Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 1
Kína í fjórða sæti
» Sala á hótelgistingu til Kín-
verja jókst um 33,7% milli ára
á landinu öllu í janúar til maí.
» Fyrir vikið er Kína í fjórða
sæti yfir keyptar hótelnætur.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Skarphéðinn Berg Steinarsson
ferðamálastjóri segir mikla óvissu
um hversu hátt hlutfall flugfarþega
kemur við á Íslandi á leið yfir hafið.
Vegna þessarar óvissu sé erfitt að
spá um vöxt ferðaþjónustunnar.
„Isavia spáir því að 25-30 milljónir
farþega muni fara um Keflavíkur-
flugvöll árið 2030. Isavia þarf að
svara því hversu hátt hlutfall þeirra
farþega kemur inn í landið og
hvernig þeir dreifast yfir árið.“
Skarphéðinn Berg bendir á að
verja eigi á annað hundrað milljörð-
um af opinberu fé í stækkun Kefla-
víkurflugvallar á næstu árum.
Óvissa um tekjur íslenskrar ferða-
þjónustu af fluginu kalli á umræðu.
Það sé ekki sjálfgefið að ferðamönn-
um fjölgi eins og flugfarþegum. Þá
þurfi að ræða þolmörk innviða.
Þær upplýsingar fengust hjá Ice-
landair að farþegum sem hafa við-
dvöl á Íslandi á leið yfir hafið hefði
fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár og
nokkurn veginn í hlutfalli við fjölgun
farþega. Hlutfallið sé jafnan 20-30%
en áætlað að það verði 20-25% í ár.
Meira sé um N-Ameríkumenn en
evrópska farþega í þeim hópi. »10
Efast um fjölgun farþega
Ferðamálastjóri segir gífurlega fjárfestingu á Keflavíkurflugvelli kalla á svör
Ekki sé sjálfgefið að ferðamönnum á Íslandi muni fjölga í takt við flugfarþega
L A U G A R D A G U R 3 0. J Ú N Í 2 0 1 8
Stofnað 1913 152. tölublað 106. árgangur
„ÞAU ERU
SANNIR ÍS-
LANDSVINIR“
VILJA PRÓFA
NÝJA HLUTI
JÓI PÉ OG KRÓLI 41MATCHAVARIANI 4
Flestir steindu gluggarnir eftir Gerði Helgadóttur í Skál-
holtskirkju eru komnir í kirkjuna að nýju eftir viðgerð í
Þýskalandi. Von er á tíu síðustu gluggunum í október. Iðn-
aðarmenn vinna nú að því að gera við gluggana og setja upp
hlífðargler svo hægt sé að vernda þá fyrir frekari skemmd-
um. Gluggar Gerðar hafa lengi verið taldir meðal þjóð-
argersema Íslendinga og hefur Skálholtskirkja staðið í
ströngu við að fjármagna viðgerðirnar á þeim á síðustu árum,
en þær hafa verið afar kostnaðarsamar. »18-19
Menningarverðmætum skilað í Skálholtskirkju
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hin brasilíska
Beatriz Soares
Ladeira fékk A,
hæstu einkunn, í
samræmdu prófi
í íslensku fyrr í
vetur eftir að
hafa búið aðeins í
eitt og hálft ár á
Íslandi.
Beatriz segist
hafa gaman af
málfræði og notast við frumlegar
lærdómsaðferðir. „Ég gerði lag fyr-
ir óákveðin fornöfn og var til dæm-
is að bursta tennur og syngja það
um leið,“ segir hún.
Beatriz er í viðtali í Sunnudags-
blaði Morgunblaðsins um helgina
ásamt Aline, móður sinni. Aline er
læknir en hefur ekki getað starfað
sem slíkur á Íslandi.
Samdi lag um
óákveðin fornöfn
Beatriz Soares
Ladeira.
stofnana á norðausturhorni landsins,
hann telji það skipta máli fyrir lax-
inn. „Ég er svo lánsamur að geta
gert þetta og það er framlag mitt til
villtrar náttúru,“ segir Ratcliffe sem
er auðugasti íbúi Bretlands.
Hann kveðst vera mikill unnandi
íslenskrar náttúru. „Ég er aðdáandi
náttúrunnar hér sem er ósnortin af
manninum og hefur ekki verið
spillt,“ segir hann. »16
Breski auðmaðurinn Jim Ratcliffe,
sem hefur keypt Grímsstaði á Fjöll-
um og jarðir í Vopnafirði og í Þistil-
firði, segir náttúruvernd vera eina
markmið sitt með kaupunum. Rat-
cliffe kemur að leigu tveggja lax-
veiðiáa í Vopnafirði og opnaði Selá á
fimmtudagskvöldið þar sem hann
veiddi fyrstu laxa sumarsins ásamt
sonum sínum tveimur. Hann segist
líka vilja taka þátt í að vernda laxa-
„Framlag mitt til
villtrar náttúru“
Morgunblaðið/Einar Falur
Veiðibyrjun Fyrsti lax sumarsins hefur tekið flugu Jims Ratcliffe í Selá.
Hann naut aðstoðar Gísla Ásgeirssonar staðarhaldara við veiðarnar.
Jim Ratcliffe hóf veiðar í Selá Lítið hefur reynt á hefðbundiðmarkaðs- og sölustarf við að selja
ferðir til sólarlanda undanfarnar
vikur. Segja má að þær selji sig
sjálfar. Þetta segja eigendur nokk-
urra ferðaskrifstofa.
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri
Úrvals-Útsýnar, segir að fólk, sem
ekki hafi ætlað sér að fara til út-
landa í sumar sé nú að taka ákvörð-
un um utanlandsferð með stuttum
fyrirvara. „Það eru alltaf leiðir til
þess að koma landanum í sól,“ segir
Þórunn. »20
Ferðirnar selja sig
nánast sjálfar