Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 24

Morgunblaðið - 30.06.2018, Page 24
24 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Arfleifð tungumálsins stýrir sjálfvirkri hugsun okkar um gott ogvont, rétt og rangt, eðlilegt og afbrigðilegt. Þegar heimurinnbreytist og mennirnir með lætur tungumálið oft bíða eftir sér. Þaðþráast við með sín gömlu gildi og viðhorf. Alkunna er að við erum ánægð með þær breytingar sem orðið hafa í vestrænum samfélögum með auknu einstaklingsfrelsi og jafnrétti, að ekki sé minnst á þær þjóðfrelsis- hugmyndir sem lögðu grunn að núverandi fullveldi og ríkjaskipan. Um allan heim er barist fyrir framgangi grunngilda um frelsi og jafnrétti í þágu hvers kyns minnihlutahópa – en baráttan rekst iðulega enn á ókleifar víggirðingar tungutaksins. Hluti af baráttunni er kenndur við pólitíska rétthugsun þegar reynt er að breyta orðfærinu í þágu pólitísks málstaðar, leggja til að ný orð séu notuð til að tala um nýjan veruleika. Mörgum þykir óþægilegt þegar orðfæri er breytt í nafni nýrra hugmynda. Og að sjálfsögðu gilda sömu lög- mál um aðrar málbreyt- ingar: Það verður að ríkja sátt um þær meðal þeirra sem tala tungumálið. Á undanförnum áratugum hefur baráttan um orðfærið verið áberandi í tengslum við fötlun og jafnréttismál; hin síðari misseri eink- um um kynfrelsi og umdeilt kynjajafnrétti eins og oft hefur verið vikið að. Umhugsun og umræða um áfengismál hefur verið á mikilli siglingu hin síð- ari ár án þess að tungumálið hafi fylgt í kjölfarið. Áfengisneysla landsmanna var hömlulausari áður fyrr; dæmi voru um að allt flóði í víni í fermingar- veislum og það þótti ekki aðfinnsluvert að drekka sér til vansa opinberlega; jafnvel var talað um gleðimenn í því sambandi og alkóhólismi var bannorð. Grunnhugtökin um að vera fullur eða drukkinn eru til marks um að það sé talið eðlilegt ástand að vera undir áhrifum, vegna andheitanna að vera ófullur og ódrukkinn. Forskeytið ó- gefur til kynna að það sé frávik frá hinu eðlilega. Annað orðfæri um áfengisvímu er eftir þessu; fullt af gleði og léttleika um að vera hreifur, sætkenndur og mjúkur, um leið og gamansemi, nýsköpun og myndlíkingar fá útrás á þessu sviði. Fundið er upp á því að fá sér í tána eða annan fótinn, vera kerþjálfaður og blekaður, á herðablöðunum, felgunni eða perunni, og varla er til sá drykkjuhópur í landinu sem hefur ekki þróað sitt eigið orðfæri um þennan málaflokk. Þau sem reyna áfengisbölið á eigin skinni, í fjölskyldu eða vinahóp, eru síð- ur líkleg til að taka undir allan þennan léttleika í orðfæri um þá þungbæru byrði sem ofdrykkja öls er – hið versta vegnesti manna ef marka má hin fornu Hávamál. Þekkt er auglýsingaherferð umferðarráðs um hvort fólk telji „þetta“ í lagi – með tilvísun í áfengisdrykkju við ýmis óvænt tækifæri, s.s. á skurðstofum eða leikvöllum barna. Hér sem víðar á hin nýja rétthugsun langt í land vegna þeirrar jákvæðni og fyndni sem umlykur öl, dramm og drykkjuskap í tungutakinu. Eintóm fyndni, öl, dramm og drykkjuskapur Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is Dottinn í það Myndlíkingar fá útrás í útlistun á áfengisdrykkju. Fyrir 60 árum voru stjórnmálaflokkarnir sjálfirhelzti vettvangur fyrir umræður og skoðana-skipti um þjóðfélagsmál. Á vegum þeirra voruhaldnir líflegir fundir um ýmsa þætti þjóð- mála. Slíkir fundir í gamla Sjálfstæðishúsinu við Austur- völl voru minnisstæðir þeim sem þá sóttu. Þar voru að vísu flokksmenn að tala saman sín í milli, þótt stöku sinn- um væri efnt til kappræðna milli fulltrúa allra flokka, sérstaklega æskulýðshreyfinga flokkanna. Það var nýjung, þegar Hannibal Valdimarssyni, þá formanni Alþýðubandalags og forseta ASÍ, var boðið á klúbbfund Heimdallar snemma á viðreisnarárunum til að skýra sín sjónarmið. Á sama tíma var