Morgunblaðið - 16.06.2018, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 16.06.2018, Qupperneq 41
DÆGRADVÖL 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | rein.is Bakteríuvörn Kvarts steinn frá Silestone er fáanlegur í fjölbreyttum áferðum og litum. Silestone bjóða einir upp á borðplötur með varanlegri bakteríu- og sveppavörn. Gefðu heimilinu ferskleika og líf á þínum forsendummeð Silestone. Blettaþolið Sýruþolið Högg- og rispuþolið Kvarts steinn í eldhúsið silestone.com Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú getur bætt umhverfi þitt og sam- band við aðra úr fjölskyldunni. Það freistar þín mjög að reyna eitthvað nýtt svo þú skalt fyrir alla muni láta það eftir þér. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú átt von á yndislegum og spennandi degi. Þú ert fullur af krafti og vilt gera allt í einu en vinnufélagi kemst upp með lélega frammistöðu því þú bætir skaðann. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Hæfileiki þinn til að vera sveigj- anlegur og gera skyndilegar breytingar vekur hrifningu hjá samstarfsfélögum og sjálfum þér. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Óundirbúinn rausnarskapur er besta tilfinningin sem hægt er að fá fyrir nokkra hundraðkalla. Notaðu daginn til þess að gera sjálfum þér eitthvað til góða. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Hristu af þér slenið, brettu upp erm- arnar og taktu til hendinni! Láttu ekkert hnika þér af leið heldur haltu þínu striki hvað sem á dynur. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þér finnast samstarfsmenn þínir halda aftur af þér og þig langar til þess að slíta þig lausan. Vertu miskunnarlaus í mati þín á því hvað henti þér best. 23. sept. - 22. okt.  Vog Miklar kröfur eru gerðar til þín í vinnunni. Undirbúðu þig vel svo ekkert fari úrskeiðis, þegar á hólminn er komið. Bættu skipulagið svo þú náir betri árangri. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú ættir að nota daginn til að huga að því hvernig þú getir bætt útlit þitt. Skapandi lausnir eru það sem þarf í vinnunni. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Vendu þig af því að hneykslast stöðugt á annarra gjörðum og vandaðu frek- ar sjálfan þig til orðs og æðis. Haltu fast við þitt en láttu aðra um að leysa sínar deilur. 22. des. - 19. janúar Steingeit Þurfirðu að gera eitthvað sem er þér á móti skapi skaltu lofa þér því að það verður í síðasta sinn. Eitthvað á eftir að koma þér á óvart en láttu það ekki trufla þig. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Reyndu að hafa alla þræði í hendi þér áður en þú ræðst í þær framkvæmdir sem þig dreymir um. Skilgreindu hverjum ber hvað í þessu sambandi. 19. feb. - 20. mars Fiskar Ef þú ert ekki ánægður með verk annarra skaltu bara taka þau að þér sjálfur. Komdu hugmyndum þínum og tillögum á framfæri. Víkverji veit ekki hvort verðurmeiri hátíðisdagur, 16. eða þjóðhátíðardagurinn 17. júní. Eins og vonandi allir vita keppir Ísland sinn fyrsta leik á HM í Rússlandi í dag þegar liðið mætir Argentínu í Moskvu. 16. júní verður því líka ein- hvers konar þjóðhátíðardagur og mun fólk halda uppá daginn, hver með sínum hætti. