Morgunblaðið - 30.06.2018, Side 30
Minningargreinar
Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla út-
gáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðn-
ir að nota innsendikerfi blaðsins. Smellt á Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður, „Senda inn minningargrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir birtingu á útfarardegi verður greinin að
hafa borist eigi síðar en á hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstu-
degi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist
áður en skilafrestur rennur út.
Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri
en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru ein-
göngu birtar á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU
KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna.
30 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018
✝ Eyrún Rann-veig Þorláks-
dóttir fæddist 20.
desember 1934 á
Laugarbökkum í
Ölfusi. Hún lést á
hjúkrunardeildinni
á Fossheimum á
Selfossi 23. júní
2018.
Hún var dóttir
hjónanna Ragn-
heiðar Runólfs-
dóttur, f. 23.12. 1900 í Hólmi í
Landbroti, d. 20.2. 1984, og
Þorláks Sveinssonar, f. 2.10.
1899 í Seglbúðum í Landbroti,
d. 13.6. 1983. Systkini hennar:
Auður, f. 12.11. 1928, d. 15.11.
1928, Sveinn, f. 28.10. 1929, d.
11.1. 1930, Rósa, f. 8.6. 1931,
Runólfur Sveinn, f. 15.2. 1933,
og Páll Auðar, f. 19.7. 1936.
Eyrún Rannveig giftist
22.11. 1953 Lúðvík Haraldssyni
(fæddur Lloyd Martin Kyvik)
bónda, f. 13.10. 1931 í Brook-
víksson, f. 6.11. 1960, kvæntur
Laufeyju Jónsdóttur, f. 29.12.
1961. Börn þeirra eru: Eyrún
Inga, f. 12.11. 1991; Ásta Lára,
f. 13.4. 1994; Jón Lloyd, f. 21.4.
2007.
Eyrún Rannveig ólst upp hjá
foreldrum sínum á Sandhóli í
Ölfusi ásamt systkinum sínum.
Hún gekk í barnaskóla í
Hveragerði. Hún starfaði við
verslunar- og talsímastörf áður
en hún gerðist húsmóðir og
bóndi á Krossi í Ölfusi. Á
Krossi stunduðu þau hjónin bú-
skap alla sína starfsævi. Sam-
hliða því vann hún ýmis störf,
t.d. hjá Sláturfélagi Suðurlands
á Selfossi, Grunnskólanum í
Hveragerði og víðar. Hún tók
virkan og víðtækan þátt í safn-
aðarstarfi Kotstrandarkirkju,
var þar kirkjuvörður auk þess
að sitja í sóknarnefnd, um tíma
sem ritari nefndarinnar. Að
auki voru þau hjónin umsjón-
armenn kirkjugarðs Kotstrand-
arkirkju um árabil. Síðustu tvö
æviár sín dvaldist Eyrún Rann-
veig á hjúkrunardeildinni Foss-
heimum á Selfossi.
Útför Eyrúnar Rannveigar
fer fram frá Kotstrandarkirkju
í dag, 30. júní 2018, kl. 14.
lyn, New York í
Bandaríkjunum, d.
19.7. 2013. For-
eldrar hans voru
Arnulf Harald Ky-
vik, f. 22.11. 1903,
d. 25.6. 1968, og
Magny Kyvik, f.
1.8. 1900, d. 13.1.
1960.
Börn Eyrúnar
Rannveigar og
Lúðvíks eru: 1)
Ragnheiður, f. 17.5. 1954, gift
Þorsteini Jóhanni Vilmund-
arsyni, f. 23.10. 1953. Börn
þeirra eru: Vilmundur, f. 7.11.
1975, kvæntur Olgu Rom-
balska, f. 11.7. 1984, sonur
þeirra er Jóhann Wojtek, f.
1.1. 2007; Edda Lydia, f. 4.5.
1978; Auður Ósk, f. 31.10.
1984, gift Ottó Frey Birgissyni,
f. 9.9. 1982, börn þeirra eru
Ragnheiður María, f. 14.11.
2007, og Birgir Steinn, f. 23.7.
2010. 2) Magnús Arnulf Lúð-
Eyrún Rannveig Þorláksdótt-
ir, alltaf kölluð Edda, er látin.
Með henni kveðjum við hjónin á
Krossi en Lloyd eiginmaður
hennar lést 19.7. 2013. Þau hjónin
eignuðust tvö börn og þau fjögur
voru einstaklega samheldin fjöl-
skylda.
