Morgunblaðið - 15.06.2018, Qupperneq 25
MINNINGAR 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
á undan meitlað hana og mótað.
Með réttu viðhorfi til lífsins hélt
hún áfram hnarreist og harð-
ákveðin að lífið héldi áfram og hún
ætlaði að taka þátt í því, oft með
ótrúlegan vind í fangið.
Nokkrum árum seinna hitti
hún Óla sinn og fluttist austur á
Tjörn til hans með ljósa sófann
sem hún var nýbúin að festa kaup
á þegar hún bjó á Boðagrandan-
um. Við vinkonurnar urðum furðu
lostnar yfir því hver þessi maður
væri, sem tókst að bræða hjarta
hennar og fá hana til að flytjast á
bóndabæ austur á Hornafirði.
Sófinn var svo hjá henni í mörg ár
til notalegrar minningar um árin
okkar vinkvennanna saman og öll
stefnumótin sem við áttum heima
hjá henni áður en farið var á
„Ömmulú“. Síðan eignaðist hún
strákana sína, Halldór og Agnar,
sem voru sólargeislarnir í lífi
hennar. Mikið mæddi á henni
þegar hún þurfti í nokkur ár að
halda tvö heimili, í Reykjavík og á
Tjörn, vegna táknmálskennslunn-
ar fyrir Halldór en ekki minnist
ég þess að hún hafi nokkru sinni
kvartað, þetta var bara enn eitt
verkefnið sem þurfti að leysa.
Það var svo heima í eldhúsinu á
Tjörn fyrir 16 árum, líka æsku-
heimili Sigurgeirs, sem hún
kynnti mig og Sigurgeir. Þegar
við svo eignuðumst Guðrúnu
Steinunni fékk hún að sjálfsögðu
að eiga hana með okkur og hún
kallaði hana alltaf „gullið sitt og
stelpuna sína“, það voru miklir
kærleikar með Láru og Guðrúnu
og Guðrún Steinunn saknar vin-
konu sinnar sárt.
Það væri hægt að skrifa miklu
meira um þessa dugnaðarkonu,
sem mátti aldrei neitt aumt sjá og
var alltaf tilbúin að rétta öllum
hjálparhönd sem þess þurftu.
Hún var gestrisin með afbrigðum,
eldsnögg að reiða fram kræsingar
og það dugði oft ekki til að koma
henni að óvörum heima, það var
komið dekkað borð eftir augna-
blik.
Elsku vinkona, ég kveð þig
með þakklæti fyrir öll árin sem
við áttum saman, minning þín lifir
og yljar um ókomin ár. Ég sendi
Óla, Halldóri, Agnari, Sóleyju,
Önnu og fjölskyldu mínar innileg-
ustu samúðarkveðjur, ykkar
missir er mikill.
Þín
Guðrún P. (Lilla).
„Þegar þú ert sorgmæddur,
skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú
munt sjá, að þú grætur vegna
þess, sem var gleði þín.“ K. Gi-
bran.
Ég kynntist Láru Maríu fyrir
tæpum þrjátíu árum í gegnum
sameiginlega vinkonu. Þá bjó
Lára á Boðagrandanum, þar sem
við áttum skemmtilegar stundir
og ófáar ferðir á skemmtistaðinn
Ömmu Lú og í einni slíkri kynnt-
ist hún Óla sínum. Hún fluttist
austur til hans á Tjörn og mikil
var gleðin þegar sólargeislarnir,
Halldór og Agnar fæddust. Hún
missti foreldra sína ung, var
einkabarn, en mér fannst hún tak-
ast á við hlutina af æðruleysi og
vildi gjarnan gera allt fyrir alla og
gleðja.
Við vinkonur fórum stundum
austur í helgarferðir með við-
komu í Bónus, fylltum heilu kerr-
urnar af innkaupalista Láru.
Ýmsar athugasemdir fengum við
á kassanum hvort við værum að
fara í söluferð eða vinnur þú á
leikskóla? Síðan var brunað aust-
ur og öllu þurfti að koma fyrir í
búrinu á Tjörn. Stórbakstur dag-
inn eftir og endað í góðri steina-
steik eða grilli og ekki má gleyma
rjómasveppasósunni góðu.
