Morgunblaðið - 20.06.2018, Síða 23

Morgunblaðið - 20.06.2018, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 ✝ GuðmundurJón Bjarni Finnsson fæddist 18. maí 1942 í Reykjavík. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Suð- urnesja 11. júní 2018. Foreldrar hans voru Finnur G.K. Daníelsson, f. 25. nóvember 1909 á Vöðlum í Önundarfirði, d. 26. júlí 1999, og Guðmunda Sigurlaug Pétursdóttir, f. 24. október 1914 á Lækjarbakka á Skagaströnd, d. 2. febrúar 2001, og bjuggu þau lengst af á Akureyri. Bróðir Guðmundar er Valur 1990. Halla María er gift Sig- urpáli Jóhannssyni, f. 19. ágúst 1974. Börn þeirra eru Svanur, f. 28. febrúar 2001, Sigurbjörg, f. 7. ágúst 2004, og Steinunn Marta, f. 3. júlí 2006. Dóttir Matt- híasar er Matthildur Lilja, f. 2017. Níels Adolf er í sambúð með Alexöndru Bernharð Guð- mundsdóttur, f. 21. nóvember 1992. 2) Niels Adolf, f. 6. júní 1965. Hann er giftur Hönnu Mar- íu Harðardóttur, f. 9. janúar 1969, börn þeirra eru Skúli Þór, f. 16. nóvember 1989, Unnur Agnes, f. 9. september 1996, og Benedikt Bjarni, f. 28. október 1998. Skúli Þór er í sambúð með Guðrúnu Steindórsdóttur, f. 5. júní 1993. 3) Marta Guðmunda, f. 29. apríl 1970, d. 6. nóvember 2007. Marta Guðmunda eign- aðist Andreu Björt, f. 4. júlí 1995. Útför Guðmundar fer fram í Grindavíkurkirkju í dag, 20. júní 2018, kl. 14. Georg, f. 3. júlí 1945. Kona hans er Arna Dóra Svavars- dóttir, f. 7. desem- ber 1959, og dóttir þeirra er Regína Sóley, f. 7. mars 1987. Eftirlifandi eiginkona Guð- mundar er Hallbera Árný Ágústsdóttir, f. 19. október 1938. Börn þeirra eru: 1) Matthildur, f. 28. maí 1959. Hún er gift Svani Inga Sigurðssyni, f. 15. nóv- ember 1955. Börn þeirra eru Halla María, f. 14. desember 1978, Matthías, f. 13. september 1983, og Níels Adolf, f. 28. júní Þú varst eiginmaður, faðir, bróðir, frændi, vinur, pípari og afi. Afi minn og frændsystkina minna. Nú ert þú orðinn engill og dóttir þín, hún móðir mín, hefur tekið á móti þér. Von mín var sú að þið mynduð ekki hittast fyrr en eftir þónokkur ár. Þú tókst mér alltaf nákvæmlega eins og ég er. Án fordóma og varst opinn fyrir hlutum sem þín kynslóð er alls ekki þekkt fyrir að vera. Ég var búin að ákveða að biðja þig um að ganga með mér upp að altari ef ég myndi gifta mig einn daginn. Fólk sem þekkir mig veit að ég er mjög léleg í að hafa samband við það. Þú varst eina manneskjan sem leyfði mér aldrei að komast upp með það að hafa ekki samband og minntir mig á að senda á þig skila- boð eða hringja. Þegar það var að verða of langt síðan ég kom í heimsókn minntir þú mig á að þú þurftir tásuklippingu. Þú vildir alltaf forvitnast um líf mitt og hvernig mér gengi. Þetta gerðir þú ekki einungis í garð minn og veit ég að öðrum þótti einnig vænt um þennan eiginleika þinn. Að hugsa um aðra á undan sjálfum þér lýsir þér vel. Ég spurði þig fyrir nokkrum mánuðum hvað þú værir mest til í að geta gert aftur eftir að þú veiktist og svarið þitt var að geta keyrt ömmu. Erfitt var að horfa uppá að þér hrakaði og sjá lífsloga þinn dofna. Ég er leið að sjá þig fara og það mun taka mig tíma að venjast því að þú sért ekki hinum megin við línuna. Vonandi hefur