Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Það hefurekki farið ámilli mála
að Þýskaland
undir stjórn An-
gelu Merkel hefur
verið það ríki, sem mest hef-
ur látið að sér kveða innan
Evrópusambandsins á síð-
ustu árum, og má segja að
það hafi í raun verið óopinber
leiðtogi sambandsins, sér í
lagi þegar fjármálastefna
þess hefur verið ákveðin.
Þannig hefur Merkel haft
forgöngu og forystu um að-
haldsaðgerðir í ríkisfjár-
málum, sem reynst hafa óvin-
sælar víða í álfunni, einkum
þó meðal suðlægari landa
sambandsins, sem ekki búa
við jafn styrkan efnahag og
Þjóðverjar sjálfir hafa gert.
Raunar hafa Þjóðverjar náð
að baka sér umtalsverðar
óvinsældir meðal almennings
í sumum löndunum, sér-
staklega Grikklandi, með
umvöndunum sínum og yfir-
gangi, sem hefur jafnvel farið
út í það að ráðskast með það
hvernig ríkisstjórnir eru
skipaðar.
Ein aðferðin sem beitt hef-
ur verið til þess að samræma
efnahagsstefnu ríkjanna hef-
ur verið í formi svokallaðra
„sérsniðinna ráðlegginga“,
sem framkvæmdastjórn sam-
bandsins hefur sent á öll að-
ildarríkin, meira að segja þau
sem ekki notast við evruna
sem gjaldmiðil. Ráðlegging-
arnar hafa snert á ýmsum
sviðum, allt frá því hvernig
fjárfestingar ríkjanna ættu
að vera, yfir í ráðleggingar
um velferðarkerfi eða aðstoð
við flóttamenn. Þessum „ráð-
leggingum“ er tekið misvel af
ríkisstjórnum aðildarríkj-
anna, þar sem þeim þykir,
sem von er, afskiptasemi
Brussel-valdsins keyra
stundum fram úr hófi.
Í vikunni kom út skýrsla á
vegum Bruegel-hugveit-
unnar, þar sem farið var yfir
það hversu vel aðildarríkin
hefðu staðið sig í að fram-
fylgja þessum ráðleggingum
á árunum 2013-2017. Þjóð-
verjar enduðu þar í fjórða
neðsta sæti af aðildarríkj-
unum 27, þrátt fyrir að
Þýskaland hafi á sama tíma
verið mjög áfram um að önn-
ur ríki sambandsins fylgdu
þeirri línu sem framkvæmda-
stjórnin hefði ákveðið.
Þess má geta að á sama
tíma voru Bretar, sem eru á
leið út úr sambandinu og
hafa ekki fengið mikið hrós
Brussel-elítunnar
fyrir að vera leiði-
tamir Evrópu-
sambandinu, í
öðru sæti þegar
kom að því að
fylgja ráðleggingum fram-
kvæmdastjórnarinnar í efna-
hagsmálum. Skýrslan nefnir
raunar að ýmsir þættir, svo
sem tregða í stjórnkerfum
ríkjanna og þingkosningar,
gætu hafa haft áhrif á
frammistöðu þeirra.
Í tilfelli Þýskalands er
ástæðan hins vegar önnur.
Ráðleggingar framkvæmda-
stjórnarinnar gagnvart
Þýskalandi hafa einkum ver-
ið hvatningar til ríkisins til
þess að auka innlenda eftir-
spurn og fjárfestingu á
kostnað sparnaðar, nokkuð
sem þýskir stjórnmálamenn
hafa alls ekki viljað gera,
enda yrðu slíkar aðgerðir lík-
lega óvinsælar heima fyrir.
En fyrir leiðandi ríki sam-
bandsins, sem vill ásamt
Brussel ráðskast með aðra,
þá er þessi niðurstaða óneit-
anlega undarleg. Hún er hins
vegar ágæt áminning um það
að stóru ríkin í sambandinu,
einkum Þýskaland og Frakk-
land, fara jafnan sínu fram
og líta fremur á reglubáknið
sem tæki til að stýra öðrum
en leiðsögn fyrir sig.
