Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.06.2018, Blaðsíða 43
MENNING 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Orgelleikararnir sem spila á tónleik- unum eru frá Þýskalandi, Frakk- landi, Austurríki, Svíþjóð, Spáni, Tékklandi, Ítalíu, Ungverjalandi og Íslandi. „Við viljum hafa þetta fjöl- breytt og skemmtilegt, efnisskrárnar eru margbreytilegar, með tónlist sem endurspeglar langa sögu org- eltónlistar allt frá endurreisn til nú- tíma. Við óskum eftir því að organist- arnir spili líka orgeltónlist frá sínum heimaslóðum. Það er náttúrlega mik- ið spilað af Bach, sem kalla má kon- ung orgelsins. Rómantísk tónlist, sem sprottin er upp við stóru orgelin í frönskum dómkirkjum er alltaf fyr- irferðarmikil, enda nýtur hún sín einkar vel í Hallgrímskirkju. Í seinni tíð er orðið æ algengara að flytja um- ritanir fyrir orgel af þekktum hljóm- sveitar- og píanóverkum, sem ekki þótti fínt þegar ég var að læra í gamla daga. Það eru nokkur dæmi um þetta í sumar, eins og Pílagrímakórinn eftir Wagner og píanóverk eftir Pál Ísólfs- son.“ Hörður segir að orgeltónlistar- venjur séu margbreytilegar eftir löndum, meðal annars eftir því hvort löndin séu kaþólsk eða lútersk. „Frönsku organistarnir eru frægir fyrir að leika af fingrum fram, að spinna tónlistina á staðnum. Það ger- ir gestur okkar, Thierry Escaich, meðal annarra. Hann fær í lok tón- leikanna afhent sálmalag eða stef sem hann hefur ekki fengið að sjá á undan. Svo sest hann yfir orgelið og spinnur. Það er ótrúlegt að sjá hvern- ig þessir snillingar spinna stórbrotin tónverk yfir stef sem þeir eru að sjá í fyrsta skipti.“ Spuni auðveldari hjá kaþólikkum „Í helgihaldi kaþólsku kirkjunnar er mikið svigrúm fyrir spuna. Sumir þættir messunnar, eins og altaris- gangan, sem tekur mislangan tíma eftir fjölda þátttakenda, kalla á tón- list sem fellur að andrúmslofti og tímalengd, þar hefur spuninn meiri aðlögun en fyrirfram samin orgel- tónlist. Í mótmælendakirkjum er það frekar sálmurinn og allt í kringum hann sem skiptir mestu máli. Í Frakklandi og Þýskalandi er löng og merkileg hefð fyrir orgelspuna. Þar er þjálfun í spuna stór þáttur í mennt- un organista.“ Eftirsóknarvert er meðal orgel- leikara að spila á Klaisorgelið í Hall- grímskirkju og þykir það eitt hið fín- asta sinnar tegundar. „Þeim finnst spennandi að koma hingað,“ segir Hörður. „Það er góður hljómburður, gott orgel og landið hefur auðvitað sitt aðdráttarafl. Við tökum mjög vel á móti gestaorganistum okkar. Á meðal flytjenda á orgelsumrum í Hallgrímskirkju eru jafnan konsert- organistar í fremstu röð í heiminum. Allir sem fara frá okkur eftir svona heimsókn óska eftir því að fá að koma aftur. Auðvitað eru víða frábær orgel en þetta orgel er sannarlega í hópi bestu hljóðfæra. Allt sem mönnum þykir gott í sambandi við orgel er í toppi hérna; rýmið, hljómburðurinn, hljóðfærið sjálft, stærðin og radd- skipan. Þetta er ekki „stílorgel“, sem hentar afmörkuðu stíltímabili, bar- okk eða rómantík, heldur býður það upp á mikla breidd sem skilar áheyr- endum á Alþjóðlegu orgelsumri spennandi upplifun á hverjum tón- leikum.“ Eyþór Franzson Wechner, org- anisti í Blönduóskirkju, leikur á tón- leikum í dag kl. 12 og á morgun kl. 17. