Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 18

Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Teitur Gissurarson teitur@mbl.is Guðrúnu Erlendsdóttur, fyrrverandi forseta Hæstaréttar, var í gær veitt heiðursdoktorsnafnbót við lagadeild Háskóla Íslands. Guðrún er fyrsta konan til að hljóta þessa nafnbót við lagadeildina en hún hefur áður rutt brautina fyrir konur á sviði lögfræð- innar þar sem hún var fyrsta konan til að gegna kennarastöðu við laga- deild, taka sæti í Hæstarétti og gegna stöðu forseta Hæstaréttar. Síðan eru liðin mörg ár Á vefsíðu Hæstaréttar má finna viðtal við Guðrúnu í tilefni dagsins en hún tók síðast sæti við Hæstarétt í mars síðastliðnum. Þar segir hún: „Ég hef verið settur dómari í Hæsta- rétti nokkrum sinnum á árunum 2014-2018, síðast í febrúar og mars á þessu ári. Það hefur margt breyst frá því að ég kom þar fyrst.“ Guðrún var settur hæstaréttardómari í níu mánuði á árunum 1982-1983 og var síðar skipuð hæstaréttardómari 1. júlí 1986. Hún segir að allt hafi verið mjög formlegt og bætir við: „Þess hefur oft verið minnst þegar ég á fyrsta vinnudegi mínum bað dóm- arana að gera hlé á göngu sinni inn í dómsalinn meðan ég málaði á mér varirnar.“ Á vefnum kemur einnig fram að hún hafi útskrifast sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands 1961 en spurð út í breytingar í áranna rás segir hún: „Fyrstu árin mín í Hæstarétti voru langflest mál flutt í fimm manna dómi og oftast var kveðinn upp dóm- ur tveimur til fjórum vikum eftir dómtöku. Flest mál síðustu ára hafa verið dæmd í þriggja manna dómi sem veldur því að fordæmisgildi dóma rýrnar og dómar kveðnir upp örfáum dögum eftir dómtöku.“ Hafði áhrif á íslenskt samfélag Í ár eru 110 ár frá því að Laga- skólinn, forveri lagadeildar, tók til starfa. Þótti því árið í ár henta sér- staklega vel til að veita fyrstu kon- unni heiðurdoktorsnafnbót. Kennslu- og rannsóknarsvið Guð- rúnar tengdust fjölskyldu- og erfða- rétti og jafnréttismálum. Hún starf- aði bæði sem héraðsdóms- og hæsta- réttarlgmaður en á vef Háskóla Íslands segir að ekki leiki vafi á að framlag Guðrúnar til íslensks sam- félags sé umtalsvert og því einkar vel við hæfi að hún verði fyrsti heiðursdoktor lagadeildar úr hópi kvenna. Þá segir Aðalheiður Jóhanns- dóttir, prófessor og deildarforseti lagadeildar, á síðu Hæstaréttar: „Aðalástæðan er sú að Guðrún Er- lendsdóttir er frumkvöðull meðal ís- lenskra lögfræðinga.“ Guðrún gerð að heiðurs- doktor við lagadeild HÍ  Fyrsta konan í Hæstarétti  Margt hefur breyst Morgunblaðið/Árni Sæberg Heiðruð Frá vinstri: Dr. Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Daði Már Kristófersson, forseti félagsvísinda- sviðs Háskóla Íslands, Guðrún Erlendsdóttir heiðursdoktor og Aðalheiður Jóhannsdóttir, deildarforseti lagadeildar. Skeifunni 8 | Kringlunni | Glerártorgi | Sími 588 0640 | casa.is COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða – fleiri litir Verð frá 17.900,- BATTERY Borðlampi – fleiri litir Verð frá 19.900,- LOUIS GHOST Stóll – fleiri litir Verð 36.900,- stk. CINDY Borðlampi – fleiri litir Verð 32.900,- GHOST BUSTER Náttborð – fleiri litir Verð 47.900,- stk. TAKE Borðlampi – fleiri litir Verð 10.900,- Glæsileg gjafavara frá PLANET CRYSTAL Borðlampi – fleiri litir Verð 54.900,- BOURGIE Borðlampi – fleiri litir Verð frá 34.900,- Ólafur Margeirsson, hagfræðingur, flytur erindi og að því búnu verður boðið til pallborðsumræðna. Í pallborði sitja: • Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði • Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða • Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, dósent við Viðskiptafræðideild HÍ Fundarstjóri er Þórarinn Eyfjörð, framkvæmdastjóri SFR Tekið verður við spurningum úr sal. mánudaginn 18. júní kl. 16:30 á Grand Hóteli Fundurinn er hluti af fundaröðinni Stóra myndin þar sem Efling býður til umræðna um vinnu- markaðstengd málefni sem kunna að skipta sköpum á komandi kjarasamningavetri. Opinn fyrirlestur og pallborð í boði Eflingar-stéttarfélags Geta lífeyrissjóðir byggt upp húsnæðisleigumarkað á Íslandi? Hestaleigan í Laxnesi hyggst end- urvekja þolreið og halda hana í tengslum við landsmót hesta- manna sem haldið verður í Reykja- vík. Þolreiðin verður 30. júní. Leiðin sem farin verður, úr Mos- fellsbæ í Víðidal, er um það bil 15 km löng. Þolreiðin er í samvinnu Hesta- leigunnar í Laxnesi og dýralækn- isins í Mosfellsbæ. Hrossin verða skoðuð af dýralækni bæði við upp- haf og endi þolreiðarinnar. Tilgangur keppninnar er fyrst og fremst að hefja aftur til vegs og virðingar hið forna aðalsmerki íslenska hestsins, það er að segja þol og harðfylgi, segir í frétta- tilkynningu. Þá er tilgangurinn að auka áhuga hestamanna á þoli og þreki eigin hesta. Þolreið á landsmót hestamanna Þolreið Riðið hratt á landsmót. Reiðleiðin nú er um 15 kílómetrar. Næstum því fimmtungur lands- manna leigir húsnæði en samkvæmt nýrri greiningu hagdeildar Íbúða- lánasjóðs eru það 17-18%, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á lands- byggðinni. Á Akureyri, Akranesi, í Borgarbyggð og Reykjanesbæ er hlutfall íbúa á leigumarkaði hærra en á höfuðborgarsvæðinu, að því er kemur fram í greiningunni. Zenter framkvæmdi í febrúar könnun fyrir leigumarkaðsdeild Íbúðalánasjóðs þar sem landsmenn voru spurðir hvað lýsti búsetu þeirra best. Af íbúum höfuðborgarsvæðis- ins sögðust 70% búa í eigin húsnæði, 18% á leigumarkaði, 10% í foreldra- húsum en um 2% sögðu engan val- kostanna eiga við. Eins og fyrr var nefnt er leigu- markaður hlutfallslega stærri í ýms- um sveitarfélögum utan höfuðborg- arsvæðisins en ef horft er til fjölda þinglýstra leigusamninga er Reykja- nesbær með langhæst hlutfall, 13.4%. Ef leigumarkaðurinn er metinn á grundvelli fjölda þiggjenda húsnæð- isbóta er Reykjanesbær enn með hæsta hlutfallið, 9,8%. Athygli vekur að 8,7% íbúa Ísa- fjarðarbæjar þiggja húsnæðisbætur en einungis um 5% eru með þinglýst- an leigusamning. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Suðurnes Langhæst hlutfall þinglýstra leigusamninga er í Reykjanesbæ. Leigjendur margir á landsbyggðinni  Um 20% landsmanna í leiguhúsnæði Umferðarlagabrotum fjölgar um 134% á milli mánaða. Þau voru 1.648 í apríl en 3.865 í maí. Þetta kemur fram í nýbirtri afbrotatöl- fræði Lögreglustjórans á höfuð- borgarsvæðinu. Ómar Smári Ár- mannsson, aðstoðaryfirlögreglu- þjónn hjá umferðardeild lögregl- unnar á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við mbl.is að tölfræði úr hraðamyndavélum sé ekki tekin inn í afbrotatölfræðina, ef svo væri væru brotin talsvert fleiri. Hann segir þessa miklu aukningu skýrast annars vegar af nýrri reglugerð um sektir og viðurlög fyrir umferðar- lagabrot sem tók gildi í maí og hins vegar af sérstöku átaki deildar- innar gegn farsímanotkun öku- manna. Ómar tekur sérstaklega fram að ef fólk vilji sleppa við sekt- ir sé best að aka eftir lögum. Gríðarleg aukning umferðarlagabrota

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.