Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 30

Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 ✝ Kristinn Hall-grímsson fæddist á Bjarna- stöðum við Dalvík 22. febrúar 1922. Hann lést í Huldu- hlíð, Eskifirði, 6. júní 2018. Foreldrar hans voru hjónin Hall- grímur Gíslason og Hansína Jóns- dóttir. Systkini Kristins voru Stefán, Jónas, Gísli, Guðrún Jóhanna (lést í æsku), Jóhanna Guðrún, Guð- laug Elín, Solveig Rósa og Maríanna Jóna. Rósa er ein eftirlifandi systkinanna frá Bjarnastöðum og er hún búsett í Bandaríkj- unum. Kristinn ólst upp á Bjarna- stöðum og stundaði sjósókn með bræðrum sínum og föður. Eiginkona Kristins var Jó- hanna Guðnadóttir, f. 22.11. 1928, d. 11.7. 1991. Foreldrar Jóhönnu voru Guðni Jónsson og Steinunn Marta Jónsdóttir. Helga. c) Sigurvin, f. 1989, í sambúð með Aniku Karen Guð- laugsdóttur, sonur þeirra er Bjarni Steinn. Fyrir átti Anika dótturina Sonju Mónu Stef- ánsdóttur. 2) Steinunn Krist- insdóttir, f. 14.2. 1958. 3) Hall- grímur Kristinsson, f. 17.2. 1959. Sambýliskona hans er Ingibjörg Ingimarsdóttir, f. 7.12. 1956. Þeirra börn eru: a) Kristinn, f. 1986, b) Óskar Smári, f. 1987, c) Brynja, f. 1990, í sambúð með Friðriki Fjalarssyni. Fyrir átti Ingibjörg soninn Ingimar Þór Richter, f. 1979, dóttir hans er Daníella Líf og móðir hennar er Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir. 4) Guðni Kristinsson, f. 20.8. 1960. Eig- inkona hans er Guðrún Mar- grét Ó. Steinunnardóttir, f. 25.8. 1961. Þeirra börn eru: a) Jóhanna, f. 1986, gift Jens Sig- urði Jónassyni Jensen. Þeirra börn eru María Rún og Guðni Wilhelm. b) Freyr, f. 1991, í sambúð með Anítu Ösp Ómars- dóttur. 5) Ingvar Kristinsson, f. 17.6. 1963. Eiginkona hans er Gunnhildur Grétarsdóttir, f. 13.9. 1966. Þeirra börn eru: a) Kári, f. 1999. b) Unnar, f. 1999. Kristinn verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju í dag, 15. júní 2018, og hefst athöfnin klukkan 14. Kristinn og Jó- hanna gengu í hjónaband í Kefla- vík 19. maí 1956. Eftir að þau fluttu á Eskifjörð var Kristinn fyrst á sjó, lengst af með Hilmari heitnum Bjarnasyni á Björgu SU. Eftir að Kristinn hætti sjómennsku vann hann verkamannavinnu, lengst af hjá Hraðfrystihúsinu. Þar vann hann starfsævina á enda. Kristinn og Jóhanna eign- uðust fimm börn. Þau eru: 1) Bjarni Kristinsson, f. 10.1. 1957. Eiginkona hans er Sigríð- ur Sigurvinsdóttir, f. 5.10. 1955. Þeirra börn eru: a) Rúnar Már, f. 1982, í sambúð með Kristjönu Margréti Svans- dóttur. Dóttir þeirra er Herdís Alfa og fyrir átti Kristjana dótturina Hallveigu Ósk Chris- tensen. b) Jóhann Ingi, f. 1987, í sambúð með Brynju Finns- dóttur. Dóttir þeirra er Karen Í dag kveð ég yndislegan tengdaföður minn Kristinn Hallgrímsson. Kristinn sem var 96 ára gam- all mundi svo sannarlega tímana tvenna. Hann er alinn upp í torfbæ til 12 ára aldurs er Dalvíkurskjálft- inn varð en þá hrundi bærinn. Sem ungur maður fór Krist- inn á vertíðir suður á land en þar kynntust tengdaforeldrar mínir. Eiginkona Kristins, Jó- hanna Guðnadóttir, lést árið 1991. Kristinn og Jóhanna bjuggu alla tíð á Eskifirði. Kristinn var eftirsóttur í vinnu enda harð- duglegur en hann var lengi til sjós en vann síðan hina ýmsu verkamannavinnu þar til starfs- ævinni lauk. Hann starfaði tölu- vert að verklýðsmálum og söng lengi í Kirkjukór Eskifjarðar- kirkju og Karlakórnum