Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 26
26 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Gæðafiskur
Kæliþurrkaður
harðfiskur sem
hámarkar ferskleika,
gæði og endingu.
Inniheldur
84%prótein.
Einfaldlega hollt og
gott snakk
84%prótein - 100% ánægja
Framleiðandi: Tradex ehf, Eyrartröð 11, 220Hafnarfjörður, tradex@tradex.is
Harðfiskur // Bitafiskur // Skífur
Hafliði Sigtryggur Magnússon, tölvunarfræðingur hjá Land-mælingum Íslands, á 60 ára afmæli í dag. Hann er verkefna-stjóri yfir ýmsum tölvuverkefnum hjá Landmælingum og sér
um þróun og rekstur á kerfunum, en hann hóf störf þar fyrir þremur
árum.
Hjá Landmælingum starfa 25 manns. Stofnunin er til húsa á Akra-
nesi, en Hafliði býr í Reykjavík. „Ég fer í strætó á milli á hverjum
degi. Það er mjög fínt, ég sef bara í strætóinum á leiðinni.“
Hafliði er með króníska jeppadellu að eigin sögn, en hann var um
tíma formaður Ferðaklúbbsins 4x4. „Ég er samt alveg á kafi í þessu
ennþá og keyri núna á 44 tommu Patrol með amerískri Chevrolet-vél,
og kemst það sem ég ætla mér. Svo hef ég mikinn áhuga á félags-
störfum, útivist, veiði og tónlist. Ég fór núna á Listahátíð á tónleikana
með Bill Murray og félögum og fílaði þá alveg í botn, en hafði verið
skeptískur fyrir. Þetta eru gríðarlega miklir listamenn. Þarna koma
saman nokkur listform og þeir tóku sig ekki of alvarlega og mér
fannst þetta koma mjög vel út.“
Í tilefni afmælisins ætlar Hafliði að halda veislu á Jónsmessunni í
sal Ferðaklúbbsins 4x4, en hann stefnir á að skreppa norður til
Akureyrar í dag, á sjálfan afmælisdaginn.
Eiginkona Hafliða er Svanhildur Agnarsdóttir, bókasafns- og upp-
lýsingafræðingur í Kvennaskólanum í Reykjavík. Þau eiga þrjú börn,
Halldór Rúnar, Hrafnhildi og Guðmund Örn og barnabarnið heitir
Monique Snæfríður. Hún er hálffrönsk og er tæplega þriggja ára.
Ljósmynd/Guðmundur Örn
Á Arnarvatnsheiði Hafliði staddur í veiðiferð fyrir tveimur árum.
Sefur alltaf á
leiðinni í vinnuna
Hafliði Sigtryggur Magnússon er sextugur
E
va Björk Harðardóttir
fæddist í Efri-Vík við
Kirkjubæjarklaustur
20.6. 1968 og ólst þar
upp: „Fyrstu árin átt-
um við heima í gamla bænum á efri
hæð í dásamlegu húsi, með afa og
ömmu á neðri hæðinni. Foreldrar
mínir höfðu keypt efri hæðina af
gömlu hjónunum meðan verið var
að byggja okkar hús. Fyrsta minn-
ingin mín er sú að ég dró koppinn
minn niður stigann til afa og ömmu
því þar var miklu hlýrra en uppi.
Ég ólst upp við hefðbundin
sveitastörf, kýr, kindur, hesta og
dásamlega hunda sem fóru fyrir
bíla á hverju ári. Amma skýrði af-
föllin á hundum með þrjóskunni í
pabba sem sló álagahólinn á hverju
ári. Umhverfið var ævintýri: hólar
og hæðir, álfaborg, vatn og víð-
Eva Björk Harðardóttir, hótelstjóri og oddviti í Efri-Vík – 50 ára
Myndarlegt fólk Hér eru Eva Björk og Þorsteinn með hluta barnahópsins og barnabörnum í jólaboði á síðasta ári.
Innfædd athafnakona
í sveitarstjórnarpólitík
Langhlauparar Þorsteinn, Erna Salome og Eva Björk á leið í langhlaup.
Reykjavík Elmar
Elís Arnarsson
fæddist 7. ágúst 2017
kl. 18.45. Hann vó
3.695 g og var 51 cm
að lengd. Foreldrar
hans eru Arnar Freyr
Þrastarson og
Hulda Sigrún
Sigurðardóttir.
Nýr borgari
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, Pétur Atli Lárusson islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Unnið í samvinnu við viðmælendur.
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is