Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 6
Í KABARDINKA Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur til Volgo- grad í Rússlandi síðdegis í dag vegna lokaundirbúningsins fyrir leikinn gegn Nígeríu á HM á föstudaginn. Í Volgo- grad á bökkum Volgu er heitt í veðri og moskítóflugur á svæðinu eru með allra mesta móti. Víðir Reynisson, ör- yggisstjóri KSÍ, sagði við Morgunblaðið í gær að íslenski hópurinn væri tilbúinn til að takast á við slíkar aðstæður. „Við fengum þær upplýsingar eftir læknaráðstefnu í febrúar að við gætum lent í þessum aðstæðum. Þá rædd- um við þetta mjög ítarlega við strákana í Bandaríkjaferð- inni í mars og brýndum fyrir þeim að vera viðbúnir þessu. Þetta virðist vera að ganga eftir og flugurnar núna eru með því mesta sem þeir hafa séð mjög lengi í Volgograd. Við gerðum því strax ráðstafanir og erum með allan búnað til að takast á við flugurnar. Nóg af rafmagnsfælum til að setja í herbergin, batteríisfælur til að ganga með á sér og sprey sem á að vernda fólk fyrir biti. Fyrsta markmið hjá okkur var að gera allt sem við gætum til að koma í veg fyrir bit. Fælurnar eiga að virka vel, þær eru sagðar hrekja flugurnar í burtu í dálítinn rad- íus. Síðan erum við með svokallaða eftirbitspenna til að bregðast við og bera á bitsárin og einnig ofnæmistöflur og lyf ef upp kemur ofnæmi hjá einhverjum,“ sagði Víðir. „Við sáum vel í sjónvarpsútsendingunni frá leik Eng- lands og Túnis í Volgograd að það safnaðist ótrúlega mikið af flugum í kringum leikmennina og þegar þeir námu stað- ar var ský í kringum höfuðin á þeim.“ Hann telur að stuðningsfólk íslenska landsliðsins sem mætir á leikinn í Volgograd þurfi ekki að setja þetta flugnafár fyrir sig. „Nei, það á enginn að hætta við út af þessu. Aðalmálið er að vera vel undir aðstæðurnar búinn og gæta að því sama og við höfum brýnt fyrir leikmönnunum. Ekki opna út á svalir, gæta sín sérstaklega vel í ljósaskiptunum þeg- ar flugurnar eru ágengastar, vera með ljós inni á baði á nóttunni til að flugurnar sæki frekar þangað, spreyja rúm- ið sitt, lakið, sængina og allt í kring. Þetta getur verið mjög pirrandi en aðalmálið er að láta flugurnar ekki angra sig of mikið. Þær verða sveimandi í kringum allt og alla,“ sagði Víðir. Með allt til að takast á við flugurnar í Volgograd  Moskítófaraldur er með allra mesta móti á svæðinu Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Öryggisstjóri Víðir Reynisson segir liðið undirbúið fyr- ir flugurnar sem nóg er af í Volgograd þessa dagana. 6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 Framtak-Blossi er umboðsaðili fyrirVOLVO PENTA á Íslandi Dvergshöfða 27 , 110 Reykjavík | www.blossi.is | blossi@blossi.is Framtak-Blossi kappkostar að bjóða góða þjónustu og sanngjarnt verð á varahlutum. Hafið samband við Hafþór í síma 895-3144 eða hafthor@blossi.is Fjöldi fyrirtækja mun setja upp stóra skjái og þó- nokkuð er um að lokað verði fyrr þegar leikur Ís- lands gegn Níg- eríu á HM fer fram klukkan 15 á föstudag. Ís- lands- og Lands- banki hafa báðir sent frá sér tilkynningu þess efnis að öllum útibúum og þjónustuveri verði lokað fyrr á föstudag svo starfsfólk geti fylgst með leiknum heima hjá sér. Ekki fengust upplýs- ingar frá Arion banka hvort lokað yrði fyrr þar. Opið verður í verslunarmið- stöðvum meðan á leiknum stendur en samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind verður leiknum varpað upp á skjá. „Við munum sýna leikinn á öllum setu- svæðum hér á göngugötunni og fjölmargar verslanir og veitinga- staðir eru einnig með skjái hjá sér. Gestir Smáralindar og starfsmenn geta því horft á leikinn á fjölmörg- um stöðum í húsinu og skemmtileg stemning er víða hér meðan á leik stendur,“ segir Tinna Jóhanns- dóttir, markaðsstjóri Smáralindar, en að sögn Tinnu lagði talsverður fjöldi fólks leið sína í Smáralind þegar leikur Íslands gegn Argent- ínu fór fram. