Morgunblaðið - 15.06.2018, Blaðsíða 41
MENNING 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 2018
Íupphafi myndar sjáum viðaðalpersónuna Tami Oldham,sem leikin er af ShaileneWoodley, neðanþilja í segl-
skútu. Það er allt á floti alls staðar og
það blæðir úr sári á höfði hennar.
Full örvæntingar tekur hún að leita
að Richard, samferðamanni sínum og
unnusta. Hún kallar á hann eins og
hún eigi lífið að leysa en fær ekkert
svar. Þetta upphafsatriði er svo gott
sem í einni töku og það er reglulega
öflugt.
Þá er klippt frá þessum ægilegu
aðstæðum fimm mánuði aftur í tím-
ann þar sem Tami er að koma til
Tahítí. Hún skráir sig inn í landið og
þar kemur í ljós að hún hefur enga
fasta atvinnu, hún veit ekki hversu
lengi hún mun dvelja í Tahítí og ekki
hver næsti áfangastaður hennar er.
Tami er hreinræktaður ferðalangur,
hún gerir ekki áætlanir fyrir framtíð-
ina heldur lætur strauminn bera sig á
milli áfangastaða.
Innan skamms kemst hún í kynni
við siglingamanninn Richard og undir
eins kvikna neistar á milli þeirra.
Þegar vinafólk Richards býður þeim
greiðslu fyrir að sigla seglskútunni
sinni frá Tahítí til Kaliforníu ákveða
þau að slá til og leggja af stað í 6.500
km ferðalag yfir opið hafið.
Adrift byggist á sannri sögu þann-
ig að með örlitlu gúgli getur hver sem
er komist mjög auðveldlega að því
hvernig fór fyrir Tami og Richard.
Þegar það er ljóst fyrirfram hvað
mun gerast og hvernig myndin endar
þá skiptir mestu máli hvernig sagan
er sögð, frekar en hvað gerist í henni.
Í Adrift er kosið að láta söguna ger-
ast á tveimur tímaplönum, frekar en
að segja hana í línulegri tímaröð.
Klippt er á milli rómantískra atriða,
þar sem ástin blómstar milli Tami og
Richards, yfir á þrúgandi og æsi-
spennandi senur úti á hafi þar sem
parið glímir við hitabeltisstorm og
reynir í kjölfarið að gera sitt besta til
að lifa af úti á ballarhafi eftir að
stormurinn hefur eyðilagt allan sam-
skiptabúnað og þeytt þeim mörg þús-
und kílómetra af leið. Það er snjallt
að segja söguna með þessum hætti,
áhorfendur fá kærkomið hlé frá
spennunni í rómantísku senunum úr
fortíðinni þegar allt lék í lyndi. Þetta
eykur líka á tregann sem fylgir hlut-
skipti Tami og Richards, við erum
stöðugt minnt á hvað allt var gott
einu sinni og samanburðurinn gerir
sjávarháskann enn skelfilegri.
Baltasar Kormákur hefur reynslu
af þessu tagi mynda. Everest (2015)
er líkt og þessi byggð á sannri sögu
og segir frá fólki sem reynir að lifa af
við hörmulegar aðstæður. Djúpið
(2012) er sömuleiðis sannsöguleg
mynd, hún segir frá ótrúlegu afreki
Guðlaug Friðþórssonar sem synti í
land í Vestmannaeyjum eftir að skipi
hans hvolfdi austur af Heimaey. Balt-
asar hefur tekið fram í viðtölum að
reynslan af því að gera Djúpið hafi
komið að miklu gagni við gerð þess-
arar myndar. Flestar af bátasen-
unum eru teknar á hafi úti við erfiðar
aðstæður og það reyndi heilmikið á
leikarana. Þó að þetta sé vísast tals-
vert erfiðara en að taka upp í stúdíói
hefur það algjörlega borgað sig og
þessi aðferð skilar sér í mjög kraft-
miklum og sannfærandi atriðum.
Kvikmyndatakan er virkilega góð,
bæði í senum sem gerast á landi og á
legi. Í rómantísku atriðunum fær lit-
rík sviðsmyndin í Tahítí að njóta sín
gegnum skemmtilegar innrammanir.
Á bátnum er oft stuðst við hand-
heldar tökur og snjallar myndavéla-
hreyfingar sem endurspegla hreyf-
inguna á bátnum og veita mótvægi
við hinar senurnar.
