Morgunblaðið - 16.06.2018, Page 20

Morgunblaðið - 16.06.2018, Page 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 86 ÁRA Starfsmannafatnaður fyrir hótel og veitingahús Hótelrúmföt og handklæði fyrir ferðaþjónustuna Eigum allt fyrir: • Þjóninn • Kokkinn • Gestamóttökuna • Þernuna • Vikapiltinn • Hótelstjórnandann Höfðabakka 9, 110 Reykjavík | sími 525 8210 | eddaehf@eddaehf.is | www.eddaehf.is Allt lín fyrir: Hótelið • Gistiheimilið Bændagistinguna • Airbnb Veitingasalinn • Heilsulindina Þvottahúsið • Sérverslunina STANGVEIÐI Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Nýjar stangveiðilendur opnuðust í fyrrasumar þegar tekið var að veiða á tvær stangir í Þjórsá fyrir landi Urriðafoss. Efasemdaraddir um að veiði í jökulánni væri illmöguleg reyndust ekki á rökum reistar því veiðin var frábær og 755 laxar færð- ir til bókar, á flugu og maðk. Hjónin Stefán Sigurðsson og Harpa Hlín Þórðardóttir sem reka veiðisölufyrirtækið Iceland Out- fitters sömdu um veiðiréttinn við Einar H. Haraldsson bónda á Urr- iðafossi. Og í sumar hefur veiðisvæð- ið verið stækkað enn frekar og stöngum fjölgað í fjórar. Veiðin hófst strax 27. maí í bólginni Þjórsá og þá var tíu vænum löxum landað. Þegar blaðamaður leit við í fyrradag hafði áfram veiðst vel og 211 verið færðir til bókar. Kvóti er á veiðinni, taka má fimm laxa á stöng á dag, en sleppa verður þeim löxum sem veið- ast á flugu umfram það. Laxi hefur fjölgað í Þjórsá Urriðafoss er vinsæll viðkomu- staður ferðamanna og liggur afgirt- ur malarstígur niður með fossinum. Þegar ég rölti með Einari bónda nið- ur stíginn segist hann telja að allt að 70 þúsund gestir kæmu þarna við ár- lega og nú hefur útsýnið breyst, veiðimenn eru komnir inn á ljós- myndirnar með fossinum. „Þegar einum stórlaxinum var landað hér um daginn stóðu tugir kínverskra ferðamanna hér og klöppuðu fyrir veiðimanninum,“ segir Einar. Hann segir að undanfarna áratugi hafi margoft verið reynt að veiða á stöng í Þjórsá fyrir landi Urriðafoss en án árangurs lengst af. Hins vegar hafi alltaf veriðst vel þar í net og hef- ur það verið mikilvægur þáttur í af- komu búsins. „Við höfum oft leyft mönnum að prófa en fyrir um þrem- ur árum fór allt í einu að veiðast hér á stöng,“ segir hann. Hvað breyttist? „Ég vildi að ég vissi það,“ svarar Einar. Bætir við að sennilega spili breytt veðurfar inní og þá hafi áin hlýnað eitthvað með uppistöðulónum ofar í henni, en meiru skipti að laxi hafi fjölgað mikið í ánni. Þegar fisk- vegur hafi á sínum tíma verið settur við fossinn Búða ofar í Þjórsá hafi ganga laxa á góð hrygningarsvæði batnað og viðkoma hans þar með. Stofninn í ánni sé talinn vera um 12.000 laxar. Eitt net fullnægir veiðiþörf „Svo er merkilegt að laxinn er far- inn að ganga mun fyrr en áður,“ seg- ir Einar. Hann eigi bækur með skráningu netaveiðinnar í ánni hátt í öld aftur í tímann og þar megi sjá að varla þekktist að lax veiddist fyrr en fyrstu vikuna í júní. Einar telur að veiði megi hefja fyrr í laxveiðiám landsins en nú er gert því hann heyri þetta víðar að, að lax gangi fyrr. Þrjár netalagnir hafa verið við Urriðafoss og þegar Stefán og Harpa Hlín föluðust í fyrravor eftir að selja í tilraunaveiði á stöng við fossinn, ræddu þau Einar fyrst um að selja aðeins þá daga hálfa vikuna þegar netin eru ekki niðri. „En það gekk strax svo glimrandi vel að til að liðka betur fyrir stangveiðinni tók ég alveg upp eitt netið og þau seldu tvær stangir alla vikuna,“ segir Ein- ar. Hann hélt áfram með tvær neta- lagnir neðar og nú fyrir sumarið ákváðu þau svo að taka annað net upp og fjölda stöngum á svæðinu um tvær. „Ég hef eitt net neðar í ánni til að halda mér við efnið,“ segir Einar brosandi. „Það fullnægir minni veiðiþörf.