Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 31

Morgunblaðið - 30.06.2018, Síða 31
mikið í kringum þig, stundirnar með þér eru minn mesti lærdóm- ur og munu fylgja mér út allt lífið. Þú varst stolt af okkur barna- börnunum og fylgdist af áhuga með því sem ég tók mér fyrir hendur og varst dugleg að hvetja mig áfram. Elsku amma, þú hefur átt mikinn þátt í lífi mínu, gefið mér svo mikið og það þakka ég þér. Við höfði lútum í sorg og harmi og hrygg við strjúkum burt tárin af hvarmi. Nú stórt er skarð í líf okkar sorfið því fegursta blómið er frá okkur horfið. Með ástúð og kærleik þú allt að þér vafðir og ætíð tíma fyrir okkur þú hafðir þótt móðuna miklu þú farin sért yfir þá alltaf í huga okkar myndin þín lifir. Við kveðjum þig, amma, með söknuð í hjarta, en minning um faðmlag og brosið þitt bjarta. Allar liðnar stundir um þig okkur dreymi og algóður Guð á himnum þig geymi. (Sigfríður Sigurjónsdóttir) Blessuð sé minning þín. Þín Edda Lydía. Vertu sæl mín systir ég sé þig síðar meir. Þar sem þú nú gistir enginn maður deyr. Vertu sæl mín sterka sofðu sætt og rótt. Þú hamhleypa til verka hvíldu þig í nótt. Vertu sæl þú móðir er margra græddir sár. Suma skorti slóðir og aðrir höfðu tár. Vertu sæl mín kæra ég veit að vegur minn mun aftur okkur færa koss á systrakinn. Vertu sæl að sinni sjáðu, nú sólin rís. Ég finn þig á vegferð minni við borðið í Paradís. (GP) Þín systir, Rósa Þorláksdóttir. Mig langar í fáum orðum að minnast frænku minnar Eddu á Krossi eins og hún var alltaf köll- uð í minni fjölskyldu. Þau Edda og Lúðvík voru fyrsta kærustuparið sem var að draga sig saman og ég fékk að fylgjast með sem barn. Þau stóðu út við hlið á Sandhól ung og ást- fangin og spjölluðu í sumar- blíðunni. Ég heimsótti þau oft á Krossi sem fullorðin manneskja og alltaf ríkti þessi sumarblíða á milli þeirra, tekið var á móti gest- um með opinum faðmi og hlýju. Faðir minn fór oft austur eftir að hann varð ekkill og gisti hjá þeim heiðurshjónum. Þau voru einstök hjónin á Krossi og á ég þeim svo margt að þakka. Ég og fjölskylda mín sendum aðstandendum samúðarkveðjur. Steinunn Pálsdóttir. Systkinin frá Sandhól, Rósa móðir mín, Svenni, Edda og Palli, komu í heiminn í þessari röð á ár- unum 1931-1936. Þau fæddust með stuttu millibili sem hefur vafalítið haft áhrif á hversu sam- rýnd og samheldin þau hafa verið í einu og öllu. Foreldrar þeirra, Ragnheiður Runólfsdóttir og Þor- lákur Sveinsson, byrjuðu búskap sinn á Sandhól í Ölfusi. Áður höfðu þau eignast tvö börn sem dóu í frumbernsku. Á stóru heimili þurftu allir að leggja sitt af mörkum og því lærðu systkinin ung að ganga til allra verka innanhúss sem utan. Vinnusemi foreldranna var þeim í blóð borin og eitt af mörgu sem systkinin eiga sammerkt er að falla aldrei verk úr hendi. Eyrún Rannveig, eða Edda eins og hún var ætíð kölluð, settist að á Krossi í Ölfusi, aðeins stein- snar frá uppeldisheimili sínu Sandhól. Þar byggði hún upp myndarlegt bú og kærleiksheimili fyrir fjölskyldu sína ásamt ástinni sinni og samferðarmanni alla tíð, Lúðvík Haraldssyni. Lúðvík (fæddur Lloyd Martin Kyvik) fæddist í Brooklyn í New York, sonur norskra hjóna sem síðar urðu ötulir þjónar Hvítasunnu- hreyfingarinnar á Íslandi. Þau Edda og Lúðvík tóku það besta með sér úr báðum fjölskyldum inn í sitt hjónaband; trú, von og kærleik til handa öllum sem á vegi þeirra urðu. Heimili þeirra að Krossi varð því ekki aðeins uppeldisheimili barna þeirra og niðja heldur eins konar félagsmiðstöð allra þeirra sem