Edda var frá Sandhól og fékk
þar mjög ástríkt uppeldi. Hún
giftist eiginmanni sínum 1953 og
saman byggðu þau upp jörðina
Kross. Edda unni sveitinni og
kirkjunni sinni, Kotstrandar-
kirkju. Hún var ötul í uppbygg-
ingu kirkjugarðsins og kirkjunn-
ar. Hún var um tíma í sóknar-
nefnd kirkjunnar. Ræktarsemi
einkenndi hana. Hún ræktaði
landið sitt, búféð sitt og samfélag-
ið sitt. Mikill styrkur og traust
fylgdi nærveru hennar. Kross-
heimilið var stórt en Edda var oft
líka að aðstoða á Sandhól og í
vinnu fyrir kirkjuna og kirkju-
garðinn. Það var mjög gestkvæmt
á Krossi enda óskaplega vel tekið
á móti fólki. Kaffisopi með heima-
bökuðu meðlæti var einstaklega
nærandi og best var þó endur-
nærandi spjallið við Eddu. Hún
gaf sér tíma til að hlusta á fólk og
spjalla þrátt fyrir annirnar. Til
Eddu leituðu margir um stuðning
og styrka nærveru. Vinir litu inn,
ættingjar héðan og frá útlöndum,
börnin hennar, barnabörnin,
langömmubörnin og aukabörn.
Edda var með mörg börn í sveit
og mörg hafa haldið tryggð við
hana alla ævi.
Ég þakka Eddu fyrir sam-
fylgdina þessi 36 ár, stuðninginn,
hjálpina með börnin mín og allar
góðu samverustundirnar á
Krossi.
Ég kveð Eddu og Lloyd, mína
kæru tengdaforeldra, og Kross-
heimilið með söknuði. Til þeirra
var svo gott að leita.
Hvíl í friði.
Laufey Jónsdóttir.
Elsku amma mín. Ég mun allt-
af sakna þín. Takk fyrir allt sem
þú gerðir fyrir mig. Þú varst frá-
bær amma og þú gerðir allt vel.
Þú varst góð fyrirmynd fyrir mig
og alla fjölskylduna mína.
Jón Lloyd Magnússon.
Góðvild og hlýja einkenndu þig.
Þú gafst þér alltaf tíma til að hlusta á
mig.
Ég sakna mun þinna blíðu orða.
Ég sakna þess góða sem þú gafst mér
að borða.
Núna ertu horfin mér frá.
Englar ávallt vaki þér hjá.
Hvíldu í friði, amma mín.
Ég á eftir að sakna þín.
Ásta Lára Magnúsdóttir.
Elsku amma í sveitinni. Ég
sakna þín. Ég sakna þess að geta
faðmað þig og fengið kraft frá
þér. Ég sakna þess að koma í
heimsókn og gleyma öllu nema
líðandi stund. Ég sakna þess að fá
hjálp frá þér, hvort sem það er um
matargerð eða heimsins vanda-
mál.
Amma mín var einstök kona.
Amma var yndisleg, góð og frá-
bær vinur. Amma var alltaf tilbú-
in til að taka á móti fólki. Hún stóð
klár með pönnukökur í eldhúsinu,
kaffi eða mjólkurglas og mikla
visku. Í gegnum tíðina þekkti
amma alveg svakalega mikið af
fólki. Heima á Krossi voru gestir
og gangandi alltaf velkomnir.
Mér leið alltaf mjög vel í sveit-
inni. Ég man eftir því að vera svo
spennt að fara í fjósið með ömmu
og afa að ég hljóp út á náttkjól og
stígvélum til þess að standa klár
við verkin. Amma og afi stöfuðu
frá sér kærleika og umhyggju til
allra sem þau hittu fyrir. Hjá
þeim urðu til ógleymanlegar
minningar sem fylgja mér um
ókomna tíð. Þau byggðu mig upp
og gerðu mig andlega sterkari.
Fyrir það er ég þeim ævinlega
þakklát.
Gæska, góðmennska og velvild
eru örfá hugtök sem lýstu ömmu
minni. Hún var fyrirmynd mín í
mannlegum samskiptum og
umburðarlyndi. Það er fararnesti
sem ég hef með mér alla ævi.
Elsku amma, ég veit að afi tók
á móti þér. Ég vona að þið hafið
það gott saman hvar sem þið eruð.
Hvíl í friði.
Þín
Eyrún Inga.
Elsku amma. Þakklæti er mér
efst í huga þegar ég hugsa til þín,
þakklæti fyrir að hafa átt þig sem
ömmu, en yndislegri ömmu hefði
ég ekki getað fengið. Þú varst
með hjarta úr gulli, alltaf tilbúin
til að aðstoða og gefa af þér. Þú
dæmdir aldrei fólk og tókst alltaf
öllum með opnum örmum. Þú
varst einstök fyrirmynd sem ég lít
mikið upp til, hjartahlý, jákvæð,
brosmild og gerðir allt svo vel.
Minningarnar eru margar,
hver annarri dýrmætari, og varð-
veiti ég þær vel í hjarta mínu og
deili með langömmubörnunum
Ragnheiði Maríu og Birgi Steini,
sem þótti einnig svo vænt um þig.
