Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 22

Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ LeiðtogarEvrópu-sambands- ríkjanna náðu eft- ir langa mæðu að orða samkomulag um málefni flóttamanna og hælisleitenda á fundi sínum sem stóð næturlangt, eins og gjarnan vill verða um slíka fundi, og lauk í gærmorgun. Samkomulagið er að miklu leyti samhljóða „ítölsku lausninni“ sem Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, setti fram um síðustu helgi. Þar var kallað eftir því að aðildarríki sambandsins settu upp sérstakar mið- stöðvar fyrir þá flóttamenn og hælisleitendur sem kæmu til Evrópu. Hugmyndin með miðstöðv- unum er, að þannig eigi að verða auðveldara að senda þá sem teljast vera svo- nefndir „efnahagslegir flóttamenn“ til baka til heimaríkja sinna, en um leið dreifa þeim sem hefðu rétt á veru innan sambandsins betur meðal aðildarríkjanna, í stað þess að þeir væru á ábyrgð þess ríkis þar sem flóttamennirnir stigu fyrst niður fæti. Að auki var kveðið á um það að athugað yrði hvort hægt væri að setja upp sér- stakar „brottfararstöðvar“, þá líklega í ríkjum Norður- Afríku, sem gætu einnig reynt að stemma stigu við komu flóttamanna áður en þeir héldu í hina hættulegu ferð yfir Miðjarðarhafið. Ekkert ríki Norður-Afríku hefur hins vegar boðist til þess að hýsa slíka stöð og er jafnvel talið ólíklegt að slíkt boð muni fást, nema gegn miklum ívilnunum af hálfu Evrópusambandsins. Hvorki austurrísk né frönsk stjórnvöld hyggjast setja upp móttökustöðvar hjá sér, með þeim rökum að hvorugt landið sé á meðal þeirra sem taki fyrst á móti flóttamönnum. Þá þykir ólík- legt að þau ríki Austur- Evrópu sem hingað til hafa þverneitað að taka við einum einasta flóttamanni reisi slíka stöð. Hefur þetta þótt til marks um að þegar séu komnir brestir í samkomulag aðildarríkjanna, og hefur í því sambandi verið horft til orða Donalds Tusk, forseta sambandsins, um að engin trygging sé fyrir því að sam- komulagið muni virka, þar sem framkvæmd þess reyni mjög á samvinnu aðildarríkjanna. En samkomu- lagið var ekki einungis túlkað sem sigur fyrir Conte, sem beitti sér mjög til að fá sínu fram. Angela Merkel Þýskalandskanslari, sem barist hefur fyrir póli- tísku lífi sínu að undanförnu, náði fram loforði frá hinum aðildarríkjunum um leiðir til þess að koma í veg fyrir að þeir flóttamenn sem þegar væru komnir til Evrópusam- bandsins héldu sem leið lægi til Þýskalands. Merkel fékk einnig loforð frá Grikkjum og Spánverjum um að þeir tækju aftur við þeim flótta- mönnum sem hefðu komið þaðan til Þýskalands og væru skrásettir í þessum ríkjum. Með þessu vonar Merkel að hún hafi komið til móts við úrslitakosti Horsts Seehofer, innanríkisráð- herra síns og leiðtoga kristi- legra demókrata í Bæjara- landi, sem haldið hafði ríkisstjórn hennar í gíslingu síðustu tvær vikurnar og jafnvel látið að því liggja að hann myndi sprengja sam- starfið ef hann fengi ekki sínu framgengt. Mun þessi ógn við valdatíð frú Merkel jafnvel hafa liðkað fyrir því að hin aðildarríkin féllust á samkomulagið. En jafnvel þó að Merkel hafi mögulega náð að lægja öldurnar heima fyrir með samkomulaginu, er engan veginn víst að það muni duga til lengri tíma. Bæði er allt óljóst með það hvenær þau úrræði sem fallist var á eiga að vera tilbúin og einnig hvort þau muni yfirhöfuð duga til þess að stemma stigu við hinum gríðarlega straumi flóttamanna sem verið hefur á síðustu árum yfir Miðjarðarhafið. Þá ákváðu leiðtogarnir að fresta því að finna varanlega lausn á Dyflinnarreglugerðinni, þrátt fyrir að fundurinn hafi upphaflega verið boðaður með það í huga að leysa þann vanda, einfaldlega vegna þess að ljóst varð að lausnin var ekki í augsýn. Hættan er því sú, að með samkomulaginu hafi ein- ungis fengist gálgafrestur en ekki varanleg lausn sem raunverulega geti brúað bil- ið á milli aðildarríkjanna í þessum mikilvæga en vanda- sama málaflokki. Conte og Merkel fá sínu framgengt – en mun það duga?