsþjónustu. Meðal annarra
dagskrárliða má nefna að kvartett-
inn Sigga mun frumflytja Blakta,
tónverk Halldórs Smárasonar tón-
skálds frá Ísafirði, séra Geir Waage í
Reykholti rifjar upp æskuminningar
frá Hrafnseyri og hátíðleg athöfn
verður í tilefni útskriftar vestfirskra
háskólanemenda. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Hrafnseyri Tjaldað verður yfir
knattspyrnuáhugamenn.
Forsetinn gestur á
Hrafnseyrarhátíð
Hlé meðan á landsleiknum stendur
Einar K.
Guðfinnsson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlög-
regluþjónn hjá Lögreglunni á
höfuðborgarsvæðinu, segir að
vegna þeirra stóru viðburða sem
verði í Reykjavík
á næstu dögum,
útiviðburða
vegna HM, t.d. í
Hljómskólagarð-
inum, Ingólfs-
torgi, Boxinu í
Skeifunni og við
Vesturbæjar-
laug, 17. júní há-
tíðahalda og Sec-
ret Solstice
tónlistarhátíðar-
innar, muni LRH auka við lög-
gæslu þar sem viðburðirnir verða
og sérsveitarmenn verði til taks
allan tímann.
„Við berum auðvitað ábyrgð á
viðburðum í höfuðborginni. Matið
á þörfinni fyrir löggæslu og
aukna löggæslu hefur ekki
breyst mikið frá því í fyrra og
það er ljóst að vegna
þeirra viðburða sem eru
fram undan munum við
hjá LRH fjölga lög-
reglumönnum á vakt
og sérsveitarmenn
bara standa við hlið
okkar á vaktinni,“
sagði Ásgeir Þór í
samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Aukinn fjöldi verður á vakt
„Við munum verða með eins
sýnilega löggæslu við alla þessa
viðburði eins og kostur er og verð-
um með aukinn viðbúnað og aukinn
fjölda lögreglumanna á vakt. Lög-
reglan og sér í lagi sérsveitin hafa
greiðan aðgang að vopnum undir
ákveðnum kringumstæðum, ef
þess gerist þörf. Það er bara í sam-
ræmi við almennt viðbúnaðar-
skipulag,“ sagði Ásgeir Þór.
Hann segir að löggæsla vegna
Secret Solstice, sem stendur frá
21. til 24. júní, verði aukin, miðað
við það sem var í fyrra, einkum
vegna ákalls íbúa á svæðinu eftir
aukinni löggæslu.
„Ég get ekki sagt til um það
hversu mikið gæslan verður aukin
vegna Secret Solstice, en við mun-
um nota það svigrúm sem við höf-
um til þess að fjölga lögreglu-
mönnum á svæðinu,“ sagði Ásgeir
Þór enn fremur.
Löggæsla verður aukin
Sýnileiki vopnaðra sérsveitarmanna verður minni en í
fyrra Einnig verður löggæsla aukin vegna Secret Solstice
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ingólfstorg 2016 Leikir á HM í Rússlandi verða sýndir utanhúss víða í Reykjavík, á Garðatorgi og Rútstúni.
Ásgeir Þór
Ásgeirsson
Haraldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri segir að skipulag lög-
gæslu vegna þeirra viðburða sem
fram undan eru í Reykjavík sé að
sjálfsögðu í höndum Lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu, en hún sjái
um öryggismálin á
höfuðborgarsvæðinu. Það eigi
við um útiviðburði í borginni
vegna HM, hátíðahöld á 17.
júní og Secret Solstice.
„Það er rétt að sýnileiki
vopnaðra sérsveitar-
manna á fjölda-
samkomum í fyrra
var talsverður, en
hann verður
ekki með sama
hætti í ár,“
sagði ríkislögreglustjóri spurður
hvort sýnileiki vopnaðra sérsveit-
armanna yrði hinn sami í ár.
Í skugga hryðjuverka í London
Haraldur sagði að fjöldasamkom-
urnar í fyrra hefðu verið haldnar í
skugga þess að skömmu áður
hefðu hryðjuverkaárásir verið
gerðar í London og því hefði þörfin
á sýnileikanum verið metin meiri
þá en nú.
„Aðkoma sérsveitarinnar í ár verð-
ur ekki með sama hætti og í fyrra,
en sérsveitin verður að sjálfsögðu
alltaf til taks, án þess að vera jafn-
áberandi og í fyrra,“ sagði Har-
aldur Johannessen ríkislög-
reglustjóri enn fremur.
Sérsveitin verður alltaf til taks
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI
Haraldur
Johannessen
Þjóðhátíðardagurinn verður haldinn
hátíðlegur í miðborg Reykjavíkur 17.
júní. Reykjavíkurborg mun m.a.
bjóða upp á fjölskylduskemmtanir,
tónleika, veitingatjöld og götuleikhús.
Dagskráin hefst með guðsþjónustu
í Dómkirkjunni klukkan 10 að
morgni. Að henni lokinni hefst há-
tíðarathöfn á vegum Alþingis og for-
sætisráðuneytisins á Austurvelli
klukkan 11.10. Athöfnin verður sýnd í
beinni útsendingu í sjónvarpi og út-
varpi á RÚV.
Skátar og hestamenn frá Fáki
munu leiða skrúðgöngu frá Hlemmi í
Hljómskálagarð og Lúðrasveit
Reykjavíkur leikur undir. Björg
Jónsdóttir, verkefnisstjóri viðburða,
hvetur fólk til að fjölmenna í göng-
una. ,,Við munum bæta svolítið í
skrúðgönguna, við verðum með fleiri
atriði í henni en áður,“ segir hún.
Búast má við að skrúðgangan verði
fjölmenn, en meðal þeirra sem taka
þátt í henni eru Götuleikhúsið og
Stuðmenn, sem munu reka lestina á
pallbíl.
Þegar í Hljómskálagarðinn er
komið hefjast stórtónleikar sem
standa til 18.00. Meðal þeirra sem
fram koma eru Heimilistónar, Daði
Freyr, Ateria, Ronja ræningjadóttir,
Floni og Aron Can. Samhliða tónleik-
unum verður fjölbreytt afþreying í
boði, gestum að kostnaðarlausu. Dag-
skrá á þjóðhátíðardaginn má nálgast
á vefsíðunni www.17juni.is.
Fjölbreytt dagskrá
á þjóðhátíðinni
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skrúðgangan Verður frá Hlemmi
að Hljómskálagarði eins og í fyrra.