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu verður ráðuneyt- inu ekki lokað fyrr en starfsmenn munu þó fylgjast saman með leikn- um í vinnunni. „Við lokum klukku- tíma eftir að leikur hefst og ég held að það verði hörkustemning hjá okkur. Fólk ræður síðan hvort það klárar leikinn hér eða tekur seinni hálfleikinn heima,“ segir Lára Björg Björnsdóttir, upplýsinga- fulltrúi forsætisráðuneytisins. aronthordur@mbl.is Varpað á skjá eða lokað fyrr  Ráðstafanir gerð- ar vegna landsleiks Lára Björg Björnsdóttir Í KABARDINKA Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Strandbærinn við Svartahaf, þar sem íslenska landsliðið í fótbolta dvelur meðan á HM stendur, utan dagana sem það skreppur burt til að keppa, er ekki frábrugðinn öðrum slíkum að neinu leyti nema tungu- málinu. Hér er fjöldi ferðamanna, en eingöngu Rússar. Íbúar Kabardinka eru sagðir um 8.000 en stutt er yfir til borgarinnar Gelendzhik þar sem búa tæplega 60.000 manns. Þeir sem hafa dvalið í strandbæj- um á Spáni, Frakklandi, Ítalíu og víðar þekkja litlu búðirnar sem selja sólarvörn, vindsængur, inniskó og þar fram eftir götunum. Veitinga- staði við göngugötuna. Þetta er allt hér, eins og nærri má geta. Og ekki er sólin síðri en annars staðar; sterkari ef eitthvað er og mætti jafnvel aðeins lækka á henni risið en svalur vindur bjargar stundum því sem bjargað verður. Sú gula skein skært til hádegis í fyrradag þegar við tók mikil rigning, þrumur og eldingar. Landsliðið var í fríi og menn höfðu hugsað sér til hreyfings en fæstir létu verða af því. Nokkrir fóru þó í hjólatúr og fjórir gerðu sér ferð í hádeginu á hótelið í Glendzhik þar sem sænska lands- liðið býr. Þar er frábær veitinga- staður. Svíarnir voru ekki heima heldur að vinna Suður-Kóreumenn í Nishnij Novgorod. Í gær var allt komið í hefðbund- inn farveg. Sól var hátt á lofti og ský ekki að þvælast fyrir. Straum- urinn lá á ströndina en ekki í hina áttina eins og um hádegisbil í fyrra- dag. Morgunblaðið/Eggert Ferðamannafjöldi Kabardinka er vinsæll sumarleyfisstaður meðal Rússa, eins og fleiri bæir í veðursældinni við Svartahafsströnd þessa víðfeðma lands. Paradís rússneskra sóldýrkenda Ísland Ekki fer fram hjá neinum, sem leggur leið sína niður á strönd í Kab- ardinka, og þeir eru margir, að eitt HM-liðanna hefur aðsetur í bænum. Vinsæll Margir láta mynda sig við úlfinn Zabivaka, lukkudýr HM. Erling Ólafsson, skordýrafræðingur, vill meina að for- svarsmenn landsliðsins hafi farið með rangt mál und- anfarna daga. Mikið hefur verið rætt og ritað um hættuna á bitum moskítóflugna í leik Íslands gegn Níg- eríu. Að mati Erlings er þó einungis um saklaust rykmý að ræða en ekki moskítóflugur. „Hvaða óhemjugangur er þetta út af nokkrum flug- um suðaustur í Volgógrað? Það sem ég greini af mynd er svermur rykmýs. Almeinlaus kvikindi ...“ skrifaði Er- ling á Twitter. Ef svo vill til að um moskítóflugur sé að ræða geta stuðnings- og landsliðsmenn Íslands í Rúss- landi sofið rótt enda hverfa bitin á nokkrum dögum. Rykmý en ekki moskítóflugur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.