Morgunblaðið - 16.06.2018, Page 35

Morgunblaðið - 16.06.2018, Page 35
Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson fram- haldsskólakennari, f. 1970, eiginkona hans er Anna G. Guðjónsdóttir, f. 1973, grunnskóla- kennari. Synir þeirra eru Matthías Máni, f. 2008, og Úlfur Hrafn, f. 2012. Stjúpdætur Þorsteins, dætur Önnu eru Erla, f. 1990, og Júlía Rakel, f. 1999. Jóhanni var margt til lista lagt. Var skáld gott og eftir hann liggja margar vísur sem hann samdi við hin ýmsu tækifæri. Hann teiknaði mikið, aðallega báta og flug- vélar. Hann var mjög bók- hneigður og eiga þau hjón stórt bókasafn. Þjóðlegur fróðleikur og færeyskar bókmenntir voru hans uppáhald. Hann var mjög vel að sér um hin ýmsu málefni og hafði gaman af spurninga- keppnum. Jóhann keypti ásamt eig- inkonu sinni sumarbústað í Skorradalnum 1998. Unnu þeir feðgar ásamt eiginkonum mikið starf við að stækka bústaðinn og fegra umhverfið þessi 20 ár. Þau hjón ferðuðust einu sinni á ári í mörg ár til útlanda, að- allega til sólarlanda og var Gran Kanarí hans eftirlætisstaður. Jóhann greindist með krabba- mein í september 2017. Útför hans fór fram í kyrrþey 30. maí 2018, að hans ósk. ✝ Jóhann Run-ólfsson fæddist í Vestmannaeyjum 16. október 1944. Hann lést 18. maí 2018 á líknardeild Landspítalans. Jóhann var yngstur fimm barna Runólfs Jó- hannssonar skipa- smiðs og Kristínar Skaftadóttur hús- móður. Systur Jóhanns eru Re- bekka, f. 1925, látin, Guðrún Gréta, f. 1928, látin, Guðlaug Kristín, f. 1932, og Þóra, f. 1938, látin. Uppeldissystkini hans eru Kristján, f. 1948 og Erna, f. 1952, börn Rebekku elstu systur hans. Jóhann ólst upp í Vest- mannaeyjum og bjó að Hilm- isgötu 7 í húsi sem faðir hans byggði 1930. Jóhann lauk gagn- fræðaprófi í Vestmannaeyjum og réð sig í Útvegsbankann í Eyjum að því loknu. Hugur hans stóð til frekara náms og lauk hann farmannaprófi við Stýri- mannaskólann í Eyjum. Var á sjó á ýmsum skipum fram að gosi. Flutti upp á land og settist að í Reykjavík. Stundaði sjóinn fyrstu árin eftir gos en hóf þá vinnu við Landsbankann og vann þar fram að því að hann fór á eftirlaun 2008. Eftirlifandi eiginkona Jóhanns er Bergþóra S. Þorsteinsdóttir sérkennari, f. 1949. Gengu þau í hjónaband 20. mars 1982. Uppeldissonur Jó- hanns og sonur Bergþóru er Kæri Jói minn! Nú ertu búinn að kveðja okkur. Laus við allar þjáningar, og kominn á góðan stað. Margs er að minnast frá ferðalögum erlendis og í Skorradalnum, þar sem við öll áttum góðar stundir. Óli minn og þú voruð góðir vinir, töluðuð saman oft í viku um heima og geima, og börðust við sama sjúkdóm sem lagði ykkur að velli. En svona er lífið oft ósann- gjarnt. Ég mun sakna þín, eins og við öll sem kynntumst þér, ekki síst litlu barnabörnin ykk- ar, og fjölskyldan þín. Nú eruð þið Óli eflaust farnir að ræða heimsmálin eins og áður fyrr. Þegar raunir þjaka mig, þróttur andans dvínar, þegar ég á aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi drottinn, lýstu mér, svo lífsins veg ég finni, láttu ætíð ljós frá þér ljóma í sálu minni. (Ómar Ragnarsson /Gísli á Uppsölum) Hvíldu í friði, kæri vinur. Hafðu þökk fyrir allar góðu samverustundirnar í gegnum árin. Ég votta Bergþóru, vin- konu minni, og fjölskyldu inni- lega samúð mína. Guð blessi þig. Vertu ljósinu falinn. Soffía. Jóhann Runólfsson MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Mig langar að setja nokkrar línur á blað um bróður minn Sigurð Ágúst, kallaður Diddi, sem dó 16. júní 2017. Það er sagt að tíminn lækni öll sár. Ég spyr: Hvaða tími? Ég spyr líka: Hvenær finnst lækning við þessum harða húsbónda sem þú hittir. Hversvegna er leiknum lokið? Ég leita en finn ekki svar. Ég finn hjá mér þörf til að þakka þetta sem eitt sinn var. (Starri í Garði) Elsku Diddi, nú er liðið 1 ár síðan þú fórst frá okkur og enn jafn erfitt. Ég er að elda hádeg- ismat og hugsa um þig svo það kemur í ljós hvernig maturinn verður. Ég vil byrja á að þakka þér fyrir tímann sem við áttum saman. Þetta var stórkostlegur