Glað. Kristinn var mjög minnugur á texta og ekki eru nema tvö ár síðan hann fór í sjómannadags- messu og söng blaðalaust með í hverju lagi. Kristinn hafði alla tíð mikinn áhuga á sjónum og spurði fram á síðasta dag hvað væri að frétta af skipunum hérna. Stuttu fyrir andlát fór hann í göngutúr með Frey og þá var áhugi hans enn þá það mikill að hann óskaði eft- ir að fá að kíkja á Smábátahöfn- ina, það var svo langt síðan hann hafði séð hana. Í upphafi árs 1984 er ég og Guðni fórum að vera saman fann ég strax hversu mikill fjöl- skyldumaður Kristinn var. Vel- ferð fjölskyldunnar var honum mikið mál. Það voru mikil for- réttindi fyrir börnin mín að hafa alist upp með umhyggjusaman afa í næsta húsi. Afa sem tilbú- inn var að vera hjá þeim þegar móðirin var í fundastússi og einnig tilbúinn að lesa eina bók fyrir hvert barn á Kirkjutung- unni sem settist í sjónvarpssóf- ann á Víðivöllum. Afa sem gaf svo mikið af sér fyrir þau. Kristinn bjó síðustu 20 árin á Hjúkrunarheimilinu Hulduhlíð þar sem hann naut einstakrar umhyggju og væntumþykju. Vil ég sérstaklega þakka starfsfólki Hulduhlíðar í gegnum árin fyrir það. Elsku Kristinn, takk fyrir alla umhyggjuna í garð minn og minna í gegnum árin og það verður skrítið að enda ekki dag- inn á skreppa í Hulduhlíð og sjá hvernig þér líður. Þeir segja mig látinn, ég lifi samt og í ljósinu fæ ég að dafna. Því ljósi var úthlutað öllum jafnt og engum bar þar að hafna. Frá litlu hjarta berst lítil rós, því lífið ég þurfti að kveðja. Í sorg og í gleði ég senda mun ljós, sem að mun ykkur gleðja. (G. Ingi) Elsku Bjarni, Steinunn, Halli, Guðni, Ingi og fjölskyldur, megi góðar minningar um yndislegan mann ylja okkur um ókomna tíð. Þín tengdadóttir, Guðrún M.Ó. Steinunnardóttir. Elsku afi okkar, á þessari stundu er margs að minnast. Það voru mikil forréttindi að alast upp með afa í næsta húsi. Nánast hver einasta kvöldmál- tíð borðuð saman og mikill sam- gangur. Þú varst mikill fjöl- skyldumaður og vildir allt fyrir okkur gera. Meira að segja þeg- ar pabbi var úti á sjó þá vökn- uðum við oft við að þú varst að moka sundið og við útidyrahurð- ina hjá okkur. Þú hugsaðir sko um þitt fólk. Þú hafðir sterk lífsgildi sem við munum minnast og reyna að fara eftir. Eftir að þú áttir erf- iðara með gang og varst fluttur á Hulduhlíð höfðum við mjög gaman af því að koma og hlusta á sögur þínar frá fyrri árum. Þar má helst nefna sögur af sjónum, Dalvík, eða sögur af pabba og systkinum hans eða ömmu. Þú varst duglegur að halda minningu hennar á lofti. Þú varst mikill söngmaður og þekktir nánast hvert einasta lag. Þú varst oft syngjandi við flestar athafnir daglegs lífs. Ein minning sem við eigum af þér er þegar þú varst að raka þig við spegilinn inni í borðstofu í Múla með rafmagnsrakvélinni. Rak- vélin gaf frá sér hátt hljóð en söngur þinn yfirgnæfði hávað- ann í vélinni. Þú hafðir mjög gaman af því þegar aðrir sungu með þér og þú ljómaðir allur þegar langafa- börnin komu í heimsókn og sungu með þér lög. Takk fyrir allt, elsku afi okk- ar. Megi ljós og gleði umlykja ykkur ömmu í sumarlandinu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. Grátnir til grafar göngum vér nú héðan, fylgjum þér, vinur. Far vel á braut. Guð oss það gefi, glaðir vér megum þér síðar fylgja’ í friðarskaut. Hvíl í friði, elsku afi okkar. Jóhanna Guðnadóttir og Freyr