Shailene Woodley sýnir virkilega
góða frammistöðu í aðalhlutverkinu.
Sam Claflin er ágætur í hlutverki
Richards en það er eins og það vanti
einhvern neista í hans persónu.
Kemestrían á milli þeirra nær líka
ekki alveg þeim hæðum sem þarf til
að ástarsagan hrífi mann fullkomlega
með sér.
Það er hressandi og óvenjulegt að
sjá mynd af þessu tagi með konu í að-
alhlutverki en nóg hefur verið gert af
álíka myndum þar sem karlar berjast
við náttúruöflin. Það er líka gert í því
að bjóða staðalímyndum birginn,
Tami er blátt áfram, hvatvís og af-
slöppuð en Richard er aftur á móti
ljóðrænn og tilfinninganæmur. Þar
með er eiginlega upptalið hvað er
hressandi og óvenjulegt við Adrift.
Sagan er afar dæmigerð, hér eru fet-
aðar troðnar slóðir „suvivor“-
greinarinnar og það er afar fátt sem
kemur á óvart.
Adrift er virklega vel gerð mynd
sem fléttar sögu af sjávarháska
skemmtilega saman við ástarsögu.
Fléttan er heldur dæmigerð en
heillandi og áhugaverð aðalpersóna
nær að halda myndinni á floti.
Ekkert nema ólgandi haf
Náttúruöfl „Það er hressandi og óvenjulegt að sjá mynd af þessu tagi með konu í aðalhlutverki en nóg hefur verið gert af álíka myndum þar sem karlar
berjast við náttúruöflin. Það er líka gert í því að bjóða staðalímyndum birginn,“ segir í rýni um Adrift í leikstjórn Baltasars Kormáks.
Laugarásbíó, Smárabíó,
Háskólabíó, Sambíóið Keflavík
og Borgarbíó Akureyri.
Adrift bbbmn
Leikstjórn: Baltasar Kormákur. Handrit:
David Branson Smith, Aaron Kandell og
Jordan Kandell. Kvikmyndataka: Robert
Richardson. Klipping: John Gilbert.
Aðalhlutverk: Shailene Woodley, Sam
Claflin, Jeffery Thomas, Elizabeth
Hawthorne. 96 mín. Bandaríkin, 2018.
BRYNJA
HJÁLMSDÓTTIR
KVIKMYNDIR
Glæsilegur veitingastaður á Hótel Örk. Vandaður matseðill og hlýlegt umhverfi.
Pantaðu borð í síma 483 4700 eða á hverrestaurant.is.
Lilja Sigurðardóttir hlaut í gær
Blóðdropann 2017, sem Hið íslenska
glæpafélag afhendir, fyrir glæpa-
söguna Búrið. Sagan er þriðji og síð-
asti hluti þríleiks sem hófst með
Gildrunni árið 2015, en Netið fylgdi
ári seinna. „Hér er vandað vel til
verka og ljóst að höfundur leggur
mikinn metnað í bæði heimildaöflun
og sjálf skrifin. Sagan er sannfær-
andi og áhugaverð því hún tekst á
við samtímaleg málefni og glæpi
sem lesendur kannast við úr fjöl-
miðlaumræðu nútímans.
Það er vandmeðfarið að skrifa
sögu sem er svo nærri raunveruleik-
anum en höfundi ferst það vel úr
hendi, fellir ekki áfellisdóma en kaf-
ar djúpt og veltir upp ástæðum
ólíkra glæpa. Þá eru sögupersón-
urnar vel skapaðar, yfirleitt marg-
hliða og langt frá því einfaldar, og að
sama skapi fléttan sem er flókin og
spennandi. Búrið er góður endir á
metnaðarfullum þríleik þar sem
hvítflibbaglæpir tvinnast saman við
sakamál tengd eiturlyfjum og hat-
ursorðræðu, og gefur færi á að
fylgja sögupersónum vel eftir – frá
hátindi glæpalífs yfir í djúpar lægðir
í fangelsi,“ segir í rökstuðningi dóm-
nefndar, sem í sátu Guðrún Ög-
mundsdóttir, Vera Knútsdóttir og
Páll Kristinn Pálsson.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Gleði Lilja Sigurðardóttir var að vonum ánægð með viðurkenninguna.
Lilja hlýtur Blóðdrop-
ann í ár fyrir Búrið