Morgunblaðið - 20.06.2018, Side 10

Morgunblaðið - 20.06.2018, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 SAMSTARFSAÐILI HVAR SEM ÞÚ ERT Hringdu í 580 7000 eða farðu á heimavorn.is Poul Mohr lést 16. júní síðastliðinn, 88 ára að aldri. Mohr var kjör- ræðismaður Íslands í Færeyjum í 22 ár, frá árinu 1985 allt til árs- ins 2007 þegar Ísland opnaði sendiskrifstofu í Þórshöfn. Mohr fæddist árið 1929. Hann hóf störf við Tórshavnar Skipa- smiðju árið 1952 og varð aðaleigandi og forstjóri fyrirtækisins árið 1979. Gegndi hann því starfi til ársins 2004. Mohr var vel liðinn meðal starfsmanna sinna og í færeysku samfélagi. Var hann ennfremur einn aðalhvatamaðurinn að baki færeyska olíufyrirtækinu Atlantic Petroleum, sem stofnað var árið 1998, en því var meðal annars ætlað að sinna olíuleit og -vinnslu innan efnahagslögsögu Færeyja. Mohr var skipaður kjörræðis- maður Íslands árið 1985 og sinnti hann því starfi ásamt Önnu eiginkonu sinni af mikilli elju og alúð í 22 ár. Íslandsvinur var hann mikill og hafði land og þjóð í háveg- um. Sýndi Mohr og færeyska þjóðin öll vinskap sinn í verki árið 1995 þegar hann efndi til landssöfnunar meðal Færeyinga vegna snjóflóðsins á Súðavík og söfnuðust þar að minnsta kosti 5,5 milljónir íslenskra króna vegna náttúru- hamfaranna. Reiðmennska var á meðal helstu áhugamála Mohrs og hafði hann ís- lenska hestinn í hávegum. Tók Mohr þátt í hestaíþróttum á yngri árum með góðum árangri. Útför Mohrs fór fram í gær í Færeyjum. Andlát Poul Mohr, fv. ræðis- maður í Færeyjum Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Varanleg áhrif af opnun verslunar Costco í Kauptúni á sölu á íslensku grænmeti eru óveruleg, að sögn Gunnlaugs Karlssonar, fram- kvæmdastjóra Sölufélags garð- yrkjumanna. Verslunin kom sem stormsveipur inn á íslenskan markað í maí á síðasta ári, en á boðstólum var ekki íslenskt grænmeti heldur inn- flutt. „Salan í fyrra var mjög svipuð og árið áður, fyrir utan það að í júní var hún 20% minni og í júlí var hún 10% minni. Eftir það var salan á pari við það sem áður var, þannig að niður- sveiflan var ekki meira en þetta,“ segir Gunnlaugur og nefnir að lík- lega hafi heildarmarkaður fyrir ís- lenskt grænmeti stækkað. Margir Íslendingar hafi einfaldlega aukið neyslu á grænmeti og ávöxtum smátt og smátt, en stóraukinn fjöldi er- lendra ferðamanna hafi líka haft sitt að segja og nú séu að jafnaði mun fleiri hér á landi en áður. „Síðan hafa margir veitingastaðir gegnum tíðina keyrt á innfluttu grænmeti, en nota nú meira íslenskt. Sumir eru sérstaklega metnaðarfull- ir í þessu,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hve stór söluhlut- deild Costco er. „Costco hefur auð- vitað flís af þessum markaði, en ég veit ekki hversu stóra. Þeir hafa mest verið í innfluttum vörum til að byrja með en hafa verið með fyrir- heit um að bjóða upp á íslenskar vörur í auknum mæli. Það verður vonandi að veruleika. Costco-áhrifin eru miklu minni í dag en þau voru í fyrra, það er alveg ljóst,“ segir Gunnlaugur. Útflutningur gengur prýðilega Sölufélag garðyrkjumanna á í samstarfi við dansk/íslenska vöru- merkið Pure Arctic og flytur út tóm- ata og gúrkur fyrir sælkeramarkað. „Þetta er hugsað þannig að við flytjum inn á Danmerkurmarkað yfir vetrartímann. Við prófuðum þetta í vetur og það gekk mjög vel. Næsta haust gerum við þetta svo aftur. Þar verðum við ekki aðeins með græn- meti, heldur vonandi einnig kjöt og fisk,“ segir Gunnlaugur. Hann segir að mikil spurn sé eftir eftir íslensku grænmeti. „Menn eru að horfa