Morgunblaðið að opna síður sínar fyrir greinaskrif frá andstæðingum Sjálfstæðisflokksins. Með tilkomu sjónvarps á Íslandi færðust skoðana- skipti um þjóðfélagsmál smátt og smátt yfir á þann vett- vang. Á seinni áratugum hafa umræðufundir um þjóð- félgsmál á vettvangi flokkanna smátt og smátt fjarað út. Einu reglulegu fundir af því tagi, sem efnt er til í Valhöll, eru vikulegir fundir á vegum Samtaka eldri sjálfstæðismanna frá hausti og fram á vor, þar sem sjá má mörg sömu andlitin og á klúbbfundum Heimdallar fyrr á tíð. Síðustu ár og að einhverju leyti síðustu áratugi hafa slíkir umræðufundir um þjóðfélagsmál smátt og smátt færst inn í Háskóla Íslands á vegum ýmissa aðila þar og eru ýmist haldnir innan veggja HÍ eða í Norræna hús- inu. Eðli málsins samkvæmt eru þeir haldnir á öðrum forsendum en fundir á vegum flokkanna í gamla daga og snúast meira um niðurstöður á rannsóknum háskóla- kennara og að einhverju leyti nemenda. Þessi þróun hefur óneitanlega veikt flokkana verulega sem mótandi afl í þjóðfélagsmálum. Sl. þriðjudag var fundur eða öllu heldur ráðstefna af þessu tagi haldin á vegum Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ, þar sem fjallað var um breytt öryggisumhverfi smáríkja. Ráðstefnan var haldin í tengslum við sumar- skóla þessarar stofnunar, þar sem saman var kominn töluverður hópur ungs fólks frá mörgum löndum. Aug- ljóst var að mikil undirbúningsvinna hefur farið fram í aðdraganda þessarar ráðstefnu og fram kom að fram- takið hefur notið stuðnings frá Atlantshafsbandalaginu. Það liggur í augum uppi að sú spurning hvernig smá- ríki tryggi bezt öryggi sitt við þær aðstæður sem nú eru að verða til í heiminum er mjög knýjandi fyrir fámennar þjóðir og þar á meðal og ekki sízt okkur Íslendinga. Viðurkenning Bandaríkjanna á stofnun lýðveldis okk- ar 1944 var lykilþáttur í því að það tókst allt vel. Aðild okkar að Atlantshafsbandalaginu 1949 og gerð varnar- samningsins við Bandaríkin 1951 tryggði öryggi okkar á tímum kalda stríðsins. En hver er staðan nú, þegar full- komin óvissa ríkir um hvert Bandaríkin stefna og Evr- ópa er í uppnámi eins og fréttir staðfesta dag hvern um þessar mundir? Á sama tíma þrýstir vaxandi stórveldi, Kína, á um aukin áhrif í næsta nágrenni við okkur, á Grænlandi, eins og m.a. kom skýrt fram á fyrrnefndri ráðstefnu. Og okkar heimshluti, norðurslóðir, er að verða einn af miðpunktum átaka á milli öflugustu ríkja og ríkjabandalaga heims, m.a. vegna þeirrar framtíðar- sýnar að nýjar flutningsleiðir opnist á milli Evrópu og Asíu um þetta svæði. Fyrr á tíð hefðu svo breytt viðhorf leitt til verulegra umræðna á vettvangi Sjálfstæðisflokksins, þess flokks sem óumdeilanlega hefur leitt vegferð Íslands sem sjálf- stæðs ríkis á alþjóðavettvangi frá lýðveldisstofnun. En það hefur verið lítið um slíkar umræður á þeim vett- vangi. Það var komið víða við á um- ræddri ráðstefnu. Augljóst er að næstu nágrönnum Rússa stendur ógn af þeim og af fyrirlestrum og umræðum að dæma hefur inn- limun Krímskaga í Rússland markað eins konar vatnaskil í viðhorfi þeirra til þess víð- feðma stórveldis. Í máli fyrirlesara frá þeim löndum gætti ekki mikillar bjartsýni um að hægt væri að ná frið- samlegri samskiptum við Rússa og nánast sorglegt að hlusta á fyrirlestur konu frá Georgíu, sem lýsti framferði Rússa þar í landi, en þeir ráða nú í raun um 23% af land- svæði Georgíu. Þá komu fram á ráðstefnunni upplýsingar um nýjan þátt í samskiptum þjóða sem greinarhöfundur hefur ekki fyrr heyrt um en það er að í Afríku sérstaklega eru dæmi um að ríki veiti öðrum ríkjum aðstöðu til að koma fyrir starfsstöðvum fyrir vopnaða dróna. Þar eru Bandaríkja- menn fremstir í flokki þjóða sem hafa komið sér upp slík- um stöðvum á landsvæði annarra ríkja með samningum en fleiri eru að fylgja í kjölfarið. Fyrir