áttu leið um og skipti húsráð- endur þá engu hvar hver og einn var staddur í lífsins ólgusjó – allir fengu höfðinglegar móttökur, gjörning og gistingu ef svo bar undir. Edda og Lúðvík voru ætíð kappsöm um að leggja sitt af mörkum fyrir sitt nærsamfélag í því skyni að gera gott betra. Dæmi um slík verkefni er ómælt framlag þeirra í tengslum við starfsemi Kotstrandarkirkju, þann eina stað í sveitinni sem ná- grannar fylkja jafnan liði í gleði eða sorg. Á þeim vettvangi nutu þau sín og þar sinnti Edda störf- um meðhjálpara um árabil. Edda var einstaklega frænd- rækin og um margt eins konar höfðingi síns liðs. Hún var ætíð dugleg að aðstoða Pál bróður sinn við heimilishald og bústörf en Páll tók við búskap á Sandhól eftir for- eldra þeirra. Edda var stálminn- ug á afmælisdaga okkar allra og það brást aldrei að ég fengi símtal á afmælisdaginn minn og eftir- minnileg eru öll afmæliskortin sem dóttir mín Rósa Guðbjörg hefur fengið í gegnum tíðina frá Eddu frænku í Krossi. Samband systkinanna frá Sandhól hefur alltaf verið gott en þó er mér ofarlega í huga sam- band Rósu móður minnar og Eddu systur hennar. Þær voru ætíð í stöðugu sambandi, Edda frá Krossi og mamma úr Vestur- bænum í Reykjavík. Mörg símtöl á viku, stundum mörg á dag. Skiptust á fréttum um verkefnin í sveitinni, fjölskylduna eða bara dægurmál líðandi stundar. Guð blessi þig, Edda frænka. Umhyggja þín, hlýja og kærleik- ur gerði okkur sem þig þekktum öll að betri manneskjum. Nú er það okkar að bera þann kyndil áfram til næstu kynslóða. Ragnheiður Þóra Kolbeins og fjölskylda. Sumt fólk hefur áhrif á sam- ferðafólk sitt og umhverfi með hógværð til orðs og æðis, sem og umhyggju fyrir öllu lífi, hvers eðl- is sem það er. Trúrækið fólk sem lifir frekar fábrotnu lífi og skilar dagsverki sínu svo eftir er tekið. Ein slík gæðakona er til moldar borin í dag, Eyrún Rannveig Þor- láksdóttir, húsfreyja á Krossi í Ölfusi, eða Edda á Krossi eins og sveitungar nefndu hana. Kotstrandarkirkja er á fögrum stað í Ölfusi, skammt frá Krossi. Ölfusingar eru stoltir af þessari fögru kirkju. Svo var einnig um Eddu á Krossi. Hún sat árum saman í sóknarnefnd kirkjunnar, þar sem hún kom ávallt fram af skyldurækni og alúð. Hún var kirkjuvörður Kotstrandarkirkju til fjölda ára og naut virðingar og trúnaðar í því starfi. Maður henn- ar, Lúðvík Haraldsson, sem látinn er fyrir nokkrum árum, var hringjari kirkjunnar um árabil. Saman höfðu þau hjónin árum saman umsjón með kirkjugarði Kotstrandarkirkju. Var sérstak- lega til þess tekið, hversu vel og umhyggjusamlega þau sinntu því starfi. Edda á Krossi var ráðvönd kona sem bar virðingu fyrir öllu lífi, mönnum og málleysingjum. Að slíku fólki laðast allt sem lifir. Það var gott að koma að Krossi. Gestrisni var mikil, saklaust grín og gaman, þegar það við átti. Vin- argreiði sjálfsagður og ávallt til staðar. Við hjónin á Gljúfri þökkum nú að leiðarlokum Eddu á Krossi góð kynni og vináttu. Blessuð sé minning Eddu á Krossi. Jón Hólm Stefánsson. MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. JÚNÍ 2018 HJARTAVERND Minningarkort 535 1800 www.hjarta.is Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Þökkum innilega alla samúð og hluttekningu við andlát og útför SIGURÐAR ÞORSTEINSSONAR fyrrverandi bónda á Skúfsstöðum, síðar skógarbónda Melum, Hjaltadal. Hólmfríður G. Sigurðardóttir Gunnar Þór Garðarsson Reynir Þór Sigurðsson Una Þórey Sigurðardóttir Rafn Elíasson Njáll Haukur Sigurðsson Arnfríður Agnarsdóttir Inga Sigurðardóttir Stefán