Morgunblaðið - 16.06.2018, Síða 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018
✝ Þorgeir Ólafs-son fæddist að
Kvíum í Þver-
árhlíð, 18. júlí
1928. Hann lést á
Sjúkrahúsi Akra-
ness 30. maí síðast-
liðinn.
Foreldrar hans
voru Sigríður
Jónsdóttir, f. 20.
maí 1892, d. 24.
desember 1988, og
Ólafur Eggertsson, f. 28. nóv-
ember 1888, d. 3. mars 1981.
Bræður Þorgeirs eru: Eggert
Elís fæddur 1926, kona hans er
Auður Ósk Þorsteinsdóttir f.
1939 og Ragnar fæddur 1927,
dáinn 2018, kona hans Theo-
dóra Guðmundsdóttir f. 1929.
Þorgeir kvæntist Helgu Björg
Ólafsdóttur þann 25. maí 1957.
Helga var fædd 18. maí 1936,
hún lést 23. mars 2009. For-
eldrar Helgu voru Þóra D.
Helgadóttir, f. 19. nóvember
1908, d. 21. desember 1983 og
Ólafur Þ. Ólafsson, f. 6. febrúar
1900, d. 16. mars 1946. Vorið
1957 hófu Þorgeir og Helga bú-
skap að Kvíum og bjuggu þar
til ársins 2000 þegar þau
15. maí 1982, kona hans er
Björk Júlíana Jóelsdóttir, f. 25.
febrúar 1982, börn þeirra eru
Ármann Hugi, f. 7. maí 2001,
Þóra Kolbrún, f. 28. júní 2009,
og Halldís Eik, f. 8. febrúar
2014. Sjöfn, f. 20. október 1987,
sambýlismaður hennar er Ívar
Erlendsson, f. 15. september
1986, sonur þeirra er Björgvin
Þór, f. 1. apríl 2008, Máni, f.
29. október 1997, sambýliskona
hans er Halldóra Björk Magn-
úsdóttir, f. 13. maí 1995. Húni,
f. 6. febrúar 1999, í sambúð
með Marie Hollstein, f. 8. ágúst
1998. 4) Grétar, f. 13. apríl
1963, kvæntur Sigrúnu Örnu
Hafsteinsdóttur, f. 21. maí
1966. Synir þeirra eru Haf-
steinn Helgi, f. 25. mars 1991,
sambýliskona hans er Nína
Björk Þráinsdóttir, f. 9. apríl
1994, dóttir þeirra er Snædís
María, f. 18. október 2016,
Guðbjartur Geiri, f. 25. mars
1991, sambýliskona hans er
Vilma Ýr Árnadóttir, f. 23.
febrúar 1987, sonur þeirra er
Aron Logi, f. 15. apríl 2017, og
Róbert, f. 11. mars 1996, sam-
býliskona hans er Telma Dís
Sigurðardóttir, f. 17. desember
1992.
Útför Þorgeirs fer fram frá
Borgarneskirkju í dag, laug-
ardaginn 16. júní 2018, kl. 14.
brugðu búi og
fluttu í Borgarnes.
Þorgeir vann ýmsa
vinnu með bú-
skapnum, t.d. í
Sláturhúsunum að
Hurðarbaki og í
Borgarnesi. Börn
Þorgeirs og Helgu
eru: 1) Ólafur, f. 1.
september 1955,
kvæntur Auði Ástu
Þorsteinsdóttur, f.
26. júlí 1973, synir þeirra eru
Þorgeir, f. 4. október 1997, og
Ísólfur, f. 1. apríl 2000. Dóttir
Ólafs og Ingibjargar Sigurð-
ardóttur er Helga Sjöfn, f. 31.
ágúst 1985. 2) Sigrún Björg, f.
4. febrúar 1957, maki Birna
Gunnarsdóttir, f. 3. febrúar
1955, sonur hennar er Gunnar
Breki Guðjónsson, f. 8. nóv-
ember 1989. 3) Þóra, f. 24. des-
ember 1960, gift Hilmari Sig-
urðssyni, f. 20. júlí 1959. Börn
þeirra eru Helgi, f. 13. desem-
ber 1976, dóttir hans er Tara
Björk, f. 16. febrúar 2006, Þor-
geir Elvar, f. 5. júní 1981, börn
hans eru Bjartey Líf, f. 8. apríl
2003, og Hilmar Þór, f. 16.
mars 2011. Ólafur Björgvin, f.
