Morgunblaðið - 16.06.2018, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Eitt dæmið um andúð gagnvartþeim sem þurfa að komast
ferða sinna í höfuðborginni er að
finna í því sem ekki stendur í nýjum
sáttmála meirihlutans.
Bæjarstjórn Akra-ness kom auga á
þetta og ályktaði gegn
sáttmála „nýs“ meiri-
hluta borgarinnar.
Bæjarstjórn Akraness
benti á að meirihlutinn
í Reykjavík nefndi
ekki Sundabraut í sátt-
mála sínum, sem þó má
ætla að sé meðal mik-
ilvægustu úrbóta í
samgöngumálum höf-
uðborgarsvæðisins.
Akranes bendir á að kominn sétími á aðgerðir „með hags-
muni borgarbúa og Íslendinga allra
að leiðarljósi“. Svo segir í álykt-
uninni: „Bæjarstjórn Akraness vill
minna borgarfulltrúa á að í
Reykjavíkurborg er miðstöð op-
inberrar stjórnsýslu, helstu stofn-
ana á sviði menntunar og heilbrigð-
isþjónustu á Íslandi og þar er
einnig helsta inn- og útflutnings-
gátt landsins. Reykjavík er höf-
uðborg Íslands og því ber borg-
arfulltrúum að hugsa um og taka
tillit til hagsmuna og lífsgæða allra
landsmanna.“
Reynslan sýnir að þessi hugsuner fjarri núverandi meirihluta
borgarinnar, sem setið hefur í rúm
átta ár með óverulegum breyt-
ingum.
Meirihlutinn telur að veröldinsé aðeins til fyrir vestan Læk
og að þar eigi aðeins að ferðast um
fótgangandi eða á reiðhjóli.
Sundabrautin er því fjarri þess-um meirihluta og verður ekki
að veruleika við óbreytta stefnu.
Sundabraut er
fyrir austan Læk
STAKSTEINAR
BÆJARLIND 16 I 201 KÓPAVOGUR I SÍMI 553 7100 I LINAN.IS
OPIÐ MÁN TIL FÖSTUDAGA 11 - 18 I LAUGARDAGA 11 - 16
frá Innovation Living Denmark
S V E F N S Ó F A R
FRODE
kr. 179.800
Veður víða um heim 15.6., kl. 18.00
Reykjavík 12 skýjað
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 6 skýjað
Nuuk 10 léttskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Ósló 16 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 21 heiðskírt
Helsinki 20 skýjað
Lúxemborg 19 léttskýjað
Brussel 21 léttskýjað
Dublin 15 skýjað
Glasgow 13 rigning
London 20 heiðskírt
París 23 heiðskírt
Amsterdam 21 léttskýjað
Hamborg 21 heiðskírt
Berlín 21 léttskýjað
Vín 23 heiðskírt
Moskva 19 heiðskírt
Algarve 24 heiðskírt
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 24 heiðskírt
Mallorca 25 léttskýjað
Róm 25 þoka
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 20 alskýjað
Montreal 18 léttskýjað
New York 19 léttskýjað
Chicago 23 rigning
Orlando 30 léttskýjað
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
16. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:56 24:02
ÍSAFJÖRÐUR 1:34 25:34
SIGLUFJÖRÐUR 1:17 25:17
DJÚPIVOGUR 2:11 23:46
Bílaumferðin færist enn í vöxt á höfuðborgar-
svæðinu. Hún hefur aukist um 3,1% frá áramót-
um og í seinasta mánuði var umferðin 2,6%
meiri en í sama mánuði í fyrra. Búist er við að
út árið muni umferðin aukast um 3%, sem er þó
hægari vöxtur en á seinustu árum.
Þetta kemur fram í nýrri samantekt Vega-
gerðarinnar. Aukningin í maí er sögð hófleg en
aldrei hefur þó mælst meiri umferð í maí-
mánuði, frá upphafi samantektar. „Mest jókst
umferðin í mælisniði norðan við Smáralind (við
Dalveg í Kópavogi) eða um 5,0% en minnst jókst
umferðin í mælisniði ofan Ártúnsbrekku eða um
0,8%,“ segir í frétt Vegagerðarinnar. Nú stefnir
í að mælisnið sem mælir umferðina við Smára-
lind verði langstærst og gæti farið í 38% af
heildinni.
Aka minna á sunnudögum
Mest var ekið á föstudögum í maí en minnst á
sunnudögum. Umferðin jókst mest á miðviku-
og fimmtudögum en samdráttur varð um helgar,
einkum á sunnudögum eða 6,3%. omfr@mbl.is
Bílaumferðin færist enn í vöxt
Mest aukning á um-
ferðinni við Smáralind
Morgunblaðið/Golli
Í Ártúnsbrekku Umferðin jókst um 3,1% á árinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
varar við óprúttnum aðilum sem
stolið hafa greiðslukortum og
komist yfir PIN-númer. Þrjú slík
tilvik hafa verið tilkynnt lögreglu,
í öllum tilvikum voru brotaþol-
arnir konur á eftirlaunaaldri.
Þetta kemur fram í facebook-
færslu sem lögreglan sendi frá sér
í gær. Tvö tilvikanna áttu sér stað
þegar brotaþolar tóku út peninga í
hraðbanka en eitt tilvikið var í
verslun. Í öllum tilvikum náðu
þjófarnir að taka út fé af kortum
kvennanna áður en upp komst um
þjófnaðinn.
Líklegt þykir að sömu aðilar
hafi verið að verki í öllum til-
vikum; karl og kona sem töluðu
erlent tungumál. Lögreglan minn-
ir fólk á að gæta að sér þegar
PIN-númer eru slegin inn.
PIN-núm-
erum stolið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Stuldur Lögregla mælir með að
fólk gæti að PIN-númerum sínum.