Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 34

Morgunblaðið - 15.06.2018, Side 34
G uðbrandur Steinþórsson fæddist 15. júní 1943 á Skagnesi í Mýrdals- hreppi. Hann vann þar öll algeng störf til sveita og áfram í námshléum, en forfeður hans eru Skaftfellingar langt fram í ættir. Guðbrandur gekk í barnaskóla við Deildará frá 9 ára aldri til 13 ára og tók landspróf miðskóla frá Skóga- skóla. Hann lauk stúdentsprófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík, fyrri hluta prófi í verk- fræði frá Háskóla Íslands og kandi- datsprófi í byggingaverkfræði, Cand. Polyt, frá Danmarks tekniske Høj- skole, Den Polytekniske Lære- anstalt. Guðbrandur vann á Verkfræði- stofunni Hönnun 1972-1980, einkum í verkefnum á sviði burðarvirkjahönn- unar, til dæmis við hönnun Sigöldu- virkjunar. Hann sinnti jafnframt stundakennslu við byggingadeild Tækniskóla Íslands í burðarþolsfræði og hönnun steinsteypuvirkja. Hann var deildarstjóri við byggingadeild TÍ 1981-1990 og tók það ár við embætti rektors og gegndi því til 2002. Hann var lektor og síðar dósent við Tækniháskóla Íslands 2002-2005, en þá sameinuðust THÍ og Háskólinn í Reykjavík. Hann gegndi starfi dós- ents við HR til vors 2013 og hefur eft- ir það starfað þar sem stundakennari eða emeritus. Hann vann samhliða kennslu að samningu kennsluefnis í burðarþolsfræði og hönnun stein- steypuvirkja. Auk þess sat Guðbrandur í Bygg- ingastaðlaráði frá 1987 til 1992 og starfaði jafnframt í fagnefndum á vegum ráðsins, t.d. fagnefnd TC250 um þolhönnun byggingavirkja á veg- um CEN, og norrænum samráðshópi í tengslum við þátttöku í staðlavinn- unni. Hann kom að samningu sér- íslenskra ákvæða við evrópsku þol- hönnunarstaðlana og hefur einnig sinnt ráðgjafastörfum á sviði burðar- virkjahönnunar. Guðbrandur hefur Guðbrandur Steinþórsson, verkfræðingur og fyrrv. rektor – 75 ára Á Skagnesi „Með gömlum félaga, Massey-Ferguson 35, árgerð 1958 sem er að nálgast sextugt og slær aldrei feil- púst. Í baksýn er Dyrhólaey og Dyrhólaós. Lengst til hægri sést til Loftsala þar sem afi og amma bjuggu.“ Haldinn ólæknandi bíladellu frá barnsaldri Fjölskyldan Frá vinstri: Elías Þór, Jóhanna Lára, Guðbrandur, Ásta Jóhanna, Ásta Barbara, Jón Emil og Kathleen á áramótum 2013/2014. 34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 Lilja Jóhanns-dóttir, sauð-fjárbóndi á Bassastöðum í Stein- grímsfirði á Strönd- um, á 70 ára afmæli í dag. Hún er frá Gísla- bala í Árneshreppi og bjó þar til sjö ára ald- urs en þá fluttu for- eldrar hennar að Bassastöðum. Þar hef- ur Lilja búið síðan fyr- ir utan tvö ár. „Þá bjuggum við maðurinn minn, Guð- brandur Sverrisson, á Klúku í Miðdal í Tungusveit, en Guð- brandur er þaðan. Þegar pabbi minn lést árið 1973 ákváðum við að flytja hingað á Bassastaði og hefja búskap og höfum ver- ið hér síðan.“ Bassastaðir hafa verið með afurðahæstu sauðfjárbúunum á land- inu. „Já, okkur hefur tekist það þokkalega, en við erum ekki með stórt bú, við höfum lengst af verið með 280 til 300 kindur. Sauð- burður gekk vel og ég var bara nokkuð ánægð með vorið. Veðrið hjá okkur er búið að vera úrkomulítið í vor og betra en fyrir sunn- an og hefur oft verið mikið verra.“ Auk bústarfanna er Lilja með verktaka í fæði. „Frá 2006 höfum við oft verið með verktaka á fóðrum ásamt sauðfénu, ætli þetta heiti ekki að vera með blandaðan búrekstur, og hentar ágætlega með sauðfé, það þarf ekki að smala þeim af fjalli á haustin. Þeir eru að vinna við vegagerð hér í botni Steingrímsfjarðar, á leiðinni frá Djúpvegi yfir Bassastaðaháls áleiðis í Árneshrepp, og nú er ver- ið að byggja brú yfir Bjarnarfjarðarána. Ég er líka með helling af heimaalningum auk þess að eiga prjóna svo það er nóg að gera.“ Lilja verður á faraldsfæti í dag, á afmælisdaginn. „Við ætlum að keyra til Eskifjarðar í einum rykk en þar verðum við í fermingu á morgun hjá barnabarni okkar. Svo förum við heim á sunnudeg- inum.“ Börn Lilju og Guðbrands eru Sverrir, Guðbjörg Ágústa, Ragn- heiður Sigurey, Jóhanna Kristveig, Aðalbjörg og María Lovísa. Barnabörnin eru orðin 17 og eitt barnabarnabarn. Á Bassastöðum Lilja og Guðbrandur síðasta sumar að athuga botnuflekkótta gimbur. Ánægð með veðrið það sem af er sumri Lilja Jóhannsdóttir er sjötug í dag Magnea Kristbjörg Andrésdóttir, f. 1944, og Hannes Helgason, f. 1941, fagna 55 ára brúðkaupsafmæli, smaragðsbrúðkaupi. Séra Halldór Kolbeins gaf þau saman í heimahúsi í Vestmannaeyjum 15. júní 1963. Magnea og Hannes störfuðu bæði lengst af hjá Íslandspósti, þar áður Pósti og síma. Þau eru frá Vestmannaeyjum en fluttu upp á land 1962 og hafa verið bú- sett í Reykjavík allar götur síðan. Þau áttu þrjú börn, tvö eru nú eftirlifandi. Það eru þau Andrés, f. 1963, Guðný, f. 1964 og Helgi, f. 1974, d. 2011. Árnað heilla Smaragðs- brúðkaup Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.