Það er sárt að kveðja elsku amma,
nú ertu komin aftur í faðm elsku
afa sem var þinn sálufélagi í gegn-
um lífið. Þakka þér fyrir allt elsku
amma, ég elska þig, þín verður
sárt saknað.
Við kveðjum þig kæra amma
með kinnar votar af tárum
á ást þinni enginn vafi
til okkar, við gæfu þá bárum.
Horfin er hönd þín sem leiddi
á hamingju- og gleðifundum,
ástúð er sorgunum eyddi
athvarf á reynslustundum.
Margt er í minninga heimi
mun þar ljósið þitt skína,
englar hjá guði þig geymi
við geymum svo minningu þína.
(Höf. ók.)
Blessuð sé minning þín.
Þín
Auður Ósk.
Elsku yndislega amma mín,
sárt er til þess að hugsa að þú sért
farin frá okkur en huggun í harmi
að nú eruð þið afi sameinuð á ný.
Þú varst amma í orðsins fyllstu
merkingu og mín helsta fyrir-
mynd, alltaf tilbúin með opinn
faðminn að hugga og hughreysta
og alltaf til nóg af þolinmæði og
hlýju í faðmi þínum. Mínar bestu
minningar á ég hjá ykkur afa í
sveitinni og er gott að geta yljað
sér við þær. Það var gott að vera í
kringum þig, þú hafðir svo góða
nærveru, varst svo jákvæð, úr-
ræðagóð og tilbúin að rétta öllum
hjálparhönd. Þú taldir það ekki
eftir þér að gera hlutina og vannst
jafnt í útiverkum og inniverkum,
bjóst til veislur úr engu og prjón-
aðir eins og prjónavél.
Dugnaður, seigla og orka eru
orð sem poppa upp í hugann er ég
hugsa til þín og er ég ákaflega
þakklát fyrir að hafa verið svona
Eyrún Rannveig
Þorláksdóttir
Veist þú hvert eignir þínar renna eftir þinn dag?
Kynntu þér málið á heimasíðu okkar, www.útför.is.
Þar getur þú m.a. sett inn þínar forsendur
í reiknivél. Við aðstoðum þig við gerð
erfðaskrár, kaupmála og við dánarbússkipti.
Katla Þorsteinsdóttir,
lögfræðingur
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Kristín IngólfsdóttirSverrir Einarsson Margrét Á. Guðjónsd. Hannes Ó. Sampsted
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR,
Skipastíg 6, Grindavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
laugardaginn 23. júní. Útförin fer fram frá
Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 3. júlí klukkan 14.
Sveinn Þ. Sigurjónsson
Sjöfn Sveinsdóttir Sólmundur Sigurðsson
Ásta Sveinsdóttir Þorsteinn Helgason
Jóhannes G. Sveinsson Rakel Erlingsdóttir
Þór Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
ÁRNI BJÖRN ÓMARSSON,
Hverfisgötu 22, Hafnarfirði,
sem lést á hjartadeild Landspítalans
þriðjudaginn 19. júní, verður jarðsunginn
frá Víðistaðakirkju mánudaginn 2. júlí
klukkan 13.
Borghildur Þórisdóttir
Þórir Árnason
Þórunn Árnadóttir
Oddný Árnadóttir
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
KRISTJÁN H. ÞÓRÐARSON,
Ytra-Krossanesi,
lést fimmtudaginn 21. júní.
Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
mánudaginn 2. júlí klukkan 13.30.
Guðmundur Kristjánsson Manevan Yothakong
Laufey Kristjánsdóttir Jósep Hallsson
Ingvar Kristjánsson Sigurlaug Stefánsdóttir
Arnar Kristjánsson Katrín Eiðsdóttir
Brynjar Kristjánsson Freydís Gunnarsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
SVERRIR BJÖRGVIN VALDEMARSSON,
fyrrverandi
verslunarstjóri ÁTVR,
lést í faðmi ástvina mánudaginn 25. júní.
Jarðsungið verður frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 6. júlí
klukkan 13. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Sólvangs, 4. hæð, fyrir einstaka umönnun og hlýju.
Brynhildur Sverrisdóttir Atli Guðmundsson
Júlíus Atlason Lilja Björk Einarsdóttir
Jórunn Atladóttir Albert Steinn Guðjónsson
Sóley Birna, Björgvin Atli, Bjarki Marinó,
Gabríela og Dagur Snær
Bróðir okkar, mágur og frændi,
BRAGI HJÖRTUR ÓLAFSSON,
Furugerði 1,
Reykjavík,
lést föstudaginn 15. júní.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Systkini og fjölskyldur
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
SIGURVEIG GARÐARSDÓTTIR
MÝRDAL,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
þriðjudaginn 27. júní.
Sigurjón Mýrdal María Sophusdóttir
Garðar Mýrdal Ingibjörg Ósk Kjartansdóttir
Jón Agnar Mýrdal Vivian Hansen
barnabörn og barnabarnabörn