Ægir Lárusson Halla Sigrún Sigurðardóttir Birkir Marteinsson barnabörn og barnabarnabörn Maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, LÁRUS J. HELGASON geðlæknir, Miðleiti 7, Reykjavík, lést á Vífilsstöðum laugardaginn 23. júní. Jarðarförin fer fram í Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Geðvernd (Geðverndarfélag Íslands). Ragnhildur Jónsdóttir Marta Lárusdóttir Ólafur Þór Ævarsson Helgi Lárusson Hólmfríður Haraldsdóttir Guðrún Lárusdóttir Vignir Sigurðsson Rafnar Lárusson Þorbjörg M. Einarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGIBJARGAR JÓNU JÓNSDÓTTUR, sérkennara á Akranesi, Nýhöfn 4, Garðabæ. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki 11b, 11g og líknardeildar Landspítalans fyrir frábæra umönnun og hlýhug í veikindum hennar. Ingjaldur Bogason Ingibjörg St. Ingjaldsdóttir Guðmundur R. Guðmundsson Sólborg Þóra Ingjaldsdóttir Einar Geir Hreinsson Guðríður Björnsdóttir barnabörn og barnabarnabarn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÁSLAUG HARTMANNSDÓTTIR, sérkennari, til heimilis í Lindasmára 24, lést á heimili sínu laugardaginn 23. júní. Útför hennar fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 5. júlí klukkan 13. Hartmann Ingvarsson Kristín Ósk Ingvarsdóttir Emil Hjörvar Petersen Ronja Áskatla Petersen Þrándur Alvar Petersen Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÞÓRHALLA DAVÍÐSDÓTTIR, Fannborg 8, Kópavogi, lést laugardaginn 16. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Davíð Aðalsteinn Sverrisson Sigríður María Sverrisdóttir Þorvarður Hjalti Magnússon Sverrir Þórarinn Sverrisson María Pálmadóttir Torfi Ólafur Sverrisson Inga Björg Sverrisdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÚN FLÓVENZ ÓLAFSDÓTTIR, Kópavogsbraut 88, fædd 17.8. 1927 í Viðey, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð miðvikudaginn 27. júní. Ólafur G. Flóvenz Sigurrós Jónasdóttir Brynhildur G. Flóvenz Daníel Friðriksson Margret G. Flóvenz Tryggvi Stefánsson Gunnar G. Flóvenz Bera Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Elskulegi maðurinn minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, BJARNI JÓHANNES GUÐMUNDSSON Jói, varð bráðkvaddur föstudaginn 22. júní. Kveðjustund fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 3. júlí klukkan 15. Útför verður frá Raufarhafnarkirkju fimmtudaginn 12. júlí klukkan 14. Sigrún Kjartansdóttir Helga Bjarnadóttir Stefán Ásgeir Ström Guðrún Ýr Bjarnadóttir Páll Jónsson Karen Henný Bjarnadóttir Sindri Magnússon barnabörn og langafabarn Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, GRÉTAR ÓLAFSSON, tæknifræðingur, Víðilundi, Akureyri, var jarðsunginn frá Akureyrarkirkju mánudaginn 25. júní í kyrrþey að ósk hins látna. Þökkum ættingjum og vinum auðsýndan hlýhug og samúð. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á Dvalarheimilinu Lögmannshlíð fyrir hlýja og góða umönnun. Helga Jónsdóttir Jón Sævar Grétarsson Ólafur Grétarsson Jenný Guðmundsdóttir afa- og langafabörn Ástkær maður minn, faðir minn, afi okkar, bróðir og vinur, FRIÐRIK G. FRIÐRIKSSON Frissi fararstjóri, andaðist á Landspítalanum í Fossvogi þriðjudaginn 26. júní. Útför hans fer fram frá Neskirkju fimmtudaginn 5. júlí kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á að leyfa endurhæfingarmiðstöðinni á Reykjalundi að njóta þess. Lísa Kristinsdóttir Þorsteinn Baldur Friðriksson Anna Lára Friðriksdóttir og fjölskyldur þeirra

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.