Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 26

Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 26
26 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 Um svipað leyti og OpnaÍslandsmótið fór fram íValsheimilinu á Hlíðar-enda fylgdust Norð- menn spenntir með „Norska skák- mótinu“ sem haldið var í sjötta sinn í Stafangri. Magnús Carlsen aftur í eldlínunni og efstur lengi vel eftir sigra á Caruana og Aronjan í byrj- un móts en tapaði svo óvænt fyrir Wesley So og á lokametrunum skreið áskorandinn Caruana fram úr og varð einn efstur. Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Caruana vinnur mót þar sem sem Magnús er meðal þátttakenda, sem er ekki slæmt innlegg hjá Bandaríkjamanninum fyrir tauga- stríðið framundan. Magnús hefur nú samt staðið vel fyrir sínu með sigri í Wijk aan Zee í ársbyrjun og á minningarmótinu um Gashimov í Shamkir í Aserbaídsjan. Þess utan hefur hann átt létt með að tefla við Caruana og þess vegna finnst frændum okkar horfur góðar fyrir einvígið sem hefst í London í nóv- ember nk. Engu að síður eru Norð- menn dálítið að klóra sér í höfðinu og spyrja hvernig megi standa á því að þeirra maður hafi aðeins einu sinni unnið „Norska mótið“ í sex til- raunum. Hvað um það, lokanið- urstaðan varð þessi: 1. Caruana 5 v (af 8) 2. – 4. Carl- sen, Nakamura og Anand 4 ½ v. 5. – 6. So og Aronjan 4 v. 7. Mamedya- rov 3 ½ v. 8. – 9. Vachier Lagrave og Karjakin 3 v. Kínverjinn Liren Ding varð að hætta keppni eftir þrjár umferðir eftir að hafa lent í hjólreiðaslysi. Viswanathan Anand sem verður fimmtugur á næsta ári, langelstur keppenda, náði enn einu sinni góð- um árangri. Það er alltaf áhugavert að sjá hann fást við byrjanir sem eru í deiglunni, sbr. eftirfarandi skák: Norska skákmótið 2018; 6. um- ferð: Sergei Karjakin – Viswanathan Anand Drottningarbragð 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Be7 5. Bf4 O-O 6. e3 c5 7. dxc5 Bxc5 8. Dc2 Rc6 9. a3 Da5 10. O- O-O Re4!? Að hrókera langt í þessu afbrigði þótti dálítið djarft á sínum tíma en 10. leikur Anands er varasamur eins og Kasparov sýndi fram á í frægri skák við Vaganian á EM landsliða í Debrecen árið 1992. 11. Rb5 a6 12. Rc7 e5 13. Hxd5 exf4! Hér er komin fram endurbót An- ands á taflmennsku Vaganians sem lék 13. ... f5 sem er mun lakara. 14. Dxe4 Dxc7 15. Hxc5 fxe3 16. Bd3 g6 17. fxe3 Eða 17. Dxe3 b6 18. Hg5 Ra5! og möguleikar svarts eru ekki verri. 17. ... Be6 18. Dh4 Hae8 19. Be4 Db6 20. Dh6!? Með hugmyndinni 20. ... Dxc5 21. Rg5 Dxe3+ 22. Kb1 og svartur verður að láta drottninguna til að verða ekki mát. 20. ... f5 21. Rg5 Hf7! Sterkur varnarleikur og mun betri en 21. ... He7 sem er svarað með 22. Rxe6 Hxe6 23. Bd5 og vinn- ur. 22. Bd5 Bxd5 23. Hxd5 Dxe3 24. Kb1 Hfe7 25. Hhd1 De2 26. h4? Þetta hefur sennilega átt að vera vinningstilraun en er afleitur leik- ur. Best er 26. Hd6 og eftir 26 ... Dxc4 getur hann þvingað fram jafn- tefli með 27. Hxg6+ hxg6 28. Dxg6+ Kh8 29. Dh6+ o.s.frv. Meira er ekki að hafa. 26. ... Re5! 27. Rf3 Honum sást yfir að 27. Hd8 er svarað með 27. ... Dxd1+! 28. Hxd1 Rg4 og drottningin fellur. 27. ... De4+ 28. Ka2 Eða 28. Ka1 Rg4 29. Dc1 Re3 sem vinnur skiptamun. 