Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
STANGVEIÐI
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Jim Ratcliffe hafði ekki tekið mörg
köst ofan af klettinum við Selárfoss í
Vopnafirði niður í fosshylinn á
fimmtudagskvöldið var þegar fyrsti
laxinn hremmdi fluguna þar sem hún
skautaði fyrir framan brotið. Það
strengdist á línunni og veiðimað-
urinn, börn hans og viðstaddir leið-
sögumenn glöddust. Laxinn fór
reyndar af skömmu síðar en þá tók
Ratcliffe nokkur köst til ofan af klett-
inum og aftur var lax á. Eftir að hafa
þreytt sterkan nýrenninginn um
stund rétti Ratcliffe öðrum syni sín-
um stöngina, sá fetaði sig nær hyln-
um, þar sem Hilmar Jónsson leið-
sögumaður var reiðubúinn með
háfinn, og skömmu síðar stilltu börn
Ratcliffes sér upp fyrir myndatöku á
bakkanum með fyrsta lax sumarsins í
Selá. Og ekki þann síðasta, því Foss-
hylurinn var fullur af laxi – eflaust
voru þar hátt í eitt hundrað fiskar
sem stukku og sýndu sig í kvöldsól-
inni – og góð ganga virtist vera í ána.
Ratcliffe hafði lærbrotnað rúmum
tveimur vikum áður og studdist við
hækjur en lét það ekki hindra sig við
veiðina. Hann reyndi næst við laxa á
Sundlaugabreiðu meðan synir hans
köstuðu á Fosshyl og veiðistaðinn
Narra, neðarlega í Selá, og á tveimur
tímum settu feðgarnir í 13 laxa og
lönduðu fimm. Gísli Ásgeirsson stað-
arhaldari segir óvenju mikið af laxi
gengið í ána miðað við árstíma en
vatnsstaðan en líka vænleg eftir hlý-
indi og þurrviðrið undanfarið, rennsli
árinnar eins og um hásumar.
Opnunin sérstakur viðburður
Jim Ratcliffe hefur verið í um-
ræðunni síðan hann keypti stóran
hluta Grímsstaða á Fjöllum. Hann
hefur einnig tekið þátt í jarðakaupum
í Þistilfirði og í Vopnafirði og leigir
þar í firðinum veiðiréttinn í Vestur-
dalsá og Selá að hluta. Á dögunum
var greint frá því að hinn 65 ára gamli
Ratcliffe væri orðinn efnaðasti maður
Bretlands – grunnur auðsins liggur í
efna- og gasiðnaði – og um svipað
leyti sló Bretadrottning hann til ridd-
ara.
Þetta var í fyrsta skipti sem Rat-
cliffe býðst að opna Selá við upphaf
veiðitíðar og í samtali við blaðamann
kveðst hann afar ánægður með það.
„Ég hef aldrei opnað laxveiðiá fyrr og
það er sérstök reynsla,“ segir og
brosir. „Opnunin er ætíð sérstakur
viðburður við ána og svo er kvöldið
dýrlegt og hylurinn ekki síður, í þess-
ari dýrlegu á!“
Ratcliffe hefur komið til veiða í
Selá undanfarin ár, auk Vesturdalsár,
og greinilega bundist svæðinu sterk-
um böndum. Hann lætur lærbrotið
ekki draga úr veiðilönguninni og kom
því til veiða ásamt börnum sínum. Og
hann kemur aftur á næstunni eftir að
hafa veitt nú um helgina, strax
snemma í júlí og síðan tvisvar í ágúst,
segir hann. En var það laxveiðin sem
dró hann til Íslands til að byrja með?
„Ég þekkti herramann að nafni
John Jacobs, sem var fyrirliði Ryder
Cup-liðsins enska fyrir mörgum ár-
um, og hann var vinur Orra Vigfús-
sonar. Það var Jacobs sem kynnti
mig fyrir Íslandi – og þetta er yndis-
legt land. Ég kann vel að meta Ís-
land,“ svarar hann.
Vernda hrygningarsvæðin
Er það ennþá laxinn sem dregur
hann einkum til landsins?
„Það er ýmislegt. Ég er aðdáandi
náttúrunnar hér, sem er ósnortin af
manninum og hefur ekki verið spillt.
Það eru mikil forréttindi að geta verið
á slíkum stað. Nú eru ekki eftir marg-
ir staðir á jörðinni þar sem maðurinn
hefur ekki haft áhrif.
Hér hefur maður svo heila á til að
veiða,“ segir Ratcliffe og bendir upp
eftir Selá þar sem hún sést streyma
fram dalinn að baki honum. „Í Skot-
landi geta menn bara veitt á afmörk-
uðum svæðum, hér fá veiðimenn heila
á. Það er sérstakt.“ Og við erum sam-
taka í aðdáun okkar á sjóninni sem
hafði blasað við í fosshylnum, þar sem
mikill fjöldi laxa hafði safnast saman,
í öllum holum og rennum. „Ég hef
aldrei séð annað eins, það hljóta að
vera hundrað laxar í hylnum,“ segir
hann.
Jarðakaup Jims Ratcliffes á Norð-
urlandi og á norðausturhorninu hafa
verið umtöluð og þegar hann er innt-
ur eftir því hvort hann kaupi jarðir
hér til að vernda landið og náttúruna
segir hann það vera eina markmiðið
með kaupunum. „Og að vernda laxa-
stofnana,“ bætir hann við.
