Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
Magnús Heimir Jónasson
mhj@mbl.is
Uppsagnir tólf ljósmæðra á Land-
spítala vegna kjaradeilu Ljós-
mæðrafélags Íslands og ríkisins taka
gildi á morgun, 1. júlí, og hefur
Landspítalinn sent frá sér aðgerða-
áætlun til að takast á við starfs-
mannaskortinn á fæðingardeildinni.
Engin sátt náðist á fundi ljósmæðra
og samninganefndar ríksins á
fimmtudaginn og engin lausn er í
sjónmáli.
Fæðingarvakt Landspítalans mun
áfram taka á móti konum í fæðingu
en búast má við því að konur og ný-
burar verði útskrifuð beint í heima-
þjónustu af fæðingarvakt sé þess
kostur. Í fréttatilkynningu spítalans
segir að mögulega verði röskun á
framköllunum fæðinga vegna starfs-
mannaskortsins og þá mun með-
göngu- og sængurlegudeild leggja
fimm rúmum. „Þar verður því
þrengra um fjölskyldur en undir
venjulegum kringumstæðum. Hugs-
anlega verður valkeisaraskurðum
beint á Akranes og Akureyri. Einnig
verður miðað við að útskrifa konur
og nýbura eins fljótt og mögulegt
er,“ segir í tilkynningunni. Barns-
hafandi konum er bent á að leita
fyrst á sína heilsugæslustöð nema ef
um bráð veikindi eða byrjandi fæð-
ingu er að ræða. Spítalinn bendir
einnig barnshafandi konum á lækna-
vaktina í síma 1770 eftir lokun
heilsugæslustöðva.
Konum sem nýlega hafa fætt barn
er sömuleiðis bent á að leita fyrst á
sína heilsugæslustöð, til heimaþjón-
ustuljósmóður eða á Læknavakt,
nema ef um bráð veikindi sé að ræða.
Landspítalinn hefur undirbúið
aukna samvinnu milli deilda spít-
alans og biðlað til annarra heilbrigð-
isstofnana um aðstoð. Hafa heilsu-
gæslur höfuðborgarsvæðisins og
heilbrigðisstofnanir um allt land
samþykkt að veita aukna þjónustu, í
samráði við starfsfólk fæðingarþjón-
ustu Landspítalans.
LSH undirbýr aðgerðir
vegna uppsagna ljósmæðra
Raskar framköllunum fæðinga Þurfa að leggja 5 rúmum
Morgunblaðið/RAX
Spítali LSH verður að taka 5 rúm úr notkun á meðgöngu- og sængurlegudeild.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Það eru of mörg mál sem rannsaka
þarf sem falla á milli og þar á meðal
er plastbarkamálið,“ segir Helga
Vala Helgadóttir, formaður stjórn-
skipunar- og eftirlitsnefndar Alþing-
is. Nefndin samþykkti 30. maí sl. að
eftirlit með stjórnsýslu dómstóla og
plastbarkamálið yrðu tekin upp aft-
ur en ekkert hefur verið fjallað um
plastbarkamálið frá 2016, segir Lín-
eik Anna Sævarsdóttir, varaformað-
ur nefndarinnar.
Elín Hirst alþingismaður hóf um-
ræðu um málið fyrir rúmum tveimur
árum með fyrirpurn til heilbrigðis-
ráðherra um óháða rannsókn á plast-
barkamálinu og velti því upp hvort
hér á landi væru starfandi læknar
sem hefðu engra hagsmuna að gæta.
„Vegna stjórnarskipta 2016 og
2017 tapaðist tími og fjöldi mála hef-
ur safnast upp hjá nefndinni. Það er
full ástæða til þess að skoða plast-
barkamálið og hvort og þá hvernig
smæð þjóðfélagsins kemur hugsan-
lega í veg fyrir að hægt sé að rann-
saka mál eins og það og eftirlit með
stjórnsýslu dómstóla, svo vel sé,“
segir Helga Vala.
Brynjar Níelsson alþingismaður
segir vinnu að hefjast á yfirferð
skýrslu óháðu íslensku rannsóknar-
nefndarinnar og fleiri gagna sem
liggi fyrir.
„Plastbarkamálið er risamál úti í
hinum stóra vísindaheimi og það
skiptir máli að Háskóli Íslands og
Landspítalinn njóti trausts í vísinda-
samfélaginu. Smæðin hér og tengsl
milli manna eru okkur alltaf til traf-
ala en við komumst ekki hjá því að
rannsaka plastbarkamálið,“ segir
Brynjar og bætir við að tilgangurinn
sé ekki að klekkja á neinum heldur fá
rétta mynd af því sem gerðist, draga
af því lærdóm og gera úrbætur.
Forstjóri Landspítalans lýsti því
yfir í gær, í vikulegum föstudags-
pistli, að Landspítalinn hygðist ráð-
færa sig að nýju við Háskóla Íslands
þegar skólinn hefði yfirfarið úrskurð
rektors Karolinska. Í þeim úrskurði
er tekið á þætti Tómasar Guðbjarts-
sonar, prófessors við HÍ, sem einnig
starfar á Landspítala.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Skurðlæknir Tómas Guðbjartsson er prófessor við Háskóla Íslands og starfar á Landspítalanum. Spítalinn hyggst
ráðfæra sig að nýju við Háskóla Íslands vegna úrskurðar rektors Karolinska um vísindaskrif Tómasar í The Lancet.