Guðnason. Elsku langafi okkar, Takk fyrir allar skemmtilegu stundirnar. Okkur þótti virki- lega gaman að koma til þín í Hulduhlíð. Þú hafðir gaman af því þegar við sögðum þér sögur af við- burðum í okkar lífi. Þú hafðir líka gaman af því að segja okkur frá því þegar þú, afi Guðni eða mamma voru lítil. Þú kunnir alls konar sögur. Þú kunnir líka mikið magn af lögum og það var ákaflega gaman að syngja með þér. Hvíl í friði. Þín langafabörn, María Rún Jensen og Guðni Wilhelm Jensen. Kristinn Hallgrímsson ✝ MargrétÁgústa Þor- valdsdóttir fæddist í Reykjavík 14. apr- íl 1929. Hún and- aðist á Hjúkrunar- heimilinu Sóltúni 7. júní sl. Foreldrar henn- ar voru Þorvaldur Óskar Jónsson járnsmíðameistari, f. 10. september 1892, d. 25. apríl 1970 og Sigríð- ur Guðrún Eyjólfsdóttir húsfrú, f. 15. ágúst 1895, d. 13. desem- ber 1993. Systkini Margrétar voru Sig- ríður Eyja, f. 1923, d. 2009, Lár- us Óskar f. 1926, d. 2004 og eft- irlifandi er Ólöf f. 1934. Hinn 7. júní 1952 giftist Mar- grét Þorsteini Þorvaldssyni útvarpsvirkjameistara f. 29. ágúst 1927, d. 19. feb. 2007. For- eldrar hans voru Þorvaldur Baldvinsson skipstjóri, f. 24. ágúst 1895, d. 25. ágúst 1965, og Sigfúsína Jónína Guðný Sigfús- dóttir húsfreyja, f. 20. júní 1899, d. 7. nóvember 1990. Synir Þorsteins og Margrétar ömmubörnin eru þrettán. Sem barn bjó Kimerly, frænka Margrétar frá Banda- ríkjunum, hjá fjölskyldunni í nokkur ár. Þar mynduðust tengsl, eins og milli móður og dóttur, sem aldrei rofnuðu. Margrét fæddist á Kárastíg í Reykjavík en lengst af bjuggu þau Þorsteinn á Langholtsvegi 188 eða í 43 ár. Síðan fluttu þau Þorsteinn í Lækjarsmára í Kópavogi en Margrét hefur dvalið síðustu mánuði á Sóltúni í Reykjavík. Lengst af, eða í 30 ár, störf- uðu þau við rekstur Radíostofu Vilbergs & Þorsteins ásamt meðeigendum. Um miðjan ní- unda áratuginn létu hjónin gamlan draum rætast, keyptu sér trillu, tóku pungapróf og stunduðu handfæraveiðar um 10 ára skeið bæði frá Grímsey og Reykjavík. Margrét ferðaðist mikið um landið og átti margar stundir með fjölskyldu og vinum á fjöll- um. Hún var Ármenningur og stundaði skíði í Jósepsdal. Sum- arbústaður við Þingvallavatn var þeirra annað heimili yfir sumartímann og ófáar stundir átti Margrét á ár- og vatnsbökk- um við lax- og silungsveiðar. Útför Margrétar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 15. júní 2018, klukkan 15. eru: 1) Þorvaldur Kári, f. 5. nóv- ember 1951, kona hans er Guðrún Þórey Þórðardótt- ir, f. 28. júlí 1952. Dætur þeirra eru Svanhildur, gift Þór Tryggvasyni og eiga þau tvö börn. Margrét Ágústa og á hún 3 börn. 2) Kristinn Helgi, f. 10. júní 1956, kona hans er Auður Jónsdóttir, f. 20. febr- úar 1958. Dóttir þeirra er Lilja og sambýlismaður hennar er Hlynur Örn Jakobsson, synir þeirra eru Jón Thor, sambýlis- kona Pernille Bay og eiga þau eitt barn. Nói, giftur Lenu G. Ingvarsdóttur og eiga þau tvö börn, Ívar, giftur Fany Larota og eiga þau tvö börn, 3) Óli, f. 1. maí 1959, sambýliskona er Ellen T’Joen. Börn hans eru Hulda Margrét og sambýlismaður Gísli Finnur Aðalsteinsson og eiga þau fjögur börn, Nína og sam- býlismaður Aron Kári Kristófersson og eiga þau eitt barn og Þorsteinn. Lang- Í dag kveð ég elskulega tengdamóður mína Margréti Ágústu og á þessum tímamót- um er mér efst í huga þakklæti. Margrét tók mér opnum örmum inn í fjölskylduna