Morgunblaðið - 20.06.2018, Page 17
FRÉTTIR 17Erlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Mest seldu ofnar
á Norðurlöndum
áreiðanlegur hitagjafi
10 ára ábyrgð
Draghálsi 14 - 16 · Sími 4 12 12 00 · www.isleifur.is
Jón Birgir Eiríksson
jbe@mbl.is
Kínverjar hafa sakað Donald
Trump, bandaríkjaforseta, um „fjár-
kúgun“ vegna aðgerða hans gegn
Kína í tollamálum, en hann sagðist á
mánudag hafa farið þess á leit við
tollyfirvöld í Bandaríkjunum að tíu
prósenta innflutningstollur yrði
lagður á innfluttan varning frá Kína
að verðmæti 200 milljarðar Banda-
ríkjadala.
Einnig lýsti Trump því yfir að ef
Kínverjar hækkuðu tolla sína yrðu
tollar lagðir á varning að verðmæti
450 milljarða bandaríkjadala, meg-
inhluta innflutnings Kínverja til
Bandaríkjanna.
„Bandaríkin í forgangi“
Í síðustu viku lögðu Bandaríkin 25
prósenta innflutningstoll á varning
frá Kína, að andvirði 50 milljarða
bandaríkjadala. Telja má ljóst að
ríkin tvö séu á barmi tollastríðs, en
Kínverjar hóta hefndaraðgerðum
vegna aðgerða Trumps.
„Þessi mikli þrýstingur og fjár-
kúgun er í bága við traust samkomu-
lag ríkjanna sem náðist með löngum
og ströngum tvíhliða viðræðum í
tollamálum. Aðgerðir Bandaríkja-
forseta koma illa við alþjóðasam-
félagið,“ sagði Zhong Shan, við-
skiptaráðherra Kína, í gær. „Ef
Bandaríkin taka órökréttar ákvarð-
anir um aukna tolla þá neyðumst við
til þess að bregðast við og grípa til
aðgerða af sama toga,“ sagði hann.
Síðustu mánuði hafa viðræður
staðið yfir milli ríkjanna tveggja og
hafa Kínverjar gefið vilyrði fyrir því
að eiga frekari viðskipti við Banda-
ríkin, fyrir um 70 milljarða dala, í því
skyni að minnka mikinn jákvæðan
viðskiptahalla þeirra gagnvart
Bandaríkjamönnum. Trump hafði
ætlast til meira af Kínverjunum, við-
skipta fyrir um 200 milljarða dala.
Aðgerðirnar eru hluti verndar-
tollastefnu Trump, „Bandaríkin í
forgangi“, en hann hyggst með henni
endurreisa efnahag Bandaríkjanna.
Trump hefur farið mikinn í upp-
hafi forsetatíðar sinnar hvað tolla-
mál varðar og eru samskipti hans við
leiðtoga helstu ríkja Evrópu og Kan-
ada einnig í uppnámi vegna nýrra
innflutningstolla.
Tollastríð er yfirvofandi
Bandaríkin og Kína á barmi tollastríðs Trump vill sérstaka tolla á meginhluta
innflutnings frá Kína Kínverjar líta á innflutningstolla forsetans sem fjárkúgun
AFP
Forseti Trump hefur farið mikinn í tollamálum í forsetatíð sinni. Nú gagn-
rýna Kínverjar hann fyrir stefnu sína gagnvart kínverskum varningi.
Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, fundaði í
gær með Xi Jinping, forseta Kína, í Peking í
gær. Á fundinum greindi Kim Xi frá niðurstöðu
viðræðna sinna við Donald Trump, forseta
Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Singapúr 12. júní
sl. um kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans og frið
milli ríkjanna. Hvatti Xi Kim til að fylgja þeim
línum sem lagðar hefðu verið á fundinum um af-
vopnun. Kim þakkaði forsetanum kínverska fyr-
ir diplómatíska hjálp í tengslum við fundinn.
Leiðtoginn hefur nú heimsótt Kína þrisvar frá
því í mars og fékk heiðursmóttöku við komuna
til landsins. Eru ríkin talin hafa styrkt sam-
bandið sín á milli eftir að upp úr sauð nýlega
vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreumanna.
AFP
Kim Jong Un hélt á fund forseta Kína í Peking
Ræddu um leiðtogafundinn í Singapúr
Emmanuel Macron Frakklands-
forseti og Angela Merkel Þýska-
landskanslari funduðu í gær í Mese-
berg-höllinni í norðausturhluta
Þýskalands ásamt ráðherrum sín-
um. Var tilgangur fundarins einkum
sá að samræma tillögur ríkjanna
tveggja fyrir leiðtogafund Evrópu-
sambandsins, sem haldinn verður í
lok mánaðarins.
Innflytjendamál og málefni evr-
unnar voru efst á baugi og sagði
Macron að ríkin tvö væru sammála
um að ríki Evrópusambandsins ættu
að geta sent hælisleitendur aftur til
annarra ríkja sambandsins, ef þeir
hefðu verið skráðir þar fyrst. Af-
staða Macrons er talin geta létt póli-
tískum þrýstingi af Merkel, sem hef-
ur þurft að glíma við óánægju heima
fyrir með stefnu sína í málefnum
hælisleitenda.
Þá sammæltust Macron og Mer-
kel um að taka upp sameiginleg fjár-
lög fyrir evruna, og yrði stefnt að því
fyrir árið 2021. Hins vegar var ekki
skýrt nánar hversu há þau fjárlög
ættu að vera og til hvaða út-
gjaldaþátta þau ættu að ná.
Macron
styður við
Merkel
Stefnt að sameig-
inlegum fjárlögum
AFP
Fundur Vel fór á með Merkel og
Macron venju samkvæmt.
Þrír eru látnir
eftir skotárás við
netkaffihús á
Drottningargötu
í sænsku borg-
inni Malmö á
mánudag. Þrír til
viðbótar eru
særðir, þar af
einn alvarlega.
Mennirnir eru á
aldrinum 18 til
29 ára. Lögregla útilokar að um
hryðjuverk hafi verið að ræða og
segir að allir sem tengjast málinu
hafi áður komist í kast við lögin og
tengist skipulagðri brotastarfsemi.
Enginn hefur verið handtekinn
vegna árásarinnar, en sænska lög-
reglan fer með rannsókn málsins.
Þrír látnir eftir
skotárás í Malmö
Leit Lögregla leitar
árásarmannanna.