Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 20.06.2018, Qupperneq 30
30 MENNING MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. JÚNÍ 2018 )553 1620 Lauga-ás hefur frá 1979 boðið viðskiptavinum sínum upp á úrval af réttum þar sem hráefni, þekking og íslenskar hefðir hafa verið höfð að leiðarljósi. Laugarásvegi 1, 104 Reykjavík laugaas@laugaas.is • laugaas.is Við bjóðum m.a. upp á: Súpur Grænmetisrétti Pastarétti Fiskrétti Kjötrétti Hamborgara Samlokur Barnamatseðil Eftirrétti Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Bleikur og grænn er yfirskrift fyrstu einkasýningar Anítu Hirlekar fata- hönnuðar, sem opnuð var í Lista- safninu á Akureyri, Ketilhúsi, í síð- asta mánuði. „Ég hef alltaf unnið rosalega mikið með liti, en þegar ég fór að skoða verkin mín í heild fyrir sýninguna sá ég að bleikur og grænn hafa alltaf – og al- gjörlega ómeðvitað – verið al- gengasta litasamsetningin hjá mér, eða í 90% tilvika og í alls konar blæbrigðum,“ segir Aníta. Raunar stíga ótal litir dans við þá bleiku og grænu á sýningunni. Litagleðin ræður ríkj- um, samsetningarnar eru oft nýstárlegar og þá ekki síður handbróderíið á flík- unum og mynstrin á þeim nýjustu sem hún prentar stafrænt á text- ílinn. Stundum liggja marglitir og misgrófir þræðirnir á ská og skjön eða þeir eru lausir í annan endann. Að minnsta kosti virðast þeir engum lög- málum lúta. Sniðin á flík- unum eru þó í látlausari kantinum, enda trúlega til- gangslaust að berjast við mynstrin um athyglina. „Sniðin hennar eru gjarnan skúlptúrísk. Þau taka sitt eigið form en fylgja ekki endilega líkamanum,“ eins og þeim er lýst í umfjöllun á vef Listasafnsins á Akur- eyri. Ellefu útgáfur af alklæðnaði Á sýningunni gefur að líta ellefu útgáfur af al- klæðnaði, sem Aníta hefur hannað síðastliðin fjögur ár, eða allt frá því hún lauk meist- aranámi í textílhönnun fyrir tísku- fatnað frá lista- og hönnunarskól- anum Central Saint Martins í London árið 2014, en þaðan hafði hún útskrifast tveimur árum áður með BA-gráðu í fatahönnun með áherslu á textílprent. „Sýningin er í rauninni saga mín sem fatahönn- uðar, þar sem farið er í gegnum þró- unarferlið allt frá því ég hannaði fyrstu flíkina á námsárunum í London.“ Aníta Hirlekar haust- og vetrarlínan 2018 er partur af þeirri sögu, en Aníta er einn fárra fatahönnuða hér á landi sem koma fram með nýja línu tvisvar á ári, vor og haust. Og það hefur hún gert frá árinu 2014. Hún segir mis- munandi hversu margar flíkur eru í hverri línu, en sú nýjasta sé þeirra stærst og samanstandi af 25 flíkum. „Ég hand- saumaði og -bró- deraði allar flík- urnar sem eru á sýn- ingunni, en yfirleitt er ég með tvær konur til að sauma fyrir mig fatnað sem fer í sölu hér heima og erlendis. Þar sem mitt sérsvið er text- ílhönnun byrja ég alltaf á að vinna með textílinn og mynstrin. Ég bródera í neta- efni, svokallað tjull, og því eru sumar flíkurnar á pörtum hálf- gagnsæjar, eða á þeim stöðum sem ekki er bróderað í þær,“ útskýrir Aníta. Innblásturinn sækir hún í myndlistina, til dæmis verk enska listamannsins Garys Humes og ljósmyndarans Horsts P. Horsts. Af íslensk- um listamönnum nefnir hún Nínu Tryggvadóttur, sem er í miklu uppá- haldi hjá henni. Upp úr dúrnum kemur að Aníta er hálfindversk, enda segir hún hönnun sína líka und- ir indverskum áhrifum, sérstaklega hvað litadýrðina varðar. „Ég er alltaf að sanka að mér alls konar hlutum og efnisbútum sem geta orðið