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Kantor Hörður Áskelsson, kantor Hallgrímskirkju og stjórnandi orgelsumarsins, fyrir framan Klaisorgelið. dóttir, leikmynda- og búninga- hönnuður, eignuðust tvíbura. „Lítil börn eiga oft erfitt með að tjá sig þegar þau vilja eitthvað, en vita ekki hvað það er. Þá birtist tjáning þeirra oft sem öskur. Með þessa reynslu var hægt að umbera það þeg- ar 85 ára gamall maður tók öskurkast, því maður vissi að kastið liði hjá. Hann vissi líka ávallt hvað hann vildi þegar hann heyrði það,“ segir Valgeir og áréttar að þeir Wilson hafi náð ágætlega saman. „Hann er mikill húmoristi og virkilega skemmtilegur karl.“ Inntur eftir því hvort hann myndi vilja vinna með Wilson aftur ef það byðist hugsar Valgeir sig vel um áður en hann svarar. „Ég lærði ótrúlega mikið í þessu samstarfi. Mér þykir mjög vænt um þessa reynslu, enda er ómetanlegt að fá að kynnast manni á borð við Wilson og sjá hann vinna,“ segir Valgeir og bendir á að hann velti því ávallt fyrir sér þegar hann gangi inn í stór verkefni hvort hann sé að bæta einhverju við sig. „Ég var fyrst og fremst að þjóna sýn CocoRosie í Eddu. Ég myndi íhuga málið vel ef Wilson byði mér að koma með sér í svona ferðalag sem tónskáld,“ segir Valgeir og fer í framhaldinu fögrum orðum um leikhópinn sem skipaður er leikurum sem allir eru góðir söngvarar. „Ég dáist að þessum leikurum því þeir fara í gegnum mikið ferli, ekki bara hvað snýr að tónlistinni, heldur ekki síður leikstílnum. Wilson er með svo nákvæmar óskir um hreyfingar. Hann hannar hverja einustu hreyf- ingu, allar handstöður og hvert ein- asta augntillit. Hvað þetta varðar er hann mjög nákvæmur og þarna er enginn sveigjanleiki,“ segir Valgeir og tekur fram að auðvitað geti leik- arar komið með tillögur að hreyf- ingum sem Wilson síðan fínpússi. „Ef einhver dettur niður í það að labba yfir sviðið eins og venjulegur maður á viðkomandi fótum fjör að launa,“ seg- ir Valgeir og bendir á að stór hluti leikhópsins hafi unnið með Wilson áður þegar hann setti upp Pétur Gaut hjá Norska leikhúsinu í Osló í sam- vinnu við Norska þjóðleikhúsið í Bergen árið 2006. Mikilvægt að fá sýningar heim Að mati Valgeirs gegnir tónlistin lykilhlutverki í því að blása lífi í stíl- fært hreyfimynstur leikhópsins. „Tónlistin fær að vera margs konar og mjög lifandi. Þetta vinnur saman þannig að áhorfendur upplifa eitt- hvað annað og meira en í leikhúsi,“ segir Valgeir og bendir á að textinn sé aldrei í fyrsta sæti hjá Wilson ólíkt mörgum öðrum leikhúsmönnum. „Hans veröld snýst um hið sjónræna og heildarupplifuna.“ Aðspurður hvort eitthvað í vinnu- ferlinu hafi komið honum á óvart svarar Valgeir því játandi. „Það var mjög forvitnilegt að sjá hvernig Wil- son byggir upp senur og verkið í heild. Hann vinnur það frá byrjun til enda og fer aldrei til baka. Í leikhús- inu er oft byrjað á því að skissa senur og síðan eru þær fínstilltar síðar í ferlinu. Wilson fullvinnur hins vegar senurnar og þær eru síðan ekki heim- sóttar aftur fyrr en nokkrum dögum fyrir frumsýningu þegar farið er að renna öllu verkinu. Smám saman fór ég að skilja að sökum þessa er mjög mikilvægt að hvert einasta smáatriði, hvort heldur snýr að búningum, leik- munum, lýsingu eða tónlist sé til staðar snemma í ferlinu þegar verið er að fullvinna senurnar.