Niðurstaða skýrslunnar er
svo athyglisverð, en höf-
undar hennar hvetja fram-
kvæmdastjórnina til þess að
draga úr þessum ráðlegg-
ingum sínum og gera þær
markvissari. Þá ættu þær
frekar að snúa að þjóð-
hagfræðilegum þáttum og því
sem gæti stefnt hagvexti
ríkjanna í voða, frekar en,
líkt og dæmi hafa verið um,
ráðleggingar um mál sem í
raun ættu að vera á hendi
stjórnvalda í hverju landi
fyrir sig.
Í stuttu máli sagt leggja
höfundar skýrslunnar til að
Brusselbáknið takmarki af-
skipti sín og snúi sér að því
sem skipti mestu máli. Hvort
slíkt sé á færi skrifræðisins
sem myndað hefur verið utan
um Evrópusambandið er hins
vegar allt annað mál. Og
stóru ríkin, sem fara ekki eft-
ir reglunum nema þegar
þeim hentar, tala bæði fyrir
auknum samruna og sam-
ræmingu, þótt með nokkuð
ólíkum hætti sé. Það er því
ekki líklegt að báknið dragi
úr afskiptum sínum – að
minnsta kosti ekki gagnvart
smærri ríkjum sambandsins.
Afskipti ESB eru
ætluð minni ríkjum
sambandsins}
Þjóðverjar þiggja
ekki eigin ráð
V
ið þinglok og upphaf sumars er til-
valið að líta fram á veginn. Verk-
efnin fram undan í heilbrigðishluta
velferðarráðuneytisins eru mörg
og mikilvæg. Þau sem eiga það
sameiginlegt að stuðla að eflingu heilbrigðis-
kerfisins og betra og jafnara heilbrigðiskerfi
fyrir alla landsmenn.
Til dæmis má nefna gerð heilbrigðisstefnu og
heilbrigðisþing, sem haldið verður í nóvember.
Vinna við gerð heilbrigðisstefnu er hafin en hún
verður unnin með hliðsjón af þörfum allra
landsmanna. Skilgreina þarf betur hlutverk og
samspil einstakra þátta innan heilbrigðisþjón-
ustunnar og á heilbrigðisþinginu í haust verða
þær áherslur ræddar sem birtast í stefnunni.
Einnig má nefna stofnun Þróunarmiðstöðvar
heilsugæslu á landsvísu. Þróunarmiðstöðin
mun leiða faglega þróun allrar heilsugæsluþjónustu í land-
inu og þróun þjónustuúrræða í heilsugæslu. Þróunar-
miðstöðin mun einnig leiða samstarf á sviði rannsókna og
stuðla að því að sérhæfð þekking fagfólks heilsugæslunnar
um allt land nýtist sem best. Samhæfing þjónustu á lands-
vísu er eitt af meginmarkmiðum með stofnun miðstöðvar-
innar, þannig að betur megi tryggja jafnt aðgengi að sam-
bærilegri heilsugæsluþjónustu, óháð búsetu. Vonast er til
þess að starfsemin geti hafist strax í haust eða vetur.
Uppbygging hjúkrunarrýma á landinu öllu er aðkallandi
verkefni sem mun hafa jákvæð áhrif á heilbrigðiskerfið
allt. Í nýrri fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin
2019-2023 er gert ráð fyrir uppbyggingu 550 hjúkrunar-
rýma fram til ársins 2023, en það er aukning
um 300 frá fyrri áætlun.