Ég var ekki nema 14 ára þeg-
ar ég kynntist tengdaföður mín-
um, manni sem við kveðjum í
dag. Þorgeir Ólafsson hét hann
og var alltaf kallaður Geiri, Geiri
í Kvíum. Það var svo skemmti-
legt að setjast niður með Geira
og hlusta á frásagnir hans af lið-
inni tíð, engar smá breytingar
sem hans kynslóð hefur upplifað.
Helgu sína missti Geiri fyrir
níu árum og var söknuðurinn
mikill, enda voru þau með ein-
dæmum samrýnd hjón. Þau
ferðuðust mikið, ekki síst á hús-
bílnum sínum. Eitt það besta
sem Geiri gat hugsað sér var að
fara á rúntinn, keyra um, sýna
sig og sjá aðra.
Geiri var ræðinn og fróðleiks-
fús, hann vildi alltaf finna tengsl
við fólk og staði, hvar sem hann
kom. Hann vildi vita hvað fólkið
hans var að sýsla, spurði um alla
og hafði unun af því að hafa fólk-
ið sitt nálægt sér. Hann hefði
orðið níræður eftir tæpa tvo
mánuði og það var greinilegt að
hann ætlaði ekki að gleyma hvað
barnabörnin okkar Grétars
heita, hann skrifaði nöfnin
þeirra beggja niður og geymdi
vel.
Þegar gesti bar að garði var
iðulega tekið í spil, kínversk
skák spiluð. Þá var oft handa-
gangur í öskjunni. Ekki fannst
honum verra ef hann vann spilið.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra Geira ekki kalla: „Kaupi!“
þegar kínversk skák er spiluð.
Mér finnst dýrmætt að hafa
fengið að vera samvistum við
Geira, allt sem hann gaf okkur,
allt sem hann kenndi okkur. Ég
er ánægð að synir okkar Grétars
fengu að kynnast Geira afa,
fengu að dvelja hjá þeim Helgu
ömmu í sveitinni.
Elsku Geiri, ég veit að Helga
hefur tekið vel á móti þér, þið
eruð sjálfsagt búin að rúnta um
allar sveitir. Hjartans þakkir
fyrir allt. Guð geymi þig.
Þín tengdadóttir,
Sigrún Arna.
Elsku afi, það eru margar
minningarnar sem koma upp í
hugann þessa síðustu daga. Áð-
ur en ég fékk bílprófið og þurfti
að komast upp í hesthús gat ég
alltaf hringt í þig og þú varst
alltaf tilbúinn að skutla mér,
seinna komstu svo að fylgjast
með, stundum oft á dag og fengu
Jón Péturs og Haukur stundum
að koma með. Alltaf mættir þú
fyrstur á öll hestamót til að ná
góðu stæði og geta fylgst með
strákunum þínum sem þú varst
svo stoltur af. Það verður tóm-
legt á næstu mótum að líta upp í
brekkuna og sjá ekki afabíl þar.
Þú og Haukur voruð svo dugleg-
ir að koma til mín upp að Kroppi
til að fylgjast með öllu þar og þá
var allt tekið út, fóðrun, snyrti-
mennska og reiðmennskan og
eftir góðan kaffisopa voruð þið
mjög ánægðir með allt.
Elsku afi, ég veit að þú fylgist
með okkur áfram þó við sjáum
þig ekki, góða ferð í seinasta bíl-
túrinn þinn hérna megin.
Þinn afastrákur,
Máni.
Elsku afi minn.
Ég er mjög leiður yfir því að
þú sért farinn frá okkur. Það var
gaman þegar við vorum að
keyra í húsbílnum, þegar þú
komst á bílnum í Vatnaskóg og
horfa á hestamót í bílnum. Ég
man þegar þú talaðir um að þig
langaði að smakka egg úr ein-
hverjum fugli. Mamma, pabbi og
ég fórum og náðum í fimm svona
egg. Það var gaman að smakka
þau og líka þegar við prófuðum
að borða kengúrukjöt. Það var
gaman þegar þú varst að segja
mér frá hvernig lífið var þegar
það voru ekki til bílar, sjónvarp,
símar og tölvur. Mér finnst það
samt svo skrýtið hvernig allt var
öðruvísi. Þú varst alltaf svo
hress og kátur. Ef þú vissir að
ég væri að koma í heimsókn var
alltaf til lagterta með sultu á
milli því þú vissir að það væri
uppáhaldskakan mín. Ég sakna
þín og hugsa oft til þín.
Þinn afastrákur og vinur,
Björgvin Þór Ívarsson.
Elsku afi, það er sárt að
kveðja þig.
