Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 21
21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Reykjavík Mynd af kappanum Ronaldo vakti athygli vegfaranda í Austurstræti. Ronaldo og félagar hans í portúgalska landsliðinu keppa einmitt við Spánverja í kvöld á HM í knattspyrnu.
Ómar Óskarsson
Harka Donalds
Trumps Bandaríkja-
forseta í garð Justins
Trudeaus, forsætisráð-
herra Kanada, laug-
ardaginn 9. júní, loka-
dag leiðtogafundar
G7-ríkjanna í Kanada,
var undarleg. Hún var
þó ekkert einsdæmi.
Trump vandar banda-
mönnum sínum ekki
alltaf kveðjurnar.
Forsetinn hélt beint til Singapúr
frá Kanada og á leiðinni þangað
horfði hann á blaðamannafund þar
sem Trudeau lýsti niðurstöðum G7-
fundarins. Vék hann þar að ágrein-
ingi um tollamál við Bandaríkja-
stjórn vegna ákvarðana Trumps og
lét orð falla um að Kanadamenn
mundu ekki láta þessu ósvarað. Við
þetta móðgaðist Trump. Hann dró
tafarlaust stuðning sinn við loka-
ályktun G7-fundarins til baka.
Larry Kudlow, helsti efnahags-
ráðgjafi Trumps, sagði í sjónvarps-
viðtali sunnudaginn 10. júní að for-
setinn hefði neitað að hafa nafn sitt
undir sameiginlegri yfirlýsingu
leiðtoga G7-ríkjanna vegna „svika“
Justins Trudeaus. Forsætisráð-
herra Kanada hefði vegið að forset-
anum og reynt að veikja stöðu hans
fyrir fund hans með Kim Jong-un,
einræðisherra í Norður-Kóreu, í
Singapúr þriðjudaginn 12. júní.
Trudeau „stakk okkur í bakið“
sagði Kudlow. Peter Navarro, einn
helsti ráðgjafi Trumps um við-
skiptamál, bætti um betur þegar
hann sagði í sjónvarpsþætti að
Justin Trudeau ætti að fá „sér-
stakan stað í víti“.
Þetta orðbragð endurspeglar
spennuna hjá þeim
sem stóðu Trump næst
áður en hann hélt til
Singapúr (Ludow fékk
vægt hjartaáfall eftir
helgina). Orðavalið
stangast á við allt sem
menn eiga að venjast í
samskiptum vinaþjóða
og nágranna og er allt-
of harkalegt miðað við
tilefnið. Forsætisráð-
herra Kanada áréttaði
aðeins afstöðu ríkis-
stjórnar sinnar gagn-
vart einhliða ákvörðunum Trumps
um verndartolla.
Féll vel við Kim
Á blaðamannafundi fyrir brottför-
ina frá Kanada sagði Trump að
hann væri svo næmur að hann þyrfti
ekki nema fimm sekúndur til að átta
sig á hvort hann hefði gagn af sam-
ræðum við viðmælanda sinn. Á
blaðamannafundi eftir Kim-fundinn
í Singapúr sagði Trump að hann
hefði ekki þurft nema eina sekúndu
til að greina Kim sem góðan við-
mælanda. Samband þeirra yrði gott.
Allt sem Trump sagði á 65 mín-
útna löngum blaðamannafundinum
eftir Kim-fundinn benti eindregið til
þess að hann treysti einræðisherr-
anum til að standa við það sem þeim
fór í milli.
Heima fyrir er litið á Kim sem
hálfguð, herinn og kjarnorkuvopn
hans hafa algjöran forgang. Þjóðinni
er haldið í fátækt og fáfræði nýtt
valdhöfunum til dýrðar – kjarn-
orkuvopnin urðu til þess að Trump
settist til viðræðna við Kim. Óttinn
við að þeim megi beita gegn Banda-
ríkjunum. Nokkrum sinnum áður
hafa Bandaríkjamenn og aðrir ár-
angurslaust reynt að koma böndum
á þau.
Engin skilyrði
Í aðdraganda fundarins í Singa-
púr var í fyrstu látið eins og Kim
hefði þá þegar ákveðið að fjarlægja
öll kjarnorkuvopn sín á skömmum
tíma. Til að árétta að honum væri al-
vara var efnt til sýningar fyrir fjöl-
miðlamenn þegar úrelt kjarnorku-
tilraunasvæði í N-Kóreu var
sprengt í loft upp og endanlega
eyðilagt. Í loðinni yfirlýsingu sem
Kim og Trump rituðu undir í Singa-
púr lofaði Trump Norður-Kóreu
„öryggistryggingu“ en Kim „árétt-
aði staðfastan og óhagganlegan
ásetning sinn um að hreinsa al-
gjörlega öll kjarnorkuvopn af Kór-
euskaga“.
Sérfræðingar minna á að í sept-
ember 2005 hafi Norður-Kóreu-
menn formlega samþykkt að segja
skilið við „öll kjarnorkuvopn og nú-
verandi kjarnorkuáætlanir“. Þeir
fengu í þess stað stuðning annarra
ríkja, þar á meðal Bandaríkjanna, til
að afla sér orku.