okkur Íslendinga er kjarni málsins hins vegar sá, að ný viðhorf hér á norðurslóðum kalla a.m.k. á meiri umræður hér heima fyrir en farið hafa fram. Við erum að vísu enn með virkan varnarsamning við Bandaríkin en hvert stefna þau? Augljóst er að aukið samstarf á sviði öryggismála á milli þjóða hér í Norður-Atlantshafi blasir við. Þar skipt- ir Noregur að sjálfsögðu máli, svo og Skotland, ekki sízt ef Skotland verður sjálfstætt ríki, Færeyjar og Græn- land en líka Kanada og Bandaríkin. Og hvað um Írland? Einn fyrirlesari kallaði þetta vestnorræna öryggis- svæðið og taldi Íslendinga verða að koma sér upp 400 manna her. Um það urðu ekki frekari umræður, senni- lega vegna þess að Íslendingar voru í miklum minnihluta meðal ráðstefnugesta. Það er kominn tími á meiri umræður hér heima fyrir og ítarlegri stefnumörkun á þessu sviði, sem tekur mið af nýjum og gjörbreyttum aðstæðum. Hvernig tryggja smáríki öryggi sitt í breyttum heimi? Gagnlegar umræður á ráðstefnu Rannsóknaseturs um smáríki við HÍ Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Ísnarpri gagnrýni á þjóðar-hugtakið viðurkenndi ensk- austurríski heimspekingurinn Karl R. Popper, að líklega kæmust Íslend- ingar næst því allra heilda að kallast þjóð: Þeir töluðu sömu tungu, væru nær allir af sama uppruna og í sama trúfélagi, deildu einni sögu og byggju á afmörkuðu svæði. Því er ekki að furða, að þjóðerniskennd sé sterkari hér á landi en víðast annars staðar í Evrópu, þar sem landamæri hafa verið á reiki og mála- og menning- arsvæði fara alls ekki saman við ríki. Til dæmis er töluð sænska á Álands- eyjum, þótt þær séu hluti af Finn- landi. Þýska er töluð í Þýskalandi, Austurríki og mörgum kantónum í Sviss og jafnvel í Suður-Týrol, sem er hluti af Ítalíu. Í Belgíu mæla sum- ir á flæmsku (sem er nánast hol- lenska) og aðrir á frönsku, auk þess sem margir eru vitaskuld tvítyngdir. Katalónska er ekki sama málið og sú spænska, sem kennd er í skólum og oft kölluð kastilíska. Vorið 1882 gerði franski rithöfund- urinn Ernest Renan fræga tilraun til að skilgreina þjóðina í fyrirlestri í París, „Qu’est-ce qu’une nation?“ Hvað er þjóð? Hann benti á öll þau tormerki, sem væru á að nota tungu, trú, kynþátt eða landsvæði til þess að afmarka þjóðir, og komst að þeirri niðurstöðu, að það væri viljinn til að vera ein þjóð, sem gerði heild að þjóð. Þessi vilji styddist í senn við minningar úr fortíðinni og markmið til framtíðar. Menn væru samt sem áður frjálsir að þjóð sinni. Kysi ein- hver þjóð að slíta sig frá annarri, þá ætti henni að vera það heimilt. Og hver maður gæti líka valið. Til þess að hann kynni vel við land sitt, yrði það að vera viðkunnanlegt. Þjóðin væri því „dagleg atkvæðagreiðsla“. Renan benti líka á, að stundum styddist viljinn til að vera þjóð ekki síður við gleymsku en minningar. Þjóðir hefðu iðulega orðið til við of- beldi og yfirgang. Þjóðarsagan, sem kennd væri í skólum, væri því stund- um hálfsögð, jafnvel fölsuð. Hér er sérstaða Íslendinga aftur merkileg. Við deilum ekki aðeins tungu, trú, kynþætti, landsvæði og sögu, heldur höfum við engu að gleyma. Við höfum aldrei beitt neina aðra þjóð yfirgangi, þótt ef til vill hafi okkur frekar brostið til þess afl en áhuga. Og á íslensku er til fallegt orð um það, sem Renan taldi viljann til að vera ein þjóð. Það er „sálufélag“. Eins og fjósamaðurinn á Hólum átti forðum sálufélag með Sæmundi fróða, eigum við sálufélag með Agli Skallagrímssyni, Snorra Sturlusyni, Jónasi Hallgrímssyni, Laxness, Björk og íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu 2018. íslenska þjóðin stækkar af íslensku afreksfólki, án þess að aðrar þjóðir smækki. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð Hvað er þjóð? Skál fyrır hollustu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.