Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Fyrir þig í Lyfju
Voltaren Gel er bæði verkjastillandi
og bólgueyðandi
Vöðva eða liðverkir?
Voltaren 11,6 mg/g hlaup. Inniheldur díklófenaktvíetýlamín. Staðbundnir bólgukvillar. Lesið vandlega
Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplý g y y j
up lýsingar á umbúðum og fylgiseðl
si ar um l fið á www.serl f askra.is.
15%
afslátturaf 100g og 150gVoltaren Gel
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Ríkiskaup hafa auglýst til sölu hús á
hinum fornfræga sögustað Stað-
arfelli á Fellsströnd í Dalasýslu. Þar
var frá 1980 starfrækt meðferðar-
stöð á vegum SÁÁ, en fyrr á þessu
ári var starfsemin öll flutt suður á
Kjalarnes. Þá tók ríkið aftur við
húsunum á staðnum og vill nú selja
þau. Auglýst er eftir tilboðum í allar
eignirnar, það er fimm byggingar en
samanlagður grunnflötur þeirra um
1.300 fermetrar.
Sala tekur tíma
Að Staðarfelli er áberandi skóla-
bygging sem var reist árið 1912,
fjögurra hæða og 751 fermetri að
flatarmáli. Þarna var lengi starf-
ræktur húsmæðraskóli en eftir að
starfsemi hans lagðist af árið 1976
fékk SÁÁ bygginguna til afnota. Í
stóra húsinu eru 24 herbergi, eld-
hús, matsalur, fundarsalur, þvotta-
hús og fleira. Einnig eru á staðnum
tvö íbúðarhús byggð um 1970; annað
tveggja og hitt þriggja íbúða, svo og
verkfæraskemma og svo tæplega 70
fermetra þurrkhjallur ásamt
geymslu. Byggingunum hefur verið
vel við haldið og í auglýsingu segir
að staðurinn bjóði upp á ýmsa
möguleika, til dæmis í ferðaþjón-
ustu. Mikil fegurð er á þessum slóð-
um og að margra mati sé Fells-
ströndin svæði á heimsvísu.
Nokkur áhugi hefur verið á eign-
unum á Staðarfelli og margir hafa
sett sig í samband við Ríkiskaup til
að afla upplýsinga.
„Við fengum nokkuð af fyr-
irspurnum fyrst eftir að auglýsing
fór í loftið, en höfum enn ekki fengið
nein tilboð enn og eignirnar eru í al-
mennu söluferli án tímamarka.
Þetta er um margt sérstök eign á
fallegum en nokkuð afskekktum
stað svo það er skiljanlegt að sala
geti tekið tíma. Fyrir kaupendur er
líka að mörgu að hyggja, svo sem að
starfsemi falli að umhverfinu, fjár-
mögnun og eins leyfismál ef til
dæmis ætti að setja þarna upp
ferðaþjónustu,“ segir Gísli Þór
Gíslason, verkefnisstjóri hjá Rík-
iskaupum.
Selja gamla skóla
Eignirnar að Staðarfelli eru í sölu
samkvæmt almennu heimildar-
ákvæði í fjárlögum, en samkvæmt
því má selja hlut ríkisins í fast-
eignum framhalds- og sérskóla sem
ekki eru lengur notaðar sem slíkar.
Má í því sambandi benda á að nú er
húsnæði Núpsskóla í Dýrafirði til
sölu. Einnig má selja íbúðarhús sem
tilheyra heilbrigðisstofnunum úti á
landi, en sú var tíðin að víða voru
sérstakir læknisbústaðir. Má þá
nefna fleiri stéttir, s.s. sýslumenn,
presta, dýralækna og kennara, sem
var útvegað ódýrt leiguhúsnæði
starfa sinna vegna. Sá háttur er nú
aflagður að mestu.
Þess má geta að Dalabyggð er
með eignir á Laugum í Sælingsdal
til sölu; heimavistarskóla, sundlaug,
íþróttahús og fleiri mannvirki. Málið
hefur verið lengi í deiglu og þreif-
ingar eru um kaup, mál sem ný
sveitarstjórn mun leiða til lykta.
Hús á Staðarfelli eru til sölu
Aldargamall húsmæðraskóli sem lengi var meðferðarstöð SÁÁ Áhugi en
engin tilboð enn Möguleikar í ferðaþjónustu Fellsströndin á heimsvísu
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Staðarfell Fallegt heim að sjá. Áberandi er gamla skólahúsið sem er 751 fermetri að flatarmáli og var byggt 1912.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Við erum búin að skrá sögu Vest-
mannaeyja í næstum 45 ár og það
vill enginn sjá þetta blað fara. Það
er hluti af menn-
ingu Vest-
mannaeyja. Ég
er bjartsýn á að
við finnum leið til
að það lifi
áfram,“ segir
Sara Sjöfn
Grettisdóttir, rit-
stjóri Eyjafrétta.
