Morgunblaðið - 16.06.2018, Side 22

Morgunblaðið - 16.06.2018, Side 22
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 16. júní 2018 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 106.6 107.1 106.85 Sterlingspund 141.58 142.26 141.92 Kanadadalur 81.04 81.52 81.28 Dönsk króna 16.581 16.679 16.63 Norsk króna 13.104 13.182 13.143 Sænsk króna 12.146 12.218 12.182 Svissn. franki 106.83 107.43 107.13 Japanskt jen 0.9632 0.9688 0.966 SDR 150.33 151.23 150.78 Evra 123.55 124.25 123.9 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.7109 Hrávöruverð Gull 1305.3 ($/únsa) Ál 2277.5 ($/tonn) LME Hráolía 76.56 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Hagnaður Arctic Adventures nam 437 milljónum króna á síðasta ári. Félagið heldur ut- an um rekstur ferðaþjónustu- fyrirtækja í gegnum dótturfélög sín, Straumhvarf og Extreme Iceland. Eign Arctic Advent- ures í dótturfélögunum er metin á sam- tals 4,2 milljarða króna í efnahagsreikn- ingi. Afkoma félagsins réðst nánast eingöngu af hlutdeild í afkomu dótt- urfélaganna tveggja. Tillaga stjórnar Arctic Adventures um arðgreiðslu ársins hljóðar upp á 200 milljónir króna. Stærstu eigendur eru Jón Þór Gunnarsson og Styrmir Þór Bragason með tæplega 24% hlut hvor, Davíð Más- son, Lilja Ragnhildur Einarsdóttir, Halldór Hafsteinsson og Sigurlaug S. Haf- steinsson með um 12% hlut hvert. Hagnaður Arctic Ad- ventures 437 milljónir Jón Þór Gunnarsson STUTT BAKSVIÐ Steingrímur Eyjólfsson steingrimur@mbl.is Tímamót voru þegar hlutabréf í Arion banka voru tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands og í kauphöllinni í Stokkhólmi í gærmorgun. Arion banki er fyrsti bankinn til að verða skráður á aðalmarkað Kauphallar Íslands frá hruni og í fyrsta skipti í meira en áratug sem fyrirtæki er skráð í samhliða tvískráningu á Nasdaq Nordic. Viðskipti voru með bréf Arion banka fyrir 74 milljónir króna í Kauphöll Íslands á fyrsta viðskipta- degi og hafði gengi hlutabréfanna hækkað um 18,4% miðað við útboðs- gengi í lok dags. Dagslokagengi var 88,8 krónur á hlut en í útboðinu var fjárfestum seldur hluturinn á 75 krónur. Umtalsvert meiri velta var með hlutabréf Arion banka í sænsku kauphöllinni eða sem nam 219 millj- ónum sænskra króna, jafngildi um 2,7 milljarða íslenskra króna. Gengi í lok dags var 6,815 sænskar krónur á hlut sem er 11,5% hærra en út- boðsgengið. Meirihluti fjárfesta erlendur Frumútboði á fjórðungshlut í Ar- ion banka í tengslum við skrán- inguna lauk á fimmtudaginn. Um 70% fjárfesta í útboðinu voru er- lendir, að því er fram kom í máli Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, við athöfn þegar bank- inn var tekinn til viðskipta í gær- morgun. Í tilkynningu um útboðið kemur fram að auk almennra fjár- festa á Íslandi og í Svíþjóð hafi stofnanafjárfestar frá Bandaríkjun- um, Bretlandi, Norðurlöndum og öðrum Evrópulöndum tekið þátt í útboðinu. Veruleg skerðing hjá mörgum Fjárfestum var tilkynnt í gær hve stór hlutur þeim félli í skaut í útboð- inu, en töluverð umframeftirspurn var eftir hlutum á útboðsgengi. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins gætti töluverðrar óánægju hjá mörgum fjárfestum með hversu lítinn hlut þeir fengu. Reyndar fengu sumir fagfjárfestar sem skráð höfðu sig fyrir hlut á útboðsgengi ekkert þegar upp var staðið. Það á meðal annars við um flest eignar- haldsfélög í eigu einkafjárfesta, sem og viðskiptavini í einkabankaþjón- ustu viðskiptabankanna, samkvæmt heimildum blaðsins. Þá munu lífeyrissjóðir almennt hafa fengið innan við einn sjötta af þeim bréfum sem þeir skráðu sig fyrir á útboðsgengi, samkvæmt því sem heimildir Morgunblaðsins herma. Rekstrarfélög og aðrir stofn- anafjárfestar fengu svo innan við einn áttunda af því sem óskað var eftir. Skerðing í úthlutun hlutabréfa mun hafa átt bæði við um innlenda sem erlenda fjárfesta, samkvæmt heimildum. Þannig hafi margir er- lendir fjárfestar sem komu inn á síð- ustu stigum verið útilokaðir þegar gengið var frá úthlutun hlutabréfa. Tímamót þegar Arion banki var tekinn til viðskipta Morgunblaðið/Árni Sæberg Skráning Páll Harðarson, forstjóri Kauphallarinnar, og Höskuldur Ólafsson, bankastjóri, við upphaf viðskipta. Fengu lítið eða ekkert » Það kom illa við marga fjár- festa að hafa ekki fengið út- hlutuð nein bréf í útboðinu þrátt fyrir að hafa lagt inn til- boð. » Slík útilokun er mjög óvenjuleg í hlutafjárútboðum hér á landi en þekkist þó erlendis. » Stórir stofnanafjárfestar fengu einungis brot af því sem þeir óskuðu eftir í útboði Arion banka.  Margir fagfjárfestar fengu ekkert eða einungis brot af því sem þeir óskuðu eftir Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Almenni lífeyrissjóðurinn fékk út- hlutaðar 7 milljónir hluta í útboðinu og nemur eign sjóðsins því 0,35% í bankanum. Hins vegar var það ekki fyrr en seinni partinn í gær sem sjóðnum barst sölunóta fyrir kaup- unum. Því voru forsvarsmenn sjóðs- ins engu nær um eign sína í bank- anum fyrr en langt var liðið á fyrsta viðskiptadag með hluti í bankanum í kauphöll. Lífeyrissjóðurinn Gildi fékk út- hlutaða 13,1 milljón hluta í útboðinu, eða 0,65% af útgefnu hlutafé bank- ans,og nemur markaðsvirði hlutar- ins því tæpum 1,2 milljörðum króna eftir lok fyrsta viðskiptadags. Hafði eignarhluturinn hækkað um 180,5 milljónir króna frá útboðsgenginu. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkis- ins fékk 10,5 milljónir hluta í sinn hlut og á því 0,53% í bankanum að loknu útboði. Að markaðsvirði er hluturinn í lok viðskipta í gær ríflega 930 milljóna króna virði. Hafði eign- arhlutur sjóðsins hækkað um meira en 140 milljónir króna við lokun markaða í gær miðað við gengið sem sjóðurinn keypti hluti sína á. LSR er annar stærsti lífeyrissjóður landsins á eftir Lífeyrissjóði verslunar- manna. Birta lífeyrissjóður fékk í sinn hlut um 3,7 milljónir hluta og nemur markaðssvirði þeirra nú ríflega 328 milljónum króna. Morgunblaðið leitaði upplýsinga hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna um hver eignarhlutur sjóðsins væri nú í bankanum. Fengust þau svör að enn ætti eftir að upplýsa stjórn sjóðsins um niðurstöðu útboðsins og þar til það væri gert yrði það ekki gefið upp opinberlega. Sjóðurinn er því sá eini í hópi stærstu sjóða lands- ins sem ekki hefur gefið upp eign sína í bankanum. Miðað við fyrirliggjandi upplýs- ingar um þátttöku sjóðanna í útboð- inu má gera ráð fyrir að eignarhlut- deild þeirra í Arion banka sé ekki veruleg. Sjóðirnir með óverulegan hlut  Almenna var ekki tilkynnt um þátttöku Morgunblaðið/Eggert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.