Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Sterkir í stálinu
Skipastál • Lunningajárn • Bakjárn
Kælirör • Fíber- og galvanhúðaðar ristar
Svört- og ryðfrí rör og fittings
Ál • Ryðfrítt stál • PVC plötur
POM öxlar • PE plötur
Lokar af ýmsum gerðum
Opið virka daga kl. 8-17
Skútuvogi 4, Rvk
Rauðhellu 2, Hafnarfirði
Sími 568 6844 | ga@ga.is | ga.is
Láttu birtuna ekki trufla þig
Álnabær
Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta.
Síðumúla 32, Reykjavík. S. 588 5900 n Tjarnargötu 17, Keflavík. S. 421 2061 n Glerárgötu 32, Akureyri. S. 462 5900 n alnabaer.is
PLÍ-SÓL GARDÍNUR
Frábær lausn fyrir hallandi og óreglulega glugga
Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu
Íslensk framleiðsla eftir máli
Hringdu núna og bókaðu tíma í máltöku
OPIÐ: VIRKA DAGA FRÁ 10-18
alnabaer.is
Toyota Yaris Active Hybrid að verðmæti kr. 2.970.000 hvor bifreið
Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra þakkar landsmönnum veittan stuðning og óskar
vinningshöfum til hamingju.
Handhafar vinningsmiða framvísi þeim á skrifstofu Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
að Háaleitisbraut 13, Reykjavík, sími 535 0900.
Vinningaskrá er einnig birt á heimasíðu félagsins www.slf.is
5185 49495
5065 6535 20366 48317 58979
63
600
1051
2842
3036
3984
4637
5889
6957
8570
8840
9718
10151
11289
12953
13677
14258
14348
14729
15928
16230
17170
18044
18307
19180
19298
19615
19920
20857
21001
22976
24980
26356
26669
29069
29445
29856
30646
30682
31332
32292
32717
32935
32994
33278
34321
35968
36349
36600
38310
38328
38542
38928
38968
39123
39194
39587
39838
40624
41242
41849
41928
43175
43666
43955
45512
46709
47595
47982
48408
48449
49755
50872
50949
52617
52740
53042
53386
53580
53847
53978
54505
54842
55181
55362
57325
57553
57999
58499
58686
60650
60676
60797
61186
61795
62121
63575
63904
63907
63951
64198
66106
68540
70892
71692
72228
72435
72506
73809
74228
74874
75440
76148
78440
78546
78769
78951
79083
Ferðavinningur að upphæð kr. 600.000 hver vinningur
Ferðavinningur að upphæð kr. 300.000 hver vinningur
Sumarhappdrætti 2018
Dregið hefur verið í sumarhappdrætti Styrktarfélags lamaðra
og fatlaðra. Vinningar komu á eftirtalin númer:
Alexander Gunnar Kristjánsson
Þorgrímur Kári Snævarr
Ný rannsókn vísindamanna við Há-
skóla Íslands og Karolinska Institu-
tet í Stokkhólmi hefur leitt í ljós al-
varlegar afleiðingar sem
áfallastreituröskun getur haft fyrir
fólk. Samkvæmt rannsóknarniður-
stöðunum er fólk sem glímt hefur við
áfallastreituröskun í aukinni hættu á
að greinast með sjálfsónæmissjúk-
dóma. Niðurstöður rannsóknarinnar
birtust í tímariti bandaríska lækna-
félagsins, Journal of the American
Medical Association, í fyrradag.
Þrjátíu ár rannsökuð
Rannsóknin byggðist á sænskum
heilsufarsgagnagrunnum sem
spönnuðu þrjátíu ár en í gögnunum
voru um 100.000 manns greindir með
áfallastreituröskun og annars konar
streitu tengda áföllum. Samanburð-
ur við systkini umræddra og óskylt
fólk af sama aldri og kyni leiddi í ljós
að fólk með áfallastreitu var 30-40%
líklegra til þess að greinast með
sjálfsónæmissjúkdóma. Meðal sjúk-
dómanna sem umrætt fólk var lík-
legra til að greinast með má nefna
sykursýki I, lúpus, MS, Addison- og
Crohnssjúkdóm.
