Morgunblaðið - 20.06.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Þorgrímur Kári Snævarr
Alexander Gunnar Kristjánsson
„Það þarf þor og kjark til að velja
sjálfa sig. Það er oft á tíðum óþægi-
legt. Jafnvel vont. En það er hið
rétta.“
Þetta sagði Dóra Björt Guðjóns-
dóttir, sem tók við embætti sem for-
seti borgarstjórnar síðar sama dag,
er hún lagði blómsveig á leiði Bríetar
Bjarnhéðinsdóttur í tilefni 103 ára
afmælis kosningaréttar kvenna á Ís-
landi í gær. „Við megum ekki taka
aukið valfrelsi sem sjálfsögðum hlut
því það var ekki fengið ókeypis. Það
var fengið með blóði, svita og tárum
formæðra okkar, Bríetar og margra
baráttukvenna og -manna fyrr og
síðar. Sú er staðreyndin. Sýnum
þakklæti með því að nýta okkur
þetta valfrelsi.“ Tónlistarkonan Ólöf
Arnalds söng fáein lög eftir ávarpið.
Ljósmæður „hrein kvennastétt“
Það voru ekki aðeins orðin tóm
sem fóru fram á kvenréttindadegi ís-
lenskra kvenna í gær. Facebook-
hópurinn „Mæður og feður standa
með ljósmæðrum“ stóð fyrir
samstöðufundi, til stuðnings kjara-
baráttu íslenskra ljósmæðra, sem
fór fram í Mæðragarði Reykjavíkur
um fimmleytið í gær.
Andrea Eyland Björgvinsdóttir,
einn stofnenda hópsins, segir fund-
inn hafa tekist vel og að aðsókn hafi
verið góð. Hún segir það enga til-
viljun að kvenréttindadagurinn var
valinn fyrir samstöðufundinn. Ljós-
mæðrastéttin sé „hrein kvennastétt“
og barátta hennar fyrir ásætt-
anlegum kjörum sé nátengd jafn-
réttisbaráttunni. Ljósmæður höfn-
uðu nýjum kjarasamningi þann 8.
júní síðastliðinn með yfirgnæfandi
meirihluta um það bil 70% greiddra
atkvæða. Í samningnum fólst 4,21%
launahækkun en þessa hækkun seg-
ir Andrea svívirðilega lága.
Samstöðufundurinn var haldinn í
aðdraganda nýrra viðræðna sem
fara fram í dag milli samninga-
nefnda ljósmæðra og ríkisins. Að
sögn Áslaugar Valsdóttur, formanns
Ljósmæðrafélagsins, verða við-
ræður að hefjast frá grunni eftir að
fyrri kjarasamningi var hafnað. Að-
eins tvær vikur eru þar til uppsagnir
nítján ljósmæðra taka gildi. Fleiri
uppsagnir munu síðan fylgja í kjöl-
farið í ágúst og september að öllu
óbreyttu. Þetta myndi höggva mikið
skarð í ljósmæðrastétt landsins þar
sem aðeins eru um hundrað ljós-
mæður starfandi í landinu öllu.
Andrea segir að mikilvægt sé að
samningar náist sem fyrst og vonar
að „ekkert hræðilegt [þurfi] að ger-
ast til að ríkisstjórnin taki við sér“.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Blóm Dóra Björg Guðjónsdóttir, forseti borgarstjórnar, lagði blóm á leiði Bríetar Bjarnhéðinsdóttur í gær.
Kvenréttindadegi fagnað
með orðum og gerðum
Samstöðufundur haldinn til stuðnings kjörum ljósmæðra
Morgunblaðið/Valli
Samstaða Samstöðufundur stuðningsmanna bættra kjara ljósmæðra fór
fram í Mæðragarðinum í gær. Aðsókn var góð á fundinn.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Starfsemi verkfræðistofunnar Eflu
verður í sumarlok flutt að Lynghálsi
4 í Reykjavík frá Höfðabakka 9, en í
húsinu þar hafa greinst raka-
skemmdir og mygla sem kallar á um-
talsverðar viðgerðir. Ljóst var að
rýma þyrfti húsið meðan á endurbót-
um stendur en stjórnendur Eflu
töldu betra að flytja í ný húsakynni
til langs tíma í stað þess að færa sig
um stundarsakir.
Skynsamlegt að flytja
„Það er talsverð fyrirhöfn að flytja
300 manna vinnustað. Að koma sér
fyrir til lengri tíma í nýju húsi var að
okkar mati það skynsamlegasta í
stöðunni,“ sagði Guðmundur Þor-
björnsson, framkvæmdastjóri Eflu, í
samtali við Morgunblaðið. „Við för-
um í gott fimm hæða hús og fáum
7.500 fermetra og munum væntan-
lega stækka við okkur þarna í fyll-
ingu tímans.“
Gert verður við
Höfðabakkahúsið
Um Höfðabakkann, þar sem Efla
hefur verið sl. átta ár, segir Guð-
mundur að þegar raki og mygla
greinast í byggingum sé slíkt alltaf
varhugavert með tilliti til heilsu
fólks, sem getur fundið fyrir óþæg-
indum. Má í því sambandi nefna hús
sem hefur þurft að rýma vegna
skemmda, t.d. Íslandsbankahúsið
við Kirkjusand, ráðuneyti í Hafnar-
húsinu og nýbyggingu við barna- og
unglingageðdeild Landspítala við
Dalbraut. Guðmundur segir að gert
verði við bygginguna á Höfðabakka
sem áfram mun nýtast til eðlilegrar
starfsemi í framtíðinni, þó Efla fari á
Lynghálsinn í húsnæði sem er leigt
af verktakafyrirtækinu Eykt.
Efla flytur út úr mygluhúsi
Morgunblaðið/Valli
Efla Starfsemin verður í sumarlok flutt að Lynghálsi 4 í Reykjavík frá
Höfðabakka 9, en í húsinu þar hafa greinst rakaskemmdir og mygla.
Rakaskemmdir og mygla á Höfðabakka Varahugavert fyrir heilsu fólks
300 manna vinnustaður verður fluttur á Lyngháls í 7.500 fermetra hús
Teitur Gissurarson
teitur@mbl.is
„Þetta gekk nú frekar brösulega. Það
var skítkalt og rok og rigning fyrir
norðan,“ segir Erpur Snær Hansen,
starfandi forstöðumaður Náttúru-
stofu Suðurlands, en hann hefur síð-
an árið 2010 séð um árlegt lundarall
fyrir allt landið.
„Það er talsvert mikil hækkun
ábúðar í Eyjum,“ segir Erpur en
holuábúð hækkaði úr 55% í fyrra í
68% í ár. Hæst hefur hlutfallið í Vest-
mannaeyjum verið 74% og eru þetta
því gleðitíðindi fyrir Eyjafólk, segir
Erpur og bætir við: „Þetta er mjög
mikil hækkun úr 55% þannig það er
líklega eitthvað að gerast.“
Erpur fór að vanda fyrir flokki leið-
angursfólks en rallið hófst í Akurey 4.
júní síðastliðinn og lauk í Vestmanna-
eyjum í fyrradag. Fram fóru mæling-
ar á níu öðrum stöðum en hætta
þurfti við mælingar í Drangey vegna
veðurs.
Erpur segir ýmsar ályktanir mega
draga af nýafstöðnum mælingum,
sem sýna ýmislegt sem ekki hefur
komið fram áður. „Ábúð stendur í
stað alveg frá Papey fyrir austan og
yfir í Grímsey fyrir norðan en síðan
er lækkun á Norðvestur- og Vestur-
landi,“ segir Erpur en sem dæmi má
nefna að um 13 prósentustiga lækkun
mældist í Grímsey á Steingrímsfirði.
„Núna skilja vesturlandið og suð-
urlandið sig í sundur. Núna er til
dæmis aukning hér fyrir sunnan á
meðan það er niðursveifla fyrir vest-
an. Það höfum við ekki séð áður,“ seg-
ir Erpur. Hann segir þó gaman að sjá
svo skýran aðskilnað á milli lands-
hluta og bætir við: „Núna ættum við
þá að geta leitað uppi hvað er öðruvísi
milli þessara landshluta núna í ár en
hefur verið.“
Erpur og félagar fara í aðra hring-
ferð í lok júlí og athuga þá hversu
margir lundaungar hafa komist á
væng.
Fjölgun lunda í
Eyjum og víðar
Skilur á milli
Vesturlands og
Suðurlands
Óákveðinn Lækkun mælist á Vest-
urlandi en hækkun fyrir sunnan.
Hrafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir
hefur verið end-
urskipuð í emb-
ætti fram-
kvæmdastjóra
Lánasjóðs Ís-
lenskra náms-
manna (LÍN).
Þetta kemur
fram í tilkynn-
ingu á vef Stjórn-
arráðs Íslands.
Lilja Alfreðsdóttir mennta-
málaráðherra skipaði í mars verk-
efnastjórn um endurskoðun á lög-
um um LÍN. Búast má við
upplýsingum um fyrstu áform verk-
efnastjórnarinnar nú í sumar. Með-
al álitaefna sem verkefnastjórnin
mun taka til skoðunar er hvers kon-
ar nám skuli vera lánshæft, hvernig
vöxtum og endurgreiðslu skuli
háttað hjá sjóðnum, og fjármögnun
hans.
Áfram fram-
kvæmda-
stjóri LÍN
Hrafnhildur Ásta
Þorvaldsdóttir