Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 27
áttur sem ýttu undir ímyndunar-
aflið.“
Eva gekk í Kirkjubæjarskóla á
Síðu, lauk stúdentsprófi frá MK og
eignaðist þá tvíbura og útskrifaðist
úr KHÍ vorið 1992.
Eva kenndi við Digranesskóla í
Kópavogi og þreif á kvöldin hjá
Securitas til að láta enda ná saman
meðan fyrri maðurinn hennar var
að ljúka námi. Þau fluttu á
Hvammstanga og þar kenndi hún í
þrjú ár og eignaðist þar þriðja son-
inn. Þá fluttu þau í Mosfellsbæ þar
sem hún kenndi í tvö ár við gagn-
fræðaskólann. Þau hjónin skildu í
kjölfarið og Eva flutti með syni
sína þrjá á Kirkjubæjarklaustur og
gerðist kennari við gamla skólann
sinn.
Eva nældi í seinni mann sinn úr
Hafnarfirðinum þar sem hann var
kennari. Þau giftu sig 2003,
byggðu sér hús og hótel í Efri-Vík,
með foreldrum hennar, kenndu og
skiptu sér af pólitík: „Þegar Þor-
steinn, seinni maður minn, kom
austur var honum sagt að þegja
fyrstu sjö árin þar sem hann væri
aðfluttur. Hann óhlýðnaðist, bauð
sig fram í sveitarstjórn og vann
fyrir sveitarfélagið í þrjú kjör-
tímabil. Þá hrókeruðum við hjónin.
Ég hafði verið bakland hans í 12 ár
og nú var minn tími kominn. Við
buðum fram D-lista í Skaftár-
hreppi í fyrsta sinn frá stofnun
sveitarfélagsins og þetta er annað
kjörtímabilið sem ég starfa sem
oddviti Skaftárhrepps.“
Eva var formaður vesturskaft-
fellskra kvenna, situr í ýmsum
nefndum og stjórnum, er varafor-
maður ferðamálaráðs, á sæti í mið-
stjórn Sjálfstæðisflokksins og sinn-
ir fyrirtækinu eftir bestu getu.
Hún skráði sig í diplómanám í HÍ
og stefnir á að ljúka því um ára-
mótin: „Ég vil leysa fumlaust þau
mál sem hér bíða úrlausna því hér
býr dugnaðarfólk með bjarta fram-
tíðarsýn. Þar sem samhugur, sam-
kennd og áræði ríkja, þar næst
árangur.“
Þegar Eva er ekki í ferðabrans-
anum eða sveitarfélagspólitíkinni
les hún vísindaskáldsögur, ferðast
sjálf, er í faðmi fjölskyldunnar eða
leikur sér við ömmustrákana sina.
Fjölskylda
Eiginmaður Evu er Þorsteinn M.
Kristinsson, f. 10.10. 1968, kennari
og nú lögregluvarðstjóri á Kirkju-
bæjarklaustri. Foreldrar hans eru
hjónin Erna Lára Tómasdóttir, f.
28.8. 1932, og Kristinn Þórir Jó-
hannsson, f. 30.10. 1933.
Fyrri maður Evu er Kolbeinn
Þór Bragason, f. 25.11. 1966, for-
stöðumaður hjá Arion banka.
Börnin eru: 1) Hörður Már Kol-
beinsson, f. 18.4. 1988, læknir í
Grand Rapids í Bandaríkjunum, en
kona hans er Anna Birna Fossberg
Óskarsdóttir, foreldra- og
uppeldisráðgjafi, og sonur þeirra
Elmar Breki, f. 2015; 2) Sindri Már
Kolbeinsson 18.4. 1988, fjármála-
stjóri, er að flytja til Íslands en
kona hans er Bryndís Jónsdóttir
kennari og sonur þeirra Valur, f.
2015; 3) María Björg Þorsteins-
dóttir, f. 20.3. 1996 (stjúpdóttir
Evu), móttökustarfsmaður á
Kirkjubæjarklaustri, en sambýlis-
maður hennar er Eyjólfur Einar
Birgisson viðgerðarmaður og er
sonur þeirra Erik Hrafn, f. 2016; 4)
Hallur Kristinn Þorsteinsson, f.
3.7. 1997 (stjúpsonur Evu), nemi,
en unnusta hans er Áróra Líf Kjer-
úlf; 5) Björgvin Þór Kolbeinsson, f.
3.10. 1998, nemi, og 6) Erna Sal-
ome Þorsteinsdóttir, f. 7.11. 2002,
nemi.
Alsystur Evu: Lilja Hrund, f.
12.7.1972, hótelstjóri, búfræðingur
og nuddari á Klaustri, og Karítas
Heiðbrá, f. 4.6. 1976, kennari á
Klaustri. Hálfsystkini Evu eru
Þórir Bjartmar Harðarson, f.