} Lausnunum slegið á frest Þ ann 6. júní síðastliðinn sendi fé- lagið Olnbogabörn frá sér opið bréf til stjórnenda Barnavernd- arstofu. Markmið bréfsins var að óska eftir svörum varðandi þau börn sem sett eru út undan og fá ekki þá þjónustu sem þau eiga ekki einungis rétt á, heldur er þeim lífsnauðsynleg. Svör- in sem bárust voru akkúrat engin nema í gegnum fjölmiðla. Allt snýst þetta um pen- inga sem ekki eru í boðinu fyrir veiku börnin okkar. Kannski í september getum við hjálpað þeim. Það getur vart talist eðlilegt í vestrænu siðmenntuðu lýðræðissamfélagi að kalla eftir tafarlausum úrbótum strax, hvað lýtur að lífshættulegum fíknivanda barnanna okkar. Á núlíðandi ári hafa a.m.k 19 ungmenni látist af völdum neyslu á ýmist fíkniefnum eða lyfseðils- skyldum lyfjum. Við erum þá ekki að tala um alla þá fjöldamörgu sem hefur verið bjargað við dauðans dyr. Geðheilbrigðisþjónustu er vart að fá og úrræðum er lokað vegna sumarleyfa. Hvernig getur þetta verið í lagi? Fíknigeðdeild er lokuð í sjö vikur í sumar. Þar eru rúm fyrir 16 sjúklinga, hvert geta þessir sjúk- lingar leitað. Er okkur alveg sama um þá? Misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja er tvímælalaust komin í tísku hjá stórum hópi einstaklinga, allt niður í grunnskólabörn. Við megum svo sannarlega hræð- ast þá þróun sem nú á sér stað og þá ógn sem af henni stafar. Við getum á engum tímapunkti stært okkur af minnkandi neyslu ungmenna þegar við horfum á eftir þeim í gröfina á sama tíma. Það er ekki rétt að neyslan fari minnkandi, hún er ein- ungis að breytast og fer þvert á móti vax- andi. Hvar eru stjórnvöld og forvarnirnar? Það er í höndum yfirvalda að bregðast við þessari skelfilegu þróun. Það þarf að kortleggja vandann og stíga inn í söluferl- ið. Það þarf að bregðast við kaupum og sölu á þessum efnum á samfélagsmiðlum. Það virðist vera svo, að hægt sé að nálgast þessi efni á netinu ekki síður en að skreppa út í búð og kaupa sér mjólk. Lög- gjafinn einfaldlega verður að taka málið í sínar hend- ur og gera það svo sómi sé að, en ekki eins og nú er með hangandi hendi á einhverjum samráðsumræðu- grundvelli. Börnin okkar deyja á meðan. Forvarnir og fræðsla er eitt af því sem við verðum að leggja ofuráherslu á ásamt fullnægjandi geðheil- brigðisþjónustu þar sem öllum er tekið opnum örm- um. Við eigum aldrei að vísa þeim frá sem þurfa á hjápinni að halda. Það er einfaldlega ómanneskjulegt og í engum takti við það sem við viljum geta sagt um heilbrigðis- kerfið okkar. Inga Sæland Pistill Börnin okkar þarfnast hjálpar Höfundur er alþingismaður og formaður Flokks fólksins. STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Erlendir fjölmiðlar höfðuorð á því eftir leik Íslandsog Argentínu á HM íRússlandi að óvenjulegt væri að sjá hve fagnaðarlæti jafnt ís- lensku áhorfendanna sem knatt- spyrnumannanna hefðu verið heit og innileg þótt úrslitin væru aðeins jafn- tefli, 1:1. Af viðbrögðunum að dæma hefði mátt ætla að íslenska liðið hefði burstað Argen- tínumennina. En kannski væri þetta ekki nema eðlilegt í ljósi þess að Íslendingar væru fámennasta þjóð sem nokkru sinni hefði unnið sér þátttökurétt á HM. Það eitt að vera með væri slíkt afrek að þeir gætu borið höfuðið hátt þótt þeir ynnu engan leik á mótinu. Viðbrögðin hér heima við jafn- teflinu voru hin sömu og á vellinum í Moskvu, mikill fögnuður braust út. Þjóðarstoltið varð beinlínis sýnilegt í andliti og fasi fólks. Margir sáu jafn- teflið fyrir sér sem upphaf sigur- göngu. En brátt fengu Íslendingar að kenna á því sama og aðrar þátttökuþjóðir HM fyrr og síðar; ekkert er í hendi á svona móti og skin og skúrir skiptast á. Ósigurinn í leiknum á móti Nigeríu var sár, en ósigurinn gegn Króatíu olli enn meiri vonbrigðum, því þar áttu íslensku leikmennirnir um tíma ekki aðeins raunhæfan möguleika á jafntefli heldur sigri. En þrátt fyrir von- brigðin bar lítið á því að Íslendingar skömmuðu