Morgunblaðið - 15.06.2018, Page 28
28 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
✝ Kristín R.Thorlacius,
kennari og þýð-
andi, var fædd 30.
mars 1933. Hún
lést 4. júní 2018.
Hún var dóttir
Áslaugar Krist-
jánsdóttur, f. 1911,
d. 2014, og Sig-
urðar Thorlacius, f.
1900, d. 1945.
Systkini hennar
eru Örnólfur Thorlacius, f.
1931, d. 2017, Hrafnkell Thorla-
cius, f. 1937, d. 2007, Hallveig
Thorlacius, f. 1939, og Kristján
Thorlacius, f. 1941.
Kristín varð stúdent frá
Menntaskólanum í Reykjavík
1953, lauk kennaraprófi frá
Kennaraháskólanum 1980 og
bætti síðar við sig námi í bóka-
safnsfræði og útskrifaðist sem
bókasafnskennari frá Háksóla
Íslands. Hún kenndi lengst af
við grunnskólann á Lýsuhóli í
Staðarsveit 1973-1994 og var
síðan bókasafnskennari í Borg-
arnesi frá 1994 til 2005.
Kristín sat í sveitarstjórn
Staðarsveitar og var oddviti
sveitarinnar í átta ár, 1978-
1986.
3) Ragnhildur, f. 1962, maki
Markús Gunnarsson, f. 1964.
Synir hennar eru Rögnvaldur
Gauti Þórarinsson, f. 1982, og
Gunnar Óli Markússon, f. 1990,
maki Auður Helgadóttir, f.
1994.
4) Sigurður Thorlacius, f.
1964, d. 1999, var giftur Nönnu
Lind Svavarsdóttur f. 1965.
Þeirra börn eru Svanhvít Sif
Th. Sigurðardóttir, f. 1988,
maki Kristjón Rúnar Hall-
dórsson, f. 1984, og Ari Th. Sig-
urðsson, f. 1995.
5) Finnbogi, f. 1965, maki Sæ-
björg Kristmannsdóttir, f. 1964.
Þeirra börn eru Ída Finnboga-
dóttir, f. 1990, og Rögnvaldur
Finnbogason, f. 1995.
6) Örnólfur Einar, f. 1969,
maki Magnea Þóra Ein-
arsdóttir, f. 1971. Þeirra börn
eru Rögnvaldur Ingvi Örnólfs-
son, f. 1995, Þorlákur Matthías
Örnólfsson, f. 1997, og Krist-
veig María Örnólfsdóttir, f.
2002.
7) Ólafur, f. 1975, maki María
Edwardsdóttir, f. 1974. Þeirra
börn eru: Katrín Ólafsdóttir, f.
2011, Sigurður Ólafsson, f.
2012, og Margrét Ólafsdóttir, f.
2012. Sonur Ólafs og Evu Krist-
jánsdóttur er Árni Ólafsson, f.
2003. Dóttir Maríu er Kolbrún
Vignisdóttir, f. 1995.
Útför Kristínar fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, 15. júní
2018, og hefst athöfnin klukkan
13.
Hún þýddi fjölda
bóka og hlaut tvisv-
ar þýðingarverð-
laun skólamálaráðs
Reykjavíkur. Auk
þess gaf Kristín út
barnabækur og átti
ljóð í ljóðasöfnum.
Kristín giftist
séra Rögnvaldi
Finnbogasyni, f.
1927, d. 1995, 8.
október 1960. Þau
bjuggu víða um land fyrstu bú-
skaparár sín en lengst af á
Staðastað á Snæfellsnesi.
Börn þeirra eru: 1) Áslaug
Thorlacius, f. 1955, maki Sven
Aschberg, f. 1955. Börn Áslaug-
ar eru Kristín R. Vilhjálms-
dóttir, f. 1973, Jóhann Birg-
isson, f. 1976, synir hans Thune
Björn Zabell Jóhannsson, f.
2012, og Jón Aschberg, f. 1989.
2) Ingibjörg, f. 1961, maki
Árni Þór Vésteinsson, f. 1960.
Þeirra börn eru: Sesselía Mar-
grét Árnadóttir, f. 1983, dætur
hennar: Rannveig Arna Þor-
björnsdóttir, f. 2006, og Gyða
Björk Þorbjörnsdóttir, f. 2009.