Við erum svo þakklát fyrir all-
ar stundirnar sem að við áttum
saman. Allar ferðirnar sem þú
komst í Grundarfjörð að heim-
sækja Helgu, birtist bara allt í
einu í vinnunni eða heima hjá
mér. Öll hestamótin sem þú
mættir á til að horfa á Ísólf og
Þorgeir. Rúntaðir öll haust með
strákana í flestar réttir sem
voru í kringum ykkur, hvort sem
það voru kindur eða hestar.
Minningarnar eru óteljandi,
rúntur, berjamó, spila kínverska
og fleira. Það var alltaf svo nota-
legt að koma til þín og að sjálf-
sögðu voru alltaf til kökur.
Við vitum að núna eruð þið
amma saman á ný, þó að sökn-
uðurinn sé mikill þá er ljúft að
vita af ykkur saman.
Við systkinin höfum ökulagið
þitt, í gamla daga áttirðu gulu
þrumuna og hún sást víst stund-
um skjótast ansi hratt á milli
staða. Þú varst nú ekki eins hrif-
inn núna af þeim sem að keyrðu
of hratt.
Elsku afi okkar, við kveðjum
þig með sorg í hjarta en hlý og
góð minning um þig mun alltaf
verða með okkur.
Þú áttir söngva og sól í hjarta
er signdi og fágaði viljans stál.
Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta,
er kynni höfðu af þinni sál.
(Grétar Fells.)
Hvíl þú í friði, elsku afi.
Helga Sjöfn, Þorgeir
og Ísólfur Ólafsbörn.
Afi minn hefur alltaf verið ein
af mínum helstu fyrirmyndum.
Þegar ég sest niður til að skrifa
kveðjuorð koma fram óendan-
lega margar minningar, allar
eru þær skemmtilegar og ylja
mér inn að hjartarótum.
Á Kvíum sköpuðust margar
góðar minningar í æsku minni.
Eitt sinn þegar ég var hjá ykkur
ömmu upp á Kvíum strauk ég.
Þá hef ég verið um sjö ára göm-
ul. Þú leyfðir mér að labba þang-
að til þú sást mig ekki lengur
með kíkinum og komst svo á
bílnum. Fyrsta sem þú sagðir
var „jæja Sjöfn, er þetta ekki
orðinn ágætur göngutúr? Eigum
við að koma heim og fá okkur
ís?“ Um þessa strokuferð var
ekki meira rætt og ég var guðs-
lifandi fegin.
Um tíma var ég miður mín yf-
ir að vera með freknur. Ég kom
til afa eins og oft áður og bað um
ráð. Hvernig væri hægt að losna
við þessar freknur? „Nú ef þú
tekur sandpappír og nuddar
þær, þá hverfa þær.“ Þetta varð
ég að prófa og fór út í skúr og
fann sandpappír. Ég kom há-
skælandi inn til ömmu með
skrapaðar kinnar. Ég hef sjald-
an séð afa hlæja eins og þá.
Þessi saga var margoft rifjuð
upp og hlegið mikið.
Eftir að amma og afi fluttu í
Borgarnes kom ég reglulega við
hjá þeim eftir skóla. Yfirleitt var
það stuttu eftir mat og afi var að
leggja sig með útvarpið í gangi.
Ég þóttist alltaf vera voða
þreytt og lagðist fyrir ofan hann
í sófann, samt var annar sófi
laus. Ég veit ekki hversu vel
hann náði að sofa með ungling
klesstan upp við sig en hann
sagði þó aldrei neitt.
Eftir því sem ég varð eldri
urðu tengsl okkar afa sterkari.
Eftir að ég átti drenginn minn
var það hluti af hverjum morgni
að labba með barnavagninn til
ömmu og afa og vera þar í mat.
Eftir að amma dó og við vorum
flutt í næsta hús komum við til
afa oft á dag. Ég eldaði eða bak-
aði og hljóp með yfir til að leyfa
honum að smakka. Við mæðg-
inin enduðum oft á að gista, þar
sem við afi duttum í spil og
Björgvin sofnaði. Þetta var dýr-
mætur tími.
Þegar ég ákvað að fara í
áframhaldandi nám og skráði
mig í háskóla var enginn sem
hafði jafn mikla trú á mér og afi.
Eitt af mínum fyrstu verkefnum
var ritgerð, þar sem ég skrifaði
um einhvern sem hafði haft já-
kvæð áhrif á líf mitt. Ég mætti
til afa strax eftir skóla og bar
upp þá hugmynd að fá að skrifa
um hann. Næstu daga og vikur
var mikið hlegið og margt kom í
ljós sem ég hafði ekki hugmynd
um.