Við Gísli maðurinn minn keypt-
um íbúð fyrir tuttugu árum og
vorum að vinna í henni um sum-
arið og vantaði samastað á meðan
og að sjálfsögðu máttum við vera í
Kjarrhólmanum þar sem Lára
bjó yfir veturinn með Halldór í
skóla. Hún átti miklar þakkir
skildar fyrir.
Nokkrar ferðir fórum við vin-
konur saman til útlanda, mikið
hlegið, borðaður góður matur og
drjúgt verslað og ekki síst Lára.
Eitt sinn kom hún með töskuvagn-
inn ásamt starfsmanni af hótelinu
yfirfullan af pokum, svo varla sást í
hann og svo var hlegið að öllu sam-
an og öllu komum við heim til
landsins, gjöfum fyrir strákana
hennar og vini.
Elsku Óli, Halldór, Agnar, Sól-
ey, Anna og fjölskylda, ég votta
ykkur mína dýpstu samúð, mikill
er söknuðurinn, megi minningin
um Láru Maríu vera ljós í lífi ykk-
ar.
Hvíl í friði. Takk fyrir allt og
allt.
Kristín Guðjónsdóttir.
Ég kveð þig heitu hjarta.
– Minn hugur klökkur er.
Ég veit, að leið þín liggur
svo langt í burtu frá mér.
Mér ljómar ljós í hjarta,
– sem lýsir harmaský,
þá lífsins kyndla kveikti
þín kynning björt og hlý.
Og þegar vorið vermir
og vekur blómin sín,
í hjartans helgilundum
þá hlær mér minning þín.
(Jón Þórðarson.)
Það er þyngra en tárum taki að
setjast niður við að skrifa minning-
argrein um elsku vinkonu mína,
Láru Maríu sem lést 5. júní síðast-
liðinn, langt fyrir aldur fram. Okk-
ar leiðir lágu fyrst saman fyrir
rúmum 40 árum þegar við sett-
umst báðar í gagnfræðabekk í
Kvennaskólanum í Reykjavík. Hún
hafði þá þegar mætt miklu mótlæti
í lífinu, því við fermingaraldurinn
lést móðir hennar eftir stutt veik-
indi. Erfið veikindi föður mörkuðu
svo unglingsárin. Stórfjölskylda
Láru Maríu stóð þá þétt við bakið á
henni sem og eftir andlát hans. Við
vinkonurnar fylgdumst að í gegn-
um skólaárin og brölluðum margt
saman. Samverustundir á Njáls-
götu, Laugarnesvegi, Furugrund
og á Boðagranda eru í dag dýr-
mætar minningar. Lára María var
alltaf tilbúin í að halda stórveislur
og að taka á móti fólki, því það
fannst henni skemmtilegast. Flott
þriggja rétta kvöldréttarboð voru
þá ekki óalgeng, vel dúkað borðið,
sparistellið lagt á borð, sérvalinn
forréttur, úrvals nauta- eða lamba-
kjöt með bernaise-sósunni góðu og
auðvitað irish coffee, svona Láru
spes, í eftirrétt. Ekki má gleyma
rækjusalatinu góða. Allt þetta var
gert eftir kúnstarinnar reglum.
Saumaskapur var henni í blóð bor-
inn, sem dæmi fyrir nokkrum ár-
um þá saumaði hún sér íslenskan
þjóðbúning, peysuföt. Lára María
hafði sérstaklega góða nærveru og
jákvæða orku sem gerði það að
verkum að fólki leið vel í kringum
hana enda var vinahópur hennar
með eindæmum stór. Lára María
flutti að Tjörn á Mýrum í Austur-
Skaftafellssýslu eftir að hún
kynntist eftirlifandi eiginmanni
sínum Ólafi Halldórssyni. Frum-
burðurinn Halldór fæddist og
nokkrum árum síðar kom Agnar í
heiminn. Synirnir voru augastein-
ar móður sinnar og gerði hún allt
sem var í hennar valdi til að styðja
þá á lífsins göngu.Við stofnuðum
saumaklúbb, Mímósurnar og
heimsóknir okkar í gegnum tíðina
að Tjörn, eru alveg ógleymanlegar.
Það var alltaf gott veður, nokkur
lambalæri sett á grillið og eitt fjall
af humri í boði fyrir hópinn enda
var ávallt vel tekið til matar síns.