og alla tíð var hún vakin og sofin yfir velferð okkar Kristins og barnanna. Magga, eins og hún var gjarnan kölluð, var einkar glæsileg og geislaði af lífsgleði. Hún var vinarmörg, og ávann hún sér traust og virðingu sam- ferðamanna sinna, og gerði sér far um að rækta vel vináttuna. Alltaf var hún ánægð með allt, í góðu skapi, aldrei með að- finnslur eða neikvæðni. Hún var með eindæmum þægileg og hafði svo góða nærveru og hélt vel utan um sína. Magga var sú fyrirmynd, sem við megum vera stolt af að líkjast. Þorsteinn, eða Steini tengda- faðir minn, og Magga voru alla tíð mjög samrýnd. Þau einfald- lega gengu alltaf í takt. Þegar maður rifjar upp sögur og skoðar myndir þá veltir maður fyrir sér hvort þeirra sólar- hringur var lengri en annarra. Þau ráku fyrirtæki í 30 ár, áttu stórt hús, sumarbústað á Þing- völlum, keyptu sér trillu eftir að þau seldu fyrirtækið og fóru á skak og gerðu út frá Reykja- vík og Grímsey. Ferðalög skip- uðu mikinn sess í þeirra lífi. Þau unnu náttúru landsins og þvældust vítt og breitt um landið. Magga og Steini stund- uðu skíði í Jósepsdal og fóru með vinum sínum í skíðaferðir erlendis. Þá átti lax- og silungs- veiði hug þeirra og ófáar stund- ir voru notaðar á bökkum Álft- ár á Mýrum og víðar. Margar unaðsstundir áttu þau við ým- iskonar stúss með bændunum á Skarði á Skarðsströnd í Breiða- fjarðareyjunum. Samt áttu þau svo mikinn tíma fyrir fjölskyld- una sem fékk tækifæri á að taka þátt í svo mörgu með þeim. Þau voru sérstaklega barngóð og á unga kynslóðin góðar minningar um afa og ömmu. Allt sem þau gerðu var þeim svo létt. Það varð mikið áfall fyrir Möggu og alla fjölskylduna þegar Þorsteinn veiktist alvar- lega fyrir um 14 árum og dvaldi síðustu þrjú árin á Hjúkrunar- heimilinu Sunnuhlíð. Á hverjum degi kom Magga til hans og sat hjá honum allan daginn, spjallaði við hann og aðstoðaði svo mikið sem hún gat. Hún var kletturinn í lífi hans. Hún bar harm sinn í hljóði þegar Steini féll frá. Líf- ið hélt áfram en hafði tekið á sig aðra mynd. Nú var komið að okkur í fjöl- skyldunni að halda fastar utan um hana. Það þurfti aldrei að spyrja hana tvisvar hvort hún ætlaði að borða með okkur eða tylla sér út í sólina á pallinum. Hún naut þess að eiga náin og góð samskipti við syni sína og fjölskyldu eins og hún hafði átt allt sitt líf. Hún naut þess að geta fylgst með börnunum vaxa úr grasi. Hún var fjölskyldukona fram í fingurgóma. „Þið hafið vafið mig inn í bómul,“ sagði hún oft og lét í ljós þakklæti. Síðustu árin dalaði heilsu Möggu smá saman. Hjartað var veikt og fylgjandi sjúkdómar drógu smám saman mátt úr henni. Hún lést í friðsælu umhverfi á Dvalarheimilinu Sóltúni. Nú er Magga tengdamamma flutt búferlum, hún er komin heim til Steina, mannsins sem hún elskaði. Saman geta þau horft yfir landið sem var þeim ávallt svo kært og sagt hvort við annað: „Sjáðu, þarna er tindurinn sem við klifum.