Blaðamað-
urinn Einar
Kristinn Helga-
son greindi frá því í pistli á baksíðu
síðasta tölublaðs Eyjafrétta að sér
hefði verið sagt upp störfum og
blikur væru á lofti um framtíð mið-
ilsins. Sara Sjöfn staðfestir í sam-
tali við Morgunblaðið að rekstur
útgáfunnar hafi verið þungur og
starfsfólki hafi verið fækkað jafnt
og þétt síðustu þrjú ár.
„Við erum að gera allt sem við
getum til að útgáfa Eyjafrétta
leggist ekki af. Ég held að við séum
að ná einhverri lendingu en það er
enn verið að funda. Þetta kemur í
ljós fyrir mánaðamót en það verða
breytingar á fyrirkomulagi útgáf-
unnar.“
Hún segir að ekki liggi fyrir
hvernig útgáfunni verði breytt.
Líklegt sé að útgáfudögum verði
fækkað og aukin áhersla lögð á
netið. „Það hefði þurft að gera fyrir
nokkru. Við erum að sjá bæjar-
miðla hætta eða minnka við sig.
Þetta er erfiður bisness. Við ætlum
samt að reyna að halda lífi í prent-
útgáfu blaðsins. Í ljósi áskriftar-
hópsins getum við ekki alveg hætt
henni.“
Hún viðurkennir að umræddur
pistill hafi fengið nokkur viðbrögð
og framtíð Eyjafrétta hafi verið til
umræðu í bænum. „Fólk er ekki
tilbúið að sjá okkur fara. Við lifum
þetta af.“
Vinna að því
að bjarga
Eyjafréttum
Útgáfudögum að
líkindum fækkað
Morgunblaðið/Ófeigur
Vestmannaeyjar Eyjafréttir, áður
Fréttir, hafa komið út í tæp 45 ár.
Sara Sjöfn
Grettisdóttir
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Skráð atvinnuleysi í maí var 2,2%,
eða 4.090 manns að jafnaði og
minnkaði um 0,1% frá aprílmánuði.
Að meðaltali fjölgaði um 494 á at-
vinnuleysisskrá m.v. maí í fyrra, en
þá mældist skráð atvinnuleysi 1,9%.
Þetta er meðal þess sem fram kemur
í skýrslu Vinnumálastofnunar
(VMST) sem birt var á vef hennar í
fyrradag.
„Atvinnuleysi minnkaði frá apríl
til maí og við eigum von á að það gæti
jafnvel minnkað niður í 2% í júní. Við
búumst við að atvinnuleysi haldi
áfram að minnka, en þó hægar en
búist var við,“ segir Vignir Hafþórs-
son, sérfræðingur VMST, í samtali
við Morgunblaðið. Hann sagði að
árstíðabundnar sveiflur hefðu sín
áhrif, en jafnan væri atvinnuleysi
minna á sumrin en t.d. í janúar og
febrúar.
Fleiri karlar en konur voru skráð-
ir atvinnulausir í maí, 2.130 karlar að
jafnaði og 1.960 konur.
Mest atvinnuleysi var hjá erlend-
um ríkisborgurum, eða 4,6%, en
1.396 þeirra voru skráðir án atvinnu í
lok maí og eru þeir því um 31% allra
á atvinnuleysisskrá.
VMST gaf út 8% fleiri atvinnuleyfi
til erlendra ríkisborgara en á sama
tíma í fyrra. Það sem af er árinu af-
greiddi VMST 158 umsóknir um ný
atvinnuleyfi vegna skorts á starfs-
fólki, þar af voru 98 samþykkt og 54
hafnað, en áfram er fjölgun á um-
sóknum um slík leyfi.
Minnkaði mest á Vestfjörðum
Á landinu var mest atvinnuleysi á
Suðurnesjum, eða 2,8%, en minnst á
Norðurlandi eystra, eða aðeins 2,1%.
Að jafnaði minnkaði atvinnuleysi
mest á Vestfjörðum og Norðurlandi
vestra.
Minnkun á atvinnuleysi varð í fisk-
veiðum, upplýsinga- og fjarskipta-
starfsemi svo og í fjármála- og fjar-
skiptastarfsemi frá sama tíma í fyrra
en aukning í öðrum atvinnugreinum,
mest í mannvirkjagerð og gistingu.
Vinnumiðlun VMST auglýsti 187
ný störf í maí, nokkuð fjölbreytt en
mest verkamannastörf t.a.m. í iðnaði
og landbúnaði.
Afskráðir voru 635 atvinnulausir í
maímánuði, þar af fóru 429 í vinnu
eða um 68%, en 111 manns, eða 17%,
voru afskráðir þar sem þeir stað-
festu ekki atvinnuleit í lok maí,
mættu ekki í boðað úrræði.
Atvinnuleysi minnkar áfram
Atvinnuleysi 2,2% í maí Útgáfa atvinnuleyfa til útlendinga eykst ennþá
Mest atvinnuleysi á landinu á Suðurnesjum og á meðal erlendra ríkisborgara
Morgunblaðið/Ómar
Vinnumálastofnun Fleiri atvinnu-
leyfi gefin út nú miðað við í fyrra.