Þá var Lára María ánægð, ef allir
fengu nóg að borða. Stundum var
kveiktur varðeldur og sungið fram
á rauða nótt. Þetta eru allt ynd-
islegar minningar sem við varð-
veitum í hjartastað. Fyrir átta ár-
um fórum við tvær saman til Nice,
að hitta gamla skólasystur úr
Kvennó sem þar býr. Sú ferð var
ógleymanleg enda mikið hlegið og
við staðráðnar í að endurtaka leik-
inn aftur fljótlega. En núna hefur
Lára María lagt í sína hinstu ferð í
sólarlandið góða. Elsku Óli, Hall-
dór, Agnar, Sóley og fjölskylda.
Megi algóður Guð styrkja ykkur á
þessum erfiðu tímum. Með þakk-
læti og virðingu kveð ég mína
kæru vinkonu sem ég var svo lán-
söm að kynnast, segi eins og við
kvöddumst venjulega „lov jú“.
Blessuð sé minning Láru Mar-
íu.
Ebba.
Frænka mín Lára María Theó-
dórsdóttir er látin, á besta aldri,
55 ára. Þegar ég hugsa um æviveg
hennar finnst mér hann að mörgu
leyti vera sorgarsaga, svo mörg-
um erfiðleikum mætti hún. Jafn-
framt var ævi hennar hetjusaga,
svo dugleg og kjarkmikil var hún
alla tíð.
Seinni hluta ævi sinnar bjó hún
á Tjörn í Hornafirði með fjöl-
skyldu sinni, en ræturnar voru frá
Breiðafirði, Ólafsvík og Breiða-
fjarðareyjum.
Faðir hennar og systkini hans
misstu foreldra sína strax í
bernsku. Sex ára hafði Theódór
misst báða foreldra sína. Eftir það
voru þau systkinin á heimili föð-
ursystur sinnar í Hvallátrum. Það
var heimili móður minnar Sigur-
borgar, þess vegna voru mamma
og hann alltaf eins og systkini.
Hann hafði hana fyrir stóru syst-
ur, því hann var fimm árum yngri.
Síðar dvaldi hann ungur maður
hjá mömmu og pabba í Skáleyjum
og hafði á orði að sig langaði mikið
til að eignast dóttur sem héti
María eins og móðir hans. Mörg-
um árum síðar varð honum að ósk
sinni, er hann hitti sína góðu konu
Hallveigu, þar sem hann var
kennari í Ólafsvík og eignuðust
þau síðan Láru Maríu, sem hér er
kvödd.
Það var eins og sagan endur-
tæki sig að nokkru leyti. Lára
María missti mömmu sína þegar
hún var nýlega fermd og pabba
sinn nokkrum árum seinna. Þá
stóð hún ein uppi þar til hún eign-
aðist fjölskyldu fyrir austan, sem
var henni svo mikilvægt.
Enn átti eftir að reyna mikið á
þessa ungu konu, sem alltaf sýndi
kjark og þor. Það var ekki lítið
sem hún þurfti að berjast fyrir
velferð drengsins síns, sem fædd-
ist nær heyrnarlaus, en með
dugnaði, eljusemi og léttri lund
tókst henni það.
En svo kom reiðarslagið um
síðustu jól, þegar allt virtist bjart
fram undan eins og hún skrifaði í
jólabréfið. Hún veiktist svo alvar-
lega að enginn mannlegur máttur
gat komið til hjálpar og fjölskyld-
an þarf nú að horfast í augu við
þessi erfiðu umskipti.
Við hjónin höfum í nokkur
skipti komið við hjá þeim á Tjörn
og alltaf var tekið á móti okkur
með hlýju og frændsemi af bestu
gerð. Nú treystum við okkur ekki
austur, en sendum fjölskyldunni
innilegar samúðarkveðjur frá
okkur og öllu okkar fólki.
Þegar æviröðull rennur
rökkvar fyrir sjónum þér,
hræðstu eigi hel er fortjald
hinum megin birtan er.
Höndin, sem þig hingað leiddi,
himins til þig aftur ber.
Drottinn elskar – Drottinn vakir
daga og nætur yfir þér.
(S. Kr. Pétursson)
María S. Gísladóttir
frá Skáleyjum.
Í dag kveðjum við Láru Maríu
Theodórsdóttur, frænku og vin.