tími. Stundum vorum við að rifja upp hvað við gerðum hér áður fyrr og við töluðum um það að við hefðum ekki viljað vera foreldrar okkar, það hlýtur að hafa verið erfitt stundum þegar við vorum yngri. En þegar við vorum að tala um foreldra okkar töluðum við um hvíta lagtertu og hvað okkur fannst um hana. Þegar ég hugsa um þig og bíla kemur upp í hug- ann Volvo Amason og þegar þú sóttir afa og ömmu út að Sval- barði. Ég var að skoða gamlar myndir og þá rifjaðist upp þegar við bjuggum á Grettisgötunni. Þið fyrst hjá okkur og svo í íbúð- Sigurður Ágúst Guðbjörnsson ✝ SigurðurÁgúst Guð- björnsson fæddist 20. júní 1957. Hann lést 16. júní 2017. Útför Sigurðar fór fram í kyrrþey. inni á móti. Það var góður tími og ýmis- legt gert sem var kannski ekki alltaf við barna hæfi þó það hafi verið eitt barn þarna. Ekki má nú gleyma að minnast á kerl- inguna á efstu hæð- inni og allt ruslið. Eitt sinn fórum við Matti til hennar með brauð, það voru læti. Alltaf varst þú mjög rólegur maður og ofur sterkur. Eitt sinn lyftir þú einni kú sem var veik. Þú bjarg- aðir kúnni. Þegar við fórum að Tjörn fyrir jólin töluðum við mik- ið saman, oftast um gamla tím- ann. Síðustu jólin þín fórum við að Tjörn eins og venjulega og þú vildir keyra sem var ekki alltaf. Í dag er ég glöð með það því það var í síðasta sinn. Eitt sinn vildi ég ekki keyra því það var mjög mikil hálka alla leiðina og gilið var alveg hræðilegt en þú sagðir: Ég keyri ekki. Ég var skíthrædd hjá sjálfri mér en þú sagðist ekki vera hræddur, það væri ekkert að óttast. Svo dó pabbi fyrir þessi jól sem var mjög erfitt fyrir okk- ur en þá vorum við sammála í öllu. Nú situr maður og hugsar um þig og það er svo margt sem mig langar að spyrja þig um en verð að gera það síðar. En aum- ingja Sigga, nú förum við Matti reglulega að stjórnast í henni. Ég er líka farin að taka hana með í ferð með föndurhóp eldriborg- ara. Ég vil þakka Siggu og börn- unum ykkar fyrir hvað ég fékk að vera mikill hluti af þeim. Þau öll eru dásamlegt fólk. Samúðar- kveðjur til ykkar allra, einnig til mömmu sem er algjör hetja. Þín systir, Stella. Afmælisminning Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og amma, BJÖRK BJÖRGVINSDÓTTIR, Víðilundi 20, Akureyri, lést föstudaginn 8. júní. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Albert Ólafsson Guðný Bergvinsdóttir Stefán Arnaldsson Borghildur María Bergvinsd. Þorgerður Bergvinsdóttir Valdimar Björn Davíðsson og ömmubörnin Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegs sonar okkar og bróður, SINDRA EINARSSONAR. Kristín Árnadóttir Einar Sindrason Árni Páll Einarsson Yuki Sugihara Ingigerður Einarsdóttir Sigtryggur Símonarson Konan mín og mamma okkar, ÞÓRUNN GUÐNADÓTTIR, er látin. Útför hennar hefur farið fram. Starfsfólki á hjúkrunarheimilinu Mörk verður aldrei fullþakkað fyrir einstaka umönnun hennar. Axel Kristjánsson Guðni Axelsson Kristín Axelsdóttir Karl Axelsson Sigríður Axelsdóttir Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu okkar, BIRNU HJALTESTED GEIRSDÓTTUR. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknardeildar Landspítalans í Kópavogi og starfsfólki krabbameinsdeildar Landspítalans við Hringbraut. Garðar Halldórsson Margrét Birna Garðarsdóttir Garðar Árni Garðarsson Helga María Garðarsdóttir Ingvar Vilhjálmsson Þóra Birna Ingvarsdóttir Anna Fríða Ingvarsdóttir Vilhjálmur Ingvarsson ✝ Kristín HrundKjartansdóttir fæddist í Mið- hvammi í Aðaldal 2. desember 1927. Hún lést 23. maí 2018 á öldrunar- heimilinu Lög- mannshlíð Akur- eyri. Hún var dóttir hjónanna Rósu Emelíu Berg- vinsdóttur, f. 22.7. 1891, d. 16.3. 1972, og Kjartans Sigur- jónssonar, bónda frá Nípá í Ljósavatnshreppi, f. 20.12. 1895, d. 11.6. 1955. Eiginmaður hennar er Guð- mundur Þ. Bjarnason frá Bíldudal, búsettur á Akureyri, f. 17.2. 1930. Hann er sonur hjónanna Guðrúnar Guð- mundsdóttur, f. 14.10. 1907, d. 24.11. 1984, og Bjarna Þor- bergssonar, f. 24.3. 1898, d. 17.5. 