Morgunblaðið - 16.06.2018, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.06.2018, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 KRINGLU OG SMÁRALIND SKECHERS GO WALK LITE DÖMUSKÓR MEÐ LÉTTUM OG MJÚKUM SÓLA DÖMUSKÓR . STÆRÐIR 36-41 VERÐ: 12.995 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Álagið hefur minnkað töluvert eft- ir að hópurinn fór út,“ segir Ingi- björg Jónsdóttir, eða Systa eins og hún er jafnan kölluð, sem starfar í afgreiðslu hjá Knattspyrnusam- bandi Íslands. Miklar annir hafa verið á skrifstofu KSÍ að undanförnu vegna HM í Rússlandi. „Það hefur verið mikið að gera eins og gefur að skilja. Þetta er stór keppni, lítið land og lítil skrifstofa,“ segir Systa. Þó ró hafi færst yfir vinnu- staðinn segir hún að enn sé í mörg horn að líta. „Það halda áfram mót innanlands og það þarf að halda öllu gangandi hér. Við erum með lágmarksstarfsemi á skrifstofunni og þannig verður það allan tím- ann.“ Fjölmargir af starfsmönnum KSÍ eru þegar við störf í Rúss- landi. Systa segir aðspurð að öllu starfsfólki sambandsins bjóðist að fara á leik með íslenska liðinu í Rússlandi og flestir hyggist gera það. Systa hóf störf hjá KSÍ í febr- úar síðastliðnum og kann vel við sig. „Ég hef afar stuttan starfsferil hér en hitti fyrir gríðarlega flott starfsfólk sem hefur botnlausan áhuga á knattspynu og öllu sem henni við kemur. Þetta hefur geng- ið frábærlega.“ Systa starfar við hlið systr- anna Margétar og Ragnheiðar Elí- asdætra sem báðar hafa starfað hjá KSÍ í yfir tvo áratugi. Hún gengst ekki við því að þær séu kallaðar systurnar þrjár. „Nei, það er svolít- ið í það.“ Lágmarksstarf- semi í Laugardal Samhentur hópur Starfsfólk KSÍ vorið 2017. Fremstar eru systurnar Ragnheiður og Margrét Elíasdætur ásamt Klöru Bjartmarz fram- kvæmdastjóra.  Samhentur hópur hjá KSÍ Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is „Þegar við pöntuðum fyrstu send- inguna þá renndum við svolítið blint í sjóinn því við vissum ekki hver eftirspurnin yrði og við töld- um að þessi fyrsta sending myndi duga,“ segir Rúnar Pálmason, upplýsingafulltrúi hjá Landsbank- anum sem er með eina hraðbank- ann á landinu þar sem hægt er að fá rússneskrar rúblur. Landsbank- inn setti þann 28. maí upp rúblu- hraðbanka í Smáralind í tilefni af heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. Seðlarnir í hraðbank- anum kláruðust 11. júní og kom eftirspurn Íslendinga eftir rúblum bankanum í opna skjöldu. „Við vorum jafnvel búnir að velta fyrir okkur hvort við þyrft- um að skila hluta til birgisins aftur en eftirspurnin varð síðan bara mun meiri en við reiknuðum með og hraðari en við áttum von á og bankinn tæmdist tvisvar.“ Skjót viðbrögð þurfti til að koma rúblum í hraðbankann að nýju og hafði Landsbankinn samband við seðlabirgja. „Við urðum þarna uppiskroppa með rúblur og það tekur svolítinn tíma að fá þetta sent frá birginum erlendis. Okkur þykir það leitt en nú erum við á þriðju sendingunni og hún dugar ennþá. Við teljum að hún eigi að duga en slæmu fréttirnar eru nátt- úrlega þær að birgirinn okkar er- lendis á ekki fleiri rúblur á lager.“ Ekki auðfengin mynt Hraðbanki Landsbankans er sem fyrr segir eini staðurinn þar sem hægt er að nálgast rúss- neskar rúblur en Morgunblaðið hafði samband við Arion banka og Íslandsbanka. „Venjulega erum við ekki með rúblur en vegna þess að við erum einn af aðalstyrktar- aðilum landsliðsins og KSÍ rann okkur blóðið til skyldunnar og við settum þennan rúbluhraðbanka í Smáralind svo fólk sem er á leið- inni til Rússlands gæti nálgast reiðufé í rússneskri mynt,“ segir Rúnar. Hann segir allar líkur á að rúbl- urnar muni duga yfir riðlakeppn- ina hjá Íslandi og áfram inn í