Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 30.06.2018, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Magnús Heimir Jónasson mhj@mbl.is Iðnaðarmenn vinna nú hörðum höndum við að setja upp nýtt hlífðargler fyrir steinda glugga Gerðar Helgadóttur í Skálholts- kirkju. Langstærstur hluti af list- gleri Gerðar er nú þegar kominn upp að nýju í kirkjunni eftir ferða- lag til Þýskalands á viðgerðarverk- stæði en von er á tíu síðustu gluggunum til landsins í október. Viðgerðir á gluggum Gerðar hafa verið lengi í bígerð enda var ljóst fyrir mörgum árum að ásig- komulag glersins var óásættanlegt. Stuttu eftir Suðurlandsskjálftann við aldamótin gerði Jóhannes Ingi- bjartsson, þá formaður byggingar- og listanefndar kirkjunnar, úttekt á glerinu og var ljóst að grípa þyrfti til aðgerða. Í kjölfarið fór kirkjan í frekari úttektir og fjár- öflun og nú mörgum árum seinna eru síðustu gluggarnir á leið heim úr viðgerð. Viðgerðunum er þó ekki alveg lokið því þegar gengið er inn í kirkjunna um þessar mundir heyrist enn í slípirokk fremur en kirkjuklukkum. Þrátt fyrir það segir Kristján Valur Ing- ólfsson, vígslubiskup í Skálholti, viðgerðarferlið hafa valdið lítilli röskun á starfseminni. „Þetta hef- ur gengið óskaplega vel og hefur í rauninni aldrei rekist mikið á við starfsemina. Það hafa verið jarðar- farir, það hafa verið tónleikar og það hafa verið messur. Við höfum aldrei þurft að loka kirkjunni nema einn dagpart þegar þeir voru að taka niður stóra gluggann á vesturhliðinni. Þá þurftum við að loka aðalinnganginum á sama tíma og það voru 120 manns frá utan- ríkisráðuneytinu búnir að boða komu sína hingað. Þetta voru sendiherrar og ræðismenn, en við létum þau bara fara inn um göng- in,“ segir Kristján en gömul grýtt göng liggja að kjallara kirkjunnar. Listglerið var sent til Þýska- lands á Oidtmann-verkstæðið sem smíðaði glerið upphaflega fyrir rúmum 50 árum. Síðan eru gerðar viðgerðir á gluggunum sjálfum til að forða listgleri Gerðar frá því að skemmast að nýju. „Það sem þurfti að gera var að taka glerið niður og flytja til Þýskalands og þar var gert við það. Hlífðarglerið sjálft er svo endurnýjað, ytra byrðið og listar og gluggaopið hreinsað upp. Þegar gluggarnir koma svo til baka þá eru þeir sett- ir upp innan frá en þetta var allt sett utan frá upphaflega,“ segir Kristján. Glerið fór einnig í hreinsun og segir Kristján að mun bjartara sé í kirkjunni í kjölfarið þar sem sólargeislarnir ná nú bet- ur í gegnum listglerið. Sögurík menningarverðmæti Listgler Gerðar er að sögn Kristjáns þjóðargersemi en sögu þess má rekja til ársins 1957 þeg- ar stórkaupmennirnir og bræð- urnir Ludwig og Edmund Storr ákváðu að gefa Skálholtskirkju Listgler Gerðar komið í Skálholt á ný  Von á síðustu tíu af verkum Gerðar frá Þýskalandi í október  Nýtt hlífðargler sett í til að vernda verkin fyrir frekari skemmdum  Ánægjulegt að sjá fyrir endann á þessu, segir vígslubiskup Morgunblaðið/Árni Sæberg Unnið að utan og innan Efri gluggarnir í Skálholtskirkju hafa verið sendir út til viðgerðar og unnið er nú að því að setja upp nýtt hlífðargler. Neðri gluggarnir, sem eru mun stærri, eru komnir aftur frá Þýskalandi og hafa verið settir upp að nýju eftir viðgerðir og hreinsun. Vígslubiskup Kristján hefur staðið í ströngu við að bjarga listgleri Gerðar frá skemmdum á síðustu árum en lætur biskupskápuna á gráðurnar um miðjan júlí á þessu ári og tekur Kristján Björnsson, prestur á Eyrarbakka, við. Skálholtskirkja var byggð á árunum 1956 til 1963 og er núverandi Skálholtskirkja sú tólfta sem stendur á staðnum. Kirkjan og Skálholtsskóli voru friðuð af mennta- og menningarmálaráðherra 21. desember 2012. Byggingarnar tvær, Skálholtskirkja, sem Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins teiknaði árið 1956, og Skálholtsskóli, sem Manfreð Vilhjálmsson og Þorvald- ur S. Þorvaldsson arkitektar teiknuðu árið 1970, teljast samkvæmt Minjastofnun Íslands með vönduðustu byggingum 20. aldar á Íslandi. Þær hafa því mikið gildi í byggingarlistasögu þjóðarinnar. Í útfærslu sinni á Skálholtskirkju hafði Hörður hliðsjón af Brynjólfskirkju sem stóð í Skálholti frá 1650 til 1807, krosslöguð, með þverskipi og hliðarskipum. Þjóðkirkjan fékk kirkjuna frá Alþingi með lögum og segir Kristján það oft gleym- ast að þrátt fyrir það sé kirkjan í raun eign þjóðarinnar. „Það sem mér finnst stundum gleymast er að þetta er náttúrulega kirkja og kirkjustaður, en Alþingi gaf kirkj- unni staðinn aftur með lögum árið 1963 og þá var allt- af sagt að kirkjunni væri bara trúað fyrir því að varð- veita þessa þjóðargersemi sem Skálholt er. Þannig að við erum ekki bara kirkjustaður heldur staður allrar þessarar þjóðar, hverrar trúar menn svo eru,“ segir Kristján. Friðaður staður í eigu þjóðarinnar NÚVERANDI SKÁLHOLTSKIRKJA SÚ TÓLFTA Í SÖGUNNI Iðnaður Sjá má glitta í vinnupall hægra megin á kirkjugólfinu. Viðskipti GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Sérfræðingar í erfiðum blettum!

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.