Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 38
38 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 sláttuvélar Rafhlöðu- ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is Er maður ekki bjartsýnn að spá 0-0 jafntefli,“ segir BjarniFrostason, flugstjóri og handboltakempa, þegar hann er beð-inn um að spá um úrslitin í leiknum milli Íslands og Argentínu sem fer fram í dag á HM í fótbolta. Bjarni fagnar 50 ára afmæli í dag og ætlar að horfa á leikinn heima hjá sér í góðra vina hópi en heldur síðan afmælisveislu síðar um daginn. Bjarni var markvörður í handboltanum, lék lengst af með Haukum og spilaði í íslenska landsliðinu í mörg ár. Hann hefur einnig verið markmannsþjálfari. Bjarni æfði einnig fótbolta og náði að spila leik með meistaraflokki Breiðabliks í efstu deild. Hann stundar núna crossfit með félögum sínum og er ágætur golfari, en hann er með níu í forgjöf. „Ég er bara einu sinni búinn að fara í golf í sumar, en maður tekur tarnir í þessu. Svo er ég líka í því að leysa flækjur þegar ég er að veiða með fjölskyldunni.“ Bjarni hefur unnið hjá Icelandair í 27 ár, þar af verið flugstjóri síð- ustu 19 árin. „Ég byrjaði á gamla Fokker F27 en er núna á 737 MAX. Það hafa því verið miklar breytingar á þessum tíma.“ Bjarni hefur farið víða í starfi sínu. „Ég flaug t.d. á vegum Heimsferða þar sem far- ið var kringum hnöttinn, en ég á eftir að fara til Ástralíu og svæðisins þar í kring. Í sumar er stefnan á að ferðast mest innanlands, fara eitt- hvað á hjólhýsinu með fjölskyldunni.“ Eiginkona Bjarna er Hrafnhildur Gunnarsdóttir Peiser, ráðgjafi hjá Capacent. Dætur þeirra eru Drífa Rós, f. 1997, og Freyja Dröfn, f. 2006. Morgunblaðið/Sverrir Handboltakappinn Bjarni í leik með Haukum í byrjun aldarinnar. Bjartsýnn og spáir jafntefli í leik dagsins Bjarni Frostason er fimmtugur í dag H rafn Gunnlaugsson fæddist í Reykjavík á þjóðhátíðardaginn ár- ið 1948 og ólst upp í Vesturbænum og á sumrum í Skáleyjum á Breiðafirði. Hann lauk stúdentsprófi frá MR 1968, fil. kand.-prófi frá Stokk- hólmsháskóla 1973, prófi í kvik- myndagerð frá Dramatiska In- stitutet í Stokkhólmi 1974, prófi í spænsku frá Universidad de la Hab- ana 1996 og undirstöðuprófi í taí- lensku frá Chulalongkorn Univers- ity í Bangkok 2006. Hrafn hóf ritsmíðar í MR og vann til fyrstu verðlauna bæði í ljóða- og smásagnasamkeppni Skólablaðsins. Hann var formaður Herranætur 1966. Hann er einn af Listaskáld- unum vondu, ásamt Megasi, Guð- bergi Bergssyni, Sigurði Pálssyni, Steinunni Sigurðardóttur o.fl., sinnti þáttagerð fyrir útvarp á árunum 1968-72, m.a. Útvarp Matthildi ásamt Davíð Oddssyni og Þórarni Eldjárn. Hann var framkvæmda- stjóri Listahátíðar 1976 og 1978, leikstjóri hjá Leikfélagi Reykjavíkur og Þjóðleikhúsinu 1974-76, leikstjóri hjá Sveriges Television, Kanal 1, 1986-87, formaður Listahátíðar 1988, dagskrárstjóri RÚV- Sjónvarps 1987-93 og fram- kvæmdastjóri RÚV-Sjónvarps 1993- 94. Meðal kvikmynda Hrafns eru Blóðrautt sólarlag; Óðal feðranna; Vandarhögg; Okkar á milli; Hrafn- inn flýgur; Í skugga hrafnsins; Böð- ullinn og skækjan (á sænsku eftir smásögu Ivar Lo-Johansson); Hvíti víkingurinn; Hin helgu vé; Myrkra- höfðinginn; Þegar það gerist; Reykjavík í öðru ljósi, og Opinberun Hannesar. Þá hefur Hrafn gert fjölda sjónvarpsþátta, m.a. viðtals- þætti við Ingmar Bergman, Leonard Cohen og Donovan. Hann hefur samið eftirtalin leikrit og revíur, ásamt öðrum: Ég vil auðga mitt land, í Þjóðleikhúsinu 1974, og Ís- lendingaspjöll, í Iðnó 1975. Hrafn er höfundur eftirfarandi bóka: Ástarljóð, 1972; Djöflarnir, skáldsaga, 1973; Saga af sjónum, leikritasafn, 1974; Flýgur fiskisaga, smásögur, 1982; Grafarinn með fæð- ingartengurnar, ljóð 1978; Reim- leikar í birtunni, ljóð 1988; Þegar það gerist, smásögur 1989, og Krummi, viðtalsbók með Árna Þór- arinssyni, 1996. Hrafn sat í fyrstu stjórn Samtaka kvikmyndaleikstjóra 1989, var vara- forseti Bandalags íslenskra lista- manna 1983-88 og formaður Sam- Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndagerðarmaður – 70 ára Morgunblaði/Arnþór Birkisson Krummi Hrafn gerði á annan tug kvikmynda og fjölda sjónvarpsþátta. Snillingur og vorboði í kvikmyndagerð okkar Nánir vinir Hrafn og Ingmar Bergman, virtasti kvikmyndaleikstjóri Svía. Akureyri Viktor Tumi Hólmbertsson fæddist 9. júní 2017 kl. 13.51 á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Hann vó 3.952 g og var 55 cm að lengd. Foreldrar hans eru Hólmbert H. Helguson og Aldís Eik Sigmundsdóttir. Nýr borgari Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Börn og brúðhjón Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.