28. ... Dxc4+ 29. Ka1 Rg4 30. Dc1 Dxc1 31. Hxc1 Kg7 32. h5 Rf6! - Þar féll annað peð og fram- haldið alveg vonlaust. Karjakin gafst upp. Magnúsi Carlsen gengur illa á heimavelli Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Chesssbase Norska skákmótið Viswanathan Anand, til hægri, leggur Karjakin að velli. Alkunna er að er- lendir ferðamenn á Ís- landi vanmeta oft veð- urfar hér. Jafnvel um hásumarið lenda þeir stundum í miklum erf- iðleikum vegna van- þekkingar á aðstæðum hér á landi og eru þeirri stundu fegnastir þá velbúnar og þjálfaðar björgunarsveitir koma þeim til aðstoðar. Ein af afleiðingum bankahrunsins fyrir nær áratug var að erlendur fjár- málamaður búsettur í Kanada komst yfir meirihluta í Hitaveitu Suðurnesja sem nú er nefnd HS Orka. Sennilega voru það ein alvarlegustu afglöp vinstristjórnar Jóhönnu Sigurðar- dóttur að koma ekki í veg fyrir þetta óhapp. Þáverandi stjórnarandstæðingar lögðu ofurkapp á að gera samninga við Breta og Hollendinga um Icesave tor- tryggilega þó svo að það mál leystist mjög farsællega, bæði fljótt og vel, enda stóðu útistandandi skuldir gamla Landsbankans vel undir öllum skuld- bindingum og kostnaði. Því var mjög miður að stjórnarandstaðan brást á sama tíma við að koma í veg fyrir að þessi kanadíski forréttingamaður kæmist yfir aðgang að íslenskum orkulindum á hrakvirði. Þessi erlendi aðili vill nú hámarka hagnað sinn af þessu vellukkaða fjármálaævintýri sínu og fyrir honum er náttúra lands- ins einskis virði nema hægt sé að virkja sem mest og það strax. Það er einmitt þessi sami aðili sem stendur á bak við allan þrýstinginn á að virkja norður á Ströndum. Foss- arnir upp af Ófeigsfirði á Ströndum eru sagðir vera mjög fagrir og áhuga- verðir fyrir ferðaþjónustuna. Hafa Tómas Guðbjartsson læknir og marg- ir fleiri bent á þessa einföldu stað- reynd og lagt mikið á sig til að kynna fyrir okkur landsmönnum hvaða verð- mæti eru þarna í húfi og hve mikils- vert er að koma í veg fyrir eyðilegg- ingu á perlum náttúrunnar. Fossarnir í Hvalsá eigi að vera eins og náttúran hefur mótað þá og þannig orðið mikils- vert aðdráttarafl, eigi að vera yndi og ánægjuleg upplifun fyrir ferðamenn framtíðarinnar. Ef af virkjun í Ófeigsfirði verður þarf að flytja rafmagnið þaðan og þangað sem á að nota það um mörg hundruð kílómetra leið um mjög erfitt land. Vestfirðir eru landsþekktir fyrir að vera eitt versta veðravíti landsins, einkum á vetrum. Enn er í minni margra Hala- veðrið 1925 þá þrjú skip fórust undan norðan- verðum Vestfjörðum. Þegar Mjólkárvirkjun hafði verið byggð fyrir um 60 árum gerðist það aftur og aftur að raf- magnsstaurar brotnuðu vegna illviðra, einkum við norðanverðan Arn- arfjörð. En veður fyrir opnu hafi eru enn verri en í skjóli fjalla við inn- anverða firði. Má reikna með að annaðhvort verði loftlínur að vera mjög öflugar og þar með rándýrar eða að lagðir verði rafstrengir í jörð til að auka rekstraröryggi en þeir þykja enn nokkuð dýrir. Það er lík- lega ekki hagkvæmt fyrir svo lítið orkumagn en talað er um að virkjun þessi gæti gefið af sér 55 MW sem í samanburði er eins og fremur lítil túrbína í virkjunum í eigu Lands- virkjunar. Ekki er ósennilegt að hinum kanadíska forréttingamanni yfirsjáist íslensk náttúra rétt eins og öllum ferðamönnunum sem ana út í tóma vitleysu án þess að gera sér minnstu grein fyrir þeim vanda sem bíður þeirra í veðravítum Íslands. Miður er að ýmsir eins og ráðherra ferðamála taki undir sjónarmið hins kanadíska athafnamanns. Meðan ekki hefur fundist nein að- ferð til að halda aftur af illviðrinu á Íslandi tel ég þessar hugmyndir um að virkja á norðanverðum Vest- fjörðum einhverja verstu heimsku sem lengi hefur sést. Kannski ráðherrann og kanadíski athafnamaðurinn ættu að hafa vetrardvöl norður á Ströndum og kynna sér betur hversu veður geta orðið válynd úti við ysta haf! Vanhugsuð virkjun Eftir Guðjón Jensson Guðjón Jensson »Meðan ekki hefur fundist nein aðferð til að halda aftur af ill- viðrinu á Íslandi tel ég þessar hugmyndir