úr- slitakeppnina ef þess er þörf, sem bankinn er bjartsýnn á. Flestar úttektir á fimmtudegi Af öryggisástæðum gefur Landsbankinn ekki upp hversu mikið af rúblum hefur verið tekið úr hraðbankanum en úttektir náðu hámarki 14. júní þegar 397 úttekt- ir voru úr hraðbankanum. Lands- bankinn bendir á að þegar HM í fótbolta lýkur geta Íslendingar skipt rúblunum í íslenskar krónur að nýju hjá bankanum. Eini rúbluhrað- bankinn tæmdur  Rúblurnar í Smáralind vinsælar Biðröð Mikil röð myndaðist við hraðbankann enda fjöldi á leið út. Úttektir úr rúbluhraðbankanum » 10. júní: 27 úttektir » 11. júní: 112 úttektir » 12. júní: 257 úttektir » 13. júní: 194 úttektir » 14. júní: 397 úttektir Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Þórunn Anna Árnadóttir, lögfræð- ingur hjá Neytendastofu, segir ekki mögulegt að fylgjast með öllum vörum sem nota íslenska fánann í kringum HM í Rússlandi en sam- kvæmt lögum fer Neytendastofa með ákveðinn hluta af eftirliti með notkun þjóðfánans. „Við getum ekki tekið hverja einustu vöru með ís- lenska fánanum og einbeitum okkur því að vörum þar sem verið er að villa um fyrir neytendum um að þær séu íslenskar,“ segir Þórunn. Ekki þarf að sækja um leyfi hjá Neytendastofu fyrir notkun fánans á vörur eða í markaðssetningu nema verið sé að skrá vörumerki með íslenska fánanum. Sá hluti fánalaganna sem Neytendastofa sinnir er eftirlit sem snýr að mestu að 12. gr. laganna um í hvaða til- vikum megi nota fánann í markaðs- setningu. Tekur sú grein einnig til þess að ekki megi óvirða þjóðfánann en samkvæmt lögunum er slíkt eft- irlit ekki í höndum Neytendastofu. Aðspurð hvort mikið hafi verið að gera hjá Neytendastofu vegna HM í fótbolta segir Þórunn að fjöldi fyr- irspurna um fánann hafi borist fyrri hluta árs. „Það kom rosalega mikið af fyrirspurnum fyrir nokkrum mánuðum þegar fólk var að fara af stað með að panta allan þennan söluvarning en ekki endilega mikið núna. Við útskýrðum reglurnar og hverjar þær væru. Við veitum bara leyfi ef það er vörumerki, annars förum við bara með þetta eins og önnur mál. Fólk þarf að meta þetta sjálft,“ segir Þórunn en háar sektir geta verið við brotum á fánalögum. Samkvæmt reglugerð um notkun á þjóðfána Íslendinga við markaðs- setningu hefur Neytendastofa heimild til að leggja stjórnvalds- sektir á fyrirtæki allt að 10 millj- ónum króna. Fylgt fánalögum í áratugi „Það er sko búið að vera algjör- lega brjálað að gera hjá okkur,“ segir Guðrún Halldóra Þorvalds- dóttir sem rekur Íslensku fána- saumastofuna á Hofsósi. „Það má segja að það sé margföld fram- leiðsla miðað við venjulega. Mikil pressa undanfarið og unnið alveg villt og galið.“ Guðrún hefur í 20 ár rekið saumastofuna, sem sérhæfir sig í hinum hefðbundna íslenska fána fyrir flaggstangir og veifur. Hún segir fánalögin sér afar kær og fylgir þeim út í ystu æsar. „Við leggjum mjög mikið upp úr því að sauma þetta eftir þessum ströngu reglum og höfum gert í rúm 50 ár. Okkur finnst nauðsynlegt að halda því áfram. Við megum ekki slaka á þessum kröfum að fáninn sé framleiddur í réttum stærðum og hlutföllum,“ segir Guðrún en fána- lögin krefjast þess að hlutföll séu rétt og er það lögreglan sem skal hafa eftirlit með því. „Þótt ég hafi ekkert á móti samkeppni og hún sé bara af hinu góða þá fer það mest fyrir brjóstið á mér með þessa prentuðu fána að þeir eru í svo vit- lausum hlutföllum. Það er bara svo sorglegt.“ Morgunblaðið/Kristinn Þjóðfáni Íslands Íslendingar munu líklegast flagga mikið um helgina, bæði vegna leiks Íslands á HM og 17. júní. Eftirlit með brotum á fánalögum erfitt  Neytendastofa fékk fjölda fyrirspurna um notkun fánans

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.