sína menn eða hefðu orð á því að þeir hefðu ekki staðið sig sem skyldi eða ættu að geta gert betur. Segja má að öll þjóðin hafi sam- einast um það, þó frekar döpur í bragði, að þrátt fyrir allt væri árang- urinn á HM harla góður og ekki væri hægt að gera meiri kröfur. Það sem mestu skipti væri að hafa náð að vinna sér rétt til þátttöku og spilað á móti hinum stóru af öllum sínum krafti. Einhver sagði að rótgrónar HM-þjóðir hefðu í áranna rás þurft að sætta sig við töp á mótunum; Ís- lendingar yrðu þá fyrst alvöru HM- þjóð þegar þeir áttuðu sig á að töp myndu óhjákvæmilega fylgja. „Þessi jákvæða afstaða byggist sjálfsagt á því raunsæja mati að það er í sjálfu sér afrek fyrir smáþjóð að koma landsliði í lokakeppni heims- meistaramóts í knattspyrnu. Vissu- lega gerðu margir sér vonir um að ævintýrið á Evrópumótinu í Frakk- landi fyrir tveimur árum myndi end- urtaka sig, en ekki má gleyma að samkeppnin var mun harðari nú þeg- ar lið frá öllum heimsálfum voru með. Það skiptir líka miklu máli að leik- mennirnir eru afar jákvæðir fulltrúar fyrir Ísland. Þeir hafa lagt ótrúlega hart að sér til að ná árangri, standa þétt saman þegar á reynir og enginn þeirra hefur verið bendlaður við nokkuð misjafnt. Síðast en ekki síst hafa leikmennirnir sýnt að þeir geta spilað glimrandi góða knattspyrnu!“ segir Guðmundur Hálfdánarson, prófessor við hugvísindasvið Háskóla Íslands, en hann hefur skrifað mikið um þjóðerniskennd og þjóðarstolt. Önnur viðbrögð erlendis Þetta er satt og rétt. En þessi viðbrögð eru samt ákaflega frá- brugðin þeim sem sjást í öðrum lönd- um. Standi lið stórþjóðanna sig ekki nógu vel fá leikmennirnir yfir sig dembu af skömmum og hnjóðsyrðum frá almenningi og fjölmiðlum. Það er krafist uppstokkunar, brottvikningar einstakra leikmanna og þjálfurunum er úthúðað. Svo heitt verður útlend- um knattspyrnuáhugamönnum stundum í hamsi að leikmennirnir áræða varla að snúa aftur heim! Og yfirleitt er einhverjum fórnað ef illa hefur gengið. Eftir að íslensku knattspyrnu- mennirnir duttu úr keppninni var þeim heimkomnum hins vegar haldin veisla þar sem forsetinn og ráðherrar ríkisstjórnarnir kepptust við að mæra þá. Fjölmiðlarnir hafa spilað með og almenningsálitið. Að vísu eru fagnaðarlætin ekki eins mikil og eftir árangurinn á EM árið 2016, þegar leikmennirnir voru hylltir sem þjóð- hetjur af tugum þúsunda í mið- bænum. En við erum öll afar hreykin af strákunum okkar. Þeir sýndu að þeir eru engir aukvisar, þótt þeir hafi aðeins náð að spila þrjá leiki og ekki komist í 16 liða undanúrslitin. Er þetta hæfilegt eða of mikið umburðarlyndi? Getur verið að við lít- um enn á okkur sem „litla bróður“ á vellinum og það dugi að „stóri bróðir“ hafi orðið að leyfa okkur að vera með? Allt annað sé bónus? Ættum við ekki að láta í ljós vonbrigði með að hafa ekki náð lengra með áþreifanlegri hætti en raun er á? Má kannski segja að við getum ekki talist alvöru HM- þjóð fyrr en við sýnum sömu viðbrögð og reyndari knattspyrnuþjóðir, nei- kvætt tuð og höfum í frammi óvægna og harðneskjulega gagnrýni? Eða er- um við hrædd við afleiðingar gagn- rýninnar umfjöllunar og umræðu á þessu sviði? Lítum við svo á að við séum smáþjóð sem þurfi að standa saman og „halda andlitinu“ út á við þótt við séum innst inni ósátt og spæld og trúum því að við getum gert betur? Og hvaða áhrif hefur þetta á „strákana okkar“? Verða þeir væru- kærari og dugminni ef engin er gagn- rýnin og aðhaldið frá almenningi og fjölmiðlum? Dugir þeim að þjálfarinn hvetji þá til að standa sig enn betur næst? Þessum spurningum verður ekki svarað hér. Þeim er aðeins velt upp til gamans og íhugunar. Erum við ekki orðin alvöru HM-þjóð? Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þjóðarstolt Mikill fögnuður braust út þegar Íslendingar náðu að halda jafntefli í leiknum við Argentínumenn á HM-mótinu í Rússlandi. Guðmundur Hálfdánarson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.