Morgunblaðið - 20.06.2018, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@simnet.is
Verkfæralagerinn
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Miklu meira en bara ódýrt!
Lyklahús
Sláttuorf
3.495
5.495
rrulás
1.995
1.995
7.995
4.995
3.995
3.995
Kerrulás
Hjólastandur
á bíl
1.995
Tjaldstæðatengi
Tengi
12v í 230v
Hraðsuðuketill 12v
USB 12v tengi
LAUGAVEGI 24 - 101 REYKJAVÍK
SÍMI: 552 0800
SKIPAGÖTU 7 - 600 AKUREYRI
SÍMI: 462 4646
GENUINE SINCE 1937
Erna Ýr Öldudóttir
ernayr@mbl.is
Með gildistöku reglugerðar um
lyfjaávísanir og afgreiðslu lyfja frá 1.
júlí nk. verður afgreiðsla lyfja sem
innihalda amfeta-
mín og metýlfení-
dat takmörkuð
við lyfjaskírteini
Sjúkratrygginga
Íslands (SÍ), skv.
frétt á vef
ADHD-samtak-
anna.
Markmiðið sé
að sporna við mis-
notkun lyfjanna.
Engar breytingar
verða þó gerðar á ávísunum eða af-
greiðslu lyfja sem innihalda atomox-
etin, t.d. lyfin Strattera og Atomeox-
etine Sandoz.
Ef fólk tekur lyf sem innihalda
metýlfenídat, til dæmis Concerta,
Rítalín eða annað samheitalyf, þarf
að vera með gilt lyfjaskírteini frá
Sjúkratryggingum Íslands. Þeir sem
nota lyfin þurfa að hafa gilt skírteini
frá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ),
og þurfa að sækja þau oftar í apótek.
Lyfin verða aðeins afgreidd til 30
daga í senn á minnst 25 daga fresti.
Gæta þarf að því að börn sem lyfin
eru keypt fyrir séu með gilt lyfja-
skírteini.
Tilvísun hjá ADHD-teymi
Þeir sem taka ADHD-lyf sem inni-
halda metýlfenídat, en eru ekki með
formlega greiningu frá geðlækni eða
ADHD-teymi Landspítalans (LSH),
þurfa að hafa samband við geðlækni
eða fá tilvísun heimilislæknis til
ADHD-teymis LSH. Geðlæknir tek-
ur ákvörðun um hvort sótt sé um
lyfjaskírteini til Sjúkratrygginga Ís-
lands, eftir formlega greiningu. Frá
og með 1. júlí nk. verða metýlfení-
datlyf ekki afgreidd nema með lyfja-
skírteini frá SÍ og erlendar lyfjaávís-
anir verða ekki lengur teknar gildar
vegna umræddra lyfja.
„Að hluta til eru þessar reglur til
bóta en við höfum samt sem áður
áhyggjur vegna mála sem reglugerð-
in leysir ekki,“ segir Vilhjálmur
Hjálmarsson, varaformaður ADHD-
samtakanna, í samtali við Morgun-
blaðið. Þar nefnir hann þá hópa fólks
sem ekki eru með formlega grein-
ingu frá geðlækni eða ADHD-teymi
LSH, heldur hafa fengið greiningu
hjá sjálfstætt starfandi sálfræðing-
um og lyfin ávísuð af heimilislækni í
framhaldinu.
„Biðtíminn eftir formlegri grein-
ingu hjá ADHD-teymi LSH er um 30
mánuðir og biðtími eftir viðtalstíma
hjá geðlækni er á bilinu hálft til eitt
ár, þannig að þessi hópur mun lenda
í erfiðleikum. Þá er eftir að nefna
sérstaklega fólk sem flyst til Íslands
eftir dvöl erlendis og fanga,“ segir
Vilhjálmur sem vonast til að eitthvað
verði þá amk. gert til að stytta bið-
tímann eftir formlegri greiningu.
Margir munu ekki fá lyfin sín
Formleg greining á Íslandi skilyrði frá og með næstu mánaðamótum fyrir afgreiðslu ADHD-lyfja
Framvísa þarf Sjúkratryggingaskírteini Ekki má afgreiða lyfin nema til eins mánaðar í senn
Vilhjálmur
Hjálmarsson.