Hún kvaddi þetta líf, langt um
aldur fram, 5. júní sl. Við hverfum
aftur í tímann til sjöunda áratug-
ar síðustu aldar. Þá átti Lára
María heima hjá foreldrum sínum
í Heiðargerðinu í Reykjavík, en
við bjuggum skammt þar frá og
leiðin á milli heimila okkar var
stutt. Þá komu þær mæðgur
stundum í heimsókn á morgnana,
Lára þá ung að árum, fjörleg og
skemmtileg stelpa.
En síðan, er við fluttumst til
Hafnarfjarðar, hættu þessar
heimsóknir eins og gefur að skilja
og minna samband var milli okk-
ar, en rofnaði þó aldrei. Árin liðu
og Lára María fluttist að Tjörn
við Hornafjörð. Þá var það eitt
sinn er við hjónin vorum á heim-
leið frá Austfjörðum, að við
stungum við stafni á Tjörn. Degi
var tekið að halla og við ætluðum
ekki að stoppa lengi. En það fór á
annan veg. Hjá þeim hjónum var
ekki annað í boði en að við gistum
þar um nóttina. Og innan tíðar
sátum við að veisluborði, þrátt
fyrir að við hefðum ekki boðað
komu okkar. Þá var gestrisni
þeirra slík að þau gengu úr rúmi
fyrir okkur, þrátt fyrir mótbárur
okkar. Fleiri slíkar heimsóknir
áttum við að Tjörn. Lára María,
við minnumst þín með hlýju og
söknuði og vildum að stundirnar
með þér yrðu miklu fleiri. Við
þökkum þér samfylgdina og vott-
um Ólafi, Halldóri, Agnari og öðr-
um aðstandendum okkar dýpstu
samúð.
Þórður og Lilja.
Þitt bros og blíðlyndi lifir
og bjarma á sporin slær,
það vermir kvöldgöngu veginn,
þú varst okkur stjarna skær.
Þitt hús var sem helgur staður,
hvar hamingjan vonir ól.
Þín ástúð til okkar streymdi
sem ylur frá bjartri sól.
Við þökkum þá ástúð alla,
sem okkur þú njóta lést,
í sorgum og sólarleysi
það sást jafnan allra best.
Þín milda og fagra minning
sem morgunbjart sólskin er.
Þá kallið til okkar kemur,
við komum á eftir þér.
(F.A.)
Takk, elsku Lára María, fyrir
að leiða okkur stelpurnar saman í
einn frábæran saumaklúbb. Við
höfum í gegnum tíðina bróderað
saman mislita þræði í klukku-
streng lífsins og minnumst með
þakklæti allra samverustundanna
síðastliðin þrjátíu ár.
Kærleikskveðja frá Mímósun-
um þínum,
Sigrún Sævars, Inga,
Lára Kr., Berglind, Ebba
og Sigríður.
Það var árið 1999. Ég flutti mig
til Reykjavíkur til að heyrnar-
skertir synir mínir fengu þjón-
ustu við hæfi. Sá eldri gekk í Vest-
urhlíðarskóla eins og Halldór en
sá yngri á dagheimilið Sólborg
eins og Agnar.
Fyrsta daginn minn á staðnum
þar sem ég var að átta mig á stað-
háttum var mér bent á konu sem
héti Lára og væri vel inni í öllum
hlutum.
Ég spurði eftir henni fyrsta
daginn og var þá sagt fyrir aftan
mig: „Ertu að leita að mér?“ Leit
ég við og sá þá eitt fallegasta bros
sem ég hef séð. Bros sem kom frá
hjartanu.
Svona voru okkar fyrstu kynni.
Um veturinn þurfti ég oft að fara
til læknis og það var þá aldrei
vandamál. Hún tók bara alla
drengina fjóra og fór með þá heim
og þegar ég mætti á staðinn kom
aldrei annað til greina en að ég
borðaði með þeim öllum. Lára var
alltaf innan seilingar ef eitthvað
var að; þannig var hún bara þó að
hún sjálf hefði meira en nóg að
gera.
Eftir að ég flutti aftur norður
héldum við sambandi og ef ég átti
erindi í borginna ræddum við
langt fram á kvöld. Alltaf reyndi
hún að greiða götu þeirra sem á
þurftu að halda.
Ég var svo lánsöm að geta
heimsótt hana tvisvar í sveitina og
í bæði skiptin var það gaman.
