Morgunblaðið - 15.06.2018, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 15.06.2018, Qupperneq 37
DÆGRADVÖL 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 Íslenskt einangrunargler í nýbygginguna, sumarbústaðinn eða stofugluggann. Fagleg ráðgjöf og öruggur afhendingartími. Smiðjuvegi 2, Kópavogi – sími 4889000– samverk.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óþarfi að láta sér leiðast þau störf sem skyldan býður. Reyndu að sýna þol- inmæði, því þessir hlutir eiga að vera þér í hag, þegar fram í sækir. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú getur gefið samferðamönnum þín- um svo mikið, ef þú bara veist hvar þín tak- mörk liggja. Reyndu að sýna öðrum þol- inmæði í dag. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Búðu þig undir harða samkeppni sem þú átt þó að geta sigrast á. Frá og með deginum í dag muntu krefjast meiri gleði og skemmtunar í lífi þínu. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þér finnst óþolandi þegar aðrir grípa inn í starf þitt og reyna að beina þér á aðrar brautir en þú vilt. Búðu þig undir að til þín verði leitað varðandi önnur störf. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Leggðu þig fram um að sýna sjón- armiðum annarra þá virðingu sem þú vilt þér til handa. Bjartsýnt viðhorf laðar aðra að manni. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það getur reynst erfitt þegar einhver hengir sig svo á mann að það fæst hvergi friður. Það er líklegt að þú munir þurfa að eyða meiri peningum á næstunni. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er auðvelt að fyllast bjartsýni í vinnunni í dag. Brjóttu niður múrana sem halda þér frá sjálfstæði. Vertu opinn fyrir nýj- um tækifærum. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekkert rangt við það að þig skuli langa til þess að létta á hjarta þínu. Annars rekur málin á reiðanum, allt fer úr böndunum og þú missir öll tök. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Það er erfitt að velja, þegar vegir liggja til allra átta. Farðu þér hægar og gefðu öðrum góðan tíma til þess að skilja hvað það er í raun sem þú vilt. 22. des. - 19. janúar Steingeit Án nokkurs vafa verður þú að forð- ast samræður um viðkvæm málefni í dag. Haltu aftur af þér og treystu á þær skuld- bindingar sem þú hefur gert. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú geislar af hamingju og hefur já- kvæð áhrif á alla sem þú umgengst. Taktu eitt verkefni fyrir í einu og gefðu þér tíma til að anda á milli. 19. feb. - 20. mars Fiskar Leggðu áherslu á jákvæða styrkingu á vinnustað, þannig fer sem minnstur tími til spillist. Samkennd er betri en samúð í við- skiptum við ókunnuga. Ég hitti karlinn á Laugaveginumþar sem hann var að stjákla í kringum Ráðhúsið og spurði hann hvernig honum litist á. Hann skaut höfðinu örlítið aftur á bak og sagði: „Þorgerður Katrín sagði að Við- reisn myndi selja sig dýrt í borg- inni.“ Síðan velti hann höfðinu yfir á hina hliðina og tautaði: Í Dagsljósi varð ég þess vís að Viðreisn á nýrenndum ís vildi selja sig dýrt – en við sjáum það skýrt að allt var á útsöluprís. Jón Ingvar Jónsson yrkir á Boðn- armiði: Í bílnum nú bilað er flest, hann bognar ef í hann ég sest og dugar ei lengur, er drasl eins og gengur. Ég held að ég fái mér hest. Dagbjartur Dagbjartsson var fljótur til svars: Þessa limru létt þú ortir laus við bílinn, fullur kvíða. Undarlegt þig ennþá skortir eitthvað sem er hægt að ríða. Gunnar J. Straumland segir: „Svei mér þá ef það er ekki bara kominn tími á stúfhenda greiningu á ástandinu: Á sumardegi sólin virðist sitja kyrr, sem hún aldrei sýndi fyrr. Er nú tími annarskonar árstíðar. (?) Er það spurning eða svar? Undur lífsins yfirskyggð af einni frétt; engin klukka er nú rétt. Brátt ég spyr en bláklukkunnar blíðu svör beygja tímans beinu för.