„Við getum ekki gert allt til að
tryggja viðkomu laxins en við getum
þó að minnsta kosti verndað hrygn-
ingarsvæðin. Ég get ekki gert mikið í
því sem kemur fyrir laxinn í hafinu en
ég tel að það að vernda laxveiðiárnar
á norðausturhorni Íslands skipti máli
fyrir laxinn, ef okkur tekst að gera
það. Þetta er það sem ég hef áhuga á
að gera hér; að hjálpa til við að
vernda laxinn.“
Þegar Ratcliffe er spurður hvort
hann líti á það sem skyldu sína að
styðja við laxastofnana svarar hann
játandi. „Ég er svo lánsamur að ég
get gert þetta og það er framlag mitt
til villtrar náttúru í heiminum,“ svar-
ar hann.
Vonum framar í Hofsá
Veiði hófst í nágrannaánni Hofsá í
Vopnafirði degi fyrr, á miðvikudag,
og var veitt á fjórar stangir í opn-
unarhollinu. Hofsárdalur skartar
sínu fegursta í blíðunni þessa daga og
þegar blaðamaður hitti félagana Ara
Þórðarson og Ívar Kristjánsson við
Arnarhólshyl á seinni vaktinni á mið-
vikudag var Ari að þreyta sterkan
lax. Sá lét hafa talsvert fyrir sér en að
lokum höfðu þeir hendur á 72 cm
þykkri hrygnu, sem synti aftur út í
strauminn eftir myndatöku.
Fyrsti dagurinn í Hofsá gaf átta
laxa og fimmtudagurinn fimm. Blaða-
maður hitti Ara þá aftur og hann var
ánægður með ganginn. „Opnunin hef-
ur gengið vonum framar, áin er
greinilega komin fram á sumar og er í
fallegu vatni,“ segir hann. „Veiðin
byrjar mjög vel – þetta er til fyrir-
myndar.“ Og eftir nokkuð krappa
niðursveiflu í veiðinni í Hofsá síðustu
ár telur Ari nú góða ástæðu fyrir
bjartsýni um göngur í ána. „Í opnun
síðustu ár hefur hún líka verið í flóði
og aðstæður erfiðar, nú er ekkert
slíkt, þetta er bara frábært.“ Og fisk-
arnir voru að veiðast á öllum sjö
svæðum Hofsár, laxar frá 69 upp í 94
cm langir.
104 cm hængur í Dölunum
Veiði hefur hafist í hverri laxveiði-
ánni á fætur annarri að undanförnu.
Fyrsta hollið í Húseyjarkvísl í Skaga-
firði fékk 16 laxa á þremur dögum og
segir Valgarður Ragnarsson, leigu-
taki árinnar, það góða byrjun og lofa
góðu fyrir sumarið. Næsta holl hóf
síðan veiðar með því að landa 97 cm
hæng.
Þórir Örn Ólafsson veiddi sann-
kallað tröll í veiðistaðnum Helga-
bakka í Laxá í Dölum, 104 cm hæng
sem var 53 cm að ummáli og tók hann
þýska snældu. 26 laxar höfðu veiðst í
Dölunum á miðvikudagskvöldið.
Þann dag hófst veiði á efsta svæði
Stóru-Laxár og var átta stórlöxum
landað á fyrstu vöktum, auk margra
sem veiðimenn misstu. Flestir veidd-
ust á Hólmasvæðinu.
Veiðitölur vikunnar á vef Lands-
sambands veiðifélaga sýna að mest
hefur veiðst í Þverá-Kjarrá, 452 lax-
ar. Þá koma Urriðafoss í Þjórsá með
391 lax og Norðurá með 350 en veiðin
hófst snemma á þessum svæðum.
Fyrir norðan hafa 177 veiðst í Mið-
fjarðará, 175 í Blöndu, 48 í Vatns-
dalsá og 41 í Víðidalsá. Elliðaárnar
byrja með svipaða veiði og síðustu tvö
sumur; 117 laxa fyrstu vikuna.
Sá fyrsti á Jim Ratcliffe þreytir fyrsta lax sumarsins í Selá ofan af kletti við Selárfoss. Börn
hans og leiðsögumenn við ána fylgjast með. Óvenjumikið af laxi var gengið í Selá fyrir opnun.
Togast á Ari Þórðarson hefur sett í lax við Arnarhólshyl í opnun Hofsár og Ívar Kristjánsson
félagi hans fylgist með. Þrettán var landað fyrstu tvo dagana í Hofsá, á fjórar stangir.
„Aðdáandi náttúrunnar hér“
Jim Ratcliffe, eigandi Grímsstaða og leigutaki laxveiðiáa í Vopnafirði, segir náttúruvernd mark-
miðið með jarðarkaupum sínum hér á landi Hóf veiðar í Selá ásamt börnum sínum og gekk vel
Morgunblaðið/Einar Falur
Veiðin hafin Börn Jims Ratcliffes, George, Sam og Julia, með fyrsta lax sum-
arsins í Selá, 80 cm hrygnu sem Ratcliffe setti í og þreytti en George stýrði í
háfinn. Ratcliffe og Gísli Ásgeirsson staðarhaldari eru uppi á klettinum.
Með sjálfbærni að leiðarljósi
Finnsk innanhússhönnun
02.03–02.09.2018 www.norraenahusid.is
Innblásið af Aalto
Vogir sem sýna verð
á vörum eftir þyngd
Löggiltar fyrir Ísland og
tilbúnar til notkunar
ELTAK sérhæfir sig í sölu
og þjónustu á vogum
VERSLUNAR-
VOGIR