Eins og gengur varð minna um
samskipti, en jólakortin áttu alltaf
sinn sess og ég og sonur minn
höfðum ákveðið að heimsækja
hana í lok júní en af því verður
ekki.
Lára var kona sem ég tók mér
til fyrirmyndar en komst aldrei
með tærnar þar sem hún hafði
hælana, þvílík kjarnakona sem
hún var.
Í næstsíðasta jólakorti lýsti
hún yfir ánægju sinni með að
Agnar væri kominn með kærustu
og hversu duglegir þeir bræður
væru.
Örlögin voru henni ekki hlið-
holl; auk þess að missa foreldra
sína ung að árum fékk hún ekki að
dvelja hjá okkur lengur, en hún
mun lifa í huga okkar.
Ég votta Óla, Agnari og Hall-
dóri mína dýpstu samúð.
Athvarf hlýtt við áttum hjá þér.
Ástrík skildir bros og tár.
Í samleik björt sem sólskinsdagur,
samfylgd þín um horfin ár.
Fyrir allt sem okkur varstu
ástarþakkir færum þér.
Gæði og tryggð er gafstu,
í verki góðri konu vitni ber.
Aðalsmerkið: elska og fórna.
Yfir þínum sporum skín
hlý og björt í hugum okkar
hjartkær lifir minning þín.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Sigurlína Hólmfríður
Styrmisdóttir.
Elsku Lára mín.
Það er svo sárt að hugsa til
þess að þú sért farin frá okkur en
ég veit að þú ert komin á miklu
betri stað núna, þar sem þér líður
vel. Þú og ég vorum alltaf svo góð-
ar vinkonur, enda áttirðu mikið í
mér.
Ég á svo margar góðar minn-
ingar sem ég mun aldrei gleyma
t.d. þegar þú og Halldór komuð í
ferminguna mína í fyrra, þar voru
teknar margar myndir af okkur,
sem ég mun skoða reglulega.
Þegar við komum í heimsókn á
Tjörn varstu alltaf tilbúin með
eitthvað gott í matinn eða með
kaffinu, það voru svo notalegar
heimsóknir og það besta, öll knús-
in og kossarnir sem ég fékk alltaf
frá þér.
Þú gafst þér líka alltaf svo góð-
an tíma til þess að spjalla við mig,
enda höfðum við um svo margt að
tala og þú vildir alltaf vita hvað ég
var að gera spennandi.
Ég sakna þín óendanlega mikið
en það er samt svo gott að eiga all-
ar góðu minningarnar frá liðnum
árum, þú gafst mér svo mikið og
fyrir það er ég þér svo þakklát.
Hvíldu í friði. Þín stelpa,
Guðrún Steinunn.
✝ Anna Margretfæddist 2.
ágúst 1931. Hún
lést á Landspít-
alanum, Fossvogi,
9. apríl 2018.
Hún var dóttir
hjónanna Thore
Pouline Kristine
Rasmussen og Há-
kons Óskars Jón-
assonar.
Börn þeirra hjóna voru fimm
talsins. Ester sem lést samdæg-
urs, Hákon Jónas, Katrín Signý,
Anna Margret og Gunnar Björg-
vin sem lifði einungis í örfá
daga.
Anna fæddist í Reykjavík og
bjó þar í gömlu Reykjavík fyrstu
ár ævi sinnar. Hún sagði börnum
sínum margar skemmtilegar
sögur úr borginni sem stækkaði
hratt, hún fluttist síðan sem barn
út að borgarmörkum að Rauða-
hvammi við Rauðavatn þar sem
foreldrar hennar ráku eggjabú
eftir að faðir hennar hætti sjó-
mennsku.
Það var mikið áfall fyrir Önnu
verkstjóra í Hraðfrystistöð
Keflavíkur. Þar unnu allir í fjöl-
skyldunni í fiski á einhverjum
tímapunkti.
Anna og Jónatan eignuðust
þrjú börn: 1) Aðalsteinn Hákon,
fæddur 5. apríl 1957. Sambýlis-
kona Aðalsteins er Kristín Rich-
ardsdóttir. Synir Aðalsteins með
fyrri konu sinni, Brynhildi Jóns-
dóttur, eru: a) Heiðar Hildiberg,
sambýliskona Bryndís Halls-
dóttir, og b) Davíð Hildiberg,
sambýliskona hans er Soffía
Klemenzdóttir.
