Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 4
Í MOSKVU Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Gærdagurinn verður án efa ógleym- anlegur þeim sem staddir voru í miðborg Moskvu. Rauða torgið var að vísu lokað og einhverjir urðu súr- ir vegna þess, en þeir hafa tækifæri til að skoða torgið bara næst. Í gær snerist allt í miðborg Moskvu um HM í fótbolta og allra þjóða kvikindi skemmtu sér í sátt og samlyndi. Slæmt orð fer stundum af áhugamönnum um íþróttina og því miður með rentu, en í gær voru allir glaðir. Ís- lendingar voru hér og þar í litlum hópum, gang- andi um torg og stræti eða inni á veitingahúsum að svala þorstanum í góða veðr- inu. Rauðir, gulir, grænir og bláir flokkar stuðningsmanna fjöl- margra landsliða voru á svæðinu, sumir sungu og trölluðu eða köll- uðu nafn þjóðarinnar, en einn hópur skar sig rækilega úr vegna mikillar og einlægrar gleði, stanslauss söngs og spila- mennsku. Argentínumenn hrein- lega tóku miðborgina yfir með ótrú- lega skemmtilegri framkomu. Þeir fóru mörg hundruð saman, sungu mikið, hátt og lengi við undirspil lúðra og tromma. Enginn hafði roð við Argentínu- mönnunum, enda reyndi enginn af neinni alvöru. Það hefði ekkert þýtt. Margir tóku hins vegar þátt í gleðinni með þeim, meðal annars Ís- lendingar; ekki hvarflaði að neinum að bjóða upp á annað en bros og fal- lega kveðju, svolítinn samsöng eða faðmlag. Dásamlegt var að fylgjast með stemningunni. „Velkominn! Syngjum saman í dag, en svo vinnum við ykkur á morgun!“ sagði einn hina argent- ínsku þar sem ég tróð mér með myndavélina í átt að hljóðfæraleik- urunum í miðju mannhafinu. Ekki vildi ég skemma stemninguna með því að draga úr væntingum hans. Kinkaði bara kolli. Sjáum svo til. Dagurinn sem nú er runninn upp verður mörgum ógleymanlegur, ekki síður en gærdagurinn. Íslensk- ir stuðningsmenn landsliðsins hér í Moskvu upplifa nokkuð í dag sem enginn þeirra hefur áður gert; Ís- land spilar í lokakeppni heimsmeist- aramóts. Og ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Hvernig sem fer verður laugardagurinn 16. júní 2018 skráður með feitu letri í sögu Íslands héðan í frá. Gleðilega hátíð og þjóðhátíð! Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mögnuð stemning Nokkrir Íslendingar komnir inn í innsta hring stórs hóps argentínskra stuðningsmanna síðdegis í gær. Stemningin í hópi Argentínumannanna var stórkostleg og gleðin einlæg. Einlæg hátíðargleði í miðborg Moskvu  Áberandi vinsemd milli áhangenda hinna ýmsu liða Gleði Birkir Örn Einarsson, 10 ára, með Argentínumönnum. Áfram Ísland! Marina Zolotariova og Evgeny Golitsyn, lengst til hægri, sem búsett eru á Íslandi, eru mætt til Moskvu og styðja Ísland heilshugar. Gaman Feðgarnir Gylfi Við- ar Guðmundsson og Ingi Gunnar Gylfason með stuðn- ingsmanni Kólumbíu. 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þetta sýnir bara betur en margt annað hvers lags stemning er að myndast fyrir þessum atburði. Það þarf mikið til að fyrirtæki í fullum rekstri loki. Menn gera sér grein fyrir því að það verður enginn bis- ness á meðan leiknum stendur,“ segir Andrés Magnússon, fram- kvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu. Þónokkuð virðist vera um það að fyrirtæki og verslanir loki meðan leikur Íslands og Argentínu á HM í Rússlandi fer fram í dag. Leikurinn hefst klukkan 13 og stendur í um tvo klukkutíma. Toyota reið á vaðið með heilsíðu- auglýsingu í Morgunblaðinu í gær þar sem tilkynnt var að lokað yrði hjá öllum söluaðilum bílaumboðs- ins. Síðan hafa fleiri fyrirtæki bæst í hópinn. Verslunin Epal verður að- eins opin til klukkan 13 í dag en opnar á móti fyrr, eða klukkan 10. Þá verður franska sælkeraversl- unin Hyalin á Hverfisgötu lokuð á meðan leikjum Íslands stendur. Brikk – brauð & eldhús í Hafn- arfirði verður aðeins opið til klukk- an 12.30 í dag af þessu tilefni og Adrenalíngarðurinn á Nesjavöllum verður lokaður meðan á leiknum stendur. Svo dæmi séu tekin. Andrés Magnússon segir að HM í knattspyrnu muni þó frekar auka sölu hjá verslunum heldur en hitt. „Mótið hefur á allan máta mjög já- kvæð áhrif á viðskipti. Fólk verslar mikið í matvöruverslunum og örugglega ekki síður drykkjar- vörubúðum.“ Loka vegna leiksins í dag  Fyrirtæki og verslanir loka vegna leiks Íslands og Arg- entínu í dag  „Enginn bisness meðan á leiknum stendur“ Morgunblaðið/Eggert Stuðningsmenn Búast má við að þjóðfélagið verði hálflamað í dag. Með sjálfbærni að leiðarljósi Finnsk innanhússhönnun 02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is Innblásið af Aalto

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.