Þegar ég flutti fyrir ofan Jón
var afi alltaf mættur til hans kl.
9.20, þá nýkominn frá mömmu.
Ég hljóp yfir þegar ég sá bílinn
renna í hlað. Þetta var skemmti-
legur tími og margir kaffibollar
sem við drukkum þá. Fórum yfir
eignir til sölu, litum yfir Íslend-
ingabók og lásum stjörnuspá.
Þetta voru góðir tímar.
Síðasta ár var ég á nætur-
vöktum meðfram námi, eftir
hverja vakt var tilvalið að koma
við hjá afa eftir vinnu í örstutt
spjall. Í hvert sinn tókum við
mynd af okkur og sendum á
mömmu, brosandi og ánægð.
Þessar myndir þykir mér svo
vænt um. Ég sakna þess að
spjalla við besta vin minn um líf-
ið og tilveruna.
Vertu sæll, elsku afi minn.
Ég hugsa til þín oft á dag með
þakklæti og gleði í huga.
Takk fyrir samveruna, skiln-
inginn, gleðina og umhyggjuna.
Þín afastelpa,
Sjöfn.
Af hverju er allt svona hljótt
þegar við keyrum í hlaðið á Kví-
um? Hvar eru hundarnir, af
hverju heyrist ekkert í þeim?
Sex ára ég var steinhissa, komin
beint úr hundlausri Reykjavík
þeirra daga, hafði dauðhrædd
búist við geltinu og spennunni
sem fylgdu Snata og Spora en
var í leiðinni svolítið spennt að
hitta þá félaga. Það var hins
vegar hann Geiri föðurbróðir
sem vissi hvernig best væri að
koma málum fyrir, í nærgætni
sinni vissi hann að best væri að
litla frænkuskræfan úr Reykja-
vík fengi að nálgast hundana á
sínum forsendum. Hans ráð var
að loka þá inni alveg þar til sú
stutta var tilbúin að nálgast þá í
rólegheitunum án æsingsins sem
fylgdi gestamóttökunni. Þetta
virkaði svo vel að alla tíð síðan
hafa hundar verið mínir fylgi-
fiskar, tryggir og góðir, rétt eins
og Snati og Spori forðum daga í
Kvíum. Þarna kom líka svo vel í
ljós hversu barngóður hann
Geiri var.
Hann Geiri föðurbróðir minn,
bóndi í Kvíum í Þverárhlíð,
hjálpaði mér að líka að mynda
tengsl við íslenska hestinn. Ég
man enn svo vel eftir fyrsta reið-
túrnum mínum á honum Skjóna
hans afa, Geiri og Helga konan
hans fylgdust grannt með mér
bögglast með beislið vitandi ekk-
ert hvernig ég ætti að bera mig
að en Geiri hvatti mig til að
slaka bara á, Skjóni myndi vísa
veginn. Það virkaði, Skjóni vís-
aði veginn niður að Þverárrétt
og ég fór að njóta, hestsins og
fallegrar Þverárhlíðarinnar.
Svo voru það ferðirnar yfir
Litlu-Þverá á dráttarvél, sil-
ungsveiði í Sandselstjörn, mjalt-
ir í fjósinu og endalaust fleiri
skemmtilegar minningar sem
tengjast Geira, alltaf voru gleðin
og gáskinn með í för. Eitt kvöld-
ið forðum daga, klæddum við
Þóra dóttir hans okkur upp í
búninga og settum á svið leikrit
þegar kvenfélag Þverárhlíðar
kom í heimsókn að Kvíum. Úr
varð fíflagangur mikill og flipp
þar sem Geiri hvatti okkur tvær
óspart til dáða. Þannig var Geiri
frændi, hans viðhorf til lífsins
var alltaf glaðlegt, í dag væri
það líklega kallað núvitund,
hann greip daginn – Carpe diem
– , naut þess sem dagurinn hafði
að bjóða og kunni að gleðja sam-
ferðafólk sitt með jákvæðu við-
móti.
Nú er Geiri frændi fallinn frá,
tveimur mánuðum á eftir eldri
bróður sínum, föður mínum
Ragnari Ólafssyni. Þeir bræður
voru af þeirri kynslóð Íslendinga
sem fæddist í einu fátækasta
landi Evrópu, gerðu mikið úr
litlu með nægjusemi og dugnaði.
Ísland breyttist mikið á þeirra
æviskeiði, við sem eftir sitjum
þurfum að muna að þakka þess-
ari kynslóð fyrir gott bú sem
hún eftirlét okkur.