“ Þín tengdadóttir, Auður. Elsku amma, elsku vinkona! Ég trúi því varla ennþá að ég þurfi að kveðja þig, en ég er líklegast búin að vera eigin- gjörn of lengi og nú er komið að afa að fá þig aftur til sín. Ég var svo heppin að fá að njóta samverunnar með þér í vetur eftir langan tíma í sundur þeg- ar ég bjó úti. Það var svo nota- legt að koma til þín í Sóltún og spjalla um allt og ekkert. Síð- ustu daga hafa ótal margar minningar sprottið upp sem ýmist hafa látið mig fara að gráta eða hlæja á skrýtnustu stöðum, í skrýtnustu aðstæð- um. Ég er svo þakklát fyrir öll ferðalögin okkar og bústaða- ferðirnar. Ég mun aldrei gleyma hringferðinni með ykk- ur afa, ferð sem lét mig gera mér grein fyrir fegurð landsins, þar sem hellidemban renn- bleytti okkur í tjaldvagninum á Egilsstöðum og sólin sleikti okkur í Loðmundarfirði. Ég held líka að fáir krakkar kunni örnefnin á milli Reykjavíkur og Þingvalla eins vel og ég gerði, enda spurðuð þið mig spjör- unum úr hvað hver hóll og hver hæð héti. Ég sakna allra sundferðanna í Ljósavatnslaug og ferðanna í berjamó. Bláber með rjóma og sykri og sólbað á pallinum með ömmu, það gerðist ekki betra. Það sem ég gæfi fyrir að borða steiktu murturnar þínar aftur; eða að skríða upp í á milli ykk- ar afa uppi í bústað á morgn- ana og hlusta á veðurfréttirnar með ykkur – þú varst nátt- úrulega sú allra besta til að kúra hjá: „amma mín, þú ert svo mjúk“. Svo varst þú líka sú besta í að ná úr flísum og leyni- meðalið þitt, osturinn, gerði gæfumuninn til að lina sársauk- ann. Ég er viss um að ævintýra- þrána hafi ég fengið frá ykkur. Þið voruð alltaf út um allt og alltaf á fullu. Þið gerðuð mig að náttúrubarninu sem ég er og kennduð mér að vera sjálfstæð. Eftir að afi veiktist fórstu aldrei frá hlið hans, þú varst al- ger klettur. Ég hafði oft miklar áhyggjur af þér þar sem þú sast öllum stundum hjá honum. Ég var alltaf hrædd um að eftir að hann kvaddi okkur myndir þú ekki eiga langt eftir en það varð sem betur fer ekki raunin. Við fengum að njóta margra fleiri ára með þér og ég fékk að kynnast þér ennþá betur og á nýjan hátt. Tími ævintýranna og barnsæskunnar var kominn á enda og við tók dýpri vinátta. Ég er svo þakklát fyrir þennan tíma, þar sem við sátum og töl- uðum tímunum saman. Þú vildir aldrei láta mikið fyrir þér fara eftir að heilsan byrjaði að bresta. Þegar ég hringdi á Skype passaðirðu þig alltaf að tala stutt því þetta mætti ekki verða of dýrt fyrir mig þótt ég reyndi að sannfæra þig um að þetta væri ekki svo dýrt. Ég man líka einn afmælisdag í prófalestri þegar þú hringdir ekki í mig. Ég var steinhissa, þú alltaf með allt á hreinu. En svo kom í ljós að þú hringdir í mömmu til að skila kveðju því þú vildir ekki trufla mig í prófalestrinum. Mér fannst það lýsa þér svo vel. Svo í vetur þegar ég var að skrifa ritgerðina og skrapp til þín í hádegishléunum mínum þá fékk ég alltaf að heyra að ég ætti ekki að eyða tímanum í þig, ég hefði mikilvægari hnöppum að hneppa. Amma, tímanum var aldrei eytt í þig, hans var notið með þér. Knúsaðu afa frá mér, ég mun alltaf sakna ykkar! Lilja. Þegar maður flytur af landi brott í um tuttugu ár er ým- islegt sem maður saknar að heiman. Einkum og sér í lagi er tími með ástvinum eitt af því sem maður missir af og á tíma- mótum eins og þessum, þegar ömmur og afar kveðja, er mað- ur rækilega minntur á fórnar- kostnaðinn sem fylgir því að búa langt í burtu. Ég missti af allt of mörgum afmælisdögum og amma og afi af mínum, og dætur mínar fengu ekki að kynnast lang- ömmum og langöfum sínum eins vel og ég kynntist mínum. Sem er sérstaklega átakanlegt þegar kemur að því að kveðja þessar hetjur sem maður átti að, sem studdu mann í einu og öllu, þó að maður sýndi það allt Margrét Ágústa Þorvaldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.