Smæð þjóðfélagsins
og tengsl til trafala
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoðar plastbarkamálið
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Bjarni Benediktsson fjármálaráð-
herra hefur sett saman starfshóp til
þess að móta orkustefnu fyrir Ísland
til langs tíma. Þetta kom fram í máli
ráðherrans þegar hann gangsetti
Búfellsvirkjun II sl. fimmtudag.
„Orkumál voru okkur hugleikin þeg-
ar við settum saman stefnuyfirlýs-
ingu ríkisstjórnarinnar. Þrátt fyrir
góðar fyrirætlanir og margra ára
vinnu hefur okkur ekki tekist nógu
vel að leiða mál í jörð með ramma-
áætlun. Við töldum þess vegna að til
að skapa sátt um orkumálin þyrfti
víðtækari nálgun,“ sagði ráðherr-
ann.
Starfshópnum er ætlað að fjalla
um orkumál með tilliti til byggða-,
atvinnu- og loftslagsmála – auk þess
sem horft skal til afhendingarör-
yggis, tekjustreymis og sjálfbærrar
nýtingar. Hópurinn hefur þegar haf-
ið störf og er ætlað að skila tillögu til
Alþingis í ársbyrjun 2020.
Grundvöllur
þjóðarsáttar um orkumál
„Ég bind miklar vonir við að þessi
vinna geti hnýtt saman ólík sjónar-
mið sem geti þannig orðið grundvöll-
ur eins konar þjóðarsáttar um orku-
mál,“ sagði Bjarni Benediktsson í
ávarpi sínu. Þar gerði hann að um-
talsefni að á fundum sínum með er-
lendum ráðamönnum og fjölmiðla-
fólki tiltæki hann oft augljósa kosti
íslenskra afurða með tengingu við
raforkumál. Íslenskt ál ætti að njóta
forskots vegna uppruna síns og
framleiðsluaðferða.
„Við eigum að leggja meiri
áherslu á það í samtölum okkar á al-
þjóðavettvangi að lyfta slíkri fram-
leiðslu, sem er afsprengi endurnýj-
anlegrar orku, og höfða til vaxandi
umhverfisvitundar um allan heim,“
sagði fjármálaráðherra.
Orkan skapi ís-
lensku áli forgang
Ráðherra skipar starfshóp sem á að
móta framtíðarstefnu í orkumálum
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Ráðherra Bjarni segist binda vonir
við starfshóp um orkustefnu.
Í lok árs 2014 hófst fyrsta rann-
sókn á plastbarkamálinu í Sví-
þjóð. Frá árinu 2016 hefur And-
ers Hamsten, rektor Karólínsku
stofnunarinnar, sagt af sér, sem
og ritari Nóbelsverðlauna-
nefndarinnar.
Paolo Macchiarini skurðlækn-
ir, sem stýrði plastbarkaaðgerð-
inni, var rekinn frá Karólínska
sjúkrahúsinu.
Stjórn Karólínsku stofnunar-
innar var leyst frá störfum
vegna vanrækslu við ráðningu
Macchiarini og fyrir að leyfa
honum aðgerðir á sjúklingum.
Harriet Hallberg, rektor Karól-
ínska háskólans í Stokkhólmi,
var rekin úr Nóbelsnefndinni.
Þessi tóku
pokann sinn
UPPSAGNIR Í SVÍÞJÓÐ
Ljósadýrð á Rín
sp
ör
eh
f.
Sumar 247. - 14. september
Fararstjóri: Kristín Jóhannsdóttir
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790 | bokun@baendaferdir.is | Síðumúla 2, 108 RVK
Verð: 177.700 kr. á mann í tvíbýli. ÖRFÁ SÆTI LAUS
Mjög mikið innifalið!
„Ljómar heimur, loga fagur“ verður sjálfsagt hægt að
segja í þessari glæsilegu ferð um Rínar- og Móseldalinn.
Við heimsækjum m.a. Koblenz, þar sem árnar Mósel og Rín
mætast við hið svonefnda Deutsches Eck, höldum til Tríer
og bæjarins Königswinter. Hápunktur ferðarinnar verður
svo án efa Rhein in Flammen eða ljósadýrð á Rín.
Bragi Guðbrandsson var á fundi að-
ildarríkja Barnasáttmála Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) í New York í gær
kjörinn í nefnd SÞ um réttindi
barnsins til næstu fjögurra ára. Á
vef Stjórnarráðsins segir að Bragi
hafi fengið 155 atkvæði af 195, en
átján frambjóðendur sóttust eftir
níu sætum í nefndinni.
Bragi, ásamt fulltrúa Samóa, fékk
næstflest atkvæði allra, en fulltrúi
Marokkó hlaut 160 atkvæði. Nefndin
er skipuð átján sjálfstæðum, óháðum
sérfræðingum,
sem kosnir eru til
fjögurra ára í
senn.
Aðildarríkin
kjósa níu sérfræð-
inga í júní annað
hvert ár, en fyrr á
þessu ári sam-
þykkti ríkis-
stjórnin tillögu fé-
lags- og jafnréttismálaráðherra um
framboð Braga í nefndina.
Bragi Guðbrandsson hlaut góða kosningu í
nefnd SÞ um réttindi barnsins
Bragi
Guðbrandsson