þú fundið frið. Ég get sagt með fullri vissu að ég hef fengið þrjóskuna mína frá þér. Afi, ég mun sakna þín. Elska þig. – Mamma, mundu að klippa á honum neglurnar og setja á hann krem fyrir mig. Andrea Björt. Ekkert nema hlýja og þakklæti kemur upp í huga okkar er við hugsum til afa. Afi Gvendur var alltaf forvitinn um hvað við vær- um að bralla í lífinu og það var sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, hann var alltaf áhuga- samur um það. Hann var dugleg- ur að spyrja og eru mörg samtöl okkar minnisstæð. Við eigum margar góðar minningar um hann afa. Ég held að öll barna- börnin hans afa muni vel eftir brjóstvasanum hans á skyrtunni, þar var maðurinn alltaf með pen- inga og í fjölmörg skipti sem mað- ur kom í heimsókn, kallaði hann okkur til sín, fór með höndina í brjóstvasann og dró fram pen- ingaseðil og gaf manni, það þótti alltaf toppurinn á tilverunni þeg- ar maður fékk seðil frá afa. Það var alltaf gott að knúsa afa og þegar við vorum yngri var alltaf markmið hjá okkur að ná utan um afa. Við munum mjög vel eftir því skipti sem við náðum að krækja höndunum í fyrsta skipti saman utan um bumbuna hans. Afi var töffari, enda sterkasti maður sem við þekktum, en honum var alveg sama hvernig hann var um hárið og man maður vel eftir ömmu með greiðuna á eftir honum. Afi var skemmtilegur og þótti víst ör- lítið þver, eins og með heyrnar- tækin – við höfum ekki tölu á hlát- ursköstum vegna misskilnings í samtali þegar hann misheyrði eitthvað og var handviss um að hann heyrði rétt. Okkur þótti hann alltaf fyndinn, skemmtileg- ur og gott að vera í kringum hann. Við söknum hans mjög en við mun minnast hans með hlýju og enda- lausu þakklæti. Unnur Agnes Níelsdóttir og Benedikt Bjarni Níelsson. Þegar minnast skal pabba þá rekur hugann heim til æskuheim- ilis hans á Norðurgötu 45, heimili ömmu og afa, þeirra Mundu og Finns. en þar dvaldist ég mörg sumrin í æsku. Heimili þeirra var einstakt og þau þekkt fyrir mikla gestrisni og alla tíð var gest- kvæmt á því heimili. Frændgarð- urinn var stór og vinirnir margir og það fór aldrei svo að ekki bar gesti að garði þegar við vorum í heimsókn hjá ömmu og afa. Þeir sem þekktu til ömmu og afa sáu að í pabba var blanda af þeim báð- um. Samferðamanni afa Finns varð að orði í eftirmælum að afi þætti ekkert ólíkur þeirri tignar- legu en hrikalegu fegurð sem ein- kennir Vestfirði og skaplyndi hans mætti einnig líkja við veð- urlagið sem ríkir á þeim slóðum, sem getur verið undurblítt en einnig fjarska hart. Pabbi eins og afi gat líka verið afar fylginn sér og þótti þver á köflum og harður við sjálfan sig en alltaf vildi hann öllum vel. Amma Munda var sér- lega hjartahlý kona og öllum leið vel í hennar návist. Pabbi fékk þennan eiginleika frá móður sinni. Hann spurði fólk ávallt af einlægum áhuga hvað það væri að fást við hverju sinni, kunni að hlusta af athygli og hvetja áfram, oft á kíminn og góðlátlegan hátt. Pabbi og mamma kynntust í Grindavík og þegar hann var bú- inn að fá augastað á mömmu þá fannst honum hann þurfa að safna í sig kjarki til að komast í færi við hana og einhverju sinni nýtti hann sér sendiboða til að koma áleiðis