Kári Árnason, f. 1988, maki
Kara Elvarsdóttir, f. 1991.
Þeirra dóttir er Kría, f. 2018.
Elskuleg tengdamóðir mín
nýlega orðin 85 ára lést skyndi-
lega mánudaginn 4. júní. Ekk-
ert benti til brotthvarfs hennar
úr þessum heimi þegar við
hjónin héldum á vit ævintýra í
Grikklandi nokkrum dögum
fyrr, en enginn veit hvenær
kallið kemur.
Kristín hlakkaði til að sjá hjá
okkur myndir úr ferðinni þegar
heim kæmi. Það var að vonum
áfall að fá símtal frá Íslandi
með fregnum um að hún hefði
verið flutt með hraði á spítala
og annað skömmu síðar um að
hún væri látin.
Hún tengdamóðir mín átti
rætur í borginni. Fædd í
Reykjavík, ólst þar upp og
menntaðist. Sveitin og lands-
byggðin átti líka stóran sess í
huga hennar og hjarta. Hún
var barn í sveit hjá móðurafa
og ömmu í Fremstafelli í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu.
Síðar á ævinni bjó hún með
manni sínum og börnum í bæ
og sveit fyrir norðan og austan.
Lengst varð sveitadvölin í Stað-
arsveit á sunnanverðu Snæ-
fellsnesi. Ríflega tuttugu ár.
Þegar Ingibjörg og ég rugl-
uðum saman reitum undir lok
árs 1981 kynntist ég veröld
tengdó. Hún var prestsfrú,
kennari í Lýsuhólsskóla og
oddviti Staðarsveitar. Þar að
auki var heimilið stórt og í
mörgu að snúast á þeim vett-
vangi. Gangverkið á Staðastað
var allt drifið áfram af vinnu-
semi og dugnaði.
Allir á heimilinu lögðu sitt af
mörkum í heimilishaldi og bú-
störfum.
Kristín unni móðurmálinu.
Hún sýndi þá ást í verki. Eftir
hana liggja fjölmargar þýðing-
ar bókmenntaverka og fræði-
rita. Hún hlaut þýðingarverð-
laun skólamálaráðs Reykja-
víkur í tvígang. Hún skrifaði
einnig barnabækur. Börnunum
okkar Ingibjargar, Sesselíu og
Kára, fannst það ekki ónýtt fá
lesna fyrir sig sögu sem amma
hafði skrifað. Og ekki var að-
dáun barnabarna okkar minni.
Hún tengdamóðir mín var
ekki mikið fyrir að halda afrek-
um sínum á lofti eða trana sér
fram. Ég vona að hún fyrirgefi
mér að ég nefni þessa hluti hér.
Mér finnst innistæðan vera
næg.
Það var alltaf gott að koma
vestur á Staðastað. Í skólafrí-
um, á hátíðum, á sumrin. Við
Ingibjörg fórum vestur eins oft
og færi gafst.
Ferðalagið sjálft gat verið
ævintýri út af fyrir sig. Veg-
irnir eins og þeir voru og veðr-
in stundum ill en minningar um
bjarta sumardaga á Staðastað
eru dýrmætastar. Þegar börnin
komu til var ánægja þeirra að
heimsækja ömmu og afa í sveit-
inni ávallt mikil. Margt
skemmtilegt brallað. Vetur,
sumar, vor og haust. Stundum
voru krakkarnir í pössun í
sveitinni að sumarlagi í viku
eða tvær. Ég veit að þá var oft
gaman.
Þegar tengdafaðir minn
veiktist fluttu þau í Borgarnes.
Hann lést 1995. Annað áfall
dundi yfir 1999 þegar elsti son-
urinn, Sigurður, lést af slysför-
um.
Það var tengdamóður minni
og fjölskyldunni allri hræðilegt
áfall.
Kristín starfaði í Borgarnesi
til sjötugs og bjó þar þangað til
hún flutti til Reykjavíkur fyrir
tveimur árum.
Hún leigði sér hentuga íbúð
að Brúnavegi 9 og kom sér þar
þægilega fyrir með góðri hjálp
barna og barnabarna. Árin þar
hefðu alveg mátt verða fleiri en
enginn má sköpum renna.
Takk fyrir allt og allt. Hvíl í
friði.
Árni Þór Vésteinsson.