Norður-Kóreumenn slitu þessu
samstarfi árið 2009 vegna ágrein-
ings um tæknileg atriði í tengslum
við eftirlit með framkvæmd loforðs-
ins.
Í Singapúr-orðalaginu um kjarn-
orkuvopn felst í raun ekki meira en
Norður-Kóreumenn hafa áður sagt.
Þar er ekki minnst á neina útfærslu,
ekkert er sagt um tímasetningar
eða eftirlitskerfi til að sannreyna að
Kim standi við loforð sitt. Þetta sæt-
ir mikilli gagnrýni þeirra sem telja
fundinn litlu eða engu skipta.
Á blaðamannafundinum sagði
Trump að kjarnorkuafvopnunarferl-
ið hæfist „mjög fljótlega – mjög,
mjög fljótlega“.
Skuldbinding Norður-Kóreu-
manna er í orði en ekki á borði og
miklu veikari en vænta mátti þegar
lagt var af stað til leiðtogafundarins.
Orðalagið sýnir að frekari viðræður
eru nauðsynlegar. Þær koma í hlut
Mikes Pompeos, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Hann heldur utan
um framhaldið. Strax eftir Singa-
púr-fundinn hélt hann til Seoul í
Suður-Kóreu og hitti utanrík-
isráðherra landsins og Japans,
bandamenn Bandaríkjanna, til að
gefa þeim skýrslu.
Sameiginlegar heræfingar
Af því sem Trump sagði af við-
ræðum sínum við Kim kom mest á
óvart að hann ætlaði að hætta sam-
eiginlegum heræfingum með Suður-
Kóreu. Í samtali við ABC-
sjónvarpsstöðina sagði forsetinn:
„Við eyðum stórfé annan hvern
mánuð í stríðsleiki með Suður-
Kóreu og ég sagði: Hvað kostar
þetta? Við fljúgum vélum frá Guam,
við æfum sprengjukast á tóm fjöll.
Ég sagði: Ég vil stoppa – og ég ætla
að stoppa þetta og ég tel þetta mjög
ögrandi.“
Yfirlýsing Trumps í þessa veru og
um hugsanlegan brottflutning um
30.000 manna bandarísks herliðs frá
S-Kóreu vakti undrun margra. Þar
á meðal stjórnvalda í S-Kóreu og
bandaríska varnarmálaráðuneyt-
isins. Að forseti Bandaríkjanna telji
æfingar eigin hers með bandamönn-
um sínum „mjög ögrandi“ er aðeins
vatn á myllu andstæðinga Banda-
ríkjanna.
Yfirmaður japanska hersins sagði
að dvöl bandarískra hermanna í
Suður-Kóreu og sameiginlegar her-
æfingar væru „lífsnauðsynlegar“ til
að tryggja öryggi í Austur-Asíu. Its-
unori Onodera, varnarmálaráðherra
Japans, sagði að Japanir myndu
áfram stunda heræfingar með
Bandaríkjamönnum og halda fast í
áform um varnir gegn eldflaugaárás
frá Norður-Kóreu.
Það hefur lengi verið skoðun Kín-
verja að verði heræfingum til varnar
Suður-Kóreu hætt láti Norður-
Kóreustjórn af kjarnorkuvígbúnaði
sínum. Þessi kínverska stefna end-
urspeglar áhuga Kínastjórnar á að
fylla hernaðarlegt tómarúm hverfi
Bandaríkjaher á brott. Mike Pom-
peo fór til Peking frá Seoul.
Mikið reynir á Pompeo við að
skýra stefnu Bandaríkjastjórnar í
anda stöðugleika. Stóra spurningin
er þó: Hefur Trump þolinmæði eða
úthald til að leyfa diplómötum að
leita sameiginlegrar niðurstöðu?
Óljós árangur
Vel viljuð niðurstaða við mat á
Singapúr-fundinum er að árangur
hans sé óljós vegna meginefnis
hans: kjarnorkuvopnanna. Kim
Jong-un sagði eftir fundinn að hann
boðaði mikla breytingu. Vísa þessi
orð til þróunar í landi hans?
Mannréttindamál bar ekki hátt í
viðræðum Trumps við Kim. Þau eru
fótum troðin í Norður-Kóreu. Ótti
stjórnarherranna við að lina tökin er
augljós. Ætlar Kim nú að minnka
heljartök sín?
Versta niðurstaða fundarins er að
hann auki spennu milli Bandaríkja-
stjórnar og bandamanna hennar í
Seoul og Tokýó og minnki öryggi
þeirra.
Eftir Björn
Bjarnason » Vel viljuð niðurstaða
við mat á Singapúr-
fundinum er að árangur
hans sé óljós vegna
meginefnis hans: kjarn-
orkuvopnanna.
Björn Bjarnason
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Fleiri spurningar en svör eftir Singapúr-fundinn