skilaboðum um einlægan áhuga sinn á að hitta hana, mamma er jú ákveðin kona og var um að gera að vanda sig. Hún sá nú örugglega fljótt hvaða góðu eiginleika hann hafði til að bera. Þegar Gústi afi hafði hitt þennan unga mann og komist að því af hvaða fólki hann var kominn þá lá samþykki strax fyrir. En Gústi afi og amma Munda voru bæði ættuð frá Skagaströnd og þekktu því hvort til annars. Mamma og pabbi opinberuðu trúlofun sína 24. októ- ber 1964 og giftu sig tveimur ár- um síðar. Pabbi gekk Matthildi eldri systur minni í föðurstað en mamma hafði misst fyrri mann sinn nokkrum árum áður, Níels Adolf. Matthildi var strax tekið opnum örmum af ömmu og afa í Norðurgötunni sem og fjölskyldu hans. Pabba var jafnframt tekið fagnandi og strax tekinn inn í stóran systkinahóp Níelsar heit- ins, þeirra systkina sem kennd eru við Tungu á Tálknafirði og kunnum við þeim innilegustu þakkir fyrir það. Pabbi og mamma eignast mig 1965 og finnst mér það vera til marks um göfuglyndi pabba að ég var skírður Níels Adolf. Marta Guð- munda yngri systir mín fæddist 1970 og bar nafn langömmu og ömmu. Marta lést langt fyrir aldur fram aðeins 37 ára gömul. Marta var pabba sem og öllum mikill harmdauði. Það að missa dóttur, móður, systur, mágkonu og frænku var fjölskyldunni mikið áfall. Það var höggvið djúpt skarð í hjörtu allra. Marta var einstak- lega lagin við að eiga við föður sinn og lengi sú eina sem eitthvað náði að hagga hans ákvörðunum. Marta var afskaplega lík pabba á margan hátt, hafði til að bera hlýju og umhyggju og útbreiddur armur hennar náði langt út fyrir venjulegt faðmlag. Nærvera pabba var einstök. Hjálpsemi hans var mikil og alltaf virtist hann hafa tíma fyrir alla. Örlæti og greiðvikni var honum í blóð borin og hann var alltaf boð- inn og búinn að aðstoða sitt fólk við hvað sem var. Frændgarðurinn var pabba hugleikinn og honum var mikið í mun að upplýsa og tengja skyld- menni sín saman. Þó að lífs- strengurinn væri farinn að trosna, þá var hann alltaf tilbúinn að ræða ættfræði og ósjaldan tókst honum að rekja ættir fólks saman, hvort sem það var í legg móður sinnar eða föður. Pabbi átti farsælan starfsferil sem stýri- maður og skipstjóri á yngri árum og síðar sem pípulagningameist- ari og var með eigin rekstur í þeirri grein. Hann var sterkur og hraustur maður sem kallaði ekki allt ömmu sína, þekktur fyrir að vinna utandyra með fráhneppta skyrtu og berhentur í íslenskum vetrarveðrum. Dugnaður og ósér- hlífni einkenndi hann alla tíð. Þjóðmál og stjórnmál vorum pabba hugleikin og stundum var tekist skemmtilega á um pólitísk- ar skoðanir á heimili foreldra minna þegar gesti bar að garði. Honum var mjög umhugað um réttlátt samfélag þar sem jafn- rétti var meginstefið. Pólitísk vinahygli, hvort sem það var í eig- in þágu eða annarra, var eitur í hans beinum. Síðastliðin þrjú ár glímdi pabbi við erfið veikindi og kunni þessi sterki maður sjúkdómslegunni illa. Við erum þakklát fyrir alla þá aðstoð og umönnun sem hann naut hjá heilbrigðisstarfsfólki þennan tíma og þann mikla stuðn- ing sem vinir og ættingjar hafa veitt honum og fjölskyldunni. Börn, tengdabörn, barnabörn og vinir minnast mikils