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að búast mætti við „stökki í neyslu“ meðan á mótinu stendur enda geri lands- menn vel við sig í mat og drykk. x x x Veitingastaðir keppast líka við aðsýna frá leikjum Íslands á HM því annars er hætt við að það verði lítið að gera hjá þeim á meðan því allir eru bara heima að grilla. x x x Það verður hægt að horfa á leikinná stórum skjá á nokkrum stöð- um, til dæmis í Hljómskálagarð- inum, við Vesturbæjarlaug og á götumatarmarkaðnum í Skeifunni. Það getur verið mikil stemning að horfa á leik með hópi, ekki síst þegar vel gengur og allir fagna í kór. Von- andi bara að það viðri vel til áhorfs, það þarf ekki endilega að vera sól en félagarnir rok og rigning mega halda sig heima hjá sér. x x x Það að horfa á fótboltaleik á risa-skjá minnir á bíóupplifun en það er oft skemmtilegra að sjá myndir í hópi heldur en heima. Víkverji brá sér einmitt í bíó í vikunni með móður sinni á skemmtilega mynd, Book Club. Þetta er rómantísk gaman- mynd en hún er öðruvísi að því leyti til að aðalsöguhetjurnar eru ekki sautján heldur komnar yfir sjötugt. Þarna fara á kostum Diane Keaton, Jane Fonda, Candice Bergen og Mary Steenburgen. Það var gaman að sjá konur á þessum aldri njóta sín á hvíta tjaldinu og þetta eru allt frá- bærar leikkonur. Það var mikið hlegið í salnum en þetta var ekta mynd til að horfa á í svona hópi. x x x Síðan bara eitt að lokum. ÁframÍsland! Í dag og alla daga. vikverji@mbl.is Víkverji En Guð auðsýnir kærleika sinn til okkar í því að Kristur dó fyrir okkur þegar við vorum enn syndarar. (Rómverjabréfið 5.8) Gátan er sem endranær eftirGuðmund Arnfinnsson: Brattur tindur birtist hér. Bátskríli, sem hrörlegt er. Lag það heyrist leikið á. Löngum má þar vísur sjá. Helgi R. Einarssosn leysir gátuna þannig: Háum tindum, hljóðfærum og bát og hugsuðum í gömlum vísnafræðum í rólegheitum gefum við nú gát. Gæti verið að um horn við ræðum? Helgi Seljan á þessa lausn: Hornið yfir bjargið bratta rís, bátshornið má nýta enn um sinn. Á hornið leikur Palli um prúða dís, svo pára ég í Vísnahornið inn. Guðrún Bjarnadóttir svarar: Við Hornbjargið ég hæðir skil, úr horni á sjó það virti. Við hornablástur vísu vil að Vísnahornið birti. Þessi er skýring Guðmundar: Horn er tindur hár að sjá. Horn er kæna ofursmá. Hornblástur við hlýðum á. Í horni líta vísur má. Þá er limra: Höldurinn Björn á bala til fjárgæslu fram til dala sér kaupamann réð klaufar með og ennfremur horn og hala. Og að lokum ný gáta eftir Guð- mund: Lítill fugl á kvisti kveður kvæði sín af list og dug, grundin ilmar, gott er veður, gáta kemur mér í hug: Fuglinn þessi fagurt syngur. Fremsti hluti vettling á. Nefnist þetta nýgræðingur. Nettir hnoðrar til og frá. Ráðningar verða að berast eigi síðar en á miðvikudagskvöld. Helgi Seljan lét þau orð fylgja sinni lausn að sér þætti mikið gott að sjá frúrnar fara á kreik hjá okk- ur Guðmundi: Núna frúrnar fara á kreik, fögnuð veita: Eiður sær. Við þær eigum vísnaleik, varlega skal botna þær. Gömul vísa í lokin: Mig þótt græti meinsemd ný, minnst þó bæti trega, eg vil mæta öllu því ofur gætilega. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Í mörg horn að líta Í klípu „ÞAÐ ER LÍKA DÓNALEGT AÐ BENDA ÖÐRUM Á AÐ ÞEIR SÉU DÓNALEGIR.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HANN ER Á ÚTSÖLU Í ÞESSARI VIKU FYRIR TVÆR MILLJÓNIR.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... það eina sem ég þarf frá þér. SJÁUM NÚ HVAÐ NÁTTÚRAN ER AÐ GERA BILUÐ ÉG VAR AÐ YFIRGEFA KONUNA MÍNA HÚN SAGÐI AÐ ÉG VÆRI GRIMMUR VIÐ HANA ÞAÐ VIRÐIST MIKIÐ Á HANA LAGT! SVO SANNARLEGA... TVEIR AF KÆRUSTUM HENNAR SÖGÐU HENNI UPP FYRR Í VIKUNNI!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.