Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018 »Kvikmyndaleikarinn Bill Murray kom ásamt sellóleikaranum Jan Vogler, píanó- leikaranum Vanessu Perez og fiðluleikaran- um Miru Wang fram í Eldborg Hörpu í gær- kvöldi þar sem hópurinn flutti blöndu af sígildri tónlist, úrvals bandarískum bók- menntatextum og sönglögum. Listafólkið hefur fengið góðar viðtökur beggja vegna Atlantshafsins. Viðburðurinn verður end- urtekinn í kvöld. Kvöldstund með Bill Murray og þremur klassískum hljóðfæraleikurum í Hörpu New Worlds Bill Murray ásamt hljóðfæraleikurunum á sviðinu í Hörpu. Sýningin hefur notið mikilla vinsælda beggja vegna Atlantsála. Ánægðar Kristín og Sveiney Sverrisdætur sáu sýninguna. Kvikmyndaleikarinn Bill Murray fór á kostum í sýningunni sem hlotið hefur einróma lof. Listahátíð 2018 Guðmundur Halldórsson og Anna Rut Bjarna- dóttir voru á meðal þeirra sem mættu í Hörpu í gærkvöld. Fjölmennt í Hörpu Guðmundur Steingrímsson og Alexía Björg Jóhannesdóttir létu sig ekki vanta á sýninguna. Glaðir sýningargestir Wilfried E. Bullerjahn, Birgitte Engelman og Guðrún Matthíasdóttir voru í hátíðarskapi eins og aðrir. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þorgrímur Kári Snævarr thorgrimur@mbl.is Í Listasafni Árnesinga, sem vann nýlega til íslensku safnaverð- launanna, var nýlega opnuð sýn- ingin Hver / Gerði með verkum eftir myndlistakonuna Sigrúnu Harðardóttur. Sigrún hefur lengi verið hugfangin af jarðhitasvæð- um og hefur fjallað um hveri og gróður í list sinni í mörg ár. Gagnvirk verk erfið í framkvæmd „Ég hef unnið með hveri frá árinu 1995,“ segir Sigrún um við- fangsefni sitt. „Ég fékk aðstöðu í vinnustofu listamanna í Hvera- gerði árið 1996 og þar má segja að ég hafi byrjað að vinna með hveri á málverkum. Upp frá því hef ég einbeitt mér að hverum og gert mörg verk þar sem ég sýni fram á hljómgæði og fjölbreytileika þeirra; hvernig mismunandi yfir- borðsvirkni jarðhitasvæðis birtist á mismunandi vegu. Ýmist birtist hún í vatnshver, gufuhver eða leir- hver og hljóðin sem fylgja þessum mismunandi birtingarmyndum geta verið mjög fjölbreytileg.“ Meðal fyrri verka sinna um mis- munandi birtingarform hvera á Ís- landi nefnir Sigrún verkið “Hrynj- anda hvera“ frá árinu 2004. Í því verki voru 36 myndbönd af hver- um sem fólk gat virkjað og sett saman sex í einu á mismunandi hátt. „Gagnvirku verkin eru frek- ar þung,“ segir Sigrún. „Í fram- kvæmd eru þau mjög kostnaðar- söm og nær óhugsandi að ná þeim kostnaði til baka. Það er einungis áhugi fyrir því að gera eitthvað skemmtilegt og leika sér sem fær listamenn til að setja þau upp. Í gagnvirkum verkum nær maður líka betur til yngri kynslóðanna. Þau eru hins vegar tæknilega flók- in og erfitt að setja þau upp svo maður getur ekki sýnt þau hvar sem er. Þetta er alltaf mikill kostnaður fyrir sýnandann og í þessu tilfelli er það Listasafn Ár- nesinga sem lagði út í þennan kostnað. Það kostaði mig líka mik- ið að gera verkin en ég hef voða gaman af því.“ Hverinn gerði bæinn Sigrún segist einungis sækja innblástur í hveri á Íslandi en hún fjalli þó um hveri á öllu landinu og jafnvel hveri sem séu horfnir. „Ég hef fjallað um hveri sem komu upp eftir jarðskjálftana 2000 við Kleifarvatn. Tveir þeirra eru horfnir aftur undir vatn. Það er breytileiki á hverasvæðum og þeir hafa breyst sérstaklega eftir jarð- skjálfta sem urðu árin 2000, 2004 og 2008. Margir þættir geta haft áhrif á birtingarmyndir hversins.“ Fyrsta verk Sigrúnar um hver- inn Strokk var hluti af verki sem hét „Öndvegissúlur“og fjallaði um landnám Ingólfs Arnarsonar í Reykjavík. „Mér fannst það skondið, var að velta fyrir mér fyrsta landnámsmanninum og fyrsta opinbera landnáminu og þessari sögu sem við öll þekkjum um Ingólf Arnarson og öndvegis- súlurnar, að þær skyldi akkúrat reka á land hér í Reykjavík þar sem við erum með eldfjall við hlið- ina á okkur og njótum góðs af hvernum. Það var fyrsta hugsunin sem leiðir mig síðan inn í að vinna svona mikið með hveri eins og ég hef gert allar götur síðan.“ Titill sýningarinnar, Hver / Gerði, er margræður og vísar bæði í nafn Hveragerðis en einnig í helstu viðfangsefni Sigrúnar; hveri og garða. „Sýningin fjallar líka um garðana í Hveragerði en þeir og gróðurhúsaræktin þar eru afleiðing af jarðhitasvæðinu.“ Segja má að hverinn hafi gert bæ- inn og að túlka megi nafn sýning- arinnar sem staðhæfingu þess efnis. Gjörningur var fluttur á opnun sýningunnar þann 19. maí þar sem Sigrún málaði verk á hljómborð með sérstökum trommukjuðum í samspili við kontrabassaleik Leifs Gunnarssonar. „Hann leikur sín stef og ég tromma á stigann. Það er samtal í gangi á milli okkar. Ég geri verkið í rauntíma um leið og ég flyt hljóðmynd með eins konar trommuslætti. Svo vinn ég líka að- eins með spaða og þá eru hljóðin öðruvísi.“ Sigrún mun flytja gjörninginn aftur þann 23. júlí á móti kontra- bassaleik Alexöndru Kjeld. Sýn- ingin mun standa til 6. ágúst alla daga frá 12-18. Verk um fjölbreytileika hvera  Sýningin Hver / Gerði stendur yfir í Listasafni Árnesinga  Sigrún Harð- ardóttir tekur fyrir hveri og gróður Listakonan Sigrún Harðardóttir hefur unnið með hveri frá árinu 1995.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.