Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 4

Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 SVIÐSLJÓS Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Þau eru sannir Íslandsvinir,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Ís- lands, um Grigol Matchavariani heit- inn og fjölskyldu hans, eiginkonuna Irmu og dótturina Tamar, við athöfn á Bessastöðum í gær. Þá afhenti Gigi Gigiadze, sendiherra Georgíu á Ís- landi með aðsetur í Kaupmannahöfn, mæðgunum þarlenda heiðursorðu fyrir framlag Grigols til samskipta þjóðanna. Saga Íslandsvinarins Grigol Matchavariani er mörgum kunn. Hún var rakin eftirminnilega í Morg- unblaðinu í fyrravor þar sem rætt var við mæðgurnar Irmu og Tamar auk Guðna. Til upprifjunar var Guðni Th. Jóhannesson við nám í Englandi árið 1991 og hitti þar skiptinema frá Georgíu. Þeim þótti að hans sögn merkilegt að hitta mann frá Íslandi því í heimaland- inu þekktu þau mann sem elskaði allt sem íslenskt er. Guðni var beð- inn að senda Gri- gol línu sem hann og gerði og lét fylgja með kass- ettu með íslenskum dægurlögum. Síðar sendi Grigol honum bréf til Ís- lands „sem var eins og skrifað úr fornsögunum,“ eins og forsetinn hef- ur orðað það. Grigol hafði enda kennt sjálfum sér íslensku með hjálp bóka af ýmsu tagi. Hann hafði hins vegar aldrei komið hingað til lands né hitt Íslending og vildi bæta úr því. Guðni ráðlagði Grigol að skrifa bréf í Vel- vakanda Morgunblaðsins og lýsa yfir áhuga á því að starfa á Íslandi. Jafn- framt ætti hann að rita forsætisráð- herra landsins bréf. Sá var Davíð Oddsson, núverandi ritstjóri Morg- unblaðsins. Bréf Grigols á síðum Morgunblaðsins haustið 1992 vakti mikla eftirtekt og í kjölfarið bauð for- sætisráðherra honum og eiginkonu hans til landsins. „Honum var boðið hingað til lands og hér átti hann góð ár, eignaðist góða vini og lagði svo sannarlega sitt af mörkum til að minna okkur Íslend- inga á hvaða menningararf við eig- um: Þetta tungumál sem er okkur svo dýrmætt og svo magnað og fal- legt að það gat fengið óheppinn bassaleikara í Tblisi til þess að heillast með okkur. Þetta er falleg saga sem við skulum hafa í heiðri og muna,“ sagði Guðni við athöfnina í gær. „Hann væri stoltur af þessu“ Irma Matchavariani sagði að þær mæðgur væru bæði ánægðar og stoltar að taka á móti umræddri orðu fyrir hönd Grigols. „Hann væri stolt- ur af þessu. Grigol elskaði heimaland sitt, Georgíu, en hann elskaði líka hitt landið sitt – Ísland. Hann elskaði ís- lenskar bókmenntir, sögu, fólkið og síðast en ekki síst íslenska tungu.“ Gigi Gigiadze tók við stöðu sendi- herra hér í fyrravor og var nú í sinni fjórðu heimsókn hingað. Hann lofaði gestrisni þjóðarinnar og sagði að Ís- land og Georgía ættu margt sameig- inlegt, til að mynda það að báðar þjóðir fögnuðu hundrað ára afmæli sjálfstæðis í ár. „Þessar litlu þjóðir eiga margt sameiginlegt og ég kann vel við mig hér. Það sem Grigol gerði á sínum tíma er ótrúlegt, ég heyrði þessa sögu frá forsetanum þegar ég kom hér fyrst og ætlaði ekki að trúa henni í fyrstu. Saga Grigols er ein- stök. Fyrir sakir vináttu hans og vinnu á sínum tíma getum við nú haldið áfram að dýpka samband þjóð- anna,“ sagði hann í samtali við Morg- unblaðið. Heiðruðu einstakan Íslandsvin  Ekkja Íslandsvinarins Grigols Matchavariani tók við heiðursorðu frá stjórnvöldum í Georgíu fyrir framlag hans til samskipta þjóðanna  „Falleg saga sem við skulum muna,“ segir forseti Íslands Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Á Bessastöðum Mæðgurnar Irma og Tamar Matchavariani eru hér á milli þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar. Með þeim eru fulltrúar stjórnvalda í Georgíu sem afhentu þeim mæðgum heiðursorðu