öðlings, hans einstöku kímni og léttu lund- ar og munu geyma með sér minn- ingar um traustan og greiðvikinn vin sem bar með sér hjartahlýju, umhyggju og góðvilja. Níels Adolf og fjölskylda. Guðmundur Jón Bjarni Finnsson Þá er vinkona mín Jóhanna bú- in að kveðja. Mikið sakna ég hennar. Vin- átta okkar var mikil og einlæg. Við vorum margt búin að bralla saman. Allir þeir leikþætt- ir sem við vorum búin að semja og flytja. Þá var oft mikið hlegið og ákaflega gaman. Alltaf var hún hress og kát hvort sem var við móttökustjórn við veislur eða ógleymanleg í tréskurði. Jóhanna Jóhannsdóttir ✝ Jóhanna Jó-hannsdóttir fæddist á Sauð- árkróki 27. janúar 1925. Hún lést á Sjúkrahúsi Ak- ureyrar 6. júní 2018. Útför Jóhönnu fór fram frá Akur- eyrarkirkju í gær, 19. júní 2018. Ég hef mikið að þakka þessari ynd- islegu konu sem alltaf kom með líf og kátínu. Þá vil ég nefna ferðalög okkar með kórnum Í Fínu formi. Allt var þetta gaman og við skemmtum okkur alveg ljómandi vel. Ég þakka Jóhönnu alla okkar samleið og minnist margra ynd- islegra stunda. Þetta sagði ég við hana þegar hún varð 90 ára. Jóhanna er jafnan hress jákvæð mjög og skemmtileg. Laus er hún við hið leiða stress hið lífsins kúnsta ekki treg. Ég votta ættingjum hennar dýpstu samúð með bestu kveðju. Jón Hólmgeirsson. Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Lokað Vegna útfarar LÁRUSAR ÖGMUNDSSONAR fimmtu- daginn 21. júní verða skrifstofur Ríkisendurskoðunar lokaðar þann dag. Ríkisendurskoðandi Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, LÁRUS ÖGMUNDSSON lögfræðingur, Kjalarlandi 3, Reykjavík, lést á Landspítalanum þriðjudaginn 5. júní. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 21. júní klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er beint á Heimahlynningu LSH eða Ljósið. Hildigunnur Sigurðardóttir Lilja Karítas Lárusdóttir Ólafur Már Sigurðsson Dóra María Lárusdóttir Sigurður Egill Lárusson Birta Elíasdóttir og barnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, MATTHILDUR ÁSA GUÐBRANDSDÓTTIR húsfreyja á Smáhömrum, andaðist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík laugardaginn 16. júní. Guðbrandur Björnsson Karl Þór Björnsson Helga Rut Halldórsdóttir Þórdís, Kolbrún Ýr og Inga Matthildur Karlsdætur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, UNNUR BALDVINSDÓTTIR meinatæknir, lést í faðmi fjölskyldunnar mánudaginn 11. júní. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 22. júní kukkan 11.30. Sigríður Birna Guðjónsdóttir Björn Þórarinsson Guðborg Auður Guðjónsd. Hermann Kristjánsson Unnur Birna Björnsdóttir Dagný Halla Björnsdóttir Auður Brá Hermannsdóttir Annalísa Hermannsdóttir Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURBJÖRN Ó. KRISTINSSON, Stigahlíð 44, Reykjavík, lést á Landspítalanum, Fossvogi, sunnudaginn 17. júní. Hann verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju mánudaginn 25. júní klukkan 13. Fanney Erna Magnúsdóttir Magnhildur Sigurbjörnsd. Þór Hauksson Sigurbjörn Þór Þórsson Edda Garðarsdóttir Magnús Örn Þórsson Andrea Vestmann Guðmundur Már Þórsson Una Dögg Sigurbjörnsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.