“ Undanfarna áratugi hefur neta- veiðin krafist mikils tíma og orku bóndans á Urriðafossi. Samhliða því að sinna kúabúi hefur hann hlaupið að vitja um netin allt að fimm sinn- um á dag, þurft að rogast með afla frá ánni og aka með hann daglega á markað í Reykjavík. Einar segir að nú styttist í sextugsaldurinn og sér hafi þótt rétt að reyna þessa breyttu veiðiaðferð, sem gefi þar að auki ekki minna af sér. Lenti strax í frábærri veiði Stefán og Harpa Hlín eru komin að Urriðafossi þar sem skoskir veiði- menn eru þar að veiða á þeirra veg- um. „Ég bjóst við því að veiðin yrði góð strax í fyrra en ekki að hún yrði þetta rosalega góð,“ segir Stefán. „Einar hafði leyft mér að prófa að veiða hér sumarið áður og ég lenti í frábærri veiði – því vissi ég að þetta gæti gengið upp. Þetta hefur verið sannkallað öskubuskuævintýri.“ Og nú eru þau hjón líka komin með samning um stangveiði fyrir landi Þjórsártúns á austurbakkanum, þar verði „tilraunastangveiði“ í sumar. „Sem leigutaki er gaman að fá að taka þátt í svona þróunarverkefni, hér er ekki komin hefð á neitt og þetta er allt eitt ævintýri,“ segir hann og hleypur til að aðstoða veiði- mann sem hefur fyrir framan okkur sett í stóran lax í grængráu fljótinu. „Sannkallað öskubuskuævintýri“  Nýtt stangveiðisvæði við Urriðafoss í Þjórsá sannaði sig í fyrrasumar  Stöngum hefur verið fjölg- að og strax veiðst á þriðja hundrað laxa  Ferðamenn við fossinn klappa þegar löxum er landað Morgunblaðið/Einar Falur Iðuköst Vænn lax hefur tekið flugu skosks veiðimanns á einum pallinum við Urriðafoss og Stefán gefur góð ráð. Morgunblaðið/Einar Falur Samstarf Einar H. Haraldsson bóndi á Urriðafossi á árbakkanum á milli leigutakanna Stefáns Sigurðssonar og Hörpu Hlínar Þórðardóttur. Veiði hefst nú í hverri laxveiðiánni á fætur annarri. Fyrir utan Urr- iðafoss var Norðurá fyrst af stað, þar höfðu tæplega eitt hundrað veiðst fyrstu níu dagana og rúm- lega fimmtíu í Blöndu eftir átta daga – þar fékk Bjarki Már Jó- hannsson fyrsta tuttugu-pundarann sem fréttist af í sumar. Þá hefur verið ágæt veiði í Þverá og Kjarrá en heldur betri í Þverá. Veiðin hófst í Miðfjarðará í gær- morgun. Rafn Valur Alfreðsson staðarhaldari sagði menn hafa haf- ið veiðar á sex stangir um níuleytið, í norðangarra, rétt um fjögurra stiga hita og gaf morgunvaktin alls 13 laxa. Sjálfur byrjaði hann á því að fá fallegan smálax í Kistunum en hinir voru allt vel haldnir laxar sem hafa verið tvö ár í hafi, 78-88 cm. „Áin er bæði bólgin og köld,“ sagði hann og fyrir vikið er erfitt að sjá hvort mikið sé gengið af laxi. „En við vorum að fá fiska alveg uppi í Sandgili í Vesturá, líka í Orr- ustugili og Túnhyl.“ Laxinn er því kominn upp úr öllu. „Austurá og Miðfjarðará eru erfiðari í svona miklu vatni en þó komu þrír og tveir úr þeim. Það er mjög kalt hérna en byrjunin fín.“ Morgunblaðið/Einar Falur Laxi sleppt Veiðimenn segja laxinn koma vel haldinn úr hafi. Þrettán á fyrstu vakt í Miðfirði í gær  Þokkaleg byrjun í laxveiðiánum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.