mér uppspretta hugmynda. Í nýju línunni minni vann ég í fyrsta skipti með al- vörumótíf þegar ég notaði abstrakt- form til að tákna blóm,“ segir hún. Og meira af innblæstrinum. Eitt leiddi af öðru, kyrrstaða og tíska haldast enda ekki í hendur. Handbróderíið sem Aníta hóf að þróa í skólanum í London og hefur síðan verið einna mest einkennandi í hönnun hennar varð henni er fram liðu stundir innblástur og fyrirmynd að stafrænt prentuðum mynstrum á silki og önnur efni sem eru í tölu- verðum mæli í haust- og vetrarlín- unni 2018. Boltinn fór að rúlla Aníta hefur nokkrum sinnum sýnt á tískuvikum í London og París, bæði þegar hún var í námi og síðar. Hún hefur einnig tekið þátt í mörg- um samsýningum hér og erlendis og hlotið ýmis verðlaun og viðurkenn- ingar. Til dæmis var hún ein af fjór- um ungum fatahönnuðum sem breska fyrirtækið Fashion Scout valdi sem framúrskarandi alþjóðlega fatahönnuði í lok árs 2015. „Markmið Fashion Scout er að styðja við bakið á ungum fatahönnuðum og hjálpa þeim að koma sér á framfæri. Stuðn- ingurinn fólst meðal annars í að bjóða þeim að sýna á tískuvikum í London og París árið eftir.“ Aníta lét tækifærið að vonum ekki úr greipum sér ganga og upp úr því byrjaði boltinn að rúlla. „Eftir út- skriftina hafði ég fengið nokkur at- vinnutilboð, unnið hjá nokkrum hönnuðum í London og um skeið hjá Bulgari-tískuhúsinu á Ítalíu, en um þetta leyti fóru margir að hvetja mig til að hanna sjálf fatnað undir eigin merki. Eftirspurnin var nóg til þess að ég ákvað að slá til og hefja sjálf- stæðan atvinnurekstur,“ segir Aníta, sem hætti að velta fyrir sér að búa og starfa í útlöndum þegar dóttir henn- ar fæddist í ársbyrjun 2016. Ýmsar leiðir færar Fjölskyldan býr í Reykjavík þar sem Aníta er með vinnustofu og rek- ur verslunina A.M. Concept Space í Garðastræti ásamt Magneu Ein- arsdóttur fatahönnuði. Annað slagið bregður hún sér á æskuslóðirnar á Akureyri til þess að vinna textílinn og mynstrið í vinnustofu móður sinn- ar í Gallerí Hvítspóa. Spurð hvort þátttaka í tískuvikum stórborga heims sé liðin tíð svarar hún játandi, enda sé hrikalegur kostnaður og vinna sem fylgi því að fara utan og sýna tvisvar á ári. „Það eru aðrar leiðir til að sýna sig en að taka þátt í tískuvikum. Ég er með ágætis tengslanet í London og vinn að því að skapa ný. Maður þarf svo- lítið að finna út úr því sjálfur hvernig hægt er að vera fatahönnuður á Ís- landi en vinna samt fyrir erlendan markað.“ Aníta virðist hafa fundið leið því hún er búin að selja haust- og vetr- arlínuna sína til verslunar einnar í miðborg Lundúna og hyggst fylgja henni úr hlaði í nóvember. Sýningin Bleikur og grænn stend- ur til 16. september. Blæbrigði textíls og tísku  Fatahönnuðurinn Aníta Hirlekar með einkasýningu í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi  Ellefu útgáfur af alklæðnaði  Þróunarferlið frá MA útskriftarverkefninu árið 2014 Morgunblaðið/Árni Sæberg Akureyri/Reykjavík Aníta vinnur textíl og mynstur á Akureyri þar sem hún hefur aðstöðu. Hún er líka með vinnu- stofu í Reykjavík og selur hönnun sína í versluninni A.M. Concept Space, sem hún rekur ásamt öðrum fatahönnuði. Stafræn prentun Silkikjóll með stafrænt prentuðu mynstri. Sýnishorn Á sýningunni Bleikur og grænn eru ljósmyndir sem Aníta hefur látið taka til þess að nota í kynningarefni fyrir tískulínurnar sínar. Útsaumur Hand- útsaumaður kjóll á sýningunni.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.