á heil- næmi vörunnar og hreinleika og undir þessu vörumerki eru menn líka áhugasamir um kjöt og fisk. Danir eru mjög hrifnir af hágæðavörum sem þessum,“ segir hann og bætir því við að nýlega hafi Þjóðverjar sýnt íslensku grænmeti áhuga og áform séu uppi um að hefja útflutning til Þýskalands. Hann telur að þar séu mikil sóknartækifæri. „Þarna er markaður sem mér finnst Íslendingar oft ekki hafa beint sjónum nægilega að. Þetta er 80 milljón manna markaður og þarna er gríðarleg kaupgeta, en við höfum ekki verið sterk á þessum markaði með íslenskar vörur. Ég tel að þarna séu miklir möguleikar í kjöti, fiski og grænmeti líka. Þetta er samt ekki að gerast með neinum látum, en við er- um á grænu ljósi þarna,“ segir hann. Góðar horfur í garðyrkju Gunnlaugur segir horfur í garð- yrkju almennt góðar í sumar. Vot- viðri hafi þó sett strik í reikninginn í útirækt og ekki hafi tekist að sá korni eða planta út í maí að venju. Með ögn skárra veðri í sumar geti þó margt breyst. Tekist hefur að vinna upp skort á tómötum sem varði í all- an vetur. „Við fengum ekki nægilega mikið af vörum inn á markaðinn í vetur og það hefur verið viðvarandi skortur á tómötum. Sem betur fer erum við komin út úr því og það verð- ur nóg framboð af tómötum í sumar,“ segir hann og nefnir að framþróun sé mikil í tilteknum greinum um þessar mundir, t.d. í gulrótarækt. „Þar hefur orðið mikil þróun í teg- undarafbrigðum, þekkingu á ræktun og geymslutækni. Við getum nú skaffað gul- rætur í tíu til ellefu mán- uði á ári. Eins er með róf- ur og í kartöflum, en við eigum dálítið inni þar og ræktunar- tæknin er í ákveðinni þró- un,“ segir hann. Áhrif Costco minni en búist var við  Grænmetissala minnkaði í tvo mánuði en stóð svo í stað  Horfur í garðyrkju eru góðar fyrir sumarið  Þjóðverjar áhugasamir um innflutning á íslensku grænmeti  Nægt framboð af tómötum eftir skort Morgunblaðið/Golli Tómatar Íslenskir tómatar og gúrkur hafa vakið áhuga Þjóðverja, en útflutningur til Danmerkur gekk vel í vetur. Eftirspurn er eftir íslensku grænmeti á sælkeramarkaði og hefur heilnæmi og hreinleiki þess mikið að segja. Íslendingar víða um land hafa ekki fengið að sjá mikið af sólu það sem af er sumri. Úrkoma hefur verið nokkur og hefur hún áhrif á garðyrkjuna, en Íslend- ingana einnig með beinum hætti. „Menn náðu ekki að sá eða planta út í maí því það var alltof blautt. Víða komust menn bara ekki um garðana, þannig að þessu var komið niður seint, bæði kartöflum og korni sem var líka sáð seinna en vanalega. Síðan fer það alveg eftir því hvernig sumarið þróast hvað gerist, spyrjum að leikslokum. Ef það kemur sæmilegur hiti og sól, þá gerist þetta mjög hratt,“ segir Gunnlaugur, en veðurfarið hefur líka bein áhrif á þjóðina. „Það er mjög merkilegt að neysla á grænmeti fer mjög mikið eftir veðri, það er alveg magnað. Þegar það er gott veð- ur, þá borðar fólk miklu meira af því,“ segir Gunnlaugur. „Það má segja að það sé orð- ið stórkostlegt heilsufarsspurs- mál hjá þjóðinni að fá gott veð- ur því þá eru fleiri sem borða hollan og góðan mat. Þetta er alveg stórmerkilegt,“ segir hann og hlær. „Ef það kemur gott veður, þá rýkur salan upp, t.d. sala tóm- ata og jarðarberja. Síðan hafa menn lært það síðustu árin hvað það getur verið gott að grilla grænmeti, setja t.d. heila tómata á grillið eða bakka með blönduðu grænmeti. Það eru til margar góðar útfærslur í þessu,“ segir Gunn- laugur. Bein áhrif á neysluvenjur VEÐRIÐ SPILAR INN Í Gunnlaugur Karlsson Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.