23.11. 1963, sjómaður í Bolung-
arvík, og Jóna Ástudóttir, f. 18.8.
1994, nemi í Reykjavík.
Foreldrar Evu eru hjónin Hörð-
ur Davíðsson, f. 22.11. 1947, og Sal-
ome Ragnarsdóttir, f. 23.7. 1945,
frumkvöðlar í Efri-Vík við Kirkju-
bæjarklaustur.
Eva Björk
Harðardóttir
Ólafía Ólafsdóttir
húsfr. í Rvík
Pétur Jóhannesson
leigubílstj. í Rvík
Karítas Pétursdóttir
húsfr. á Fossum
Davíð Stefánsson
b. á Fossum í Landbroti
Hörður Davíðsson
athafnam. í Efri-Vík
Margrét Davíðsdóttir
húsfr. í Arnardranga
Stefán Þorláksson
b. í Arnardranga í Skaftárhr.
Kristjánsína Bjarnadóttir
húsfr. og verkak. í Rvík
Gísli Árnason
sjóm. og verkam. í Rvík
Guðrún Lilja Gísladóttir
húsfr. á Höfðabrekku og í Rvík
Ásgeir Ragnar Þorsteinsson
skipstj., b. og rithöf. á Höfðabrekku í Mýrdal
Rebekka Bjarnadóttir
húsfr. og saumak. á Ísafirði og í Rvík
Þorsteinn Mikael Ásgeirsson
bátaform. og verkam. á Ísafirði og í Rvík
Úr frændgarði Evu Bjarkar Harðardóttur
Guðrún Salóme Ragnarsdóttir
athafnakona í Efri-Vík
ÍSLENDINGAR 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018
Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 517 5000 | stalogstansar.is
Ekki bara jeppar
2013
- 2017
ota, Hyundai, Nissan,
, og fleiri gerðir bíla
ER BÍLLINN ÞINN
ÖRUGGUR
Í UMFERÐINNI?
Varahlutir í...
85 ára
Elín Óskarsdóttir
Þórunn Kristín Bjarnadóttir
80 ára
Bárður Ragnarsson
Hálfdán K. Hermannsson
75 ára
Barði Þórhallsson
Birna Bjarnadóttir
Bragi Björgmundsson
Halldór Friðgeirsson
Lúðvík Bjarnason
Ólafur Helgi Jóhannsson
Rúnar Guðmundsson
Sævar Gestsson
70 ára
Ása Margrét Ásgeirsdóttir
Björn Sævar Árnason
Hafdís S. Sigurgeirsdóttir
Hanna Stefánsdóttir
Marinó Pétur Hafstein
Michael Anthony Claxton
Reynald Smári Gunnarsson
Sigurður Helgi Jóhannsson
Vigdís Þorsteinsdóttir
60 ára
Birgir Thomsen Karlsson
Davíð Björnsson
Erla K. Kjartansdóttir
Katrín Dagmar Ingvadóttir
Sigríður Erna Valgeirsdóttir
Sigrún G. Jónsdóttir
Sigurður Unnar Þorleifsson
Sólveig Þóra Jónsdóttir
Stefanía J. Stefánsson
Tio Ketphet
Wladyslaw Leon Bogun
50 ára
Aðalsteinn Jónsson
Alda Stefánsdóttir
Beyene Gailassie
Bríet Friðbjörnsdóttir
Guðmundur Aðalsteinsson
Guðrún Jónsdóttir
Jan Sloma
Karl Trausti Barkarson
Lilja Guðnadóttir
Sveinn H. Jóhannesson
Sævar Freyr Þorvarðsson
Þorbjörg Eðvarðsdóttir
40 ára
Agnar Már Agnarsson
Ágúst Hilmarsson
Ásdís Einarsdóttir
Friðbjörn Rósinkar Ægisson
Friðjón Snorri Guðjónsson
Helgi Freyr Sveinsson
Iðunn Arnarsdóttir
Jose Luis Galbis Diaz
Jón Kristinn Svavarsson
Krystian Baranowski
Maurice Zschirp
Maxime Poncet
Sigríður Lára Einarsdóttir
Snorri Hólm Sigurðsson
Tomasz Kmak
Tomasz Piotr Treder
30 ára
Alen Recsó
Atli Valur Arason
Ágúst Ívar Birgisson
Brynjar Harðarson
Dagur Björnsson
Ewa Marta Kurczewska
Gerður Ósk Grétarsdóttir
Guðmundur Ás Magnússon
Gunnar Örn Heiðdal
Halldór Grétarsson
Hrefna Rán Hannesdóttir
Janus Gilbert Stephensson
Jóhann Agnar Einarsson
Ragnhildur Aradóttir
Reynir Karl Sverrisson
Sandra Júlía Bernburg
Stefanía Kristjánsdóttir
Þröstur Ólason
Til hamingju með daginn
30 ára Védís ólst upp í
Hornafirði, býr í Hafnar-
firði, og var að ljúka BSc-
prófi í tölvunarfræði frá
HR.