Ljósmynd/Frikki
ADHD-lyf Ritalin Uno er eitt þeirra lyfja sem inniheldur metýlfenídat og
mun því reglugerðin hafa áhrif á afgreiðslu þess um næstu mánaðamót.
Líney Sigurðardóttir
Þórshöfn
Sveitarfélagið Langanesbyggð bætt-
ist í þann hóp sveitarfélaga sem taka
þátt í verkefninu Heilsueflandi sam-
félag þegar samningur þess efnis var
undirritaður í félagsheimilinu Þórs-
veri á Þórshöfn nýverið.
Alma Möller landlæknir sagði þar
frá verkefninu sem um 30 sveitar-
félög taka nú þátt í en einnig kynnti
Þorsteinn Ægir Egilsson, oddviti
Langanesbyggðar, stefnu sveitarfé-
lagsins og fyrirætlanir varðandi verk-
efnið.
Frumkvæði að þátttöku Langanes-
byggðar í verkefninu átti velferð-
arnefnd sveitarfélagsins og fékk til-
laga nefndarinnar um aðild einróma
samþykki og var gert ráð fyrir verk-
efninu á fjárhagsáætlun þessa árs. Í
vor var skipaður stýrihópur til að
halda utan um verkefnið en markmið
þess að vera heilsueflandi samfélag
er að vinna að bættri heilsu allra.
Sveitarfélög geta þar haft marg-
vísleg áhrif á heilsu og lífsstíl íbúanna
og má nefna að Langanesbyggð hefur
hafið endurbætur á göngustígum á
Þórshöfn og einnig ráðist í mikla end-
urnýjun og lagfæringu á íþrótta-
miðstöðinni. Frístundastyrkir til ung-
menna, eldri borgara og öryrkja eru
einnig liður í aðgerðum sveitarfé-
lagsins sem geta stuðlað að aukinni
hreyfingu íbúa og þar með bættri
heilsu íbúa til lengri tíma litið.
Sagði Þorsteinn fjölmörg önnur
verkefni einnig vera á prjónunum hjá
sveitarfélaginu og verða þau kynnt
síðar.
Heilsueflandi Langanesbyggð
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Langanesbyggð Alma Möller landlæknir og Elías Pétursson, sveitarstjóri.
Guðlaugur Þór Þórðarson utanrík-
isráðherra leiddi umræður um við-
skiptamál á fundi með utanríkis-
ráðherrum Norðurlandanna,
Eystrasaltsríkja og Visegradríkj-
anna svonefndu (Póllands, Ung-
verjalands, Slóvakíu og Tékklands).
Meðal dagskrárefna á fundinum
var staða ríkjanna gagnvart Rúss-
landi, öryggis- og varnarmál, sam-
skipti við Bandaríkin og þróun
mála í Evrópu. Í umræðum um
samskipti við Bandaríkin sagði
Guðlaugur Þór samskiptin vestur
um haf mikilvægari en oft áður á
tímum óvissu og áskorana í al-
þjóðamálum. Þá minnti hann á
mikilvægi frjálsra viðkipta og gildi
fyrirsjáanlegra leikreglna í alþjóða-
viðskiptum. Í umræðum um við-
skiptatengsl ríkja undirstrikaði
Guðlaugur Þór jafnframt mikilvægi
Atlantshafstengslanna sem ættu
sér langa sögu. Einnig spruttu upp
umræður um útgöngu Bretlands úr
Evrópusambandinu. Sagði Guð-
laugur Þór fundinn mikilvægan þar
sem ólík sjónarmið hefðu komið
fram. „Það er gagnlegt að eiga slík
samtöl sem endurspegla þá gerjun
og þróun sem á sér stað í Evrópu,“
sagði utanríkisráðherra.
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Ráðherra leiddi
viðskiptaumræður
Ráðherrar funduðu í Stokkhólmi
Umræður Samskipti við Bandaríkin voru meðal dagskrárefna á fundinum.