Hún systir mín, sú eina sem
ég hef átt og hefur gengið við
hlið mér alla mína ævi, verður
borin til moldar í dag. Á
snöggu augabragði var hún
tekin burt frá okkur án þess að
við fengjum ráðrúm til að
kveðja. Hvernig á maður að ná
utan um svona endanlegan
dóm?
Eitt af því sem ég hef lært af
lífinu er hversu rétt og hollt
það er að taka breytingum af
æðruleysi. Breytingar eru nátt-
úrulögmál sem við getum geng-
ið út frá sem vísu.
Allt breytist. Allt.
En núna vil ég samt að allt
sé eins og það var í gær.
Fyrsta stökkbreytingin í lífi
mínu og okkar systkinanna var
þegar við misstum snögglega
föður okkar og móðir okkar,
sem þá var rúmlega þrítug,
stóð uppi sem ekkja með fimm
börn. Glókollana sína fimm eins
og einhver orðaði það í minn-
ingargrein um föður okkar.
Systa var þá tólf ára, sex ár-
um eldri en ég, og frá því ég
man eftir mér var hún klett-
urinn sem ég setti traust mitt á
næst á eftir móður minni. Hún
var óspör á gagnrýnina þegar
henni ofbauð kæruleysið og út-
gangurinn á litlu systur en um
leið hefur hún alltaf verið minn
helsti bandamaður, trúað á mig
gegnum þykkt og þunnt og
hrósað mér þegar henni fannst
ástæða til.
Þegar ég sit hér og hugsa
um hana, hvernig hún var, þá
sé ég fyrir mér eitthvert sam-
ræmi, góða blöndu af andstæð-
um eiginleikum sem fóru vel
saman. Hún var öðrum þræði
feimin og hlédræg en svo var
hún líka ákveðin. Í merki
hrútsins. Leiðtogi af guðs náð.
Sjö barna móðir sem annaðist
börnin sín af blíðu og fórnfýsi.
Samviskusamur og hæfur
dugnaðarforkur við öll sín störf
utan heimilis. Fyrst hjá Toll-
endurskoðun, svo hjá Kristjáni
Eldjárn á Þjóðminjasafninu,
seinna við kennslu, þýðingar og
skriftir. Hún var kosin oddviti
sinnar eftirlætissveitar, Staðar-
hrepps, og sinnti því starfi með
sóma.
Samband systra er öðru vísi
en önnur sambönd. Systur
þekkja hvor aðra frá upphafi,
eins og þær voru þá, áður en
heimurinn bjó til nýja óreiðu í
lífi þeirra. Samband sem varð
til á undan tímanum. Þær eiga
saman bút af bernsku sem aldr-
ei glatast. Þær geta deilt bæði
dýrmætum bernskuminningum
og draumum um framtíðina.
Einhver orðaði þetta svona:
„Englarnir eru stundum
uppteknir við eitthvað annað
svo Guð skapaði handa þér
systur.“
Kristín R.
Thorlacius
✝ Magnús DavíðElliðason fædd-
ist í Reykjavík 21.
júlí 1963. Hann lést
3. júní 2018.
Foreldrar hans
voru Elliði Magn-
ússon, f. 29.10.
1935, d. 31.7. 2015,
og Sjöfn Júl-
íusdóttir, f. 27.9.
1938, d. 10. júní
2008.
Systkini Magnúsar eru Guð-
laug Eygló, Júlíus, Þröstur og
Guðrún Hrefna. Magnús var
ógiftur en átti tvo syni, Ólaf
Davíð f. 1984 og
Guðmund f. 1987.
Magnús bjó að
mestu í Reykjavík,
en þó einnig í Hafn-
arfirði í nokkur ár.
Hann vann við ýmis
verkamannastörf,
t.d. hjá Eimskip og
Grænmetisverslun
Landbúnaðarins en
lengst af aðstoðaði
hann föður sinn við
pípulagningarstörf.
Útför Magnúsar fer fram frá
Áskirkju í dag, 15. júní 2018, kl.
13.
Bróðir minn Magnús lést 3.
júní sl. á gjörgæsludeild Land-
spítalans eftir erfiða og langa
samvist við Bakkus hin seinni ár.