Verkefni tengd Landspítala og starfseminni
þar eru nokkur. Tilboð vegna jarðvegsvinnu
við Hringbraut hafa komið fram, sem og tilboð
í fullnaðarhönnun rannsóknarhúss. Jarðvegs-
vinna og framkvæmdir við meðferðarkjarnann
hefjast í sumar en stefnt er að því að byggingu
nýs þjóðarsjúkrahúss við Hringbraut verði
lokið árið 2024, í samræmi við fjármálaáætlun
2019-2023.
Stefnt er að aukinni göngudeildarþjónustu
við Landspítala, með því að nýta húsnæði við
Eiríksstaði sem nú hýsir skrifstofur yfir-
stjórnar spítalans. Þar yrði til dæmis aðstaða
fyrir brjóstamiðstöð Landspítala, miðstöð um
sjaldgæfa sjúkdóma, erfðaráðgjöf og innskrift-
armiðstöð, auk annarrar göngudeildarþjón-
ustu. Efling göngudeildarþjónustu er mikilvægur liður í
styrkingu hins opinbera heilbrigðiskerfis.
Nefna má fjölmörg önnur verkefni sem fram undan eru;
til dæmis eflingu sérgreinaþjónustu á landsbyggðinni með
það markmið í huga að stuðla að jöfnu aðgengi fólks að
heilbrigðisþjónustu, óháð búsetu. Einnig eflingu utanspít-
alaþjónustu og aukna áherslu á notkun gæðavísa í heil-
brigðisþjónustu.
Það er mikilvægt að nýta tímann vel í þágu heild-
stæðrar heilbrigðisþjónustu og þar er sumarið líka góður
tími.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Næstu skref
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
skattlagningu ökutækja og eldsneytis
sé að störfum og gert sé ráð fyrir að
hann skili fjármálaráðherra skýrslu
fjótlega en drög að skýrslunni voru
birt á samráðsgátt stjórnvalda í febr-
úar ásamt athugasemdum við
skýrsludrögin.
Ný aðferðafræði með WLPT-
staðli, sem Evrópusambandið tók upp
árið 2017, muni gera það að verkum
að aðrar losunarupplýsingar berist
frá evrópskum ökutækjaframleið-
endum en upplýsingar með NEDC,
eldri mælingaaðferðum, gerðu og geti
í einhverjum tilfellum hækkað vöru-
gjöld á bílum sem hafa minni út-
blástur en eldri bílar. Evrópusam-
bandið hvatti til þess að ný
mælingaraðferð yrði ekki til þess að
auka álögur á bifreiðakaupendur.
Halda aftur af pöntunum
„Það er betra að hafa staðreynd-
irnar á borðinu, þrátt fyrir að þær séu
ekki eins og óskað var eftir, heldur en
óvissuna, hún er alltaf verst,“ segir
Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota.
Hann segir að ef stjórnvöld geri
ekki breytingar á vörugjöldum bif-
reiða muni hækkanir koma fram af
fullum þunga strax eftir áramót.
„Það er óskandi að við fáum að
vita strax í lok sumars hver áform
stjórnvalda eru. Við þurfum að panta
bifreiðir í ágúst ef þær eiga að koma
til landsins fyrir áramót. Að sjálfsögðu
höldum við að okkur höndum á meðan
óvissa ríkir, annað væri ekki skyn-
samlegt,“ segir ÚIfar. Hann segist
ekki hafa orðið var við að fólk rjúki til
og kaupi nýjar bifreiðir vegna hugs-
anlegra hækkana og verklagið hjá
Toyota sé þannig að þeim sem panti
bifreiðir sem afhentar verða eftir ára-
mót sé sagt frá því að hugsanlega geti
þær hækkað í verði. Ef hækkun er
meiri en kaupandi gerði ráð fyrir geti
hann hætt við kaupin.
„Slæmar fréttir fyrir
bifreiðakaupendur“
Gjöld á bifreiðar og eldsneyti
Gildandi samsetning grunngerðar skattlagningar ökutækja og eldsneytis.