1964. Þau Kristín og Guðmundur giftu sig 17. júní 1953 og eignuðust fjögur börn. 1) Bjarney, f. 4.10. 1953, maki Óli Reynir Ingimarsson, þau eiga þrjár dætur, Kristínu Hrund, Aðalheiði og Ingi- björgu, og níu barnabörn. 2) Kjartan Guðmundur, f. 7.1. 1956, maki Guðfinna Ásgríms- dóttir, þau eiga tvö börn, Guð- mund Árna og Kristínu Hrund, og eitt barnabarn. 3) Gunnar Hólmsteinn, f. 4.2. 1960, maki Krist- björg Gunnars- dóttir, þau eiga tvær dætur, Þór- eyju Ösp og Söndru Björg, og fjögur barnabörn. 4) Haukur, f. 8.4. 1967, hann á þrjú börn, Heiðbjörtu Ýri, Sólrúnu Önnu og Heimir Bjarna, og eitt barnabarn Kristín fékk litla skóla- göngu, en á þessum tíma var henni ásamt fleiri börnum í sveitinni kennt heima. 17 ára fór hún í Héraðsskólann á Laugum í eitt ár. Veturinn 1947-1948 var hún í hús- mæðraskóla á Laugalandi í Eyjafirði . Um haustið 1952 fór hún til vinnu í eldhúsinu á Sjúkrahúsinu á Akureyri og kynntist þá eftirlifandi eigin- manni sínum. Hún vann einnig eitt sumar í Niðursuðuverk- smiðjunni. Kristín og Guðmundur bjuggu fyrstu 10 hjúskapar- árin í Helgamagrastræti 42, síðar byggðu þau Stafholt 5 og fluttu þangað haustið 1963. Kristín var húsmóðir og helg- aði sig heimilinu og börnunum. Útför hennar fór fram í kyrrþey frá Akureyrarkirkju 1. júní 2018. Elsku amma Stína. Núna er sögunni þinni lokið, þú varst búin að þrá það í svolítinn tíma að fá að komast í hvíldina og nú fékkstu loksins friðinn. Undanfarnar vik- ur höfum við fengið að heyra ýmsa „kafla“ úr þínu lífi, sögur af uppátækjum þínum og systkina þinna úr sveitinni og fengið að kynnast foreldrum þínum betur í gegnum sögur. Þessar minningar og sögur eru okkur ómetanlegar og munum við geyma þær í huga okkar um ókomna tíð. Undanfarnir dagar hafa verið frekar tómlegir þar sem við höf- um ekki farið og heimsótt þig í Lögmannshlíð þar sem þú dvaldir undanfarin tæp tvö ár hjá ynd- islegu starfsfólki en þeim erum við afar þakklát. Undanfarna daga höfum við systkinin rifjað upp minningar sem við eigum um þig. Við gleymum því seint þegar þið afi fenguð fyrsta reykskynj- arann í Stafholtið og þú sýndir okkur hvernig hann virkaði. Þú stóðst uppi á stól og kveiktir á eld- spýtu fyrir neðan hann, við gleymum aldrei brosinu þínu og hlátrinum þegar reykskynjarinn fór að væla. Þær voru margar ferðirnar sem við fórum með þér í gróður- húsið og garðinn þar sem heims- ins bestu gulrætur og jarðarber var að finna og tómatarnir sem uxu þar. Þú varst svo sannarlega með græna fingur og voru mörg falleg blóm sem þú ræktaðir og við fengum að hjálpa þér að vökva þau með grænu vatnskönnunni. Þau voru ófá skiptin sem við fengum að gista hjá ykkur afa, Steini, Olli og Villi spæta voru vin- sælasta sjónvarpsefnið og auðvit- að fylgdi skál af ís með. Við feng- um að fíflast í holinu með dýnur og kodda og alveg sama hversu mikill hávaði var í okkur þá var sjaldan sussað á okkur, það kom þó fyrir. Ekki er heldur hægt að telja spilin sem við spiluðum; ól- sen-ólsen og veiðimaður voru þar vinsælust ásamt því að leggja kapal. Við eigum eftir að sakna ömmulumma á sunnudögum, þær voru bestar með miklum sykri. Það var aldrei langt í húmorinn hjá þér; sögur af þeim Bakka- bræðrum og sagan af konu kaup- mannsins (þurfum ekkert að hafa fleiri orð um hana) láta okkur brosa og hugsa til þín. Rúmum sólarhring áður en þú kvaddir okkur kom stríðnispúkinn síðast upp í þér þegar þú togaðir í skeggið á Gumma og snerir svo upp á nefið á honum. Það er bara ekki annað hægt en að brosa þeg- ar maður hugsar til þín elsku amma. Við þökkum þér allar þær ynd- islegu stundir sem við höfum átt með þér og allt sem þú hefur kennt okkur. Þú varst alltaf svo góð amma og langamma. Hvíldu í friði elsku amma. Guðmundur Árni Kjart- ansson og Kristín Hrund Kjartansdóttir. Kristín Hrund Kjartansdóttir Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri grein- ar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Undirskrift | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírn- arnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.