Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 44

Morgunblaðið - 15.06.2018, Síða 44
FÖSTUDAGUR 15. JÚNÍ 166. DAGUR ÁRSINS 2018 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 608 KR. ÁSKRIFT 6.597 KR. HELGARÁSKRIFT 4.119 KR. PDF Á MBL.IS 5.851 KR. I-PAD ÁSKRIFT 5.851 KR. 1. Víðir gjaldþrota og allt á hálfvirði 2. „Konan stoppaði mig svolítið af“ 3. Bílslys við Sprengisand 4. Gert að greiða 666 milljóna … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Sýning Íslenska dansflokksins, Brot úr myrkri, verður sýnd í Hafn- arhúsinu í kvöld kl. 20 og er á dag- skrá Listahátíðar í Reykjavík. List- rænir stjórnendur eru Erna Ómarsdóttir og Valdimar Jóhannsson en öll verkin eru flutt við tónlist Sig- ur Rósar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Brot úr myrkri á Listahátíð í kvöld  Sýning á frum- myndum úr bók- verkinu Glingur- fugl eftir Elínu Eddu Þorsteins- dóttur verður opnuð í Bókabúð Máls og menning- ar við Laugaveg í dag klukkan 17. Glingurfugl fjallar á ljóðrænan og hljóðlátan hátt um ferðalag tveggja fugla, Margrétar og Evu, til að endur- heimta minningar sínar. Glingurfugl flögrar úr hreiðri upp á vegg  Tuttugu ára starfsafmæli menning- armiðstöðvarinnar Skaftfells á Seyð- isfirði verður fagnað á morgun, laug- ardag, við opnun sýningarinnar Kapall klukkan 16. Til sýnis verða ný og eldri verk eft- ir Sigurð Guðjónsson, Tuma Magnússon, Unnar Örn Auðarson, Þórdísi Að- alsteinsdóttur og Þórdísi Jóhannesdóttur. Sýning- arstjórar eru Aldís Arn- ardóttir og Aðalheiður Valgeirsdóttir. Kapall og 20 ára afmæli Skaftfells Á laugardag Austan og norðaustan 3-10 m/s, hvassast norðvest- anlands. Skýjað með köflum og þurrt víða suðvestan- og vestantil. Rigning við suðurströndina, skúrir annars staðar, hiti 5 til 12 stig. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðaustan 5-13 m/s og skúrir í dag en rof- ar til sunnan jökla. Hiti 3 til 12 stig, mildast sunnan heiða. VEÐUR KR-ingar unnu sinn stærsta sigur á liði Keflavíkur í Kefla- vík í 58 ár í gærkvöldi þegar þeir skoruðu fjögur mörk í heimsókn sinni þangað og færðust upp í sjötta sæti með sigrinum. Grindavík gerir það gott áfram og vann Fjölni í Grafarvogi, 1:0. FH- ingar sýndu Víkingum klærn- ar í 3:0 sigri í Kaplakrika og Hilmar Árni Halldórsson skoraði sigurmark Stjörn- unnar gegn KA. »2 Stærsti sigur KR í Keflavík í 58 ár „Við vitum að Argentína er lið sem heldur boltanum gífurlega vel og er yfirleitt með yfirhöndina í leikjum sínum hvað það varðar. Við erum til- búnir fyrir það, og þá pressu sem þeir koma til með að setja á okkur. Við höfum fundað á fullu um við hverju megi búast og gerum okkur klára í þetta verk- efni,“ segir Jón Daði Böðvarsson, landsliðs- maður í knatt- spyrnu, um leik- inn gegn Argentínu í Moskvu á morgun. »1 Tilbúnir í þá pressu sem Argentína setur á okkur Fyrsti leikur heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu karla sem fram fór í Moskvu í gær fer í sögubæk- urnar. Aldrei hefur nokkurt lið unn- ið stærri sigur í upphafsleik HM en það rússneska gerði í gær þegar það skellti slökum leikmönnum landsliðs Sádi-Arabíu, 5:0, og bætti með því 68 ára gamalt met Brasilíumanna