Morgunblaðið - 20.06.2018, Page 1

Morgunblaðið - 20.06.2018, Page 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 0. J Ú N Í 2 0 1 8 Stofnað 1913  143. tölublað  106. árgangur  FATAHÖNNUÐUR HELDUR EINKA- SÝNINGU EDDA Í BORGARLEIKHÚSINU KENNIR BÖRNUM OG FULLORÐNUM BÚKTAL LISTAPISTILL 33 CARLA RHODES 12ANÍTA HIRLEKAR 30 Leikskólakrakkar sóttu athöfn sem haldin var í Hólavalla- kirkjugarði í tilefni kvenréttindadagsins, enda á málefnið er- indi við unga sem aldna. Í gær voru liðin 103 ár frá því að ís- lenskar konur fengu kosningarétt og var því fagnað með athöfn þar sem Dóra Björt Guðjónsdóttir, sem tók síðar um daginn við embætti forseta borgarstjórnar, lagði blómsveig á leiði kvenréttindakonunnar Bríetar Bjarnhéðinsdóttur og flutti ávarp. „Við megum ekki taka auknu valfrelsi sem sjálfsögðum hlut því það var ekki fengið ókeypis,“ sagði Dóra Björt. »4 Leikskólabörn lögðu við hlustir í Hólavallakirkjugarði Morgunblaðið/Kristinn Magnússon  Aukning í holuábúð lunda mælist í Vest- mannaeyjum og víðar í kringum Suðurland. Þetta kemur fram í niðurstöðum ný- afstaðins lunda- ralls en því lauk í Eyjum sl. mánu- dag. Fækkun mælist á Vesturlandi en ekki er ljóst hvað veldur. Þetta segir Erpur Snær Hansen líffræð- ingur en hann mældi holuábúð á ell- efu stöðum við strendur landsins. Erpur hefur stýrt lundarallinu sl. níu ár en ýmislegt nýtt kom fram í ár. Hann heldur af stað í aðra hringferð í lok júlí og athugar hversu margir ungar hafa komist á legg. »4 Eyjamenn geta fagnað rallinu í ár  Á næstu mánuðum verður starf- semi verkfræðistofunnar Eflu flutt af Höfðabakka í Reykjavík, en í byggingunni þar hafa greinst raka- skemmdir og mygla, sem kallar á umfangsmiklar viðgerðir. Rýma þarf húsið af þeim sökum og því ákvað Eflufólk að færa starfsemina í hús við Lyngháls. Efla fær því að kenna á skaðvaldinum sem stofan hefur barist gegn með viðskipta- vinum sínum. »4 Efla flýr myglu á Höfðabakkanum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco hér á landi á sölu á íslensku grænmeti eru takmörkuð. Þetta seg- ir Gunnlaugur Karlsson, fram- kvæmdastjóri Sölufélags garðyrkju- manna. Telur hann að markaður fyrir grænmeti hafi stækkað hér á landi, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna og breytts neyslu- mynsturs hjá Íslendingum sem borða nú meira grænmeti en áður. Horfur eru almennt góðar í garð- yrkju í sumar, en veðurfar hefur sett strik í reikninginn í íslenskri græn- metisrækt einkum í úti- og korn- rækt. Vísbendingar eru um að veð- urfar hafi einnig áhrif á íslenska neytendur, því þegar vel viðrar virð- ast Íslendingar ólmir í grænmeti, miðað við sölutölur Sölufélags garð- yrkjumanna. Sala til Danmerkur gengið vel Útflutningur á tómötum og gúrk- um til Danmerkur hófst í vetur og að sögn Gunnlaugs er góð reynsla af viðskiptunum. Næsta haust verður útflutningi því fram haldið. Grænmetið er selt inn á sælkera- markað sem gæðavara, en heilnæmi og hreinleiki íslenska grænmetisins kyndir undir eftirspurninni, að sögn Gunnlaugs. Þjóðverjar hafa nú einnig sýnt áhuga á íslensku grænmeti og út- flutningur til Þýskalands gæti orðið að veruleika. „Þetta er 80 milljón manna markaður og þarna er gríð- arleg kaupgeta, en við höfum ekki verið sterk á þessum markaði með íslenskar vörur. Ég tel að þarna séu miklir möguleikar í kjöti, fiski og grænmeti líka,“ segir Gunnlaugur. Þjóðverjar vilja íslenskt grænmeti  Takmörkuð áhrif af opnun Costco á sölu á íslensku grænmeti Grænmeti Vísbendingar eru um að veðurfar hafi áhrif á grænmetisneyslu. MÁhrifin minni en búist var við »10 Áhugi á Íslandi og íslenska landslið- inu í knattspyrnu hefur margfaldast eftir að heimsmeistaramótið í knatt- spyrnu fór af stað. Mikil umræða hefur átt sér stað á samfélags- miðlum auk þess sem greinum á er- lendum miðlum hefur stórfjölgað. „Það eru mjög margir að deila og skrifa efni í kringum landsliðið og þetta mót. Við höfum t.d. séð að um 3.000% fleiri eru að tala um landið á Facebook en síðustu helgi,“ segir Daði Guðjónsson, forstöðumaður ferðaþjónustu og skapandi greina hjá Íslandsstofu, og bætir við að ef vel gangi á mótinu muni áhuginn aukast enn frekar. »6, 18 og Íþróttir Morgunblaðið/Skapti Áhugi Fjölmiðlar ræða við Gylfa. HM eyk- ur áhuga  3.000% fleiri ræða Ísland á Facebook

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.