“ Spurður hvaða þýðingu það hafi fyrir sig að sýning sem hann vinnur að rati heim svarar Valgeir: „Mér finnst það ótrúlega þakklátt og mik- ilvægt að hægt sé að koma svona sýn- ingum heim, bæði fyrir leikhúsfólk og hinn almenna áhorfanda. Þegar mað- ur er ánægður með eitthvað sem maður hefur tekið þátt í þá er auðvit- að gaman að leyfa þeim sem vilja fylgjast með að heyra afraksturinn.“ Valgeir hefur á síðustu árum samið meira fyrir leikhús, en hann samdi tónlistina fyrir uppfærslu Borgar- leikhússins á Medeu fyrr í vetur og mun semja tónlistina við uppfærslu Borgarleikhússins á Kæru Jelenu næsta vetur. Hann segist hafa komist á bragðið með leikhúsvinnuna þegar hann ásamt Sigríði Sunnu, eiginkonu sinni, setti upp tónleikhúsverkið Wide slumber for lepidopterists sem sýnt var á Listahátíð í Reykjavík 2014. Þar samdi Valgeir tónlist við texta eftir a.rawlings, Sigríður Sunna annaðist leikgerð í samvinnu við Söru Martí sem leikstýrði. Leikhúsið togar í augnablikinu „Það var fyrsta leikhúsverkefnið mitt í langan tíma, en síðan hefur þetta undið upp á sig. Mér finnst mjög spennandi að vinna tónlist fyrir sjónræna framsetningu og sögu í samstarfi við aðra listamenn í öðrum listgreinum. Leikhúsið togar svolítið í augnablikinu.“ Spurður hvort fleiri leikhúsverkefni bíði svarar hann því játandi. „Ég er í öðru mjög skemmti- legu leikhúsverkefni fyrir Dramaten í Stokkhólmi þar sem við Helgi Jóns- son, söngvari og lagasmiður, semjum tónlistina. Sýningin nefnist Safe og er eftir Þjóðverjann Falk Richter sem jafnframt leikstýrir. Þetta er í annað sinn sem við vinnum með hon- um,“ segir Valgeir og bendir á að Richter vinni ávallt mikið með dans og hreyfingar í verkum sínum. „Helgi verður á sviðinu og brýtur verkið upp með lögum úr sinni smiðju,“ segir Valgeir, en sýningin verður opn- unarverkið á Bergman-hátíðinni í ágúst. „Falk vinnur verkið út frá lestri sínum á sænsku þjóðfélagi. Hann er að skoða innflytjendamálin og manneskjuna í samfélaginu út frá hugmyndinni um öryggi, en í það vís- ar titill verksins.“ Þegar Safe er í höfn snýr Valgeir sér að tónleikhúsverkefni sem frum- sýnt verður á Írlandi í nóvember. „Það nefnist Woman Undone og er sett upp af leikhópnum Broken- talkers sem starfar í Dublin,“ segir Valgeir og bendir á að uppsetningin sé framleidd í samstarfi við sviðs- listahátíðina Lókal og því ekki úti- lokað að hún rati heim til Íslands. „Bjarni Jónsson er dramatúrg verks- ins sem verður að nær öllu leyti sung- ið, enda fjallar það um írsku djass- og þjóðlagasöngkonuna Mary Coughlan sem tekur sjálf þátt í sýningunni,“ segir Valgeir og bendir á að verkið byggist á sjálfsævisögu Coughlan sem nefnist Bloody Mary og út kom 2008. „Þar rekur hún hvað varð til þess að hún fór að syngja, því hún var að nálgast þrítugt þegar hún gerðist söngkona. Hún átti erfitt líf og hafði lent í mikilli misnotkun sem leiddi til óhóflegrar áfengis- og vímuefna- neyslu,“ segir Valgeir og tekur fram að verkið fjalli aðeins um bernsku- og unglingsár hennar. „Umfjöllunar- efnið hefur víðari skírskotun í reynslu margra kvenna.“ Þess má að lokum geta að Robert Wilson tekur þátt í listamannaspjalli um Eddu í Borgarleikhúsinu á morg- un, sunnudag, kl. 17. Ljósmyndir/Lesley Leslie-Spinks Kraftmikill Frode Winther í hlut- verki þrumugoðsins Þórs. Tvöfaldur Eivin Nilsen Salthe túlkar Loka hinn lævísa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.