Hann var ljúfur og góður dreng-
ur, hlédrægur og feiminn nema
hjá nánustu vinum og vanda-
mönnum. Við ólumst upp saman
og lékum okkur alla daga á æsku-
árum okkar í Engjabæ í Laug-
ardalnum, sem var eins og að
vera í sveit í þá daga og er þar
núna Fjölskyldugarðurinn. Einn-
ig bjuggum við í Hafnarfirði um
tíma og ófá skiptin drullugir upp
fyrir haus eftir að hafa verið að
busla eða veiða í bæjarlæknum
þar. Ég var heppinn að geta síðar
unnið við áhugamálið mitt en
Magnús átti erfitt með að fóta sig
í lífinu þó hann hefði ýmsa hæfi-
leika, svo sem bílaviðgerðir en
aldrei fór hann menntaveginn
eftir grunnskóla. Vann hann á
ýmsum stöðum, meðal annars hjá
föður okkar, en hann hafði einnig
gaman af því að aðstoða mig
ásamt öðrum vinum og fjöl-
skyldumeðlimum við fiskrækt í
hinum ýmsum veiðiám sem ég hef
komið að. Voru það ógleymanleg-
ar ferðir sem hann hafði mikla
ánægju af.
Hann bjó hjá móður okkar að
mestu leyti þar til hún féll frá árið
2008. Var það honum mikið áfall
og síðan hefur hallað undan fæti í
baráttunni við Bakkus hjá honum
og að lokum gat líkaminn ekki
meir. Ég mun sakna hans sárt og
minningin um góðan dreng lifir,
dreng sem var kannski of góður
fyrir þennan heim. Guð blessi þig,
Maggi. Nú ertu hjá mömmu og
pabba sem þú saknaðir svo mikið.
Þröstur Elliðason
Elsku Maggi, nú ert þú farinn.
Margs er að minnast hvað þú
varst ljúfur og gamansamur,
hláturinn þinn var smitandi.
Þú varst mjög handlaginn, sér-
staklega við bílaviðgerðir og
hjálpsamur við okkur með ýmis-
legt.
Við minnumst allra skíðaferð-
anna og þér var mjög umhugað
um stórfjölskylduna.
Það var þér mjög mikið áfall
þegar móðir okkar féll frá. Bakk-
us tók þá meira við hjá þér og
hann eirir engu og líf þitt fór á
hvolf.
Ég reika oft á rangri leið,
Sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer
Og man svo sjaldan eftir þér.
(Pétur Þorsteinsson)
Alltof fljótt er komið að
kveðjustund. Elsku Maggi, guð
geymi þig.
Eygló og Ari Reynir.
Nú kveð ég mág minn hann
Magga sem fór allt of fljótt.
Ég hitti hann fyrir 38 árum
þegar ég kom með Júlla bróður
Magnús Davíð
Elliðason
✝ Ingimar Þ.Vigfússon
fæddist í Dísukoti,
Þykkvabæ, 13. nóv-
ember 1927. Hann
lést á Landakots-
spítala 2. júní 2018.
Foreldrar Ingi-
mars voru Vigfús
Markússon f. 18.
október 1903, d.
18. desember 1946
og Guðsteina Sig-
urðardóttir f. 19. ágúst 1906, d.
4. október 1992. Ingimar eign-
aðist tvær systur, Kristínu f. 5.
nóvember 1932, d. 1. janúar
2016 og Steinunni f. 16. október
1940.
Ingimar kvæntist eftirlifandi
eiginkonu sinni Sigríði Hend-
riksdóttur f. 10. október 1930
þann 8. júlí 1951. Börn þeirra
eru 1) Samúel f. 15. desember
1952, kvæntur Ástríði Júlíus-
dóttur. Börn þeirra eru Júlíus,
Lilja, Davíð og Ingimar. 2)
Ágústa f. 8. október 1954, gift
Craig Onus. Dætur
þeirra eru Sigríð-
ur, Erika, Brynja
og Shannon. 3)
Guðsteinn f. 7.
september 1956, d.
15. nóvember 2016.
Eftirlifandi eigin-
kona hans er Björg
Halldórsdóttir.
Börn þeirra eru
Esther, Saron, El-
ísa, Halldór og Jos-
hua. 4) Jóhannes f. 23. maí
1958, kvæntur Ingu Hrönn Þor-
valdsdóttur. Synir þeirra eru
Andri, Þorvaldur og Símon. 5)
Guðný f. 2. mars 1964, gift
Hans Ragnari Sveinjónssyni.