Tillaga að breyttri samsetningu grunngerðar skattlagningar ökutækja og eldneytis.
Heimild: Fjarmála- og efnahagsráðuneytið, Drög að skýrslu um endurskoðun skattlagningar ökutækja og eldneytis
Vörugjald
Ökutækjaskattur
Öflun (vörugjald)
Umráð/aðgangur/afnot
(bifreiðagjald)
Notkun
(kílómetragjald)
Bifreiðagjald
Eldsneytisskattur
(bensíngjöld)
(olíugjald)
Bensíngjöld
Olíugjöld
Kolefnisgjald
Kílómetragjald
Kolefnisskattur
(kolefnisgjald)
Losunarmælikvarðar
» WLTP, sem tók gildi árið
2017, stendur fyrir Worldwide
Harmonised Light Vehicle Test
Procedure.
» WLPT á að gefa raunhæf-
ari niðurstöður um eldsneytis-
og orkunotkun, útlosun meng-
andi efna og akstursdrægni.
» NEDC stendur fyrir New
European Driving Cycle og hef-
ur verið notaður hátt í fjóra
áratugi.
» Hann þykir ekki gefa raun-
sæja mynd af raunverulegri
eyðslu og útblæstri og fellur
því niður með gildistöku WLTP.
FRÉTTASKÝRING
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
Ef stjórnvöld gera ekkert íbreytingum á vörugjöldumbifreiða fyrr en við gerðfjárlagafrumvarps á haust-
þingi, þá mun væntanlega ekkert ger-
ast fyrr en um áramót og það eru
slæmar fréttir fyrir bifreiðakaup-
endur,“ segir Jón Trausti Ólafsson,
formaður Bílgreinasambandsins.
„Við höfum miklar áhyggjur af
tímanum sem þetta tekur. Það á ekki
að þurfa að taka marga mánuði að
leiðrétta vörugjöld og uppfylla kröfu
Evrópusambandsins um að breyt-
ingar á aðferðafræði við mælingar á
útblæstri bíla lendi ekki á kaupendum.
Það var ekki tilgangur breytinganna
heldur að fá betri og nákvæmari mæl-
ingar á útblæstri og mikil synd að
stjórnvöld skuli ekki bregðast nógu
hratt við,“ segir Jón Trausti og bætir
við að bifreiðasalar og bifreiðakaup-
endur séu orðnir órólegir enda séu
nýjar mælingatölur frá bifreiða-
framleiðendum farnar að berast með
tilheyrandi hækkunum og slíkt eigi
eftir að aukast í lok sumars. Jón
Trausti segir kaupendur nota tæki-
færið og kaupa bifreiðir sem nú þegar
eru til á landinu en haldi að sér hönd-
um þegar kemur að sérpöntunum.
„Það vill enginn panta bifreið án
þess að vita hvað hún mun kosta þegar
hún kemur til landsins.“
Íslendingar borga meira
Jón Trausti er ánægður með fyr-
irætlanir stjórnvalda um endurskoðun
skattlagningar á ökutæki og eldsneyti.
Hann segir það ekki sanngjarnt að
ferðamenn sem keyra meira á vegum
landsins en Íslendingar greiði minna
fyrir það. Bílaleigur greiði lægri vöru-
gjöld en einstaklingar við kaup á bif-
reiðum. Það sé sanngjarnara að þeir
sem aka mest bifreiðum um vegi
landsins greiði í samræmi við notkun.
Jón Trausti er ósáttur við að verð á
bifreiðum fari hækkandi á meðan
stjórnvöld dragi lappirnar og bregðist
ekki við breyttum mælingum á út-
blæstri bifreiða.
Í svari fjármálaráðuneytisins við
fyrirspurn Morgunblaðsins um við-
brögð við breytingum á vörugjöldum
bifreiða í kjölfar nýrrar aðferðafræði
við útblástursmælingar kemur fram
að starfshópur um endurskoðun á