Maki: Arnar Magnús Ell-
ertsson, f. 1985, rafvirki.
Sonur: Úlfur Freyr, f.
2015.
Foreldrar: Harpa Bald-
ursdóttir, f. 1965, og Eyj-
ólfur Kristjónsson, f.
1964, en þau eru bæði
bændur í Bjarnanesi í
Hornafirði.
Védís Erna
Eyjólfsdóttir
30 ára Herdís býr á Sel-
fossi, lauk prófi í hjúkr-
unarfræði frá HA og er í
fæðingarorlofi.
Maki: Þórhallur Aron
Másson, f. 1990, nemi í
vélvirkjun.
Dætur: Lydía Matthildur,
f. 2012, og Glódís Vala, f.
2018.
Foreldrar: Valgerður
Þóra Elfarsdóttir, f. 1965,
listakona, og Ásmundur
Ágúst Sigurgíslason, f.
1967, fangavörður.
Herdís Sif
Ásmundsdóttir
30 ára Hanna ólst upp í
Hafnarfirði, býr þar, lauk
prófi í viðskipta- og mark-
aðsfræði frá HA og er
flugfreyja hjá Icelandair.
Maki: Jóhann Sveinn Sig-
urleifsson, f. 1983, við-
skiptalögfræðingur.
Börn: Tómas Örn, f. 2012,
og Þórdís Lilja, f. 2015.
Foreldrar: Helgi Gunnar
Kristinsson, f. 1960, og
Birna Sigþórsdóttir, f.
1960. Þau búa í Hafnar-
firði.
Hanna Þóra
Helgadóttir
Gró Einarsdóttir hefur varið dokt-
orsritgerð sína í félagssálfræði við
Háskólann í Gautaborg. Ritgerðin ber
heitið: Hef ég nóg? – um það að
leggja mat á eigin bjargir. Leiðbein-
endur voru dósent Lars-Olof Joh-
ansson og doktor André Hansla.
Ritgerðin fjallar um mat einstak-
linga á þeim björgum sem þeir ráða
yfir. Í henni er gengið út frá því að til
að meta hvort maður eigi nóg af til
dæmis peningum, tíma eða vinum sé
stuðst við einhver viðmið. Skoðað var
hvernig fólk mat bjargir sínar í
samanburði við aðra, við þrár sínar
og þarfir, og við sjálft sig í fortíðinni
eða framtíðinni. Meðal annars var
byggt á svörum úr þversniði af ís-
lensku þjóðinni. Niðurstöðurnar
sýndu að sterkast samband var á
milli líðanar fólks og huglægs mats á
björgum ef miðað var við fortíðina.
Þessar niðurstöður eru á skjön við
fyrri rannsóknir
sem sýna að sam-
anburður við aðra
hafi sterkust
áhrif. Út frá gögn-
unum er erfitt að
fullyrða um
ástæðu þessa.
Líklegt er þó að
þetta sé til marks
um það áfall sem þjóðin varð fyrir
eftir fjármálakreppuna. Bæði kenn-
ingar og fyrri rannsóknir hafa sýnt
það að þeir sem verða fyrir áfalli fest-
ast oft í fortíðinni.
Ef rétt reynist benda niðurstöð-
urnar til þess að Íslendingar séu jafn-
vel enn að jafna sig eftir fjármála-
kreppuna, þrátt fyrir að efnahagur
þjóðarinnar hafi batnað til mikilla
muna. Krónutölur skipta því ekki öllu
heldur hvernig við upplifum þær og í
hvaða samhengi þær eru metnar.
Gró Einarsdóttir
Gró Einarsdóttir er uppalin í Reykjavík en hóf háskólanám í Svíþjóð 2008. Hún
lauk BS-prófi í sálfræði við Háskólann í Gautaborg 2011, meistaranámi í félags-
sálfræði 2013 og hóf doktorsnám við sama skóla 2014. Samhliða doktorsnáminu
hefur Gró birt greinar í umhverfissálfræði, verið vísindalegur ráðgjafi fyrir sýn-
ingu um sjálfbæra neyslu við Heimsminjasafn Svíþjóðar, haldið fjölda fyrirlestra
jafnt utan sem innan háskólans og verið formaður doktorsnema við skólann. Gró
hefur síðsumars störf sem sérfræðingur í félagsvísum á Hagstofu Íslands. For-
eldrar Gróar eru Einar Karl Haraldsson og Steinunn Jóhannesdóttir. Sambýlis-
maður Gróar er Kári Gautason.
Doktor
Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af
slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is