við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær. Lengst til hægri er sendiherrann Gigi Gigiadze. Grigol Matchavariani „Þetta er mjög eftirminnileg saga og aðdragandi henn- ar var óvenjulegur. Maðurinn var líka allur svo óvenju- legur, risavaxinn að stærð, fjallmyndarlegur, aðlaðandi og skemmtilegur,“ segir Davíð Oddsson, ritstjóri Morg- unblaðsins, sem á þessum tíma var forsætisráðherra og bauð Grigol Matchavariani til landsins. Grigol og Irma kona hans komu til Íslands í desember 1992. Þáðu þau kvöldverðarboð forsætisráðherra. Davíð rifjar upp að ferð Grigols og eiginkonunnar hingað til lands hafi ekki gengið þrautalaust. „Þegar hann kom loksins hittumst við á Hótel Holti. Hann kall- aði mig alltaf „yðar göfgi“, upp úr bókunum. Ég sagði að landar mínir væru nú ekki að hafa fyrir því að kalla mig það en það væri gaman að því meðan það stæði. Við höfðum beðið sendiherrann að taka á móti þeim í Moskvu en ekki áttað okkur á því hvað væri erfitt að komast þangað. Þau komu í lest og þar höfðu ræningjar reynt að ræna þau. Hann sagði svo við mig á Hótel Holti: „Það skal ég segja yður, yðar göfgi, að þar fóru þeir í geitahús að leita ullar.“ Þetta var maður sem hafði aldrei komið til Íslands! Ótrúlegur maður. En síð- an hef ég ekki verið kallaður „yðar göfgi“,“ sagði Davíð. „Þar fóru þeir í geitahús að leita ullar“ DAVÍÐ ODDSSON BAUÐ GRIGOL HINGAÐ TIL LANDS OG TIL KVÖLDVERÐAR Á HÓTEL HOLTI Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Eftirminnileg stund Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráð- herra Íslands, með Georgíumanninum Grigol Matchavariani og Irmu konu hans í kvöldverðarboði á Hótel Holti árið 1992. DimmalimmReykjavik.is Útsalan er hafin 40-60% afsláttur DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, í samvinnu við tollyfirvöld, hefur undanfarnar vikur haft til rann- sóknar umfangsmikið vímuefnamál sem varðar innflutning á tæpum þremur kílóum af kókaíni. Fimm voru handtekin í síðasta mánuði í þágu rannsóknarinnar og úrskurðuð í gæsluvarðhald, einn er enn í haldi lögreglu og tveir sæta farbanni. Rannsókn málsins, í samvinnu við Europol, löggæsluyfirvöld í Þýska- landi og Bandaríkjunum, hraðflutn- ingafyrirtækið DHL og önnur lögregluembætti, sé nú á lokastigi. Sex sitja í gæsluvarðhaldi Sex sæta nú gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á jafnmörgum málum er varða innflutn- ing á vímuefnum, skv. tilkynningu frá embættinu. Í tveimur aðskild- um málum sé um að ræða tvo pilta um tvítugt og að í þriðja málinu hafi verið gerð tilraun til að smygla her- óíni til landsins. Hvor piltanna hafði rúmlega kíló af kókaíni í fórum sínum við komuna hingað til lands. Þá reyndist einn karlmaður til viðbótar sem var að koma frá Köln vera með 105 pakkn- ingar innvortis og innihéldu þær alls rúmt kíló af kókaíni. Sá fjórði var með tæpan lítra af amfetamínbasa í flösku undan viskíi í farangrinum. Aðrir sem sæti rannsókn vegna málanna hafi verið með mun minna magn. Allir voru þeir stöðvaðir af tollgæslunni í Leifsstöð. „Við merkjum hérna hjá okkur aukningu í neyslu á kókaíni og lyf- seðilsskyldum, róandi, morfínskyld- um lyfjum undanfarin tvö ár,“ segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi, í samtali við Morgunblaðið, sem spurði hvort draga megi ein- hverjar ályktanir af þessum frétt- um. Hún segir áfengi enn langmest misnotaða vímuefnið, en vill vara fólk sérstaklega við fikti með mor- fínskyld róandi lyf þar sem þau geti, við ranga notkun, valdið öndunar- stoppi og dauða. ernayr@mbl.is Þrjú kíló af kókaíni Valgerður Rúnarsdóttir.  Yfirlæknir á Vogi merkir aukningu í neyslu á lyfseðils- skyldum, morfínskyldum lyfjum og kókaíni undanfarin tvö ár

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.