Unnur Anna Valdimarsdóttir,
prófessor við Læknadeild Háskóla
Íslands, og nýdoktorinn Huan Song
fóru fyrir rannsókninni. Unnur segir
þessa rannsókn vera fyrsta skiptið
sem sýnt hafi verið fram á tengsl
áfallastreitu við áhættu á sjálfs-
ónæmissjúkdómum þótt áður hafi
verið vitað að streita geti raskað
ónæmiskerfinu. Niðurstöðurnar séu
því mikilvægur áfangi. Kynning fer
fram á rannsóknarniðurstöðunum í
Tjarnarsal Íslenskrar erfðagrein-
ingar á hádegi þann 22. júní.
Tengsl áfallastreitu og
sjálfsónæmissjúkdóma
Áfallastreittir í 30-40% meiri hættu á sjálfsónæmi
Rannsókn Niðurstöður verða kynnt-
ar hjá Íslenskri erfðagreiningu.
Þorsteinn Friðrik Halldórsson
Þorgrímur Kári Snævarr
„Þolinmæðin er að þrotum komin.“
Þetta sagði Ásdís Gunnarsdóttir,
fyrrverandi starfsmaður Lands-
bankans, en nærri fimmtíu eftir-
launaþegar Lífeyrissjóðs banka-
manna mættu í Landsbankann í
Austurstræti í gærmorgun til þess
að skora á yfirvöld bankans.
Ástæða áskorunarinnar er meint-
ur forsendubrestur sem hefur leitt
til þess að lífeyrir sjóðsfélaga var
skertur um tæp 10% árið 2015 og
kann að verða enn frekar skertur á
næstunni. Skerðing hafi orðið á líf-
eyrinum þrátt fyrir að sjóðurinn hafi
í gegnum árin verið rekinn með
ávöxtun umfram þau 3,5% sem áætl-
að er að séu nauðsynleg til að halda
greiðsluhæfni. Áskorunin felur í sér
að aðildarfélög sjóðsins semji við
stjórn lífeyrissjóðsins um að bæta
forsendubrestinn.
Skökk reikniformúla
Ásdís segir að sjóðsfélögum hafi
verið lofað að þeir myndu ekki hljóta
fjárhagsskaða af því þegar ríkis-
trygging var afnumin á sjóðnum fyr-
ir tuttugu árum. Halli hafi hins veg-
ar komið á sjóðinn vegna skakkrar
reikniformúlu sem farið var eftir í
gerð sjóðsins. Í reikningnum var
miðað við 65 ára eftirlaunaaldur en
ekki 60 ára aldur eins og algengara
er nú meðal lífeyrisþeganna. Að
sögn Ásdísar er óumdeilt að reikni-
formúlan sé röng og segir hún það
liggja í augum uppi að bankinn hefði
átt að borga mismun inn í sjóðinn til
að koma í veg fyrir hallann.
Ásdís segir að lífeyrisþegarnir
vilji heldur semja við bankann en
halda út í tímafrek og kostnaðarsöm
málaferli gegn honum. Kjartan Sig-
urgeirsson, fyrrverandi starfsmaður
Reiknistofu bankanna, tók í sama
streng og sagði að áskorunin sýndi
vilja hópsins til að forðast langvinn-
an málarekstur. Hann sagði þó að
kæmi til þess að málið færi fyrir
dóm mundi hópurinn hvergi víkja
heldur leiða málið til lykta. „Einlæg
von okkar er sú að hjá þessu verði
komist og sest verði að samningum
og þeim lokið sem fyrst.“
Konur meirihluti sjóðsfélaga
Ásdís segir kvenréttindadag Ís-
lendinga hafa verið valinn fyrir af-
hendingu áskorunarinnar þar sem
70% sjóðsfélaga séu konur sem hafi
starfað mestalla starfsævi sína hjá
bankanum.
Hreiðar Bjarnason, framkvæmda-
stjóri fjármála hjá Landsbankanum,
sem tók við áskorunarbréfinu af Ás-
dísi, segir að Landsbankinn líti ekki
svo á að hann sé ábyrgur fyrir
skuldbindingum sjóðsins. Þar af
leiðandi geti lífeyrisþegarnir ekki
gert lögvarða kröfu á hendur bank-
anum.
Skorað á yfirvöld Landsbankans
Eftirlaunaþegar Lífeyrissjóðs bankamanna krefjast leiðréttingar á forsendubresti og hóta ella dóms-
máli Röng reikniformúla notuð til að reikna út eftirlaunagreiðslur til fyrrverandi starfsfólks bankans
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Áskorun Eftirlaunaþegar Lífeyrissjóðs bankamanna í Landsbankanum í
Austurstræti þann 19. júní við afhendingu áskorunar um leiðréttingu.