frá árinu 1950. »4 Aldrei stærri sigur í upphafsleik HM ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Nína Guðrún Geirsdóttir ninag@mbl.is Elsa María Jakobsdóttir leikstjóri var nýverið í París í Frakklandi sem fulltrúi Íslands á stuttmyndahátíð á vegum frönsku kvikmyndaakademíunnar. Akademían sem kennd er við César blés til stuttmyndahátíðar í 20 löndum þar sem stuttmyndir sem unnu verðlaun í heimalandi sínu voru sýnd- ar samtímis. Leikstjórum verðlaunamyndanna var boðið að sækja hátíðina heim og tóku þeir einnig þátt í 10 daga menn- ingar- og kynningarferð um Evrópu með öðrum verðlauna- höfum. Elsa María var þangað komin fyrir Íslands hönd þar sem hún vann Edduna fyrr á árinu í flokki bestu stuttmyndar ársins 2017, fyrir mynd sína Atelier. Franska akademían veitti Elsu Maríu m.a. medalíu fyrir stuttmynd sína og sótti hún gala-kvöldverð með sérvalinni „bransaguðmóður“, en sú er þekkt leikkona úr franska kvikmyndabransanum. Styrkja tengsl leikstjóra og kvikmyndaþjóða Elsa María segir verkefnið hafa snúist um að styrkja tengsl og sambönd milli landanna. „Við vorum þarna að kynna myndirnar okkar en einnig var okkur gefið tækifæri til að kynnast kvikmyndaumhverfinu í þessum löndum sem við heimsóttum, í Frakklandi, Ítalíu og Grikklandi, og eins að koma á samböndum milli leikstjóranna.“ Segir Elsa að hún fengið að kynnast leikstjórum hvaðanæva úr heiminum en einnig voru þar saman komnir m.a. Óskarsverðlaunahafi og BAFTA-verðlaunahafi fyrir bestu stuttmynd síðasta árs. Að sögn Elsu er þetta í fimmta skipti sem hátíðin er haldin og þar sem þetta er menningar- og fræðsluátak þá tekur UNESCO þátt í verkefninu. „Okkur var svo boðið til gala- kvöldverðar í höfuðstöðvum UNESCO þar sem franska kvik- myndaakademían veitti þeim leikstjórum sem tóku þátt í verkefninu medalíu frönsku akademíunnar.“ Sérvalið „guðforeldri“ fyrir þátttakendur Til að tengja leikstjórana enn betur saman við franska kvikmyndaheiminn voru þeir paraðir saman við franskan tengilið með reynslu af kvikmyndum eða annarri dagskrár- gerð. Öllum þátttakendum í gala-kvöldverðinum var úthlutað guðmóður eða guðföður úr franska kvikmyndabransanum og var Elsa María pöruð við franska leikkonu að nafni Clemence Poesy, sem auk þess að leika í þáttum og bíómyndum hefur einnig leikstýrt stuttmyndum. Þeir sem standa að viðburð- inum reyna að para fólk saman sem á eitthvað sameiginlegt: „Við erum jafngamlar og höfum báðar gert stuttmyndir svo þetta var ótrúlega skemmtilegt.“ Á döfinni hjá Elsu Maríu er m.a. að vinna að kvikmynd í fullri lengd sem að hennar sögn hefur eitt og annað að gera með stuttmyndina umræddu. Kynning á stuttmyndinni Ate- lier hefur nú staðið yfir í tæpt ár og segir hún að nú sé komið að öðrum verkefnum. „Ég fer til Kaliforníu í næstu viku með myndina en svo fer þetta að verða gott,“ segir Elsa María og hlær. AFP Medalía Elsa María Jakobsdóttir (t.v.) og franska leikkonan Clemence Poesy, en þær eyddu saman kvöldstund í París í vikunni á vegum frönsku kvikmyndaakademíunnar. Öðlaðist franska guðmóður  Elsa María var fulltrúi Íslands á stuttmyndahátíð í Frakklandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.