Dóttir Guðnýjar er Viktoría og
dætur Hans eru Stefanía og
Ester. Barnabarnabörnin eru
24 og barnabarnabarnabörnin
2.
Útförin fer fram frá Hvíta-
sunnukirkjunni Fíladelfíu,
Reykjavík í dag, 15. júní 2018
kl. 13.
Elsku yndislegi pabbi minn
kvaddi þetta jarðneska líf í byrj-
un þessa mánaðar.
Ég var að vonast eftir því, þar
sem ég bý erlendis, að fá að sjá
hann að minnsta kosti einu sinni
enn áður en hann færi heim til
síns himneska föður. En kallið
kom fyrr en maður bjóst við.
Pabbi var einstakur faðir með
sannarlega hjarta úr gulli. Alltaf
var hann tilbúinn að gefa af sér til
afkomenda sinna í formi kærleika
eða gjafa, og alltaf fylgdu falleg
kærleiksrík skrif með hverri gjöf
sem hann og mamma gáfu, með
hans fallegu rithönd. Svo ég tali
ekki um öll jólakortin sem hann
lagði sig svo vel fram við að
skrifa, svo persónuleg til allra ná-
kominna og fjarskyldra ættingja
og vina. Það sem lá honum efst á
hjarta var trúin á Jesúm Krist
sem var honum allt, og var hann
ófeiminn að tala um trú sína við
alla. Hann hafði gaman af lífinu,
og eitt af því sem hann hafði unun
af var að rækta kartöflur, og
gerði mikið af því enda ættaður
úr Þykkvabæ. Og það lýsti hon-
um svo vel að hann gaf nánast
alla uppskeruna til ættmenna og
vina. Pabbi hafði líka gaman af
því að elda ekta íslenskan mat
eins og sviðakjamma, saltað
hrossakjöt, kjötsúpu, hafragraut
og soðna ýsu svo fátt sé nefnt.
Dóttir mín segir yfirleitt ef ég
reyni að elda eitthvað sem hún
hafði fengið hjá afa sínum: „Þetta
er ekki eins og afi gerir, og afi
gerir besta hafragraut sem ég
hef smakkað og bestu soðnu ýs-
una sem ég hef fengið, fullkom-
lega saltaða.“ Margs er að minn-
ast um einstaklega kærleiksríkan
föður og afa sem sýndi það svo
sannarlega í verki. Það er alltaf
svo sárt að kveðja þann sem mað-
ur elskar en ég veit að pabbi er
kominn á betri stað þar sem er
hvergi þjáning né sorg bara eilíf
gleði og hamingja. Ég sakna þín,
elsku pabbi minn, og hlakka til að
fá að hitta þig að nýju á himn-
inum.
Þín elskandi dóttir,
Guðný.
Mig langar að kveðja elskuleg-
an tengdaföður minn með þess-
um fallegu orðum:
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið,
og þín er liðin æviönn,
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða,
og djúpa hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða.
Og hjá þér oft var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
Svo vinur kæri vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín geta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höfundur ókunnur)
Ég vil þakka yndislega vegferð
og allar góðar stundir.
Þín tengdadóttir,
Inga Hrönn Þorvaldsdóttir.
Elsku afi minn, þá ertu loksins
kominn heim í dýrðina, eins og þú
sagðir svo oft sjálfur.
Minningarnar eru svo margar
eins og þegar við sátum saman
við eldhúsborðið í Hraunbænum
og þú fékkst matargikkinn til að
borða svið.
Vasahnífurinn tekinn upp og
kjamminn hreinsaður af mikilli
nákvæmni. Svo við tölum nú ekki
um kartöflubeðin ykkar ömmu,
þar sem við fengum stundum að
hjálpa til við að taka upp kartöfl-
urnar og að launum stoppuðum
við í sjoppunni á leiðinni heim og
ég fékk að velja mér bláan ópal.
En það sem situr mest eftir er
hvaða einstaka mann þú hafðir að
geyma.
Þú hafðir einstaka nærveru og
sýndir fólki kærleika, gjafmildi
og þolinmæði.
Ég er svo þakklát fyrir að hafa
átt svona mörg ár með þér, elsku
afi minn.
Elska þig.
Þín,
Lilja.
Ingimar Þ.
Vigfússon
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla
útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í
hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“
valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin
að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á
föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar