Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Björn Bjarnason skrifar: „Aug-ljóst er að Ríkisútvarpið nýt-
ir nú yfirburði sína á sjónvarps-
markaðnum til að sópa til sín eins
miklu fé og frekast er unnt með
auglýsingum í
tengslum við HM í
knattspyrnu í
Rússlandi.
Frásagnir for-ráðamanna
annarra fjölmiðla
af stöðu sinni
gagnvart þessum miðli sem fær
4,1 milljarð í skatttekjur á ári
sýna hve samkeppnisstaða þeirra
er ömurleg þegar um slíkan stór-
viðburð er að ræða og auglýs-
ingaryksuga ríkismiðilsins er sett
á fullt.
Hitt er svo annað mál að ekk-ert verður við þetta ráðið
enda benda svör opinberra eftir-
litsaðila til þess að þeir ætli, jú,
að kynna sér málið en að nokkuð
gerist með mótvægisaðgerðum
gegn ofuraflinu er ólíklegt.
Spurning er hvort allt það fé sem
aflað er á þennan hátt rennur að-
eins til þess að standa undir
kostnaði við miðlun mynda og
frétta af HM eða hvort einhverjir
brauðmolar nýtist til að bæta
dagskrána almennt. Hlustunin á
rás 1 og rás 2 er að jafnaði dap-
urleg. Þar virðist líka allt ganga
af gömlum vana.
Þótt gert sé út á fyrirtæki viðöflun auglýsingatekna leggur
ríkisútvarpið sig til dæmis ekkert
fram um að flytja viðskiptafrétt-
ir. Fréttastofa þess hefur kannski
aldrei verið fjær því að flytja
slíkar fréttir en nú. Áhugi hennar
beinist fyrst og síðast að stöðu
hins opinbera og sá vinnustaður
sem þar er oftast til umræðu er
Landspítalinn, má segja að fréttir
af honum séu fastur liður eins og
venjulega.“
Björn
Bjarnason
Stjórnlaus fíll
í postulínsbúð
STAKSTEINAR
Veður víða um heim 19.6., kl. 18.00
Reykjavík 6 rigning
Bolungarvík 7 léttskýjað
Akureyri 9 léttskýjað
Nuuk 5 léttskýjað
Þórshöfn 9 skýjað
Ósló 20 heiðskírt
Kaupmannahöfn 19 heiðskírt
Stokkhólmur 20 heiðskírt
Helsinki 13 þrumuveður
Lúxemborg 21 skýjað
Brussel 20 skýjað
Dublin 22 skýjað
Glasgow 14 skýjað
London 23 alskýjað
París 21 skýjað
Amsterdam 19 léttskýjað
Hamborg 20 léttskýjað
Berlín 23 skýjað
Vín 28 heiðskírt
Moskva 20 skúrir
Algarve 25 léttskýjað
Madríd 28 heiðskírt
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 28 skýjað
Aþena 28 léttskýjað
Winnipeg 22 skýjað
Montreal 19 léttskýjað
New York 27 léttskýjað
Chicago 24 þoka
Orlando 29 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. júní Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 2:55 24:05
ÍSAFJÖRÐUR 1:35 25:35
SIGLUFJÖRÐUR 1:18 25:18
DJÚPIVOGUR 2:10 23:49
„Í þessu tilviki er um að ræða málefni
Vaðlaheiðarganga og íslenska ríkisins
og það tengist okkur ekki.“ Þetta seg-
ir Guðjón Helgason, upplýsinga-
fulltrúi Isavia, spurður út í meinta
skuld fyrirtækisins við Vaðlaheiðar-
göng hf.
Eins og Rúv greindi frá á mánudag
hafa Vaðlaheiðargöng ehf. ekki fengið
greiddar um 50 milljónir króna vegna
flutninga á jarðefni úr göngunum í
nýtt flughlað á Akureyrarflugvelli.
Málið teygir sig aftur til upphafs
framkvæmda við Vaðlaheiðargöng en
í upphaflegri kostnaðaráætlun við
gerð ganganna var gert ráð fyrir
flutningi umframefnis til hins nýja
flughlaðs. Þetta segir Valgeir Berg-
mann, framkvæmdastjóri Vaðlaheið-
arganga hf., en framkvæmdir við flug-
hlaðið hafa gengið hægt þrátt fyrir að
efni hafi fengist gefins frá Vaðlaheið-
argöngum. „Við erum komnir með
ókeypis efni sem kostar kannski fjög-
urhundruð milljónir ef það þyrfti að
borga fyrir það,“ segir Valgeir en
vegna lítilla fjárveitinga til fram-
kvæmda við hlaðið hafa Vaðlaheiðar-
göng hf. ekki fengið greitt fyrir flutn-
ing jarðefnisins. „Auðvitað erum við
hræddir um að þetta verði aldrei
borgað en um leið og það kemur fjár-
veiting á samgönguáætlun munum við
banka,“ segir Valgeir. teitur@mbl.is
Málið á milli ríkisins og ganganna
Isavia tengist ekki máli Vaðlaheiðar-
ganga 50 milljónir ógreiddar
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Framkvæmdastjóri Valgeir Berg-
mann og Vaðlaheiðargöng.
Vísitala íbúða-
verðs á höfuð-
borgarsvæðinu
hækkaði um 1,1%
milli mánaða í
maí, samkvæmt
nýjum tölum
Þjóðskrár Ís-
lands. Verð fjöl-
býlis hækkaði um
0,4% milli apríl og maí og sérbýli
hækkaði um 2,8%. Svo mikil hækkun
á sérbýli hefur ekki sést á milli mán-
aða síðan í mars 2017 en þá hækkaði
verð á sérbýli um 3,3% á milli mán-
aða, segir í fréttatilkynningu frá
Íbúðalánasjóði.
Vísitala íbúðaverðs hefur nú
hækkað um 4,6% undanfarna 12
mánuði. Áfram hægir á 12 mánaða
hækkunartakti íbúðaverðs og hefur
hann ekki mælst minni síðan í mars
2013. Raunverð íbúða, þ.e. vísitala
íbúðaverðs í hlutfalli við vísitölu
neysluverðs, hækkaði um 1,1% á
milli mánaða. Í maí í fyrra nam 12
mánaða hækkun raunverðs 21,5% en
er nú 2,5%. 703 kaupsamningum um
íbúðir á höfuðborgarsvæðinu var
þinglýst í maí. Á fyrstu fimm mán-
uðum ársins var 2.920 kaupsamn-
ingum þinglýst á svæðinu, yfir sama
tímabil í fyrra voru þeir 2.904.
Íbúðaverð
hækkar
12 mánaða hækk-
un íbúðaverðs 4,6%