2) Davíð Smári, fæddur 19.
janúar 1961, eiginkona hans er
Vigdís Pétursdóttir. Stjúpbörn
Davíðs Smára eru: a) Nína Björk,
maki Halldór Viðar Jónsson. b)
Ragnar. c) Sara Bergmann, maki
Valgeir Ólason, og eru barna-
börnin sjö og þar á meðal lítill
Davíð Smári. 3) Eygló Guðrún,
fædd 21. apríl 1965. Dóttir henn-
ar er Esther Anna Guidice, faðir
hennar er Albert Guidice.
Útför Önnu Margretar fór
fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju
17. apríl 2018.
að missa Dengsa
bróður sinn sem
fórst rétt austan við
Selvog þegar bát-
urinn Vörður fórst
ásamt allri áhöfn-
inni. Þá var hann 26
ára. Katrín Signý,
systir hennar lést í
mars síðastliðnum.
Anna Margret var
því síðust systk-
inanna að kveðja. Móðir Önnu,
Pauline var dönsk , kom hún til
landsins á milli stríðsára á veg-
um Hjálpræðishersins, hún gift-
ist rammíslenskum sjómanni úr
Dölunum. Heimilishaldið það
var meira á danska mátann þar
sem Hákon var mikið á sjó.
Anna kynntist verðandi eig-
inmanni sínum, Jónatan Árna
Aðalsteinsyni, í fiskvinnslu í
Sandgerði 1955. Þau giftust á af-
mælisdegi Jónatans 7. júní 1958
og hefðu átt 60 ára brúðkaups-
afmæli í sumar.
Þau hjónakornin fluttu til
Keflavíkur haustið 1967 þar sem
Jónatan hafði tekið við starfi
Elsku Önnu þekkti ég allt mitt
líf og á hún þátt í mínum fyrstu
minningum. Ég er vinkona Eygló-
ar dóttur hennar og var við tveggja
ára aldurinn byrjuð að tölta niður
Suðurgötuna í heimsókn. Ég á
margar minningar um Önnu
syngjandi og dansandi. Við Eygló
máttum alltaf hlusta á tónlist í
stofunni í litla húsinu þeirra, henni
líkaði við að hafa líf í kringum sig.
Þar voru líka leikæfingar með
fleiri krökkum, ekki má gleyma
þegar sungið og dansað var við
Abba-lög og átti hún til að taka
þátt í því. Anna bauð mér ósjaldan í
mat og það vantaði ekki að ég sótti í
að borða hjá þeim enda mjög oft
fiskur í matinn. Í allnokkur skipti
hrósaði ég matnum sem gladdi
Önnu mikið en Eygló vinkona
trampaði annað hvort á tærnar á
mér undir borðinu eða gaf mér
slæmt olnbogaskot til að stöðva
mig, hún vildi ekki meiri fisk.
Anna átti í mínum huga allt gott
skilið því ég með mína sjónskekkju
og þar að leiðandi brussugang með
dash af tilraunastarfsemi braut
örugglega ekki færri hluti hjá þeim
en heima og aldrei kom styggð-
aryrði frá Önnu. Anna var mér allt-
af einstaklega góð og óþrjótandi í
þolinmæði við að kenna mér nýja
hluti og alltaf tókst henni að bæta
við dönsku orði hér og þar í kennsl-
una. Hún var verulega stolt af
danska uppruna sínum og varla
stoltari stuðningsmann átti ég þeg-
ar ég fór í framhaldsnám til Dan-
merkur. Hún var þó jafn stolt af
þeim íslenska og talaði einstaklega
fallegt mál. Hún var kát, mild og
lærdómsþurfi, alltaf lesandi. Í
Önnu var hláturinn tímalaus,
ímyndunaraflið aldurslaust og
draumarnir eilífir því í henni sló
rómantískt hjarta sem þráði ævin-
týri og framandi lönd. Ég kveð með
þessum fátæklegu orðum og sendi
samúðarkveðjur til Jónatans sem
hún deildi lífinu með og börnum,
tengdafólki og barnabörnum. Hún
var kona sem elskaði skilyrðislaust.
Guðný Atladóttir Hraunfjörð.
Anna Margret Hákonardóttir