um að virkja á norðanverð- um Vestfjörðum ein- hverja verstu heimsku sem lengi hefur sést. Höfundur er leiðsögumaður og eldri borgari í Mosfellsbæ. arnartangi43@gmail.com Halló Íslend- ingar! Ég skrifa ykk- ur þetta bréf frá Rússlandi. Eftir veru ykkar hér líður mér eins og við höfum eignast í ykkur nána vini. Ég dáist að menningu ykkar og hef haft áhuga á sögu víkinga og ásatrú í langan tíma. Mig langar til að þakka ykkur fyr- ir hlýtt viðmót og skemmtilega framkomu á HM 2018 í Rússlandi. Frammistaða ykkar í leiknum móti Argentínu vakti mikla hrifningu og aðdáun. Þá var ekki síður stórkost- legt að heyra íslenska stuðningshóp- inn syngja rússneska þjóðsöngva. Mér fannst það frábært, það snerti mig mjög og hvatti mig til að læra ís- lensku. Heimsækið okkur oftar og berið með ykkur söng, gleði og fótbolta. Þið gerið það svo vel. Við vonumst til að sjá ykkur fljót- lega í Sevastopol. Með bestu kveðju, Ivan Kozhakov, rússneskur nemi í tölvunarfræðum. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Kalinka Íslenskir stuðningsmenn landliðsins syngja á rússnesku. Skjáskot/Youtube Kveðja til allra Íslendinga Venjulegt fæði okkar gerir líkamann súran. Þurrkar og herðir vöðva og sinar. Lík- aminn missir spennu sína og verður stífur og stirður, hreyfingarnar verða veiklulegar og úrgangsefnin hlaðast upp. Stóru vöðvar mjaðma og sitjanda geta orðið harðir eins og spýta. Þessu má bjarga á einfald- an hátt með þolinmæði og langbaði. Við á Íslandi höfum vatn sem er ekki langt frá regnvatni með lítið af sölt- um og var það eftirsótt fyrir gufu- vélar fyrrum. Söltin í vatni fellu út og einangruðu rörin sem yfirfærðu varmaorkuna við að gera gufu til að knýja skipsvélarnar. Ég kom að því að við notuðum sjó á gufukatlana vegna vatnsleysis í Fiskimjölsverk- smiðjunni í Vestmannaeyjum sem getur verið lífshættulegt og þeir sprungið. Var mikil vinna með jóna- skiptum og öðrum efn- um og svo að blása út- fellingunum úr kötlunum. En þetta hreina vatn okkar má líka nýta heilsusamlega til að koma útfellingum, eiturefnum og úrgangs- efnum út úr skrokknum okkar. Þetta er unnt og auðvelt að gera á hverju heimili en hreint vatnið sogar til sín eit- urefni úr vefjunum ef líkaminn er látinn liggja í blóðvolgu vatninu (36-37 °C ) í baðkari. Passa verður að halda þessu hitastigi allan tímann. Það tekur þrjá tíma að ná til innri líffæra og 6-9 tíma að ná til lifrar og nýrna. Gallsteinar verða svo mjúkir að þeir ganga oftast niður. Sama á sér stað með útfelling- ar í ristlinum en hann sé þó alltaf tæmdur fyrir baðið. Sé epsomsalt (1-2 kg) sett út í baðið eftir 5-6 tíma má ná úr sér liðagigt á um klukku- stund í viðbót. Það sem á sér stað er svokölluð osmósa (sveim) en hún byggir á því að sé gegndræp himna (hér húðin) milli tveggja saltlausna streyma efnin úr sterkari lausninni yfir í þá veikari. Volgt vatnið mýkir og leysir upp útfellingarnar í líkam- anum en það tekur bara sinn tíma og er langbað líklega minna notað vegna þessa því fólk er svo stressað með tíma. Það mætti lesa heila bók í hvert sinn til að drepa tímann. Eftir að hafa gert þetta einu sinni er auðveld- ara að hreinsa út næst. Þetta er því hollusta sem um munar og gæti hent- að öldruðum vel. (Byggt á upplýsingum í bók Werner Zimmermann, Heilendes baden, München 1948.) Hið náttúrulega og heilsusama langbað Eftir Pálma Stefánsson » Þetta er ódýrasta detox-aðferðin og byggir á saltlitlu ís- lensku vatni og má gera á flestum heimilum sem hafa baðkar og hita- mæli. Pálmi Stefánsson Höfundur er efnaverkfræðingur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.