“ Magnús Halldórsson sagði: „Þeg- ar ég sá stúfhendur Staumlands í morgun varð til ein framhend:“ Sól á hólum sé ég valla sýna lit Sínu týnir sjávarglit. Philip Vogler segir sumarið koma á mismunandi tímum eftir ár- ferði og hvar maður býr. Að lokum fái þó allir að halda upp á það: Fagnar vori í sinni sveit, sér að flóran grænkar, fólk af reynslu fyrri veit að flestra hagur vænkar. Magnús Halldórsson fór um sunnanvert Snæfellsnes og sagði eftir þá ferð að sér virtist ferða- þjónustan aðalbúgrein: Bændur minna bera á, best ég tel það sanna, hve víða má um velli sjá, vistspor túristanna. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Borgarpólitísk útsala og bilaður bíll Í klípu RÚNAR ÞJÁÐIST AF SEKTARKENND OG KOMST UPP MEÐ ÞAÐ, ÞÖKK SÉ LÖGMANNI SÍNUM. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KOMDU HINGAÐ STRAX! ÞÚ EYÐILAGÐIR PLÖNTUNA MÍNA!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar sögunni lýkur en minningin lifir. SJÁ ÞIG… GRETTIR, ÆTLARÐU ALLTAF AÐ VERA SVONA LATUR? ÉG GÆTI HÆTT ÞVÍ EN ÉG GEFST EKKI SVO AUÐVELDLEGA UPP STANS! HVER FER ÞAR… VINUR EÐA ÓVINUR? ÆTTINGI! ÞÁ FER MÁLIÐ AÐ VANDAST! ÉG HEF RÁÐLAGT SKJÓLSTÆÐINGI MÍNUM AÐ SVARA EKKI FLEIRI SPURNINGUM… SAGA OKKAR Í gær hófst ævintýrið mikla í Rúss-landi, sjálft HM og þorri þjóð- arinnar er nú með öndina í hálsinum, hnút í maganum, kvíðaröskun á háu stigi, en samt sem áður virðist til- hlökkunin, blandin spennu, vera ríkjandi. Á morgun kl. 13.00 að okkar tíma verður flautaður á leikur Argent- ínu og Íslands í Moskvu, vonandi að viðstöddum þúsundum Íslendinga sem undir öruggri stjórn Tólfunnar, munu hvetja Strákana okkar til dáða. x x x Frá og með morgundeginum tekurvið tilfinningaleg rússíbanareið þjóðarinnar, alla vega til 26. júní, von- andi lengur, mun lengur. Víkverji til- heyrir þeim hluta þjóðarinnar sem vonar hið besta, en reynir svona í und- irvitundinni að búa sig undir það versta, þ.e. að Ísland komist ekki upp úr sínum riðli og í 16. liða úrslitin. Að því sögðu vill Víkverji halda því til haga, að hann telur að það sé stórkost- legt afrek hjá íslenska landsliðinu, Heimi Hallgrímssyni og öðrum þjálf- urum landsliðsins að vera komnir á HM. Hvernig sem fer megum við ekki gleyma því. x x x Vikverji telur að fjölmiðlar þessalands hafi staðið sig mjög vel í kynningu á HM í aðdraganda mótsins, hvað varðar kynningu á liðum, and- rúmsloftinu hér á landi, andrúmsloft- inu hjá öðrum þátttökuþjóðum, upp- rifjun á fyrri Heimsmeistaramótum, skemmti- og fróðleiksmolum frá HM o.fl. o.fl. Þar vill Víkverji sérstaklega nefna íþróttakálf Morgunblaðsins til sögunnar, sem hefur dag hvern und- anfarnar vikur verið með frábæra HM umfjöllun og svo daglegar fréttasíður Morgunblaðsins sem hefur dag hvern verið með afar áhugaverða umfjöllun, sem hefur varpað ljósi á það hvernig andrúmsloftið er hjá hinum almenna stuðningsmanni landsliðsins hér á landi. Nægir í þeim efnum að rifja upp stórskemmtilega forsíðumyndina á Morgunblaðinu sl. miðvikudag, af langömmu Alberts Guðmundssonar, landsliðsmanns, Áslaugu Guðlaugs- dóttur, sem er nýorðin hundrað ára! Hún styður liðið 100% og ekki síður langömmudrenginn sinn. Þá er ekki eftir að segja nokkuð annað en: Áfram Ísland! vikverji@mbl.is Víkverji Því að hvar sem tveir eða þrír eru saman komnir í mínu nafni þar er ég mitt á meðal þeirra. (Matteusarguðspjall 18.20)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.