Kæru Óli, Sigrún, Þóra, Grét-
ar, makar og allir afkomendurn-
ir, ykkur votta ég mína dýpstu
samúð vegna fráfalls góðs
manns, hans Geira frænda.
Sigríður Ragnarsdóttir.
Við Geiri vorum vinir þótt
kynslóð væri á milli okkar, hann
grallarinn og ungur í anda, ég
sennilega frekar gömul sál.
Pabbi var sem ungur maður í
sveit á Kvíum og ég hef senni-
lega farið að koma þangað fyrir
mitt minni, að minnsta kosti eru
Kvíar tengdar lífi mínu frá allra
fyrstu tíð. Þá var mikið ferðalag
að fara í Þverárhlíðina, annað
hvort með bátnum upp í Borg-
arnes eða með rútunni á sama
stað og svo ferð með Bergi á
mjólkurbílnum á leiðarenda
fram í Þverárhlíð. Vegir voru
ekkert til að hrópa húrra fyrir,
úthlíðarvegurinn yfirleitt ófær
fram á sumar og Kleifarnar
snjóþungar að vetrarlagi. Stund-
um þurftu bændur að koma
mjólkinni þangað ef þær voru
ófærar. Þetta var fyrir tíma
rafmagnslínanna og rafmagn
framleitt með ljósamótor fyrir
fjósið en oft var nú bara lesið við
lukt eða kertaljós á kvöldin. Sem
sagt, sönn sveitarómantík, meira
að segja eldsmiðja með arnarkló
og alles. Kvíafeðgar voru bang-
hagir og komu samsveitungar
oft að Kvíum með hluti sem
þurftu lagfæringar við. Þegar
kviknaði í einni hlöðunni minnir
mig að hún hafi verið kominn
undir þak fyrir kvöldið með
hjálp sveitunga. Þegar á reynir
standa menn saman. Þegar ég
var í sveit hjá Geira var oft
skroppið á bæi og jafnan var
krakkinn með í ferðum, senni-
lega hefur Geira þótt gaman að
röfla við hann og stríða honum
en í þeirri listgrein var Geiri
sérfræðingur. Ef við þurftum að
skreppa suður var samningurinn
tvær pylsur í Ferstiklu. Nýjasta
nýtt í heyskap voru heyýtur og
heyblásarar. Fyrsta ökutækið
Farmall Cub. Aldrei rofnuðu
tengslin við Geira og Helgu,
hans góðu konu.
Þegar ég fór að koma með
dætur mínar í sveitina var okkur
tekið opnum örmum og ávallt
voru kýr í fjósinu hjá Geira
nefndar í höfuðið á þeim. Fyrsta
spurningin sem ég fékk var:
„Eddi, má ég kitla þessa
stelpu?“ Ekki var að sjá að þeim
væri það til ama enda viðmótið
alltaf kærleiksríkt. Margs er að
minnast, ótímabær dauðsföll í
búsmala sem gátu setið í borg-
arbarninu en líka útreiðatúrarn-
ir á sólbjörtum sumarkvöldum.
Ég er Geira og sveitinni minni
þakklátur fyrir að hafa átt þátt í
að koma mér til nokkurs þroska.
Far vel, frændi sæll.
Sigurður E. Rósarsson.
Þorgeir Ólafsson
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Við önnumst alla þætti undirbúnings og
framkvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbús-
skiptin. Við þjónum með virðingu og umhyggju
að leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Ellert Ingason,
umsjón sálmaskrár
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2 Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
HELGA AÐALSTEINSDÓTTIR,
Austurbyggð 17, (Hlíð) Akureyri,
lést á Sjúkrahúsi Akureyrar sunnudaginn
3. júní.
Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 18. júní
klukkan 13.30.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hennar er bent á Hollvinasamtökin í Hlíð.
Sigurður Reynir Gunnarsson Erla Sveinsdóttir
Kristín Gunnarsdóttir
Birgir Skjóldal Guðlaug Guðjónsdóttir
Anna Bára Gunnarsdóttir Svanur Kristófersson
Gunnar Páll Gunnarsson Guðríður Sveinarsdóttir
Viðar Gunnarsson Arna Geirsdóttir
Garðar Gunnarsson
Harpa Hrönn Gunnarsdóttir Sigurður Ágústsson
Helga Skjóldal Guðmundur Ísidórsson
Gunnar Skjóldal Ómarsson Yvette Trolle Ómarsson
Aníta Gunnarsdóttir Skjóldal Benedikt Karlsson
ömmu-, langömmu- og langalangömmubörn